Morgunblaðið - 08.07.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.07.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987 15 Þessi ungi maður fylgdist með því að dósirnar væru fullar og lokin föst á þeim. Morgunblaðið: Bjami Eiríksson Davíð Sch. Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Sólar hf., heldur hér á flösku og dós úr hinu nýja plasti. Nýtt íslenskt gos frá Sól á markaðinn Teknar í notkun umbúðavélar sem eru þær fyrstu sinnar tegundar í heiminum GOSDRYKKIR frá fyrirtækinu Sól hf. koma á markað á morg- un undir nafninu Sól-gos. Undirbúningur þessarar fram- leiðslu hefur staðið yfir síðan árið 1984. Um leið verða teknar í notkun umbúðavélar sem eru þær fyrstu sinnar tegundar í heiminum. Að sögn Davíðs Sch. Thor- steinssonar, framkvæmdastjóra Sólar hf., eru dósimar búnar til úr náttúrulegum efnum, þeim sömu og eru í andrúmsloftinu. Vélarnar sem framleiða dósirnar eru frá Japan og eru þær einu sinnar tegundar í heiminum. Þær hafa vakið mikla athygli og hafa erlendir aðilar heimsótt fyrirtækið í þeim tilgangi að skoða þær. Dósirnar eru framleiddar úr tveimur lögum af efninu PET (terelyne) með millilagi úr MX- nyloni. Fyrst búa vélarnar til flöskur sem síðan er breytt í dósir með því að skera flöskuhálsinn af. Þetta er gert í vél sem er sú fyrsta sinnar tegundar í heimin- um. Vélamar geta bæði fyllt á dósir og 1,5 lítra plastflöskur. Auk vélanna verður tekin í notkun framleiðslukeðja með vél- búnaði frá alls tólf löndum sem eru Japan, Frakkland, England, Fyrsti drykkurinn, Sól-Cola, komin í dósir. Þýskaland, Bandaríkin, Venezu- ela, Holland, Spánn, Sviss, Danmörk og Svíþjóð. Davíð sagði að engin erlend stórfýrirtæki gætu hugsanlega hagnast á uppskriftum eða einka- leyfum þar sem uppskriftir eru allar íslenskar og blöndunarkerfíð íslensk hönnun. A þessu framleiðsluferli kemur mannshöndin hvergi nærri fram- leiðslunni en tölvustýrðar vélar sjá um allt. I verksmiðjunni eru hundrað tölvur þar af 19 forritan- legar. Til að byrja með verða fram- leiddar fímm bragðtegundir en þær em Cola, Límó, Appelsín, Súkkó og Grape. Þær verða allar framleiddar með og án sykurs. Nú þegar er hafin framleiðsla á Cola drykknum en framleiðsla á hinum bragðtegundunum hefst á næstu dögum. Að sögn Davíðs hafa erlendir aðilar sýnt mikinn áhuga á að kaupa íslenskt drykkjarvatn í plastdósum og hafa verið send sýnishorn til útlanda til frekari athugana. Pryor og kvíðasvipurinn. Grínlaus Pryor Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Hættuástand (Critical Conditi- on). Sýnd í Regnboganum. Stjörnugjöf: ☆ Bandarísk. Leikstjóri: Micha- el Apted. Helstu hlutverk: Richard Pryor, Rachel Tictin og Rubin Blades. Richard Pryor hefur undanfarin ár átt í umtalsverðum erfiðleikum með að fínna bæði sjálfan sig í gamanmyndatilverunni og áhorf- endur að myndum sínum. Það er orðið svo langt síðan hann kom manni til að hlægja að maður fer að velta því fyrir sér hvort hann hafi nokkumtíma verið fýndinn. En á meðan hafa aðrir grínarar eins og Eddie Murphy stolið sen- unni og kannski sérstaklega Steve Martin, sem er í stöðugri þróun og virðist vera að slá í gegn um þessar mundir með Roxanne. Pryor hefur algerlega fallið í skuggann af þeim og auðvitað fjöldamörgum öðrum. Á meðan þeir geta á góðum degi og tækni- brellulaust fengið mann til að tárast af hlátri, gónir maður á lætin og fyrirganginn í Pryor og hugsar með sér að betra hefði verið að fara á aðra mynd. Það er sama hvað hann reynir. Honum tekst ekki að framkalla bros og hvað þá hlátur. Hættuástand (Critical Conditi- on), sem sýnd er í Regnb'oganum, er ein af þessum kjánalegu og bjánalegu grínmyndum sem eru ekkert nema hávaðasamur og á endanum leiðigjarn skrípaleikur- inn og svo sneyddar fyndni að þær hafa eiginlega ekkert að gera með að vera kallaðar gamanmyndir. Hún gerist að mestu á slysadeild í stóru sjúkrahúsi og Pryor leikur mann sem fýrir misskilning er tekinn fyrir lækni en hann er annars að stinga af undan lögg- unni eftir að hafa mistekist að leika sig geðveikan til að sleppa undan dómi í dópmáli sem hann lenti í fyrir misskilning. Það eina sem heldur þessari mynd saman og er rauði þráðurinn í henni er hinn eini og sanni og frostþurrk- aði kvíðaasvipur Pryors (sjá mynd). Það eru orðin einu svip- brigði gamanleikara sem, ef minnið bregst manni ekki, maður gat hlegið að fyrir langa löngu. Seðlabankinn vinnur að reglum um fjármögnunarleigur og greiðslukort: Ekki hugmyndin að hneppa þessi viðskipti í fjötra - segir Jón Sigurðsson, viðtakandi viðskiptaráðherra „Seðlabankinn er að vinna að reglum um þessi nýju fyrirbæri á fjármagnsmarkaðinum, fjár- mögnunarleigurnar og greiðslu- kortin, sem ástæða er til að athuga hvernig best sé að fella að þeim leikreglum sem gilda um lánastofnanir," sagði Jón Sig- urðsson, sem tekur við embætti viðskiptaráðherra í dag, en í stef nuyf irlýsingu ríkisstjórnar- innar er boðað að settar verði reglur um fjármögnunarleigu, afborgunarviðskipti og greiðslu- kort. „Menn hafa ekki hugsað sér að hneppa þessi viðskipti í neina fjötra heldur líta til þess að þessi nýju form fyrir lánsviðskipti sitji við sama borð og þau sem fýrir eru, meðal annars hvað varðar heimildir til að taka er- lend lán og jafnframt takmarkanir á útlánastarfsemina," sagði Jón. Hvað greiðslukortin varðaði sagði hann að fyrst og fremst yrði athugað hvort haga mætti reglum um starfsemina þannig að kostnaður af kortunum lenti á þeim sem nytu hagræðis af þeim. Engin áform eru uppi um að íeggja opinber gjöld á viðskipti með greiðslukort. Jón var spurður um hvað átt væri - segir Jóhanna Sig- urðardóttir um að- stoð við húsbyggjend- ur í erfiðleikum „ÞETTA er raunverulega skuld- breyting á skammtíma lánum yfir í þau lán sem eru hjá Hús- næðisstofnun," sagði Jóhanna Sigurðardóttir sem tekur við embætti félagsmálaráðherra í við í stjómarsáttmálanum, með ftjálsari gjaldeyrisverslun milli Is- lands og annarra landa. „Þama er um að ræða að líta á þær reglur sem nú gjlda um gjaldeyrisviðskiptin og þá meðal annars það sem lýtur að fjármagnshreyfingum og yfirfærsl- um. Þetta hefur verið á dagskrá nokkuð lengi og þokast í fijálsræði- sátt og má þar nefna gjaldeyrisreikn- - segir Steingrímur Hermannsson, verð- andi utanríkisráðherra „ÆTLI þessi setning þýði ekki sitt hvað þjá sitt hverjum flokki," sagði Steingrímur Hermannsson, dag, en í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar er boðuð aðstoð við þá sem lent hafa í erfiðleikum vegna öflunar ibúðarhúsnæðis. Jóhanna sagðist ekki vilja úttala sig nánar um þennan lið stjórnar- sáttmálans að svo stöddu en hér væri um skuldbreytingu á eldri lán- um sem fólk ætti í erfiðleikum með, yfir í nýja kerfið hjá Hús- næðisstofnun. inga einstaklinga og útflytjenda. Þar væri kannski hægt að rýmka enn um rétt fólks til að eiga gjaldeyri á reikningum hér og að færa hann á milli landa. Eins og orðin standa þama þá er fyrst og fremst um al- menna stefnumótun að ræða og færa viðskiptin nær því sem tíðkast í þeim löndum sem við höfum mest við- skipti við,“ sagði Jón. sem tekur við utanríkisráðherra- embættinu i dag, er hann var inntur eftir merkingu yfirlýsingar í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar, þar sem segir að verktakastarf- semi fyrir varnarliðið verði tekin til endurskoðunar. „Það er búið að tala um þetta í mörg ár og ég er ekki tilbúinn að tjá mig um þetta á þessari stundu," sagði Steingrímur. Hann var þá inntur eft- ir því hvort yfirlýsingin hefði í raun ekkert gildi. „Jú, hún getur haft það,“ svaraði Steingrímur. „Mér skilst á sjálfstæðismönnum að þeir vilji hafa þessa starfsemi sem fijálsasta, þann- ig að aðilar geti boðið beint í hana, en við erum ekki á því og að ég held kratar ekki heldur. Það hafa í mörg ár verið uppi raddir um að endur- skoða starfsemi íslenskra aðalverk- taka og ég man ekki betur en að það sé í stefnuyfirlýsingu þeirrar ríkis- stjómar sem nú fer frá. Ég held að við ættum bara að bíða og sjá hvað setur,“ sagði Steingrímur Hermanns- son. Verktakastörf fyrir varnarliðið: Misjafn skilning- ur eftir flokkum Skuldbreyting á eldri lán
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.