Morgunblaðið - 08.07.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.07.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐH), MIÐVTKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987 5 i \ -------------- Borginann- ast útför Gunnlaugs Péturssonar Borgaryfírvöld hafa óskað þess við fjölskyldu Gunnlaugs Péturs- sonar, fyrrverandi borgarritara, að Reykjavíkurborg annist útför hans, sem verður gerð frá Dóm- kirkjunni föstudaginn 10. júlí nk. kl. 13.30. Hefur Qölskyldan fal- list á þá tilhögun, segir í frétt frá skrifstofu borgarinnar. Skrifstofa borgarstjóra verður lokuð frá hádegi þann dag. Fimmtán búnir með kvótann á Suðurlandi FIMMTÁN bændur á Suðurlandi höfðu lokið við að framleiða mjólk upp í fullvirðisrétt sinn um siðustu mánaðamót. Þeir halda áfram að leggja mjólk inn í Mjólkurbú Flóamanna þr&tt fyrir að ekki sé tryggt að þeir fái greitt fyrir nýólkina. Ástandið er mun betra nú en á sama tíma f fyrra að sögn Birgis Guðmundssonar mjólkurbússtjóra, en þá höfðu 70 bændur lokið við að framleiða upp í fullvirðisrétt sinn. Um 700 bændur framleiða mjólk á svæði Mjólkurbús Flóa- manna og er fullvirðisrétturinn samtals 37,6 milljónir lítra. Birgir sagði að búist væri við að framleidd- ir yrðu 800.000 til 1.000.000 lítrar umfram fullvirðisréttinn á móti 2.500.000 lítrum í fyrra. „Við sjáum fram á að á þessu ári verði mun minna framleitt af mjólk umfram fullvirðisrétt en í fyrra. Sjálfsagt er það vegna þess að nú fengu bændur að vita hver fullvirðisréttur þeirra var með sæmilegum fyrirvara. í fyrra fengu þeir hins vegar að vita það á miðju verðlagsári." Þessir 800.000 lítrar samsvara u.þ.b. viku framleiðslu af mjólk og sagði Birgir að það væri kannski erfitt að framleiða nákvæmlega það magn sem upphaflega var áætlað. Menn vildu frekar framleiða heldur of mikið en of lítið. Einnig bæri að taka tillit til þess að nú hefur verið gott árferði og því meiri líkur á því að framleiðslan verði meiri. „Við höfum sent bændum til- kynningu um samþykkt sem var gerð á stjómarfundi Mjólkurbúsins þann 8. maí síðastliðinn. Þar kom fram að Mjólkurbú Flóamanna mun taka við allri mjólk sem bændur framleiða og óska að leggja inn, en hvorki verður greitt fyrir um- frammjólkina né innheimtur flutn- ingskostnaður fyrr en séð verður hvert verðmæti hennar er. Við ætl- um -því að sjá til hvort við fáum eitthvað fyrir þessa mjólk til dæmis með að flytja hana út. Með því væri ef til vill hægt að fá eitthvað upp í flutningskostnað og jafnvel hráefniskostnað. Menn vita ekkert ennþá um hvemig þetta tekst, en útlitið er ekki bjart,“ sagði Birgir. Cterkurog O hagkvæmur auglýsingamióill! Morgunblaðið/Sverrir Slasaður maður fluttur tíl Dan- merkuríþotu ÞOTA frá Þotuflugi hf. flutti i gær slasaðan Grænlending til Danmerkur, en maðurinn hafði dvalist á Landsspítalanum um hrið. Maðurinn brenndist illa í Græn- landi og óskuðu læknar þar eftir að hann yrði fluttur á sjúkrahús á íslandi. Fyrir skömmu var komið með hann á Landsspítalann, en íslenskir læknar töldu manninn bet- ur kominn í Danmörku. Því var Þotuflug hf. fengið til að flytja manninn þangað í gær. Slasaður Grænlendingur var fluttur til Danmerkur í gær meðþotu. 23,81% ársávöxtun Bónusreikningur Iðnaðarbankans er þannig úr garði gerður, að allir geti nýtt sér hann til þess að ávaxta fé sitt á sem bestan, einfaldastan og öruggastan hátt. Hann er ailt sem þú þarft. • Háirvextir • Laus hvenær sem er • Ekkert úttektargjald Síðustu 6 mánuði var ársávöxtunin 23,81 % Láttu Bónusreikning vinna fyrir þig © lónaöarbankínn rntim tonki i.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.