Morgunblaðið - 08.07.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.07.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987 35 Vestfirðir: Unnið að gerð rót- tækrar byggðaáætlunar Morgunblaðið/Kjartan Jónsson Setið að snæðingi. Pókotmenn eru gestrisnir og segja, að það sé blessun að fá gesti. í lok þjóðhátíðarinnar var öllum heldri mönnum og gestum langt að komnum boðið í mat hjá héraðsstjóranum. landamæranna, auk þess sem hann þykir eiga betra samband við kommúnistaríki A-Evrópu en góðu hófí gegnir. Stjómvöld í Kenýu líta hins vegar á vestrænar þjóðir sem bandamenn, enda fær þjóðin margvíslega aðstoð frá þeim. Kommúnismi í hvers konar mynd er illa séður í landinu. Sendinefnd háttsettra embættis- manna frá Úganda er nú nýfarin heim eftir að hafa átt mjög gagn- legar viðræður við starfsbræður sína í Nairóbí að sögn beggja aðila. Hefur því nú verið lýst yfír, að sam- skipti landanna séu aftur komin í eðlilegt horf og að mjög hafí slakn- að á spennunni. Útlit fyrir góða uppskeru Það hefur rignt vel síðustu fímm vikumar og vonast bændur eftir góðri uppskeru í haust, þannig að ekki ætti að skorta mat á næsta ári í landinu. Landsmenn láta þakklæti sitt til skaparans ósparlega í ljós í guðsþjónustum um allt land. Höfundur er kristniboði í Kenýu oghefur um lengri tíma sent Morgunblaðinu pistla um land og þjóð. Reykhólum. AÐALFUNDUR Búnaðarsam- bands Vestfjarða var haldinn á Reykhólum dagana 2. og 3. júlí. þar fjallaði Guðmundur Ingólfs- son, starfsmaður Byggðastofn- unar, um róttæka byggðaáætlun, sem ætlað er að snúa vörn í sókn hvað varðar búferlaflutninga. Fundurinn var vel sóttur og mættu þar sem gestir fundarins þeir Jón Viðar Jónmundsson, ráðu- nautur hjá Búnaðarfélagi íslands, og flutti hann erindi um niðurstöður búrekstrarkönnunar á Vestfjörðum. Erindi hans var fróðlegt og skipu- legt. Næsta erindi var hjá Guð- mundi Ingólfssyni, starfsmanni Byggðastofnunar' ríkisins, og var það um róttæka byggðaáætlun á Vestfjörðum sem hann er að vinna að. Erindi hans fjallaði um það hvemig hægt væri að snúa vöm í sókn og stöðva fólksflóttann frá Vestfjörðum. Þá flutti Jóna Val- gerður Kristjánsdóttir kveðjur frá Sambandi vestfírskra kvenna og ámaði Búnaðarsambandinu allra heilla. Aðalmál búnaðarsambandsfund- arins var um byggðamál í sveitum á Vestfjörðum og er búið að kjósa nefnd sem á að starfa með Guð- mundi Ingólfssyni. í nefndinni verður formaður Búnaðarsam- bandsins, Valdimar Gíslason bóndi Mýrum, og svo kemur inn í nefnd- ina einn frá Búnaðarsambandi Strandamanna. Aðrir í nefndinni em frá búnaðar- sambandinu, Þórarinn Sveinsson ráðunautur, Hólum,, Reykhólasveit, Bjami Hákonarson, Haga, Barða- strönd og Páll Jóhannesson bóndi, Bæjum, Snæijallahreppi. Annað stórmál var á dagskrá fundarins en það er Byggðasaga Búnaðarsambands Vestfjarða og er ritstióri að þessu mikla verki Kjart- an Olafsson, fyrrv. alþingismaður, og hefur hann hafíð störf af fullum krafti. Ætlunin er að gera þetta verk eins vel úr garði og kostur er og mun verkið koma út í tveimur til þremur bindum. Nú em tveir ráðunautar starf- andi hjá Búnaðarsambandi Vest- fjarða en þeir em Þórarinn ‘ Sveinsson, Hólum, og Sigurður Jarlsson, ísafírði. Stjóm Búnaðar-,* sambands Vestfjarða skipa Valdi- mar Gíslason bóndi, Mýrum í Dýrafirði, formaður, Friðbert Pét- ursson, Botni, Súgandafírði og Kristján Guðmundsson bóndi, Brekku á Ingjaldssandi. Fundinum lauk með kvöldvöku sem var vel sótt og var bændafólk mætt þar af öllu búnaðarsambandssvæðinu. Þar rakti Guðmundur Ingi Kristj- ánsson, skáld á Kirkjubóli, áttatíu ára sögu sambandsins. Um aðra dagskrárliði sá heimafólk úr hinum nýja Reykhólahreppi og að lokum var dansað fram eftir nóttu. — Sveinn AFMÆLISTILBOÐ 4 5®ÁR FYRIR FRAMTÍÐINA Aftur kostaboð frá KRON í tilefni 50 ára afmælis. Einstakleg hagstætt verð á heimilisvörum, sem margir hafa nýtt sér og gert góð kaup. Ali bacon í bréfum kr.698,- Ali spægipylsa í ds. kr. 729,- MS bruður grófar/fínar kr.69,- Carslberg bjór 500 ml. kr. 49,- Carlsberg glös 6 stk. kr. 315,- Campbells súpur sveppa kr. 27,- Campbells súpur aspas kr. 36, Toro oriental pottréttur kr. 76,- Toro stroganoff pottréttur kr. 87, Toro mexikanskur pottréttur kr. 73 Hraunbitarstærrikr. 94,- Hraunbitar minni kr. 55,- Æðisbitar stærri kr. 89,- Æðisbitar minni kr. 49,- Club saltkex kr. 39, Tahiti baðsápa kr. 77,- Gittesjampó 2 teg. kr. 85,- öðursjampól ltr.kr.11f,- salernispappír 12 rl. kr. 169,- Kjörís Break pinnar 6 í pk. kr. 94,- Kauptu inn hjá KRON, það er hagstætt. v/Norðurfell v/Stakkahlíð Stórmarkaður, v/Tunguveg v/Dunhaga Skemmuvegi v/Langholtsveg v/Furugrund, Kóp. Kaupstaður í Mjódd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.