Morgunblaðið - 08.07.1987, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987
35
Vestfirðir:
Unnið að gerð rót-
tækrar byggðaáætlunar
Morgunblaðið/Kjartan Jónsson
Setið að snæðingi. Pókotmenn eru gestrisnir og segja, að það sé
blessun að fá gesti. í lok þjóðhátíðarinnar var öllum heldri mönnum
og gestum langt að komnum boðið í mat hjá héraðsstjóranum.
landamæranna, auk þess sem hann
þykir eiga betra samband við
kommúnistaríki A-Evrópu en góðu
hófí gegnir. Stjómvöld í Kenýu líta
hins vegar á vestrænar þjóðir sem
bandamenn, enda fær þjóðin
margvíslega aðstoð frá þeim.
Kommúnismi í hvers konar mynd
er illa séður í landinu.
Sendinefnd háttsettra embættis-
manna frá Úganda er nú nýfarin
heim eftir að hafa átt mjög gagn-
legar viðræður við starfsbræður
sína í Nairóbí að sögn beggja aðila.
Hefur því nú verið lýst yfír, að sam-
skipti landanna séu aftur komin í
eðlilegt horf og að mjög hafí slakn-
að á spennunni.
Útlit fyrir
góða uppskeru
Það hefur rignt vel síðustu fímm
vikumar og vonast bændur eftir
góðri uppskeru í haust, þannig að
ekki ætti að skorta mat á næsta ári
í landinu. Landsmenn láta þakklæti
sitt til skaparans ósparlega í ljós í
guðsþjónustum um allt land.
Höfundur er kristniboði í Kenýu
oghefur um lengri tíma sent
Morgunblaðinu pistla um land og
þjóð.
Reykhólum.
AÐALFUNDUR Búnaðarsam-
bands Vestfjarða var haldinn á
Reykhólum dagana 2. og 3. júlí.
þar fjallaði Guðmundur Ingólfs-
son, starfsmaður Byggðastofn-
unar, um róttæka byggðaáætlun,
sem ætlað er að snúa vörn í sókn
hvað varðar búferlaflutninga.
Fundurinn var vel sóttur og
mættu þar sem gestir fundarins
þeir Jón Viðar Jónmundsson, ráðu-
nautur hjá Búnaðarfélagi íslands,
og flutti hann erindi um niðurstöður
búrekstrarkönnunar á Vestfjörðum.
Erindi hans var fróðlegt og skipu-
legt. Næsta erindi var hjá Guð-
mundi Ingólfssyni, starfsmanni
Byggðastofnunar' ríkisins, og var
það um róttæka byggðaáætlun á
Vestfjörðum sem hann er að vinna
að. Erindi hans fjallaði um það
hvemig hægt væri að snúa vöm í
sókn og stöðva fólksflóttann frá
Vestfjörðum. Þá flutti Jóna Val-
gerður Kristjánsdóttir kveðjur frá
Sambandi vestfírskra kvenna og
ámaði Búnaðarsambandinu allra
heilla.
Aðalmál búnaðarsambandsfund-
arins var um byggðamál í sveitum
á Vestfjörðum og er búið að kjósa
nefnd sem á að starfa með Guð-
mundi Ingólfssyni. í nefndinni
verður formaður Búnaðarsam-
bandsins, Valdimar Gíslason bóndi
Mýrum, og svo kemur inn í nefnd-
ina einn frá Búnaðarsambandi
Strandamanna.
Aðrir í nefndinni em frá búnaðar-
sambandinu, Þórarinn Sveinsson
ráðunautur, Hólum,, Reykhólasveit,
Bjami Hákonarson, Haga, Barða-
strönd og Páll Jóhannesson bóndi,
Bæjum, Snæijallahreppi.
Annað stórmál var á dagskrá
fundarins en það er Byggðasaga
Búnaðarsambands Vestfjarða og er
ritstióri að þessu mikla verki Kjart-
an Olafsson, fyrrv. alþingismaður,
og hefur hann hafíð störf af fullum
krafti. Ætlunin er að gera þetta
verk eins vel úr garði og kostur er
og mun verkið koma út í tveimur
til þremur bindum.
Nú em tveir ráðunautar starf-
andi hjá Búnaðarsambandi Vest-
fjarða en þeir em Þórarinn ‘
Sveinsson, Hólum, og Sigurður
Jarlsson, ísafírði. Stjóm Búnaðar-,*
sambands Vestfjarða skipa Valdi-
mar Gíslason bóndi, Mýrum í
Dýrafirði, formaður, Friðbert Pét-
ursson, Botni, Súgandafírði og
Kristján Guðmundsson bóndi,
Brekku á Ingjaldssandi. Fundinum
lauk með kvöldvöku sem var vel
sótt og var bændafólk mætt þar
af öllu búnaðarsambandssvæðinu.
Þar rakti Guðmundur Ingi Kristj-
ánsson, skáld á Kirkjubóli, áttatíu
ára sögu sambandsins. Um aðra
dagskrárliði sá heimafólk úr hinum
nýja Reykhólahreppi og að lokum
var dansað fram eftir nóttu.
— Sveinn
AFMÆLISTILBOÐ 4
5®ÁR
FYRIR FRAMTÍÐINA
Aftur kostaboð frá KRON í tilefni 50 ára afmælis.
Einstakleg hagstætt verð á heimilisvörum,
sem margir hafa nýtt sér og gert góð kaup.
Ali bacon í bréfum kr.698,-
Ali spægipylsa í ds. kr. 729,-
MS bruður grófar/fínar kr.69,-
Carslberg bjór 500 ml. kr. 49,-
Carlsberg glös 6 stk. kr. 315,-
Campbells súpur sveppa kr. 27,-
Campbells súpur aspas kr. 36,
Toro oriental pottréttur kr. 76,-
Toro stroganoff pottréttur kr. 87,
Toro mexikanskur pottréttur kr. 73
Hraunbitarstærrikr. 94,-
Hraunbitar minni kr. 55,-
Æðisbitar stærri kr. 89,-
Æðisbitar minni kr. 49,-
Club saltkex kr. 39,
Tahiti baðsápa kr. 77,-
Gittesjampó 2 teg. kr. 85,-
öðursjampól ltr.kr.11f,-
salernispappír 12 rl. kr. 169,-
Kjörís Break pinnar 6 í pk. kr. 94,-
Kauptu inn hjá KRON, það er hagstætt.
v/Norðurfell v/Stakkahlíð Stórmarkaður,
v/Tunguveg v/Dunhaga Skemmuvegi
v/Langholtsveg v/Furugrund, Kóp. Kaupstaður í Mjódd.