Morgunblaðið - 08.07.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.07.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987 23 * sakaðir um að gleyma gamla Sjálf- stæðisflokknum og það sé óneitan- lega viss styrkur fólginn í því að gleyma honum ekki. Þá heyrast sjónarmið þess efnis, að það muni valda Þorsteini veru- legum erfíðleikum, að Matthías verður áfram ráðherra, þrátt fyrir þá staðreynd að utanríkisráðuneyt- ið hverfur nú til Framsóknar, en Sverrir Hermannsson verður ekki ráðherra, þótt bæði ráðuneytin sem hann hefur stýrt undanfarin fjögur ár, iðnaðarráðuneyti og mennta- málaráðuneyti, verði áfram hjá sjálfstæðisráðherrum. Það muni reynast mjög erfitt fyrir Sverri að sætta sig við þessa skipan mála og niðurlæging hans verði meiri fyrir þá sök að Matthías verður áfram ráðherra. Gæti veikt stöðu Þorsteins Þingmenn, sem eru ósáttir við framgöngu Matthíasar í þessu máli, segjast óttast það mest, að það að Matthías hefur knúið í gegn ákvörð- un um hann sjálfan sem ráðherra, geti haft þær afleiðingar í för með sér að staða Þorsteins veikist til muna. Matthías hafí beygt Þorstein á þeim tíma, þegar hann þurfti á öllum sinum styrkleika að halda. Þetta telja þeir að geti haft ófyrir- sjáanlegar afleiðingar fyrir for- manninn og stöðu hans innan fíokksins, þar sem það sé vitað mál að staða hans fyrir þennan atburð hafí verið veik. Matthías hafí beinlínis notfært sér veika stöðu Þorsteins, og það kunni ekki góðri lukku að stýra. Ekki eru þó allir jafnsvartsýnir í þessum efnum, en telja að það komi ekki í ljós fyrr en á næstu mánuðum og misserum hver styrkleikastaða formannsins verður. Einn af forystumönnum Sjálf- stæðisflokksins sagði við mig í gær, að hann teldi kröfu fyrsta þingmanns Reykjaness vera skiljan- lega. Matthías hefði staðið sig með ágætum i ráðherraembættum sínum og hafí mikla reynslu að baki. Vissulega standi Matthías uppi með mikið tap í sínu kjör- dæmi, en það geri nú fleiri, eins og varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, Friðrik Sophusson. Reyndar hafa menn misjafnar skoðanir á því hvort varaformaður flokksins eigi að gegna ráðherra- embætti, þegar Sjálfstæðisflokkur- inn á aðild að ríkisstjóm. Þorsteinn mun hins vegar telja að Lands- fundur hafi ótvírætt sýnt vilja sinn í verki, um það að varaformaðurinn verði ráðherra, þegar Friðrik var endurkjörinn með glæsilegri kosn- ingu á Landsfundinum í mars sl. Þetta mun einnig vera mjög almenn skoðun meðal sjálfstæðismanna í Reykjavík, samkvæmt því sem mér er sagt, en viðhorfin munu vera önnur meðal ákveðinna þingmanna Sjálfstæðisflokksins, sem telja að varaformaðurinn eigi að einbeita sér að innra flokksstarfi, þegar formaðurinn leiðir ríkisstjóm. Þeir Eyjólfur Konráð Jónsson og Guð- mundur H. Garðarsson era sagðir fremstir í flokki þingmanna þessar- ar skoðunar. Einn sjálfstæðismaður sagði í gær að Þorsteinn væri með ráð- herravali sínu að leggja pólitíska framtíð sína undir. Því hafí ekki annað komið til greina fyrir hann en að gera tillögu um þá menn sem hann treysti best til þess að starfa vel og heiðarlega með sér. Tillaga hans um Friðrik Sophusson og Birgi ísleif Gunnarsson sé byggð á þessu sjónarmiði, en erfítt geti reynst fyr- ir þá Þorstein og Matthías að starfa saman til að byrja með, eftir að Matthías hefur þröngvað sér inn í þessa ríkisstjóm. Náinn samstarfs- maður Þorsteins sagði í gær að Þorsteinn myndi ekki láta þetta hafa áhrif á samstarfíð, heldur reyna að koma á eins góðum sam- starfsanda og mögulegt sé. Benda þeir á að Þorsteinn eigi allt undir því að ráðherralið Sjálfstæðis- flokksins verði öflugt og samhent lið og því muni hann ekki láta það hafa áhrif á sig, með hvaða hætti Matthías valdist í þessa ríkisstjóm. Þó kann svo að fara að ríkis- stjómarþátttaka Matthíasar í þessari ríkissijóm verði ekkert sældarbrauð og dettur mörgum sjálfstæðismönnum í hug að hann hafí einungis unnið pyrrasar-sigur, sem muni reynast honum skamm- góður vermir. Sömu menn benda á að margir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins og ráðherraefni séu ósáttir við aðferðina sem Matthías beitti til þess að tryggja sér setu í ríkisstjóminni. Hann geti því allt eins átt von á því að einangrast bæði í þingflokki og ríkisstjóm, þannig að hann verði næsta kjörtímabil ekki sá áhrifamaður í stjómmálum, sem hann óneitanlega hefur verið mörg undanfarin ár. í öðra lagi telja menn að Matt- hías verði ekki alltof sæll í því ráðuneyti, sem hann sest nú í — samgönguráðuneytinu. Það ráðu- neyti sé tvímælalaust eitt rýrasta og áhrifaminnsta ráðuneytið, enda hafí yfírleitt verið hafður sá háttur á, að sá sem hefur farið með mál- efni samgönguráðuneytisins, hefur haft með höndum málefni einhvers annars ráðuneytis. Það er því ekki talinn mikil vegtylla fyrir fráfarandi utanríkisráðherra, fyrrverandi íjár- málaráðherra og fyrrverandi við- skiptaráðherra að setjast í ráðherrastólinn í samgönguráðu- neytinu. Menn telja að ef Þorsteinn hefði verið staðráðinn í því að gera Ólaf G. Einarsson að ráðherra, í trássi við Matthías, hefði hann fengið slíka tillögu samþykkta í þing- flokknum. En þeir sömu segja, jafnframt að þó að með hörku hafi verið mögulegt að skipta Mathiesen út, þá verði menn að hugleiða afleið- ingar þess, og ekki sé ólíklegt að Þorsteinn hafí metið það svo, að ófriður við jafnþýðingarmikið og stórt kjördæmi og Reykjanes er væri einfaldlega of kostnaðarsamt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Segja þeir sömu að flokkurinn hafí djöfullega reynslu af slíkum innri átökum. Búast má við því að landsbyggð- arþingmönnum Sjálfstæðisflokks þyki sinn hlutur fyrir borð borinn, nú þegar ráðherrar flokksins hafa verið valdir. Ráðherrar flokksins nú era úr sömu kjördæmum og þeir vora við upphaf Viðreisnar- stjómarinnar. Þá eins og nú var fyrsti þingmaður Suðurlands ráð- herra, fyrsti þingmaður Reykjanes- Iqordæmis, fyrsti þingmaður Reykjavíkur og fyrrverandi borgar- stjóri Reykjavíkur. Þegar horft er til þess að allir ráðherrar Alþýðu- flokksins era úr Reykjavík, og einn ráðherra Framsóknar úr Reykja- neskjördæmi, verður það að segjast eins og er að ríkisstjómin hefur á sér æði mikið þéttbýlisyfirbragð. Reyndar munu alþýðuflokksmenn vera sáttari við þá tilhögun að Jón Baldvin Hannibalsson og Jón Sig- urðsson höfðu skipti á ráðuneytum og Jón Baldvin verði fjármálaráð- herra. Alþýðuflokksmenn utan af landi töldu það vera mjög mikilvægt að formaður þeirra stýrði því ráðu- neyti sem kom í hlut Alþýðuflokks- ins, og tengist mest byggðamálum, þ.e. fjármáiaráðuneytinu. Jafn- framt mun Jón Baldvin sjálfur hafa verið mjög ósáttur við að taka við ráðuneytum dóms- og kirkjumála, með skertu viðskiptaráðuneyti, en hann var ekki svo afhuga því þegar til stóð að Alþýðuflokkurinn færi með samgöngumál í stað dóms- og kirkjumála. Alþýðuflokksmenn munu einnig hafa talið eðlilegt að formaður þeirra stýrði valdamesta ráðuneyti flokksins, eins og for- menn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks gera. Ekki allt of gæfulegt útlit Það er ekki rétt að vera of böl- sýnn á fyrsta starfsdegi ríkisstjóm- ar Þorsteins Pálssonar, en í ljósi þess hvemig aðdragandi að myndun þessarar ríkisstjómar hefur verið og með hliðsjón að því hvemig fór um endumýjun ráðherraliðs Sjálf- stæðisflokksins, er ekki ástæða til þess að vera alltof bjartsýnn á að ríkisstjómin eigi langa lífdaga fyrir höndum. kr. 999.- kr. 699 - 799.- kr. 1399.- HÆTTU AÐ SLÍTA SÓLUNUM SKÓRNIR FÁST HJÁ OKKUR! HAGKAUP REYKJAVIK AKUREYRI NJARÐVIK Póstverslun: Sími 91-30980
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.