Morgunblaðið - 08.07.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987
33
Enn genginn dómur í „Oddhólsmálinu“:
Sala j arðarinnar
Oddhóls dæmd ógild
- Kaupsamningurinn talinn málamyndagerningur
GENGINN er dómur í svonefndu „Oddhólsmáli“ í
aukadómþingi Rangárvallasýslu. í dómnum var kaup-
samningur um jörðina Oddhól í Rangárvallasýslu
ógiltur sem eignarréttaryfirfærslugerningur.
Málavextir þessa máls eru þeir,
að Ólafur Jónsson á Oddhóli og eig-
inkona hans undirrituðu samning
um sölu á jörðinni til Sigurbjöms
Eiríkssonar. Þau hjón kváðust ekki
hafa hirt um það að lesa samning-
inn og kvaðst stefnandi hafa talið
vera um einhvers konar mála-
myndakaup að ræða. Kaupandinn
tók með sér samninginn án þess
að afhenda seljanda afrit og undir-
ritaði hann ekki sjálfur fyrr en
þremur árum síðar, eftir að lögmað-
ur seljanda hafði farið fram á að
fá afrit af samningnum. Stefndi
greiddi einhveijar skuldir vegna
jarðarinnar, en stefnandi stóð
áfram skil á sköttum og skyldum,
og greiddi margar veðskuldir, sem
á jörðinni hvíldu. Einnig annaðist
hann kostnað vegna viðhalds jarð-
arinnar.
Á ofanverðu ári 1978 stóð til að
dýpka skurð á milli jarðanna Odd-
hóls og Odda, en Olafur synjaði
leyfís. Var þá farið til Sigurbjamar
Vinnuskóli Kópavogs:
Vinnudagur
fjölskyldunnar
VTNNUSKÓLI Kópavogs verður
með „vinnuskóla fjölskyldunnar"
fimmtudaginn 9. júní.
Undanfarin tvö ár hefur Vinnu-
skólinn í Kópavogi staðið fyrir
vinnudegi fjölskyldunnar. Tilgang-
urinn er að fá bæjarbúa til að taka
höndum saman við unglingana í
vinnuskólanum um að fegra, snyrta
og vinna við útivistarsvæðin í bæn-
og fengið leyfi hans og dýpkun
framkvæmd. Virtist Ólafí þá Sigur-
bjöm ætla að halda fram eignarrétti
sínum og leitaði hann þá lögmanns-
aðstoðar.
Lögmaður Ólafs sendi Sigurbimi
bréf, dags. 5. des. 1978, þar sem
tilkynnt er að kaupsamningi og
afsali varðandi Oddhól sé rift. Þess-
ari yfirlýsingu var mótmælt. Riftun-
aryfírlýsingin var síðan ítrekuð og
þinglýst.
24. febrúar 1981 gerist það
síðan, að Sigurbjöm sendir hrepps-
nefnd Rangárvallahrepps bréf, þar
sem þess er beiðst, að hreppsnefnd-
in falli frá forkaupsrétti sínum
vegna kaupa hans á jörðinni Odd-
hóli. Hreppsnefndin vísaði málinu
frá, þar eð ágreiningur væri um
gildi samningsins. Mál milli aðil-
anna var síðan þingfest 10. apríl
1981.
Aukadómþing Rangárvallasýslu,
haldið 27. júlí 1982 komst að þeirri
niðurstöðu að ekki væri hægt að
fallast á þá kröfu Ólafs að um
málamyndageming væri að ræða,
þar eð engar fullnægjandi líkur
hefðu verið færðar fyrir því né svo
verulegar líkur að hægt væri að
fallast á það gegn mótmælum
stefnda. Ekki var heldur talið að
stefnandi gæti byggt á því að
stefndi hafí ekki undirritað samn-
inginn fyrr en eftir að riftunarkrafa
kom fram. Ekki var fallist á það
að 30. og 32. gr. samningalaga eða
7. gr. okurlaga ættu við, þar eð
stefnanda hefði ekki tekist að sýna
fram á slíka fákænsku eða bágindi
að réttlætti beitingu þeirra greina.
Stefnandi vísaði til þess að fjár-
hæðir í samningnum væru út í
bláinn og tilbúningur einn. Hann
var ekki talinn sýna fram á það
með nægjanlegum rökum. Þeirri
varakröfu stefnanda að samningn-
um væri rift vegna vanefnda
stefnda á því að greiða áhvflandi
gjöld og skuldir og sinna viðhaldi
var hafnað, þar eð ekki þótti um
nægilegar vanefndir að ræða. Sig-
urbjöm var því sýknaður af kröfum
Ólafs.
Hæstaréttardómur gekk um
þetta mál 5. febrúar 1985 og skipt-
ist álit Hæstaréttar í þrennt. í dómi
meirihlutans sagði, að sterkar líkur
væru leiddar að því að hinn svo-
nefndi kaupsamningur_ aðilja og
afsal aðaláfrýjanda (Ólafs) hafí
ekki verið ætluð til að yfírfæra eign-
arrétt aðaláfrýjanda að jörðinni til
gagnáfrýjanda, án þess að frekara
þyrfti til að koma. „Málflutning
aðaláfrýjanda verður á hinn bóginn
að skilja sem viðurkenningu hans á
því, að enda þótt að margnefndur
kaupsamningur og afsal aðaláfrýj-
anda hafí verið gerð til málamynda
sem eiginlegir málamyndageming-
ar, hafí það verið tilætlun aðilja,
að gagnáfrýjandi öðlaðist með þeim
tryggingarréttindi í jörðinni fyrir
kröfum sínum á hendur aðaláfrýj-
anda vegna fjárframlaga í hans
þágu eftir því sem kaupsamningur-
inn greindi, en að undangengnum
nánari skuldaskilum." Var hinn
áfrýjaði dómur staðfestur með vísan
til forsendna hans.
Minnihluti Hæstaréttar komst
hins vegar að þeirri niðurstöðu, að
líkur væm fyrir því að um mála-
myndageming væri að ræða, en
skýringar Ólafs á undirritun sinni
væm ófullnægjandi. Minnihlutinn
taldi hins vegar rétt að ógilda samn-
inginn, þar eð aðaláfrýjandi hafí
undirritað þau, án þess að fyrir
lægi hversu mikið hann skuldaði
gagnáfrýjanda.
Föstudaginn 3. júlí var dómtekið
í aukadómþingi Rangárvallasýslu
mál Ólafs Jónssonar og Sigurbjöms
Eiríkssonar. Dómkrafa Ólafs í
þessu máli var aðallega sú að viður-
kennt yrði með dómi, að kaupsamn-
ingur og afsal fyrir jörðinni yrði
ógilt með dómi sem eignaryfír-
færslugemingur og stefnda gert
skylt að aflýsa gemingnum. Aðal-
krafa stefnda var að málinu yrði
vísað frá dómi á gmndvelli „res-
judicata" áhrifa dóms Hæstaréttar,
en til vara að sýknað væri af öllum
kröfum stefnanda.
Stefnandi hélt því fram að gerð
samningsins og afsalsins hafí stafað
af því að hann var skuldugur við
stefnda og hafí gemingum þessum
verið ætlað að stofna til trygginga-
réttinda til handa stefnda í jörðinni
fyrir skuldum stefnanda þar til því
uppgjöri væri lokið. Hins vegar
hafi hann aldrei fengið neitt yfírlit
frá stefnda yfir skuldastöðuna og
hafí hann þess vegna hafíst handa
um málshöfðunina 1981, auk þess
sem stefndi hafí farið að haga sér
gagnvart stefnanda eins og hann
hafí öðlast beinan eignarrétt yfír
jörðinni. Stefnandi kvaðst að
gengnum dómi Hæstaréttar ítrekað
hafa beðið um yfírlit yfír skulda-
stöðu sína gagnvart stefnda en
stefndi ítrekað neitað að afhenda
slíkt yfirlit. Hafí stefndi einn yfírlit
yfír skuldaskipti aðilja en neiti jafn-
an að afhenda slíkt yfirlit. Vegna
þessarar neitunar sé stefnanda
nauðugur kostur að höfða mál
þetta, enda líti hann svo á að að
margnefndir löggemingar hafí ver-
ið óskuldbindandi fyrir hann frá
öndverðu, skv. ákvæðum 30. og 32.
gr. samningalaga og 31. gr. sömu
laga. Telur stefnandi, að staðfesting
þessa hafí í raun fengist með
dómsákvæði meirihluta Hæstarétt-
ar frá 5. febrúar 1985. Stefnandi
byggir einnig á því að gemingamir
séu óskuldbindandi fyrir hann sem
eignaryfírfærslugemingar skv.
ákvæðum 36. gr. samningalaganna,
þar sem skuldaskiptum aðilja sé
ekki lokið og það sé bæði ósánn-
gjamt og andstætt góðri viðskipta-
venju fyrir stefnda að bera þessa
geminga fyrir sig.
Með úrskurði aukadómþings
uppkveðnum 9. febrúar 1987 var
hrundið kröfu stefnda um frávísun
málsins. Var talið að engar nýjar
upplýsingar hefðu komið fram, er
réttlættu að dómurinn tæki það til
endurskoðunar. „Verður því við það
miðað að dómur Hæstaréttar frá
5. febrúar 1985 standi ekki í vegi
fyrir því að mál þetta verði að efni
til svo sem kröfugerð er nú hátt-
að.“ Síðan segir í dómi aukaþings-
ins: „Samkvæmt reglum íslensks
réttar um bindandi réttaráhrif verð-
ur niðurstaða dóms lögð til grund-
vallar í öðrum málum milli sömu
aðila, þar sem hún skiptir máli. Til
að ákvarða, hvað telst bindandi nið-
urstaða dóms verður einatt að líta
á forsendur hans. Hins vegar er
ekki meirihluti um forsendur
Hæstaréttar í dóminum frá 5. fe-
brúar 1985. Samkvæmt reglum
íslensks réttar um bindandi réttar-
áhrif dóma, annars vegar, og um
atkvæðagreiðslur í flölskipuðum
dómi, hins vegar, er röksemda-
færsla í forsendum Hæstaréttar
ekki bindandi um niðurstöður þessa
máls.“
Efnisleg niðurstaða dómsins er
þessi: „Hvorki við gerð hinna um-
deildu geminga né síðar lét stefndi
stefnanda í té samrit þeirra né önn-'-
ur skilríki fyrir þeim réttindum, sem
stefnanda eru þar áskilin, eftirgjöf
skulda eða yfirtökur veðskulda, og
ekki ritaði hann undir kaupsamn-
inginn eða afsalið fyrr en löngu
síðar. Stefndi gerði ekkert til að
halda kaupi sínu til laga fyrr en
stefnandi hófst handa um að bera
brigður á lögmæti geminganna, og
eigi taldi hann jörðina fram til eign-
ar á skattframtali sínu. Stefnandi
hélt áfram búskap á jörðinni eins
og ekkert hefði í skorist, og þegar
stefnandi höfðaði mál til ógildingar
á áhvflandi veðskuldabréfum tók
stefndi til vama, svo sem skuldir
þessar væm ekki uppgefnar. Þegar
allt þetta er virt, svo og hin óvenju-
legu ákvæði samningsins um
ákvörðun kaupverðs, fjárhæðir yfír-
tekinna veðskulda og kvittaðra
lausaskulda, þykir verða að leggja
til grundvallar í máli þessu að samn-
ingi aðila hafi ekki verið ætlað að
hafa gildi milli þeirra sem kaup-.
samningur og afsalinu hafi ekki
verið ætlað að veita stefnda óskil-
yrtan eignarrétt að jörðinni, heldur
hafí ætlun aðila verið með geming-
um þessum að veita stefnda
tryggingu fyrir áður ótryggðum'
kröfum hans á hendur stefnanda.
Þykir þá samkvæmt þeirri reglu,
sem fram kemur í 33. gr. laga
7/1936, nú 34. gr. þeirra laga, sbr.
4. gr. laga 11/1986, bera að fallast
á aðalkröfu stefnanda um ógild-
ingu.
Dóm þennan kváðu upp Friðjón
Guðröðarson, sýslumaður,
Steingrímur Gautur Kristjánsson,
borgardómari, og Allan Vagn
Magnússon, héraðsdómari.
um.
Frumraunin var 1985 þegar bæj-
arbúar tóku þátt í að hreinsa og
sópa gangstéttir víðsvegar um bæ-
inn. Tóku götur víða stakkaskiptum
þann dag. I fyrra var unnið að einu
verkefni, stíga- og brúargerð í Foss-
vogsdal. Þannig var lögð þægileg
gönguleið allt frá vestari hluta
Birkigmndar inn að innsta hluta
Furugrundar. Nú á að halda áfram
á sömu braut og leggja stigana frá
Álfatúni inn í Kjarrhólma. Ef bæj-
arbúar taka þátt verður greið
gönguleið eftir endilöngum dalnum
loks að vemleika.
Vinnudagurinn verður fímmtu-
daginn 9. júlí og stendur vinnan frá
16.00—20.00. A þessum tíma geta
bæjarbúar komið og lagt hönd á
plóginn. Mæta skal neðan Álfatúns
eða vestast við Kjarrhólma. Verk-
færi leggur vinnuskólinn til. í lok
vinnudags verður grillað og bæjar-
stjóm býður upp á kaffi.
(Fréttatilkynning)
Reykhólahreppur:
Mjög góð
grásleppuveiði
Reykhólum.
GRASLEPPUVEIÐI hefur verið
mjög góð hér í hinum nýja Reyk-
hólahreppi og sjaldan verið meiri
þrátt fyrir mikinn fjölda báta sem
stunda hér grásleppuveiðar. Grá-
sleppukarlar em nú byijaðir að
draga upp netin.
PÓSTUR OG SÍMI
SÖLUDEILD REYKJAVlK, SÍMI 26000 OG PÓST- OG
SlMSTÖÐVAR UM LAND ALLT
Þú færð nýja Beocom símann í Söludeildinni í Kirkju-
stræti og póst- og símstöðvum um land allt.
Beocom síminn er hannaður af hinu heims-
þekkta fyrirtæki Bang og Olufsen og uppfyllir
því ströngustu kröfur um útlit og gæði.
Beocom er léttur og meðfærilegur, hefur 11 númera
minni, átta mismunandi hringingar; háar, lágar,
hraðar og hægar. Hann hefur einnig sjálfvirkt
endurval, hentuga minnisplötu,
skrá yfir númer í minni og
fjölda annarra góðra kosta.
Beocom er sími sem nútíma-
kann vel að meta; hönnunin
, möguleikarnir ótalmargir og
svo kostar hann aðeins kr. 7.946.-
Falleg hönnun
#g ótal mðgulei
fyrir aóeins
kr. 7.946-
— Sveinn