Morgunblaðið - 08.07.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.07.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987 Hestamennimir Ásgeir, Þorkell, Helgi, Bergur og Páll. „Hér er allt sem maður þarfnast“ - segir ferðafólk í Húsafelli ÞEGAR blaðamenn Morgnn- blaðsins voru á ferð í Húsafelli litu þeir við í sundlauginni, hjól- hýsi og sumarbústað. Frá Las Vegas í Húsafell í sundlauginni hittum við Val, Ástu, Jónas, Guðmundu og Thelmu. Valur og Ásta voru í bústað Félags flugnmsjónarmanna en Jónas, Guð- munda og Thelma voru gestkom- andi hjá þeim. Thelma býr í Las Vegas. Hún er hálflslensk og ætlar að vera i mánuð á íslandi. Jónas og Guðmunda sögðu að bústaðurinn hefði verið byggður í Reykjavík árið 1980 og fluttur í Húsafell. Þau höfðu komið á hverju sumri síðan og áttu bústaðinn pantaðan í ágúst. Öllum líkaði þeim mjög vel í Húsafelli. „Hér er allt sem maður þarfnast, ég þarf ekki einu sinni að hafa bíl,“ sagði Valur. Hestamenn í langferð í hjóihýsinu sem við heimsóttum voru flmm flallhressir hestamenn úr Kópavogi. Þeir heita Ásgeir Guðmundsson, Þorkell Jónsson, Helgi Jasonarson, Bergur Haralds- son og Páll Valmundsson. Þeir lögðu upp frá Kópavogi 2. júní sl. og riðu upp á Hvítárvelli. Þann 20. júní sl. héldu þeir svo áfram þaðan. Þeir sögðust í rauninni vera á leið austur í Landeyjar en hefðu tekið Morgunblaðið/Börkur Guðmunda í sundlauginni í Húsa- felli. „smá krók". Ásgeir sagðist vera með hestana í haga í Borgarfírði og félagar hans væru að fylgja honum þangað fyrst. Þeir fóru frá Þverárrétt klukkan níu um morgun- inn og komu í Húsafell um klukkan ijögur. Þar ætluðu þeir að vera í eina nótt. Sautján hross voru með f ferðinni og þau voru geymd í Kalmanstungu yflr nóttina. Þeir félagar voru einnig með pallbílinn Palla með sér og Helgi var bflstjór- inn. Hestamennimir voru búnir að elda kjötsúpu er okkur bar að garði. Þeir sögðu að það tilheyrði alltaf á þessum ferðum að vera með kjöt- súpu í Húsafelli. Þeir vom svo heppnir að hafa kokk í hópnum. Við ræddum leiðina sem þeir ætluðu að ríða og þeir sögðu hana vera mjög skemmtilega. Af lýsingum þeirra að dæma virtust þeir einnig hafa iagt í svaðilför. Sérstaklega voru þeir hrifnir af Löngufjörum, niður af Snorrastöðum. „Þar var stórkostlega fallegt." Systur í Húsafelli Við litum inn í einn sumarbústað og þar hittum við þrjár systur. Herdísi frá Hafnarfirði, Kristínu frá Hellu og Elínu frá Stykkishólmi. Þær leigðu bústaðinn í viku af Verkalýðsfélagi Stykkishólms. Þær voru með sjö böm með sér og sögðu að það væri mjög gott að vera í Húsafelli. Þær fóru á bæ sem var með hestaleigu og þar fengu krakk- arnir að skoða húsdýrin. „Það er mjög sniðugt að gefa kost á þessu," sögðu systumar. Það eina sem þeim fannst að mætti færa á betri veg í Húsafelli var gjaldið í sundlaug- ina. „Það er svolítið dýrt þegar maður er með fullt af bömum.“ í bústaðnum vom einnig stödd þau Jóhanna og Albert. Þau vom í bústað Verkakvennafélagsins Framsóknar. Þau vom sammála systmnum um að aðstaðan væri góð í Húsafelli. Þau höfðu komið oft áður, síðast um páskana. Albert vann eitt sumar við að reisa sumar- bústaði. í Húsafelli em möguleik- amir margir og meðal annars höfðu þau farið í dagsferð í Reykholt. Kristín, Jóhanna, Herdís og Albert slappa af eftir sólríkan dag. Páll útskýrir leiðina sem þeir félagar riðu. Jónas í heita pottinum, Thelma og kanínan sem krökkunum þótti svo gaman að.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.