Morgunblaðið - 08.07.1987, Page 18

Morgunblaðið - 08.07.1987, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987 Hestamennimir Ásgeir, Þorkell, Helgi, Bergur og Páll. „Hér er allt sem maður þarfnast“ - segir ferðafólk í Húsafelli ÞEGAR blaðamenn Morgnn- blaðsins voru á ferð í Húsafelli litu þeir við í sundlauginni, hjól- hýsi og sumarbústað. Frá Las Vegas í Húsafell í sundlauginni hittum við Val, Ástu, Jónas, Guðmundu og Thelmu. Valur og Ásta voru í bústað Félags flugnmsjónarmanna en Jónas, Guð- munda og Thelma voru gestkom- andi hjá þeim. Thelma býr í Las Vegas. Hún er hálflslensk og ætlar að vera i mánuð á íslandi. Jónas og Guðmunda sögðu að bústaðurinn hefði verið byggður í Reykjavík árið 1980 og fluttur í Húsafell. Þau höfðu komið á hverju sumri síðan og áttu bústaðinn pantaðan í ágúst. Öllum líkaði þeim mjög vel í Húsafelli. „Hér er allt sem maður þarfnast, ég þarf ekki einu sinni að hafa bíl,“ sagði Valur. Hestamenn í langferð í hjóihýsinu sem við heimsóttum voru flmm flallhressir hestamenn úr Kópavogi. Þeir heita Ásgeir Guðmundsson, Þorkell Jónsson, Helgi Jasonarson, Bergur Haralds- son og Páll Valmundsson. Þeir lögðu upp frá Kópavogi 2. júní sl. og riðu upp á Hvítárvelli. Þann 20. júní sl. héldu þeir svo áfram þaðan. Þeir sögðust í rauninni vera á leið austur í Landeyjar en hefðu tekið Morgunblaðið/Börkur Guðmunda í sundlauginni í Húsa- felli. „smá krók". Ásgeir sagðist vera með hestana í haga í Borgarfírði og félagar hans væru að fylgja honum þangað fyrst. Þeir fóru frá Þverárrétt klukkan níu um morgun- inn og komu í Húsafell um klukkan ijögur. Þar ætluðu þeir að vera í eina nótt. Sautján hross voru með f ferðinni og þau voru geymd í Kalmanstungu yflr nóttina. Þeir félagar voru einnig með pallbílinn Palla með sér og Helgi var bflstjór- inn. Hestamennimir voru búnir að elda kjötsúpu er okkur bar að garði. Þeir sögðu að það tilheyrði alltaf á þessum ferðum að vera með kjöt- súpu í Húsafelli. Þeir vom svo heppnir að hafa kokk í hópnum. Við ræddum leiðina sem þeir ætluðu að ríða og þeir sögðu hana vera mjög skemmtilega. Af lýsingum þeirra að dæma virtust þeir einnig hafa iagt í svaðilför. Sérstaklega voru þeir hrifnir af Löngufjörum, niður af Snorrastöðum. „Þar var stórkostlega fallegt." Systur í Húsafelli Við litum inn í einn sumarbústað og þar hittum við þrjár systur. Herdísi frá Hafnarfirði, Kristínu frá Hellu og Elínu frá Stykkishólmi. Þær leigðu bústaðinn í viku af Verkalýðsfélagi Stykkishólms. Þær voru með sjö böm með sér og sögðu að það væri mjög gott að vera í Húsafelli. Þær fóru á bæ sem var með hestaleigu og þar fengu krakk- arnir að skoða húsdýrin. „Það er mjög sniðugt að gefa kost á þessu," sögðu systumar. Það eina sem þeim fannst að mætti færa á betri veg í Húsafelli var gjaldið í sundlaug- ina. „Það er svolítið dýrt þegar maður er með fullt af bömum.“ í bústaðnum vom einnig stödd þau Jóhanna og Albert. Þau vom í bústað Verkakvennafélagsins Framsóknar. Þau vom sammála systmnum um að aðstaðan væri góð í Húsafelli. Þau höfðu komið oft áður, síðast um páskana. Albert vann eitt sumar við að reisa sumar- bústaði. í Húsafelli em möguleik- amir margir og meðal annars höfðu þau farið í dagsferð í Reykholt. Kristín, Jóhanna, Herdís og Albert slappa af eftir sólríkan dag. Páll útskýrir leiðina sem þeir félagar riðu. Jónas í heita pottinum, Thelma og kanínan sem krökkunum þótti svo gaman að.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.