Morgunblaðið - 08.07.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 08.07.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987 55 Bikarkeppni kvenna: Þrjátíu mörk í þremur leikjum Miklir yfirburðir liðanna úr 1. deild ÞRÍR leikir fóru fram í 1. umferA bikarkeppni kvenna f knattspyrnu f gærkvöldi. Akranes, KR og ÍBK, sem öll leika f 1. deild, léku gegn liðum úr 2. deild og sigruðu með miklum yfirburðum. Fram og KR léku á Framvelli. KR-stúlkurnar höfðu yfirburði á öll- um sviðum, en gleymdu vörninni, þegar staðan var 4:0 og Sesselja Ólafsdóttir skoraði fyrir Fram. KR bætti einu marki við fyrir hlé, en þrátt fyrir aragrúa tækifæra í seinni hálfleik skoraðu Vestur- bæingarnir aðeins tvö mörk í seinni hálfleik og KR vann því 7:1. Helena Ólafsdóttir og Sigrún Sæv- arsdóttir skoruðu þrjú mörk hvor og Jóna Kristjánsdóttir eitt mark. Keflavík vann Aftureldingu 9:0 eftir að staðan hafði verið 2:0 í hálfleik. Inga Birna Hákonardóttir skoraði fjögur mörk, Helga Eiríks- dóttir 3, Anna María Sveinsdóttir og Ágústa Ásgeirsdóttir sitt hvort markið. Flest voru mörkin á Selfossi, en þar vann Akranes 13:0 eftir að hafa skorað fjögur mörk í fyrri hálf- leik. Colin West frá Glasgow Rangers til Feyenoord Frá Bob Hennessy á Englandl. GRAEME Souness, fram- kvæmdastjóri Glasgow Rangers f Skotlandi, seldi Colin West f gær til Feyenoord f Hollandl fyrir 200 þúsund pund. West, sem er 24 ára miðherji, lék með Sunderland í fimm ár, fór til Watford 1984 og til Rangers í fyrra. Hann átti erfitt með að kom- ast í liðið, því Ally McCoist hélt stöðunni og svo átti hann við meiösli aö stríða. Notts County greiddi í gær 25 þúsund pund fyrir Geoff Pikes hjá West Ham. Pikes er 30 ára miðvall- arleikmaður og hóf að leika með West Ham fyrir 11 árum. Mark Hughes gekk ekki of vel með Barcelona í vetur og vildi Manchester United gjarnan fá hann aftur. Af því varð ekki og um helgina hafnaði Barcelona tilboði frá Tórínó á Ítalíu í kappann. Barc- elona greiddi um 120 milljónir íslenskra króna fyrir Hughes, en Tórínó bauð um 90 milljónir í leik- manninn, sem nú er á brúðkaups- ferðalagi í Bandaríkjunum. ( þjálfaramálum bar helst til tíðinda að Bobby Cambell var ráð- inn til QPR sem þjálfari og til að finria nýja menn. Cambell var lát- inn fara fara frá Portsmouth, þegar Alan Ball var ráðinn og fyrir skömmu þurfti Portsmouth að borga Campell 80 þúsund pund í skaðabætur, þar sem samningur- inn var ekki útrunninn. Fram-Völsungur: Leikdagur óákveðinn LEIK Fram og Völsungs (1. deild karla, sem vera átti á sunnudag- inn var, var frestað þar sem flugválin, er átti að flytja leik- menn Völsungs til Reykjavfkur, bilaAi. Ekki hefur enn veriA ákveA- ið hvenær leikurinn verður, en erfrtt er að finna lausan dag. Landsleikir U-18: Leikið við Færeyinga ÍSLENSKA landsliAið f knatt- spymu skipað lelkmönnum 18 ára og yngri lelkurtvo landslelki gegn jafnöldrum sfnum frá Færeyjum f vikunni. Fyrri leikurinn verður á Kópa- vogsvelli í kvöld og hefst klukkan 20, en á föstudaginn veröur leikið í Laugardalnum og byrjar sá leikur kiukkan 19. Uppistaða íslenska liðsins verður sú sama og í þeim þremur leikjum, sem liðið hefur leikið í Evrópukeppninni í sumar. 4. deild C LÉTTIR - VÍKVERJI 1 : 7 F|.l»lkJ» U J T MfirV Stlg VlKVERJI 6 6 0 1 20:4 15 HVERAGERÐI 6 5 0 1 16:3 16 SNÆFELL 5 3 0 2 16: 15 9 HAFNIR 6 1 0 5 9: 23 3 LÉTTIR 5 0 0 6 4: 19 0 4. deild E HVÖT - NEISTI 7:0 Fj.MkJa u J T Mörk Stlg HVÖT 6 5 0 1 25:4 15 UMFS 6 6 0 i 20:6 15 NEISTI 6 2 1 3 6: 15 7 KORMÁKUR 5 1 1 3 7: 20 4 ÁRROÐINN 5 0 0 5 2: 16 0 Maechler fyrstur í „Tour de France“ Erich Maechler frá Sviss leiðlr nú „Tour de France“-hjólreiðakeppnina sem er nýlega byrjuð. Keppni hófst í Austur-Berlfn að þessu slnni, f tilefni af 7S0 ára afmæli borgarinnar. Sjöunda leið keppninnar var hjóluð f gær; frá Epinal til Troyes f Frakklandi. Maechler hefur klæðst „gulu treyjunni", sem sá er hefur forystuna klæðist ætfð, á fjórum sfðustu leiðum. Á myndinni gefur Maechler sár tfma til að rabba Iftillega við Alain Delon, franska leikarann þekkta, sem fylgdist með keppni f gær. Það var ítalinn Guido Bontempi sem sigraði f sjöunda hlutanum f gær. í gær voru hjólaðir 211 km. og fór ítalinn þá leið á 6:08,17 klukkustundum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.