Morgunblaðið - 08.07.1987, Blaðsíða 56
SKOLAVELTA
LEON AÐ FARSCLLI
SKÓLACÖNCU
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987
VEM) í LAUSASÖLU 50 KR.
, _________________________________
Égj 1 g | ' *|
\Æ
; r
Myndarlegt gos í Geysi
Morgunblaðið/Snorri Snorrason
GEYSIR í Haukadal gaus á laugardaginn, eftir að hafa feng-
ið vænan skammt af sápu. Um tvö þúsund manns lögðu leið
sína að hvernum til að sjá gosið, sem var um 50 metra hátt.
Ný ríkisstjórn tekur við í dag:
Það var Geysisnefnd sem sá um sápugjöf að þessu sinni og
ætlar nefndin að endurtaka leikinn laugardag fyrir Verslun-
armannahelgi.
Átök í Sjálfstæðisflokki
um ráðherrastólana þrjá
RÍKISSTJÓRN Þorsteins Páls-
sonar tekur við völdum á rikis-
ráðsfundi kl. 14.30 i dag og
verður fundurinn haldinn í Ráð-
herrabústaðnum við Tjarnar-
götu. Þingflokkur Sjálfstæðis-
flokksins samþykkti á fundi
sínum í gær tillögu Þorsteins um
ráðherraefni flokksins og verða
þeir Friðrik Sophusson, Birgir
Isleifur Gunnarsson og Matthías
Á. Mathiesen samráðherrar Þor-
steins frá Sjálfstæðisflokki.
Það var ekki átakalaust að kveða
upp úr með það hveijir verða ráð-
herrar flokksins, þar sem Þorsteinn
Pálsson hafði hugsað sér að um
algjöra endumýjun yrði að ræða í
—ráðherraliði flokksins, að honum
sjálfum undanskildum, en Matthías
A. Mathiesen þvertók fyrir að
möguleiki væri á að ganga fram
hjá honum. Þorsteinn hafði hugsað
sér að gera tillögu um Ólaf G. Ein-
arsson, formann þingflokksins, en
hvarf frá þeirri hugmynd eftir að
hafa heyrt hvað fyrsti þingmaður
Aveyknesinga, Matthías A. Mathie-
sen hafði um þá fyrirætlan hans
að segja.
Talsverð óánægja er í þingflokki
Sjálfstæðisflokksins með það
hvemig ráðherravalið fór. Konumar
í þingflokknum eru óánægðar með
það að engin kona verður ráðherra
fyrir Sjálfstæðisflokkinn og lands-
byggðarþingmenn telja að hlutur
landsbyggðarinnar hafí verið fyrir
borð borinn. 15 þingmenn flokksins
studdu tillögu formannsins um ráð-
herralistann, tveir sátu hjá, þeir
Matthías Bjamason og Egill Jóns-
son, og einn þingmaður var Qarver-
andi.
Sjá Af innlendum vettvangi
„Matthias boðaði átök yrði
hann ekki ráðherra" á bls.
Sparifé
stolið
ELDRI maður í Reykjavík varð
fyrir skömmu fyrir því óláni að
stolið var frá honum bankabók.
Áður en hann áttaði sig á þjófn-
aðinum höfðu 317 þúsund krónur
verið teknar út úr bókinni.
Maðurinn hafði skilið bókina eft-
ir í úlpuvasa sínum. Einhver fór inn
f anddyri heimilis hans og tók bók-
ina. Það var ekki fyrr en í gær sem
maðurinn áttaði sig á þjófnaðinum
og tilkjmnti banka um hvarfíð. Þá
var þegar búið að taka allt fé út
úr bókinni, 317 þúsund krónur.
Tjónið er tilfinnanlegt fyrir
manninn, sem hafði sparað féð á
langri starfsævi.
Misstí fjóra
fingurísög
SelfoMÍ.
VINNUSLYS varð hjá bygginga-
fyrirtækinu Selós á Selfossi um
hálf átta í gærmorgun þegar
einn eigenda fyrirtækisins missti
framan af fjórum fingrum
vinstri handar f sjálfvirkri vélsög
sem hann vann við að lagfæra.
Maðurinn var strax fluttur á
Sjúkrahús Suðurlands og síðan á
slysadeild Borgarspítalans. Tildrög
slyssins voru þau að vélin stóð eitt-
hvað á sér og maðurinn vann við
að lagfæra hana þegar hann festist
í henni með þessum afleiðingum.
- Sig. Jóns.
Oddhóll á Rangár-
völlum:
Salajarðar
dæmd ógild
AUKADÓMÞING Rangárvalla-
sýslu hefur kveðið upp þann
dóm, að samningur Ólafs Jóns-
sonar á Oddhóli og Sigurbjörns
Eiríkssonar um kaup þess síðar-
nefnda á jörðinni, væri ógildur,
þar eð um málamyndagerning
væri að ræða.
Hér er um að ræða þriðja dóminn
í málaferlunum um kaupsamning
þennan. Aukadómþing Rangár-
vallasýslu og Hæstiréttur höfðu
áður hafnað þeirri kröfu ólafs að
kaupin yrðu dæmd ógild, en nú sex
árum eftir að málaferlin hófust,
hefur samningurinn verið dæmdur
ógildur.
Sjá reifun á bls. 33.
22-23.
Hús keypt fyrír Stofnun Sigurðar Nordal
Menntamálaráðherra hefur
ákveðið að kaupa húseignina
númer 29 við Þingholtsstræti í
Reykjavík undir Stofnun Sig-
urðar Nordal sem komið var á
laggimar af hálfu mennta-
málaráðuneytisins með reglu-
gerð á aldarafmæli Sigurðar
þann 14. september 1986. Húsið
er í eigu Erfðafjársjóðs og er
kaupverð þess sex milljónir
króna.
Húsið var byggt fyrir aldamót,
en var síðast í eigu Páls Pálma-
sonar ráðuneytisstjóra, sem lést
fyrir nokkrum árum síðan. Húsið
hefur staðið autt í nokkur ár og
þarfnast verulegrar viðgerðar áð-
ur en flutt verður inn í það.
Stofnunin mun starfa á vegum
Háskóla íslands og skal hlutverk
stofnunarinnar vera að efla hvar-
vetna í heiminum rannsóknir og
kynningu á íslenskri menningu
að fomu og nýju og tengsl
íslenskra og erlendra fræðimanna
á því sviði, að sögn Áma Gunnars-
sonar, skrifstofustjóra í mennta-
málaráðuneytinu.
Þingholtsstræti 29 í Reykjavík.
Morgunblaðið/KGA