Morgunblaðið - 19.08.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.08.1987, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B Poul SchlUter, forsætisráðherra Danmerkur. Schluters, íhaldsflokksins, Vinstri flokkurinn, Miðdemókrataflokkur- inn og Kristilegi þjóðarflokkurinn. Róttæki vinstri-flokkurinn hefur veitt stjórninni fulltingi sitt til þess að hún gæti komið frumvörpum í gegn um þingið. Anker Jörgensen, formaður jafn- aðarmanna, sagði í danska sjón- varpinu í gærkvöldi að hann ætlaði þegar að snúa aftur heim frá Búlg- aríu, þar sem hann hefur verið í heimsókn, til að heQa kosningabar- áttuna. Sex hundruð ríkisstarfsmenn, sem vinna við að forrita tölvur, fóru í verkfall í apríl og kröfðust fímmt- án prósenta launahækkunar. Stjómin hefur boðið ellefu prósent. Boðað var til þingfundar vegna þess að stjómin óttaðist að vinnu- deilan gæti leitt til þess að nauðsyn- leg opinber þjónusta legðist niður. Stjómmálaskýrendur bjuggust ekki við að Schluter myndi boða til kosninga fyrr en verkfallið hefði verið leyst. Ýmsir hagfræðingar hafa spáð því að efnahagur Dana muni fara versnandi undir lok þessa ár og atvinnuleysi færast í aukana. Viðbúnaður á Sri Lanka eftir tilræði við forsetann Keuter Tveimur handsprengjum var varpað inn í þingið í Colombo á Sri Lanka í gær og skotið var i átt að borði, sem Julius Jayawardene, forseti lands- ins, sat við. Forsetinn slapp ómeiddur, en einn þingmaður lét lífið og sex ráðherrar særðust. Hringt var í fréttamann breska útvarpsins (BBC) á Sri Lanka og sagt að áður óþekkt samtök, Hreyfing þjóðernissinna, bæri ábyrgð á tilræð- inu. Mikill viðbúnaður hefur verið í Colombo til að hafa hendur í hári tilræðismannsins. Notar lögregla hunda, sem sérþjálfaðir hafa verið til að finna sprengiefni og púður í þinghúsinu, i þeirri von að fá visbendingar um þann seka. Starfsfólk i þinghúsinu var yfirheyrt i alla nótt. Á myndinni sjást lögreglumenn leita í lang- ferðabíl á götu úti í höfuðborginni. Sjá „Reynt að leggja . . .“ á bls. 23. í Osló sagði að það væri ekki rétt: „Osco yrði fyrst greint frá slíkum tíðindum." Skotið var á olíuskipið í Oman- flóa, um 45 sjómílur frá höfninni í Fujairah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. íranir angra oft og tíðum skip á þessum slóðum ef þeir telja að vopn fyrir íraka séu um borð. Iranskt herskip sigldi í gær í kjöl- far bandaríska þyrluflutningaskips- ins Guadalcanal. Bandariska skipið er á leið með sérstakar þyrlur, sem ætlaðar eru til tundurduflaslæðing- ar, og nýtur vemdar tveggja herskipa. Þrátt fyrir spennuna á Persaflóa fer olíuverð nú lækkandi. Segja sérfræðingar að aðrir framleiðend- ur myndu auka framleiðslu sína, ef olíuflutningar frá Persaflóa yrðu stöðvaðir. Aðeins fímm til sex milljónir olíu- tunna eru fluttar um Hormuz-sund daglega. Það eru um tíu prósent af heildardagsnotkun jarðarbúa af olíu. Sérfræðingar segja að aðiljar að Samtökum olíuútflutningsríkja (OPEC) framleiði nú umfram þau mörk, sem samtökin settu sér. Olíu- kaupmenn búast við því að offram- boð verði á olíu og því dugi væringar á Persaflóa ekki lengur til að halda verðinu uppi. Skotið á flutninga- skip utan Persaflóa Dubai, Kuwait, London, Reuter. ÍRANSKIR eftirlitsbátar skutu í gær á oliuflutningaskip, sem sigldi undir fána Líberíu, að því er haft var eftir skipamiðlara við Persaflóa. Olíuskipið var fyrir utan Persaflóa. Hermt var að byssukúla hefði farið inn um kýrauga á skipinu Osco Sierra, sem norska skipafélag- ið Osco gerir út. Talsmenn skipafé- lagsins sögðu að skipið hefði ekki orðið fyrir flugskeyti. Talsmenn tryggingafélagsins Lloyd’s í London sögðu fyrr í gær að tveimur flug- skeytum hefði verið skotið á skipið og hefði annað hæft. Knut Steneng Hess reyndi að fremja sjálfsmorð Vestur-Berlín, Reuter. RUDOLF Hess, einn nánasti sam- starfsmaður Adolfs Hitler, lést eftir að hann haföi freistað þess að hengja sig í rafmagnssnúru í garðhýsi við Spandau-fangelsið, að því er sagði í tilkynningu hernámsveldanna í Vestur- Berlín í gær. Enn er ekki ljóst hvort sjálfsmorðstilraunin var hin raunverulega dánarorsök. í tilkynningu hemámsveldanna fjögurra sagði að síðdegis á mánu- dag hefði Hess verið á gangi ásamt verði í fangelsisgarðinum og ákveð- ið að fá sér sæti í garðhýsinu. Fáeinum mínútum síðar hefði fangavörðurinn litið inn í garðhýsið og fundið Hess liggjandi á gólfiinu með rafmagnssnúru vafða um háls- inn. Hann hefði verið fluttur í sjúkrahús breska hersins þar sem reynt hefði verið að lífga hann við án árangurs. Sagði ennfremur að áfram yrði unnið að rannsókn á eiginlegri dánarorsök Rudolfs Hess og yrði líkið afhent ættingjum að henni lokinni. Hess var 93 ára gamall og hafði varið síðustu 40 árum ævi sinnar innan múra Spandau-fangelsisins. Hann hafði þrívegis áður reynt að fremja sjálfsmorð. Danmörk: Poul Schliiter boðar kosningar í september Kaupmannahöfn, frá Nils Jörgen Bruun, POUL SCHLÚTER, forsætisráð- herra Danmerkur, greindi frá því á þinginu í Kaupmannahöfn í gær að hann ætlaði að boða til kosninga 8. september, fjórum mánuðum áður en kjörtímabilið rennur út. Forsætisráðherrann notfærði sér umræður á þingi, sem sérstaklega hafði verið boðað til, er hann greindi fréttaritara Morgunblaðsins, og Reuter. frá kosningunum. Þingið var kvatt saman í síðustu viku til þess að binda enda á vinnudeilu milli tölvu- forritara í þjónustu hins opinbera og ríkisins. „Það er mikilvægt fyrir þjóðina og efnahag landsins að ekki ríki óvissa um það hver beri ábyrgð innan stjómarinnar og hvaða stefnu skuli fylgt á næstu árum,“ sagði Schluter. „Fyrst boðað hefur verið til kosninga nú getur þing komið saman á ný fyrsta þriðjudag í októ- ber og þá verður hægt að einbeita sér að þeim verkefnum, sem fyrir liggja.“ Stjóm Schliiters komst til valda árið 1982 og var endurkjörin í jan- úar árið 1984. í fráfarandi sam- steypustjóm sitja auk flokks „Ég fer ekki aftur til Beir- út í nokkra mannsaldra“ sagði Charles Glass, laus úr höndum mannræningja Beirút, Waahington, Damaskue, Reuter. BANDARÍSKI blaðamaðurinn Charles Glass slapp úr höndum mannræningja í Beirút í gær eft- ir að hafa verið í haldi í tvo mánuði. „Ég náði af mér hand- járnunum og hlekkjunum af fótum mér,“ sagði Glass við blaðamenn. „Meðan verðir mínir hrutu læsti ég þá inni og laumað- ist brott.“ Glass var í sjöunda himni, þótt hann væri fölur og tekinn er hann ræddi við starfs- bræður sína. Hann var spurður hvort hann ætlaði aftur til Beir- út: „Ég kem ekki aftur til Beirút í nokkra mannsaldra," svaraði Glass. Glass skaut upp kollinum á hót- eli í Beirút og komst þar í hendur Sýrlendinga, sem fylgdu honum til bandariska sendiráðsins ( Damask- us í Sýrlandi. Blaðamaðurinn hélt frá Damaskus til London í gær til fundar við fjölskyldu sína, sem gladdist innilega er fréttir bárust af ævintýralegum flótta hans. Bandaríska utanríkisráðuneytið vill einnig hafa tal af Glass í Lond- on og fá upplýsingar um hvemig farið var með hann í prísundinni. Sýrlenska fréttastofan JANA dró í efa að Glass héfði komist undan af eigin rammleik og sagði að mannræningjamir hefðu sett flótta hans á svið til þess að verða ekki hundeltir af sýrlenskum hermönn- um. Glass var rænt í vesturhluta Beirút og þar gæta Sýrlendingar öryggis. Sýrlensk yfirvöld litu á það sem áfall að Glass skyldi hafa verið rænt í þeim hluta borgarinnar og hafa gert tilraunir til að fá hann lausan. Sagði í frétt SANA að mannræningjamir hefðu látið sýr- lenska herinn vita fyrirfram að Reuter Bandaríski blaðamaðurinn Charles Glass faðmar hér að sér vin sinn í Damaskus í Sýrlandi. Glass yrði sleppt. Sjá „Læsti mannræningjana inni bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.