Morgunblaðið - 19.08.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.08.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987 • 9 Tréklossar Vinsælu tréklossarnir meö beygjanlegu sól- unum komnir aftur. Margar nýjar geröir. 1. FLOKKS CAVIAR HEILDSÖLUDREIFING: DUGGUVOGUR 1B - 104 REYKJAVIK SÍMI 687441 MÍM? LEIÐARI 1 Um„tilboðsemekkier hægt að hafna” .Tilboó *«fn akki er hasgt *ð hafna,* sagói Jón 1 éia^—«omlegt MTwyra *Mu SiS. BaWvin IJérméleréðhe"- — **•-* “ Irtæéjaþ— 167% W _ jr M *óknS«nband»ns 1 Útvoesbanfcannþykk ssr DlOtlwlUmn Þ*“*Í.,ínni 1» toM m> tw >6M<o9M. W1 „gFrarnsðfcnarttofckssvo«ðsiéltslæóa- * Mnnélaréóhorranf • —— r rnonnom Kst efcki nema 1 meóaltagi vel * þessa nýþj • *«1 »óe. —~mn ennaö | erm etsaaméeoMÉfcxíötieel. |efnv#( þófl meóþvlsé | útvifckunésUrtsemiSlS.meóhuBsenleouméhnfum Bankinn sem allir vilja eiga Þrjátíu og þrír aðilar — flestir tengdir sjávarútvegi — hafa gert kaupboð í 76% hlutafjár Útvegsbankans, það er eignarhluta ríkis- ins. Áður hafði SÍS sent inn kaupboð. Gagntilboð sjávarútvegs- aðila kemur misjafnlega við fjölmiðla sem SÍS-menn. Staksteinar tíunda í dag klausur úr forystugreinum Alþýðublaðs, Tíma og Þjóðvilja um þetta mál. Þetta segir Alþýðublaðið „Þegar talað er um SÍS sem einn aðila, ber að hafa í huga, að sam- vinnuhreyfingin er fjöldasamtök og sem slik eru þau vel í stakk búin að kaupa eignir í eigu ríkisins, samkvsmt yfir- lýstri stefnu rfldsstjómar Þorsteins Pálssonar. Nú hafa hins vegar fyrirtæki í sjávarútvegi, verzlun og þjónustugreinum hug á að bjóða í hlutabréf Út- vegsbankans gegn Sambandinu og á skrif- aðri stundu er ekki hsegt að geta sér til hver út- koman verður. Hinsveg- ar er ljóst, að ef rfldð hyggst fliuga önnur til- boð en Sambandsins ber þvi að hafna tilboði Sam- bandsins fyrst, og það á lögmætum forsendum. Hlutafjárútboð Útvegs- bankans er ekki upp- boðsmarkaður. Sala á hlut rikisins i Útvegs- bankanum er jákvæð. Bankakerfið þarfnast róttækrar endurskipu- lagningar. Bankarnir þurfa að vera færri og stærri. Tilboð Sambands- ins i Útvegsbankann getur hæglega leitt til samruna þriggja banka, Útvegsbankans, Sam- vinnubankans og Al- þýðubankans og jafnvel hlutaaðilar erlends við- skiptabanka. Allt er þetta þróun í rétta átt og sam- kvæmt stefnu ríkisstjóm- arinnar. Með þessu yrði dregið úr ábyrgð og af- skiptum rfldsins af bankarekstri og gæti orðið upphafið að lang- þráðri uppstokkun í bankakerfinu, sem létta mun fjárskuldbindingum af skattþegnum þessa lands eins og sýndi sig í lfldngu við Utvegsbanka- hneykslið í vetur“. Þetta segir Tíminn „Morgunblaðið gerði að sérstöku umræðuefni á föstudaginn var að nauð- synlegt væri að minnka umsvif rfldsins í atvinnu- rekstri og ganga í það að selja eignarhluti rflds- ins í atvimiufyrirtækjum. Tíminn tekur undir orð Morgunblaðsins, að i mörgum tilfellum er ástæða til þess að rfldð hætti afskiptum af at- vinnurekstri. Það er i langflestum tilfellum farsælast að atvinnu- rekstur sé i höndum annarra en rfldsins . . . Samvinnuhreyfingin er fijáls og óháð fjölda- hreyfing, sem starfað hefur í landinu meira en 100 ár. Samvinnuhreyf- ingin er ekki eitt fyrir- tæki, heldur byggð upp af fjölda smærri og stærri eininga, sem hver um sig er sjálfstæð innan sins umhverfis og verka- hrings. Samband íslenzkra samvinnufé- laga er ekki eitt fyrir- tæki, eins og látið er í veðri vaka þegar henta þykir að gera sem mest úr stærð þess og umsvif- um. Sambandið greinist í mörg fyrirtæki, sem gegna mjög ólflm hlut- verki hvert um sig og spannar i rauninni öll þau viðfangsefni sem við ! er fengist í atvinnulifínu. Fyrirtæki á vegum SÍS stunda atvinnurekstur til lands og sjávar, i fjöl- breyttum iðnaði, verzlun og siglingum.“ Þetta segir Þjóðviljinn „Tilboð sem ekki er hægt að hafna," sagði Jón Baldvin fjármálaráð- herra um tilboð SÍS og dótturfyrirtælqa þess i 67% hlut í Útvegsbankan- um. „Tilboð sem ekki er hægt að hafna," er orða- lag komið frá Banda- ríkjunum og gjarnan notað þegar Mafían þröngvar einhveijum að- ilum til að ganga að ákveðnum skilmálum sem þjóna hagsmunum Mafiunnar. En það er ekki Mafían sem er að gera Jóni til- boð að þessu sinni heldur SÍS, svo að þetta orðaval fjármálaráðherrans hlýt- ur að teljast heldur óheppilegt, ekki sizt i ljósi þess að nú er komið fram annað tilboð í Út- vegsbankann sem líka er erfitt að hafna." Síðar í forystugrein Þjóðviljans segir: „Þessi ásókn Sam- bandsins i Útvegsbank- ann þykir mörgum skuggaleg, þótt enginn efíst um að hjá Samband- inu starfí menn sem kunni að reka b;uika; þvi að til dæmis fengu ibúar á Svalbarðseyri að kynn- ast fyrir stuttu að samvinnumenn kunna prýðilega að gæta hags- muna sinna. Pólitisk tengsl hafa löngum verið milli Sam- vinnuhreyfíngar og Framsóknarfíokks, svo að sjálfstæðismönnum lízt ekki nema i meðallagi vel á þessa nýju útvfldom á starfsemi SÍS, með hugsanlegum áhrifum á fisksölu okkar vestan- hafs, þar sem hinn nýi forsljóri StS er öllum hnútum kunnugur . . . Og nú snúast hjólin i viðsldptalifínu sem aldrei fyrr, svo að það hvflir mikil ábyrgð á þeim Al- þýðuflokksráðherrum, viðskipta-Jóni og fjár- mála-Jóni. Þeir eiga nefnilega að gæta hags- muna Jóns Jónssonar meðan risamir takast á og sjá um leið til þess að friður rfld i ríkisstjóm- inni.“ Fyrir þá sem vilja ávaxta peninga á ömggan og áhyggjulausan hátt... Verðbréfamarkaðs Iðnaðarbankans: 11 -11,5% ávöxtun umfram verðbólgu. Sjóðsbréf 1 eru fyrir þá sem. eru að safna og ætla að nota peningana ásamt vöxtum og verðbótum einhvern tíma síðar. Munur á kaupgengi og sölugengi er aðeins 1%. Sjóðsbréf 2 eru fyrir þá sem þurfa að lifa af vöxtunum en þeir eru greiddir út í mars, júní, september og desember á ári hverju. Ávöxtun Sjóðsbréfa 1 og 2 er nú 11-11,5% umfram verðbólgu sem jafngildir um 35-36% ársvöxtum. Sjóður 1 og 2 fjárfesta aðeins í bankabréfum og skuldabréfum traustra fyrirtækja. Kaupend- ur Sjóðsbréfa taka því lágmarksáhættu. Síminn að Ármúla 7 er 68-10-40. Heiðdís, Ingibjörg, Sigurður B. eða Vilborg gefa allar nánari upplýsingar. Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.