Morgunblaðið - 19.08.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.08.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 198T 31 „Sjá má frá- hvarf frá krístínnitrú og siðferði“ - segir í ályktun tniboða- fundar Hvítasunnumanna „Á OKKAR dögnm sjáum við mik- ið fráhvaf frá kristinni trú og siðferði ef marka má atferli þjóð- arinnar," segir í ályktun trúboða- fundar Hvítasunnuhreyfingarinn- ar sem blaðinu hefur borist. Til marks um fráhvarfið er nefnd fjölgun hjónaskilnaða og óvígðra sambúða sem sýni „þverrandi virð- ingu fyrir tilskipun Guðs á sviði fjölskyldumála. Guð hatar hjóna- skilnaði." Trúboðarnir segja að menn uppskeri nú bitran ávöxt lauslætis með örri útbreiðslu eyðniveirunnar. Þeir sem ástundi hreinlifi þurfi ekki veijur gegn eyðni. í ályktuninni er fjölgun fóstureyð- inga gagnrýnd. „Guð er höfundur lífsins og enginn annar hefur vald til að eyða lífi...Búi verðandi móðir við svo bágar aðstæður að henni sé ill- kleift að sjá ófæddu bami sínu farborða hlýtur það að vera skylda þjóðfélagsins og þegna þess að bæta úr bágindunum með félagslegum að- gerðum." Skorað er á yfirvöld menntamála að taka til endurskoðunar námsefni í kristnum fræðum 8. og 9. bekkjar grunnskóla. Þurfí að veita meiri fræðslu um kristilegt siðgæði á sviði fjölskyldu-, kynlífs- og uppeldismála. Benda þarf á skaðsemi lauslætis og afbrigðilegs kynlífs segja trúboðamir. „Til að friður haldist og réttlætið aukist er okkur nauðsynlegt að hlíta þeim reglum sem Guð hefur sett og gilda frá kynslóð til kynslóðar. Þær er að fínna í Biblíunni, Heilagri ritn- ingu kristinna manna," em lokaorð ályktunarinnar. Morgunblaðið/Jón M. Guðmundsson Frá æfingu kórsins í Varmárskóla í Mosfellsbæ, Kvöldvaka á landbúnaðarsýninsrunni Rmrlnnm MAQfnllucimit Rcykjum, Mosfellssveit. NÚ STENDUR yfir ein stærsta og merkilegasta landbúnaðar- sýning sem haldin hefir verið á þessu landi í 40 ár og er tilef- nið það að Búnaðarfélag ís- lands er 150 ára um þessar mundir. Sá háttur er nú við hafður að búnaðarsamtökin vítt og breytt um landið sjá um sérstaka kvöldvöku á hverju kvöldi og nú er komið að heima- mönnum þ.e. Búnaðarsambandi Kjalarnesþings en sýningin er haldin í Reykjavík. Búnaðarsamband Kjalames- þings nær yfir Gullbringu- og Kjósarsýslu eða mestan hluta hins gamla Kjalamesþings í landnámi Ingólfs. Þetta samband mynda svo búnaðarfélögin á svæðinu, á Suðumesjum, Ræktunarfélag Hafnarfjarðar, Jarðræktarfélag Reykjavíkur, Búnaðarfélag Garða- og Bessastaðahrepps auk búnaðarfélaganna í Mosfells- hreppi, Kjalamesi og Kjós. I tilefni af opnun sýningarinnar var Búnaðarsambandi Kjalames- þings boðið að sjá um kórsöng í þeirri dagskrá og þá bmgðust bændur og aðrir heimamenn svo við að þeir stofnuðu „stórkór" úr sínum hópi sem samanstendur af karlaröddum úr öllum kómm á sambandssvæðinu. Hópurinn er um 60 manns og er sannkallaður „Stórkór" en stjórnandi er hinn vinsæli trompetleikari og söng- stjóri Láms Sveinsson. Við setningarathöfnina setti þessi kór skemmtilegan og virðu- legan blæ á athöfnina enda söngurinn voldugur og velviðeig- andi við þetta tækifæri. í kvöld, miðvikudag, kemur þessi kór fram aftur og tekur þátt í kvöldvöku þeirri sem Búnað- arsamband Kjalamesþings á að annast að þessu sinni. Þar verður Búnaðarsambandið kynnt lítillega en síðan er leik- þáttur sem leikfélag Mosfells- sveitar sér um en þá koma einnig fram þau Sigrún Hjálmtýsdóttir frá Túnfæti ásamt Ólafi Magnús- syni frá Mosfelli með Ónnu Guðnýju sem undirleikara. Að lok- um syngur bændakór sextíu- menninganna nokkur lög. Kórmennirnir em allir af fé- lagssvæðinu og annað hvort syngja nú eða em fyrrverandi félagar úr kómm á svæðinu s.s. Stefni, kirkjukómm Reynivalla-, Saurbæjar-, Brautarholts- og Lágafellssóknum og þykir mönn- um forvitnilegt að heyra hvemig til tekst. — J.M.G. Tíu þúsund króna tékkaábyrgð Við höfum hækkað tékkaábyrgð okkar verulega. Nú ábyrgjumst við alla tékka, sem útgefnir eru af eigendum Alreikninga og almennra tékkareikninga að upphæð kr. 10.000,- án þess að bankakort sé sýnt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.