Morgunblaðið - 19.08.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987
49
Amgnnnur Ýr Gylfadóttir
Er þetta þá spurning um þá
mynd sem konan hefur af sjálfri
sér?
„Mér finnst að konur eigi að trúa
meira á sig sem kvenverur og eiga
ekki að reyna að vera karlar. Mér
finnst líklegt að það sjáist á mínum
myndum að þær eru málaðar af
konu. Það á ekki að breyta gildi
þeirra.
Annars vantar mikið á að jafn-
rétti ríki í listaheiminum í Banda-
ríkjunum. Af þeim myndlistarmönn-
um sem eru ráðnir við „gallerí" er
aðeins 10% konur. Ef maður ætlar
sér að starfa erlendis verður maður
að gera sér grein fyrir því að svona
er þetta á alþjóðavettvangi. Þá veit
maður að hverju maður gengur.
Maður setur ekki upp sýningu blá-
eygur og heldur að allt gangi upp.
Einhverra hluta vegna er þetta
öðruvísi hér.
í Bandaríkjunum hafa verið vald-
ar út eins konar „tákn—konur." Þær
hafa verið valdar sem tákn um að
fullkomið jafnrétti ríki á þessu sviði.
Ég get nefnt sem dæmi að í skólan-
um sem ég stundaði, var ekki alls
fyrir löngu ákveðið að nú væri kom-
inn tími til að ráða konu í stjómun-
arstöðu og þeir gerðu konu að
yfirmanni málaradeildar. En þeir
völdu konu sem ógnaði engum.
Konu sem gekk á háum hælum,
notaði varalit og brosti blítt. Það
var ráðin kona til að róa liðið og
til að komast hjá gagnrýni, en ekki
afþví hún hefði hæfíleika sem mál-
ari.
Ég er mjög hlynnt því að ráða
konur í stjómunarstöður, en þeir
gátu fengið svo margar sem vom
miklu betri málarar, en þær hefðu
ógnað stöðu karlanna sem réðu,
verið óþægar. Þessi er bara þæg
og góð og sæt og algerlega áhuga-
laus. Maður spyr sig stundum fyrir
hvað maður er að borga; fá að horfa
á einhveija dúkkulisu mála sig. En
vissulega geta þeir sagt, „sjáið þið,
við réðum konu."
Svona lagað gerðist víðar. Ég
held að í öllu þessu tali um uppgang
kvenna í kjölfar kvennabaráttu,
hafi karlamir lengi vel ráðið hvaða
konur og hvemig skyldu ráðnar til
stjómunarstarfa. Oft á tíðum hefur
þetta verið sýndarmennska í körlun-
um. Þeir ráða bara einhveijar þægar
konur til að geta látið umhverfíð
halda að þeir séu miklir jafnréttis-
menn. Ég held líka að konur hafí
lengi vel ekki áttað sig á þessu, en
Morgunblaðið/Einar Falur
þetta finnst mér hafa staðið kvenna-
baráttunni fyrir þrifum, því það eru
í rauninni karlamir sem hafa verið
að ráðskast með það hvemig
kvennabaráttan hefur þróast. Ég
vil taka það fram að þetta er ekki
algilt frekar en annað. Það em víða
hæfileikaríkar konur í ábyrgðar-
stöðum og það er gott. En barát-
tunni er ekki lokið, þótt þessir hlutir
séu að breytast. Eg held hinsvegar
að konur verði að gera sér grein
fyrir þessu, annars er barátta þeirra
einskis virði.
Á þessum baráttuámm hefur líka
orðið til þessi „professional týpa."
Það er annað sem er sérlega áber-
andi í Bandaríkjunum. Það em
konur annaðhvort „professional"
konur eða ekki og þá er engin spum-
ing um að eiga böm. Þú verður að
velja og hafna. Þetta er ómann-
eskjulegt. Ég var að tala um að 10%
þeirra myndlistarmanna sem starfa
við gallerí í Bandaríkjunum væm
konur. Þar kemur alltaf spumingin,
þegar kona sækir um, „hvers vegna
ættum við að fjárfesta í þér? Þú átt
kannski eftir að eiga bam."
Sem betur fer er þetta þó ennþá
öðmvísi hér. Það hefur sýnt sig að
konur á íslandi geta mjög auðveld-
lega samræmt líf og starf og eignast
sín böm, næstum sama í hvaða
stöðu þær em. Maður sér hvergi
eins mikið af bamavögnum og á
íslandi og það er notaleg sjón.
Þótt ég noti að miklu leyti kven
og karl líkama, þá Qalla myndimar
fyrst og fremst um átök sem em
persónugerð. Þegar maður býr í
Ameríku er hver einasti dagur lær-
dómur út af fyrir sig. Ég er ekkert
orðin ónæmari fyrir umhverfínu þar
en ég var fyrst til að bytja með.
Maður horfír stanslaust upp á svo
mikla eymd og misrétti. Þar gilda
mismunandi reglur fyrir fólk eftir
því í hvaða hverfí það býr. Það er
meir að segja mismunandi síma-
kerfí eftir hverfum. Þar er ekki
sama hvort þú ert Pétur eða Páll.
Það er kannski hægt að tileinka sér
þá fílósófíu að eymdin sér góð fyrir
mann og þroski mann, en hún er
samt ekkert góð og ég trúi því ekki
að hún sé neinum manni holl. Það
er kannski fyrst og fremst þetta sem
ég vil lýsa í myndunum mínum. En
mér fínnst mér enn ekki hafa tekist
það. Kannski seinna. Þetta er hæg
þróun."
Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir
Kennaraskortur —
kennararáðningar.
Minning:
Ragnar Jóhann Al-
freðsson frá Hrauni
Fæddur 16. nóvember 1953
Dáinn 11. júní 1987
Þegar ég geng í átt að altari
Grindavíkurkirkju laugardaginn 14.
ágúst sl. og við mér blasti altaris-
tafla kirkjunnar, mosaik-mynd sem
sýnir sjómenn í sjávarháska, brimið
skellur á háum klettunum með til-
heyrandi löðri og úða, fyrir miðju
stendur svo Drottinn og bægir
hættunni frá og vemdar sjómenn-
ina, hugsa ég „af hveiju gat hann
ekki látið Dadda komast í land þann
11. júní sl., af hveiju þurfti hann
að hverfa í hafið?" Á sama augna-
bliki vissi ég að fyrst Drottinn vildi
fá Dadda til sín svo ungan þá var
hafíð hans besti hvíldarstaður, sá
staður sem Daddi sjálfur hefði kos-
ið sér ef hann hefði einhveiju fengið
um það ráðið. Sú vissa mín að hon-
um liði nú vel er byggð á gömlum
minningum frá Hrauni í Grindavík
þar sem Daddi bjó hjá henni Distu
mömmu sinni og honum Sigga
Nonna frænda mínum sem gekk
honum í föðurstað. Víst er að Daddi
hefði ekki fengið betri föður þó
hefði verið hans eigin. Síðar eign-
ast hann systkinin þau Gísla, Hörð
og Margréti. Hörð og Margréti
þekkti ég lítið í uppvextinum þar
sem þau eru svo ung, en þegar ég
fór í sveitina til Magnúsar afa og
Önnu stjúpu var mesta tilhlökkunin
að hitta Dadda og Gísla, frændur
mína í sveitinni. Svo sterk voru
böndin í þá daga að einhver tíma
sagðist ég eiga bræður en þeir ættu
bara heima uppi í sveit og hann afí
geymdi þá. Já, það eru margar af
mínum bestu minningum tengdar
Hrauni og því fólki sem þar býr og
hefur búið og þó mér fínnist ég
ekki svo ýkja gömul þá eru svo
margir horfnir frá Hrauni síðan ég
var þar, þar má nefna Margréti,
ömmu Dadda, Magnús afa, Onnu
stjúpu, Þorvald, bróður Sigga
Nonna sem ávallt leit á Dadda sem
sinn frænda, og eitthvað segir mér
að ég taki ekki neitt frá neinum
þegar ég segi að Daddi hafi staðið
Þorvaldi næst hjarta. Daddi launaði
Þorvaldi með því að skíra einkason
sinn Þorvald. Nú eru þeir báðir,
Daddi og Valdi, horfnir okkur sjón-
um en hafa hvor annan að styðjast
við þar sem við ekki sjáum. Guð
gefi þeim báðum hvíld.
Já, það eru orðnir fáir í gamla
spilaklúbbnum á Hrauni. Við Gísli
getum ekki einu sinni spilað manna
en við höfum þó minningamar þeg-
ar við lékum okkur í hlöðunni og
bældum allt grasið, létum bátana
sigla á pollunum eða lékum okkur
í gamla bátnum sem var í túninu
og þóttumst vera á sjó, eða þegar
við létum sjóinn elta okkur í fjör-
unni, ekkert okkar grunaði þá að á
endanum næði sjórinn í eitt af okk-
ur, enda voru þetta saklausir
æskuleikir sem við er eftir erum
getum glaðst yfír að hafa verið
þátttakendur í.
eftir Svanhildi
Kaaber
I grein sem birtist í Morgun-
blaðinu laugardaginn 15. ágúst
undir yfirskriftinni „Opið bréf til
Kennarasambands íslands" beinir
greinarhöfundur, Gústaf Gústafs-
son á Patreksfírði, til mín nokkrum
spumingum sem mér er ljúft og
skylt að svara.
Gústaf gerir kennararáðningar
að umtalsefni í grein sinni og lýsir
þeirri skoðun sinni að íbúar úti á
landsbyggðinni eigi kröfu á sömu
möguleikum til menntunar og þeir
sem búa í þéttbýli. Þessu er ég inni-
lega sammála og mun í starfí mínu
fylgja fast eftir þeirri stefnu Kenn-
arasambands Islands að allir
nemendur eigi fullan rétt á jöfnum
möguleikum til náms óháð kyni,
stétt, búsetu eða fötlun. Kennara-
samband íslands telur það réttlæt-
ismál að öllum landsmönnum séu
búnar sambærilegar aðstæður til
menntunar, hvar sem þeir búa á
landinu.
Það, að Kennarasambandið vill
spoma við því að réttindalausnir
starfsmenn séu ráðnir til kennslu í
skólum, er einmitt liður í barátt-
unni fyrir jöfnum möguleikum til
menntunar. Kennsla er sérgrein
sem krefst sérstakrar menntunar
og starfsþjálfunar eins og ótal aðr-
ar sérgreinar og telja verður
neyðarúrræði ef aðrir en þeir sem
slíka menntun og starfsþjálfun hafa
hlotið eru ráðnir til kennslu. Kenn-
arasamband íslands telur að reyna
verði til þrautar að komast hjá
slíkum neyðarúrræðum.
Sá misskilningur kemur fram í
grein Gústafs að Kennarasamband
Islands hafí komið því til leiðar að
starfsmenn sem um árabil hafa
starfað við kennslu án þess að hafa
til þess réttindi verði nú ekki ráðn-
ir til starfa aftur þrátt fyrir það
Svanhildur Kaaber
„Kennarasamband Is-
lands telur það réttlæt-
ismál að öllum
landsmönnum séu bún-
ar sambærilegar
aðstæður til menntun-
ar, hvar sem þeir búa á
landinu.“
að enginn grunnskólakennari eða
framhaldsskólakennari sæki um
stöðuna.
í lögum um lögvemdun á starfs-
heiti og starfsréttindum grunn-
skólakennara og framhaldsskóla-
kennara eru tvö ákvæði sem þetta
atriði varða og rétt er að gera grein
fyrir hér:
í bráðabirgðaákvæði með lögun-
um segir að þeir sem fyrir gildistöku
þeirra hafa starfað við kennslu í
sex ár eða lengur en fullnægja ekki
skilyrðum laganna til starfsheitisins
og starfsréttinda skuli eiga kost á
því að ljúka námi á vegum Kennara-
háskóla íslands eða Háskóla íslands
til að öðlast slík réttindi. Nu er
unnið að skipulagningu þessa náms
bæði við KHÍ og HI og mun það
væntanlega hefjast um næstu ára-
mót. í lögunum er ákvæði sem
heimilar að ráða eða setja þá sem
undir þetta ákvæði falla til eins árs
í senn í allt að fjögur skólaár _sam-
tals frá gildistöku laganna. í 13.
grein laganna er ákvæði um undan-
þágunefndir en þar segir að ef
enginn grunnskólakennari skv. lög-
unum sæki um auglýst kennslustarf
þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar
geti skólastjóri sótt um heimiid til
undanþágunefndar til að lausráða
tiltekinn starfsmann til kennslu-
starfa til bráðabirgða, þó aldrei
lengur en eitt ár í senn.
Gústaf spyr hvers vegna svo erf-
itt sé að fá kennara með tilskilin
réttindi til starfa úti á landi. Svarið
við þeirri spumingu kemur í raun-
inni fram í grein Gústafs þar sem
hann segir: „Allir vita að kennara-
skortur á rætur sínar að rekja tl
lágra launa.“ Talið er að hér á landi
séu til nógu margir gmnnskóla- og
framhaldsskólakennarar til að sinna
þeirri þörf sem fyrir hendi er, þetta
fólk kemur hins vegar ekki til starfa
við skólana vegna þess hve kjör
kennara eru slæm og starfsaðstæð-
,ur víða lélegar.
í grein Gústafs er minnst á sér-
staka klausu í nýjum kjarasamning-
um kennara um laun leiðbeinenda.
Ég kannast ekki við nein slík
ákvæði í kjarasamningi kennara.
Þar eru hins vegar ákvæði um sér-
stakar launaflokkatilfærslur fyrir
þá kennara sem hafa leyfísbréf'*•,
skv. lögum nr. 48/1986, þær hækk-
anir koma ekki til réttindalausra
starfsmanna skólanna.
Að lokum leyfi ég mér að þakka
Gústaf Gústafssyni áhuga hans á
skólamálum og framgangi þeirra.
Svanhildur Kaaber
Ég minnist Ragnars, eða Dadda
eins og ég ávallt mun nefna hann,
með söknuði og gleði, söknuði fyrir
það að hann skuli tekinn frá okkur
svo ungur þegar lífið virðist vera í
hvað mestum blóma, með gleði fyr-
ir að hafa fengið að njóta samvista
í æsku við svo góðan og tryggan
dreng sem Daddi var. Það eru
stundir sem ekki eru frá manni
teknar og þær munu lifa þó annað
hverfí. Með þessum orðum vil ég
kveðja kæran bróður með þakklæti
fyrir allar góðu minningamar sem
hann gaf mér. Þær verða geymdar ''
en aldrei gleymdar.
Elsku Dista, Siggi Nonni, Gísli,
Hörður, Margreí, Sigga og Þorvald-
ur litli, svo og fósturböm, ykkur
vil ég votta mína dýpstu samúð og
Guð gefí ykkur styrk í sorg ykkar.
Hrefna Birgitta Bjamadóttir