Morgunblaðið - 19.08.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987
39
Minning:
Magnús Brynjólfsson
bókbandsmeistari
Fæddur 24. september 1916
Dáinn 4. ágúst 1987
Lífsbraut Magnúsar Brynjólfs-
sonar bókbandsmeistara og bókaút-
gefanda er nú á enda gengin. Hann
var Reykvíkingur í húð og hár,
fæddur í Reykjavík 24. september
1916. Foreldrar hans voru þau heið-
urshjón Brynjólfur Magnússon
eigandi og stofnandi Nýja bók-
bandsins og kona hans Katrín
Jónsdóttir. Við gamla góða Skóla-
vörðuholtið stóð æskuheimili
Magnúsar. Heilmikið athafnasvæði
var því þarna fyrir ofan, tilvalið
fyrir unga Reykjavíkurstráka að
svala athafnaþrá sinni og starfs-
löngun. Þá var öldin önnur. Holtið
að mestu óbyggt. Þama vom lagð-
ir vegir og brýr byggðar. Bílar
smíðaðir af miklli hugvitssemi. Þá
varð þama til fótboltavöllur gerður
af drengjahöndum. Auðvitað höfðu
strákamir stofnað fótboltafélag og
skírt Fálkinn, sennilega vegna þess
að flestir meðlimanna héldu með
Val. Mun Magnús hafa verið vel
liðtækur í þessu undirfélagi Knatt-
spymufélagsins Vals, en Valur
hefur þá sérstöðu að vera félag
Séra Friðriks. I framhaldi af þessu
var Magnús valinn til að leika í 3.
aldursflokki Vals. Þótti það mikill
heiður þá og er raunar enn. Þannig
liðu bemskudagamir í stómm og
glæsilegum systkinahópi. Eldri
bróðir Magnúsar var hinn kunni
bóksali Bragi Brynjólfsson (Bóka-
búð Braga) hann lést langt um aldur
fram. Elsta systirin Hulda er einnig
látin. Yngri systumar sem lifa bróð-
ur sinn em Hrefna, Jóhanna, Svava
og Bima.
Að því kom að Magnús valdi sér
það lífsstarf að verða bókbindari
og feta þar með í fótspor föður síns.
Mun hann snemma hafa byijað að
hjálpa til á bókbandsvinnustofunni,
verið þar ötull og áhugasamur og
spáð góðu. Var Magnús alla æfi
vinnuglaður maður. Er það sannar-
lega guðs gjöf. Lauk hann sínu
iðnnámi með sóma og fór svo til
Kaupmannahafnar til framhalds-
náms. Mun hann fljótt hafa orðið
hægri hönd föður síns. Launaði
hann foreldrum sínum uppeldið vel
og dyggilega, var þeim góður sonur
frá byijun til enda. Til þess var
tekið af öllum sem til þekktu. Naut
Magnús þar aðstoðar góðrar eigin-
konu, sem ekki lét sitt eftir liggja.
Eftir lát foreldra sinna, sem
bjuggu við hnignandi heilsu síðustu
áiin, eignaðist Magnús Nýja bók-
bandið einn, þá til húsa á Laugav.
1. Umsvifin höfðu aukist með ámn-
um og í tengslum við bókbands-
vinnustofuna stofnaði Magnús til
talsverðrar bókaútgáfu. Allt þetta
blessaðist eins og efni stóðu til
undir farsælli stjóm Magnúsar.
Svana og Magnús eignuðust einn
son Brynjólf, heitinn í höfuðið á afa
sínum. Aðsetur þeirra er á fallegum
stað og fagurt er þeirra heimili, þar
sem góður andi og heimilisbragur
hefur setið í fyrirrúmi. Ýmsir aðrir
gleðigjafar komu til sögunnar.
Skemmtileg ferðalög utan lands og
innan en Magnús mun hafa notið
ferðalaga í ríkum mæli. Ég man
eftir því að Magnús hafði orð á,
að hann hefði alltaf haft áhuga á
að skoða söfn og koma í kirkjur.
Þama væri hægt að sjá talsvert af
menningu viðkomandi þjóða. Þau
hjón Magnús og Svana voru höfð-
ingjar heim að sækja. Á Lyng-
hagann var gott að koma og góðar
vom þeirra gjafir og sá hugur sem
þeim fylgdi. Mér er í minni eins og
áður segir hve Magnús var góður
foreldmm sínum, er þau gerðust
vegamóð og degi var farið að halla.
Aldraður móðurafi átti góðan að
þar sem Magnús var. Magnús var
ákaflega bamgóður maður. Það
reyndu mín böm oft og mörgum
sinnum. Sá þáttur í fari manna er
vissulega af hinu góða. Börnin vom
jafningjar hans og til þeirra talaði
hann aldrei niður. Í hans návist leið
öllum vel. Það var meðfætt. Það
vom fagnaðarstundir og hátíð í bæ,
þegar þau hjón Magnús og Svana
komu til Keflavíkur í heimsókn. Þá
var elsta fólkið og yngsta fólkið
auðvitað með í för. Mér verður það
alltaf í minni, þegar ég hafði orð á
því við Magnús, að ég hefði í hyggju
að flytja burt úr Reykjavík. Þá var
eins og Magnús hefði gleymt minni
nærvem, þegar hann sagði: Ég er
Reykvíkingur og mér þykir vænt
um Reykjavík og þar vil ég eiga
heima. Hér um bil alla ævi bjó
Magnús við góða heilsu. En svo
skipti sköpum. Heilsunni hrakaði
vemlega og að því kom að selja
varð Nýja bókbandið. Það getur
ekki hafa verið sársaukalaust. Þetta
hafði verið vinnustaður hans um
rúmlega hálfrar aldar skeið og þar
staðið meðan stætt var.
Magnúsi þótti gaman að útivist
og kunni vej að meta fegurð lands-
ins okkar. Ég hygg að Tindafjalla-
svæðið hafí verið í mestu
uppáhaldið hjá honum. Var hann
þar í flokki mikilla fjallamanna.
Létu þeir ekkert hamla ferðum.
Eitt sinn er þeir höfðu lent í miklu
illviðri, sem vissulega náði til
byggða og jafnvel þar þótti manni
nóg um, hefði verið hluti af ánægju
ferðalagsins og góðlátlegt smá bros
fylgdi með. Líka veiddi hann sér til
ánægju og minntist þeirrar ánægju
að vakna að morgni dags við lækj-
arnið og fuglasöng, með ákaflega
fallegum hætti. Þegar þessi starfs-
sami maður var dæmdur til að sitja
heima og geta lítið sem ekkert gert,
þá brást honum ekki hans góða
lund. Æðruleysi og rósemd hugans
einkenndi þá allt hans fas. Var það
okkur hans nánustu oft undrunar-
efni. Þá sá ég enn einu sinni, hversu
Magnús var vel gerður maður og
skynsamur. Þetta allt átti hann og
brást honum ekki þegar þessi miklu
veikindi höfðu dunið yfir. Þvíh'kar
náðargjafir og Guðsblessun. Ég sá
Magnús aldrei leiðan. Ég held að
honum hafi aldrei leiðst. Ég held,
að þarna á Lynghaganum á sein-
ustu æviárum Magnúsar, hafi ég
lært lexíu ef svipuð veikindi ættu
eftir að sækja mig heim. Ég efast
þó um að ég standist prófíð.
Einhver fegursta íslenska mann-
lýsingin sem um getur er þessi:
„Hann var drengur góður". Nú að
leiðarlokum er ég lít til baka yfir
samleið mína með Magnúsi Brynj-
ólfssyni, fínnst mér þessi fallegu
orð lýsa honum mæta vel og eiga
vel við á skilnaðarstundu. Magnús
varð þeirrar hamingju aðnjótandi
að eignast mikilhæfa og góða konu
Svanfríði Jóhannsdóttur. Studdi
hún hann með ráðum og dáð alla
tíð og ekki hvað síst í hans veikinda-
stríði.
Ég kveð nú Magnús Brynjólfs-
son, þennan góða dreng, vin minn
og svila. Hann er nú staddur á þeim
vegi þar sem sólskinið ljómar. Hans
heimkoma verður góð.
Svönu og Brynjólfi eru sendar
samúðarkveðjur á sorgarstundu.
En mikil huggun verður þeim í
harmi, að góðar minningar um
Magnús Brynjólfsson munu lifa og
aldrei gleymast.
Björgólfur Stefánsson
Magnús Brynjólfsson bókbands-
meistari fæddist í Reykjavík 24.
september 1916. Hann var því sjö-
tugur er hann lést 4. ágúst sl.
Magnús var sonur hjónanna Katrín-
ar Jónsdóttur og Brynjólfs Magnús-
sonar, sem einnig var bókbands-
meistari, og ráku þeir feðgar
bókbandsverkstæði og bókaútgáfu,
þangað til fyrir nokkrum árum,
Nýja bókbandið á Laugavegi 1 í
Reykjavík þangað til fyrir nokkrum
árum. Má því segja að Magnús
hafi verið ekta Reykvíkingur og
miðbæingur.
Systkini Magnúsar eru þau Bragi
Brynjólfsson, er rak bókabúð Braga
við Lækjartorg, en hann er látinn
fyrir allmörgum árum. Hulda, sem
er látin, Hrefna, Jóhanna, Svava
og Birna.
Kynni okkar Magnúsar hófust
þegar ég fæddist því hann kvæntist
Svanfríði móðursystur minni það
sama ár. Ég tók því þessum góða
manni sem sjálfsögðum hlut í lífí
mínu og gerði mér ekki grein fyrir
því fyrr en ég var orðin eldri hve
rík ég hafði verið að eiga hann að.
Móðursystir mín og Magnús voru
bamlaus fyrstu fáein árin sem þau
voru gift og naut ég mjög góðs af.
Magnús minnti mig oft á það þegar
ég var að byija að tala og við geng-
um frá Hringbrautinni, þar sem
hann bjó, niður á Tjamarbrú til að
sjá „klíuna ljúa“.
Brynjólfur, frændi minn, fæddist
svo þegar ég var 4 ára og þá var
mér ekki gleymt. Alltaf fékk ég að
fara með í sumarbústað sem þau
áttu og byggðu uppi í Mosfellssveit
í landi Skeljabrekku. Magnús var
svo bamgóður og hann fékk lánaða
ketti og hvolpa á bóndabænum í
grenndinni handa okkur að
skemmta með, og einu sinni bauð
hann öllum krökkunum úr húsinu
Hringbraut 45 með okkur í sveit-
ina. Þegar ég las bók Þórbergs
Þórðarsonar, Sálminn um blómið,
löngu seinna, kannaðist ég vel við
nöfnin, því sú bók var einmitt skrif-
uð um þessa krakka. Aldrei man
ég eftir að Magnús skipti skapi eða
hastaði á okkur, en ég man ýmis-
legt enn, sem hann kom okkur í
skilning um á sinn ljúfmannlega
hátt, eins og til dæmis þetta: Mað-
ur á alltaf að æfa sig í að borða
fallega og haga sér fallega, því
hver veit nema manni verði boðið
í veislu hjá kónginum, þegar maður
verður stór.
Kvikmynd Guðnýjar Halldórs-
dóttur, gerð eftir sögu Jökuls
Jakobssonar, Skilaboð til Söndru,
var tekin að hluta til í bústaðnum,
sem Magnús byggði við litla vatnið,
Seltjöm, efst í Mosfellssveitinni,
alveg upp í heiðarbrún. Þegar ég
sá þá mynd, rifjuðust upp fyrir mér
mínar ljúfustu bemskuminningar.
Magnús að lesa fyrir okkur Binna,
um Bláskjá og Nonna og Manna,
álftimar á vatninu, göngur að
Tröllafossi, aðalbláberin í brekkun-
um og rollumar sem átu grænmetið
okkar og vildu aldrei vera fyrir utan
girðingu. Ég þakka fyrir að hafa
átt hann að.
Magnús hafði verið heilsulítili um
nokkurt skeið og því alltaf heima
við. Ég veit að nú hlýtur að vera
tómlegt á Lynghaga 2. Ég sendi
Svövu frænku minni, Brynjólfí
frænda mínum og Hrafnhildi afa-
stelpu einlægar samúðarkveðjur.
Oddný Björgólfsdóttir
Við andlát Magnúsar reikar hug-
ur minn tugi ára aftur í tímann
þegar æsku^örið naut sín í leik og
starfí. Við áttum skemmtilega æsku
drengimir í Skólavörðuholtinu á
ámnum fyrir og um Alþingishátíð-
arárið 1930. Einn þeirra var Maggi,
eins og hann var ætíð kallaður,
röskur og líflegur.
Á þeim ámm var Skólavörðuholt-
ið nánast útjaðar bæjarins, holtið
óbyggt frá Hnitbjörgum suður að
Kennaraskóla og Skólavarðan og
umhverfi álqosanlegt útivistar-
svæði, meira að segja var þar
ágætur fótboltavöllur. Að sjálf-
sögðu fóm flestir strákar þá í sveit
á sumrin en það þótti ómissandi
uppeldis aðferð. Slitnaði þá sam-
veran um tíma en allir komu
þroskaðri heim að hausti.
Fastur liður á vetmm var sunnu-
dagaferð niður á Amtmannsstíg á
KFUM fundi þar sem séra Friðrik
tók hópnum opnum örmum, fræddi
um undur heimsins og sagði falleg-
ar spennandi sögur. Þær hollu
lífsreglur sem hann innrætti hveij-
um og einum gleymdust engum
okkar. Maggi var knár, djarfur og
dugmikill í hvetjum leik og fengur
að hafa hann í sínu liði hvort held-
ur var fótbolti, eltingaleikir eða
annað. Þannig liðu æskuárin hratt
en síðar tók alvaran við.
Faðir Magnúsar, Brynjólfur
Magnússon, rak Nýja bókbandið á
Laugavegi 3 í tugi ára svo það lá
beint við að Magnús lærði bókiðn,
sem hann gerði bæði af föður sínum
svo og erlendis. Aðrir félagamir
áttu ekki um mörg störf að velja á
kreppuárum þeim sem gengu yfír
þjóðina allt fram að seinni heim-
styrjöldinni.
Magnús var ávallt sami notalegi
vinurinn, traustur og æðmlaus á
hveiju sem gekk. Kom það sér oft
vel þegar eitthvað óvænt bar að
höndum á ferðalögum, en þau
stunduðum við eftir því sem mögu-
leikar leyfðu.
í stétt sinni var Magnús vel virt-
ur enda öndvegisfagmaður. Vom
honum falin ýmisleg störf innan
bókgreinarinnar sem hann rækti
af stakri alúð. Bókaútgefendur
kunnu vel að meta kuunáttu hans
svo og margir einstaklingar sem
vildu gott band á bækur sínar.
Umgengni við helstu skáld og lista-
menn þjóðarinnar um áratugi urðu
Magnúsi efni í skemmtilegar frá-
sagnir á góðum stundum. Þá rak
Magnús smáútgáfu, Stafafell, og
gaf út mörg öndvegisrit sem þjóðin
kunni að meta, má til nefha Lilju
Eysteins, Bókina um veginn eftir
Lao Tse með formála Halldórs Lax-
ness, Passíusálma Hallgríms, auk
margra ljóðabóka.
Magnús átti við erfíð veikindi að
stríða undanfarin ár en mætti því
mótlæti með miklu jafnaðargeði.
Eftirlifandi kona Magnúsar er
Svanfríður Jóhannsdóttir, en hún
hefur staðið við hlið hans í ástríku
hjónabandi hátt í fimm áratugi.
Einkasonur þeirra, Brynjólfur, býr
nú með móður sinni og sendir Qöl-
skylda mín þeim innilegar samúðar-
kveðjur.
Runólfur Sæmundsson
sem ekki gengu út síðasta laugardag, leggjast við
fyrsta vinning næst. Spáðu íþað!
Lottó 5/32 Upplýsingasími: 685111
KYNNINGARWONUSTAN f.lA