Morgunblaðið - 19.08.1987, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987
# # Morgunblaðið/Einar Falur
Byggingarnefnd Flugstöðvar Leifs Eirikssonar:
Byggingarnefndin á blaða-
mannaf undinum í gœr. Talið frá
vinstri eru á myndinni: Kjartan
Gunnarsson, framkvæmdasfjóri,
Pétur Guðmundsson, flugvallar-
stjóri, varaformaður, Jón E.
Böðvarsson, framkvæmdastjóri
byggingarnefndar, Þorsteinn
Ingólfsson, skrifstofustjóri,
formaður, Steindór Guðmunds-
son, staðarverkfræðingur,
Leifur Magnússon, fram-
kvæmdastjóri, og Garðar Hall-
dórsson, húsameistari ríkisins. Á
myndina vantar Guðmund
Eiríksson, þjóðréttarfræðing.
Byggiiigarkostnaður í sam-
ræmi við kostnaðaráætlun
Undir upphaflegri kostnaðaráætlun hefði ekki orðið fjögurra milljóna dala gengistap
Byggingarkostnaður við Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar,_eins og
hönnun á henni lá fyrir á árinu
1983, er í samræmi við kostnað-
aráætlun þegar hún hefur verið
framreiknuð með verðbótum.
Hefði ekki verið um fjögurra
milljóna dala gengistap að ræða
væri byggingarkostnaður fjórar
I DAG kl. 12.00:
Heimild: Veíurstofa l’slands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 I gær)
VEÐURHORFUR I DAG, 19.08.87
YFIRLIT á hádegi í gær: Aögeröarlítil lægð suöur- og suðvestur I
hafi en hæöarsvæöi yfir Grænlandi.
SPÁ: I dag verður fremur hæg austanátt, lítilsháttar súld eða rign-
ing við suður- og austurströndina en að mestu þurrt annars staðar.
Hiti 10—14 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
FIMMTUDAGUR OG FÖSTUDAGUR: Hæg breytileg eða austlæg
átt á landinu og smá skúrir á víð og dreif. Hiti verður 8—15 stig.
s, Norðan, 4 vindstig:
r Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* # *
* * * * Snjókoma
* * *
-| 0 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
ý Skúrir
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
—|- Skafrenningur
Þrumuveður
"Jfr *:i mr
C m V
w
T 1 V'
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að fsl. tíma
hhi v»Aur
Akureyri 10 alskýjað
Reykjavfk 11 rigning
Bergen 14 alskýjað
Helsinki 17 léttskýjað
ian Mayen 3 skýjað
Kaupmannah. 19 skýjað
Narssarssuaq 10 lóttskýjað
Nuuk 4 þoka
Osló 19 skýjað
Stokkhólmur 18 skýjað
Þórshöfn 13 súld
Algarve 31 helðskfrt
Amsterdam 23 mistur
Aþena 29 léttskýjað
Barcelona 28 léttskýjað
Bertin 23 rigning
Chicago 17 skýjað
Feneyjar 27 lóttskýjað
Frankfurt 23 skúr
Qlasgow 18 léttskýjað
Hamborg 18 skýjað
Las Palmas 27 þokumóða
London 22 mistur
Los Angeles 17 alskýjað
Lúxemborg 20 þoka
Madrfd 31 léttskýjað
Malaga 30 heiðskirt
Mallorca 29 léttskýjað
Montreal 22 léttskýjað
NewYork 27 léttskýjað
Parfs 25 skýjað
Róm 29 skýjað
Vfn 24 skýjað
Washington 27 reykur
Winnipeg 12 hálfskýjað
milljónir dala undir kostnaðará-
ætlun, miðað við þá hönnun og
áætlun er fyrir lá árið 1983. Þær
250 milljónir sem kostnaðurinn
fer fram úr upphaflegri áætlun
eru tilkomnar vegna breytinga á
fyrri kostnaðaráætlunum, meðal
annars vegna ákvarðana um
fjölgun landgöngubrúa og að
setja snjóbræðslu í flughlöð. Kom
þetta fram á fundi sem bygging-
arnefnd flugstöðvarinnar hélt
með fréttamönnum í gær vegna
fullyrðinga um að kostnaður
hefði farið einn milljarð króna
fram úr áætlun.
Kostnaðaráætlun sem gengið var
út frá þegar ákveðið var að ráðast
í byggingu nýrrar flugstöðvar á
Keflavíkurflugvelli í maí 1983
hljóðaði upp á 42 milljónir Banda-
ríkjadala eða um 970 milljónir
íslenskra króna á þáverandi gengi.
Hækkun kostnaðaráætlunarinn-
ar vegna innlendrar verðbólgu frá
maí 1983 til júlímánaðar 1987 er
rúmar 1.600 milljónir króna. Vísi-
tala í maí 1983 var 120 stig, en var
í júlí 1987 orðin 320 stig.
Þetta þýðir að upphafleg kostn-
aðaráætlun, á verðlagi í júlí 1987,
var um 2.600 milljónir króna, eða
66 milljónir Bandaríkjadala.
Heildarbyggingarkostnaður er
áætlaður 2.850 milljónir króna þeg-
ar allar greiðslur hafa verið fram-
reiknaðar til verðlags júlímánaðar
1987 og kostar flugstöðin því um
250 milljónum króna meira heldur
en upphaflega var áætlað, eða um
6 milljón Bandaríkjadala.
Byggingamefnd segir tvær meg-
inástæður fyrir því að byggingar-
kostnaður hafí hækkað um 6
milljónum Bandaríkjadala á rúmum
§órum árum. Annarsvegar gengis-
þróun og hinsvegar óhjákvæmilegar
breytingar á upphaflegri kostnaðar-
áætlun.
Við upphaf framkvæmda var um
það samið að framlag Bandaríkja-
manna yrði 20 milljónir Banda-
ríkjadala og hefur gengisþróun
Bandaríkjadals orðið byggingar-
framkvæmdinni mjög óhagstæð.
Byggingarvísitala hækkaði frá
því í maí 1983 og þangað til í júlí
1987 um 167% en gengi Banda-
ríkjadals gagnvart íslensku krón-
unni hækkaði hinsvegar um 70% á
sama tíma. Framlag Bandaríkja-
manna hefur því nýst mun verr en
áætlað var. í upphafí. Gengistapið á
framlagi Bandaríkjamanna nemur,
samkvæmt bráðabirgðauppgjöri,
um það bil 150 milljónum króna eða
tæplega fjórum milljónum Banda-
ríkjadala.
Þar að auki voru á byggingartím-
anum teknar ákvarðanir um að
ráðast í framkvæmdir sem hafði
verið slegið á frest í áætluninni frá
því í maí 1983.
Landgöngubrúm var fjölgað úr
þremur í sex og landgangur lengd-
ur í samræmi við það. Snjóbræðsla
var sett í flughlöð af hagkvæmnis-
og öryggisástæðum. Kjallari var
stækkaður, slík breyting reyndist
vera tiltölulega ódýr og seinkaði
óhjákvæmilegri fjárfestingu í
stækkun flugstöðvarinnar um
nokkur ár. Jafnframt þessu stækk-
ar leigurými og farþegasvæði við
þessa ráðstöfun. Þá var ákveðið að
reisa tvö útilistaverk eftir íslenska
listamenn að undangenginni sam-
keppni.
Allar þessar breytingar voru
gerðar með samþykkt stjómvalda.
Olafur Jónsson
læknirlátinn
ÓLAFUR Jónsson læknir lést á
Landspítalanum síðastliðinn
mánudag. Hann fæddist (
Skálavík í Vatnsfjarðarsveit 4.
september 1924. Foreldrar hans
voru Jón Benediktsson læknir og
Kristín Ólafsdóttir.
Ólafur Jónsson varð stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri árið
1947. Ári síðar lauk hann cand.
phil. prófí og árið 1955 lauk hann
cand. med. prófí frá Háskóla ís-
lands. Að því loknu starfaði hann
sem aðstoðarlæknir um skeið áður
en hann hélt utan til náms.
Hann stundaði nám í lyflæknis-
fræði, sérstaklega meltingasjúk-
dómum, við University of
Pennsylvania veturinn 1957 til
1958. Árið 1958 varð hann aðstoð-
arlæknir við McLaren General
Hospital í Flint í Michigan og starf-
aði þar í eitt ár en fór síðan til
University Medical Center í Norð-
ur-Karólína sem styrkþegi og
aðstoðarkennari.
Ólafur starfaði sem læknir í
Reykjavík frá byrjun árs 1960.
Hann var aðstoðarlæknir við lyf-
læknisdeild Landspítalans um
Ólafur Jónsson
tæplega tveggja ára skeið og einnig
var hann kennari í lyflæknis- og
lyfjafræði við Hjúkrunarskóla fs-
lands.
Eftirlifandi eiginkona Ólafs er
Drífa Garðarsdóttir. Þau eignuðust
fjögur böm.