Morgunblaðið - 19.08.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 19.08.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987 51 KNATTSPYRNA / BIKAR KVENNA 1.DEILD Bryndís setti íslandsmet BRYNDÍS Ólafsdóttir setti nýtt íslandsmet í 100 metra skrið- sundi á EM í Strassborg í gær. Hún bætti eldra metið sem hún átti sjálf um 43/100 úr sek- úndu. Hún hafnaði í 17. sæti af 26 keppendum og komst ekki í úrslit. Eg er ekki nógu ánægð með sundið hjá mér,“ sagði Bryndís Ólafsdóttir eftir keppnina. „Ég fór illa af stað og komst aldrei í takt við sundið. Fyrstu Valur 50 metrana var ég Jónatansson allt of stíf." skrifarfrá Um tíma var talið Frakklandi að Bryndís hefði verið í 16. sæti og ætti því að kom- ast í B-úrslit. Þetta stafaði af tækniörðugleikum við tímatökuna. „Það var mjög svekkjandi að _fá ekki að taka þátt í úrslitunum. Ég var búin að undirbúa mig allan daginn og fékk ekkert að vita fyrr en ég var að klæða mig úr fyrir sundið. Svona á ekki að geta komið fyrir á Evrópumeistaramóti. En þetta stappar bara stálinu í mig og ég er staðráðinn að standa mig vel í dag,“ sagði Bryndís. Hún bjóst ekki við að komast í úr- slit, en sagði að íslandsmet Hugrúnar væri í hættu. En þær systur keppa í sama riðli í dag í 200 m skriðsundi. „Arangurinn olli mér vonbrigðum“ sagði Guðmundur Harðarson, landsliðsþjálfari „ÉG vona að þetta séu byrjun- arörðugleikar og að krakkarnir komi til með að spjara sig það sem eftir er. Ég neita því ekki að árangurinn í dag olli mér vonbrigðum," sagði Guðmund- ur Harðarson, landsliðsþjálf- ari, er hann var spurður um árangur íslensku keppendanna í gær. au eru öll staðráðinn í að gera betur. Ég átti von á fleiri ís- landsmetum í dag. Bryndís var óheppinn að komast ekki í B-úrslit. Magnús Már byijaði sundið mjög illa, fór of hægt fyrstu 100 m en það gengur ekki í svona sprett- sundi. Arnþór stóð sig þokkalega en ég átti von á íslandsmeti þar. En við höfum ekki lagt árar í bát, það kemur dagur eftir þennan dag,“ sagði Guðmundur. I dag keppa Hugrún og Bryndís Ólafsdætur í 200 m skriðsundi og Ragnheiður Runólfsdóttir keppir í 200 m bringusundi. Á morgun keppir Eðvarð Þór Eðvarðsson í 200 m baksundi og Magnús Ólafsson í 100 m skriðsundi. A-þýsku stúlkumar setftu heimsmet EITT heimsmet og eitt Evrópu- met voru sett á Evrópumeist- aramótinu í sundi í Strassborg í Frakklandi í gær. Austur- Þýskaland setti glæsilegt heimsmet í 4X200 metra skrið- sundi kvenna og Englendingur- inn Moorhouse bætti Evrópumet sitt í 100 m bringu- sundi. Austur-þýsku stúlkumar syntu 4X200 m skriðsund á hreint frábærum tíma, 7.55,47 mín., og bættu eldra metið sem þær áttu sjálfar um tæpar fjórar sekúndur. Þær voru í algjörum sérflokki í boðsund- inu og voru meira Valur Jónatansson skrifarfrá Frakklandi en 25 metrum á undan næstu sveit í mark. Þær kepptu því aðeins við klukkuna, höfðu mikla yfirburði allan tímann. „Þær höfðu ótrúlega mikla yfir- burði," sagði Guðmundur Harðar- son, landsliðsþjálfari, er ég spurði hann útí þetta nýja heimsmet. „Þess ber þó að geta að heimsmet voru ekki skráð í þessari grein fyrr en 1984, þetta er því tiltölulega ung sundgrein. En engu að síður er þetta frábær árangur og undirstrik- ar yfírburði austur-þýsku stúlkn- anna. Ég hef ekki trú á því að Bandaríkin nái að bæta þetta met,“ sagði Guðmundur. Úrslit á EM Otto sigraði A-ÞÝSKA stúlkan Kristin Otto sigraði í 100 m skriðsundi kvenna á EM í Strassborg í gær. Hún var ekki langt frá heimsmeti sínu í greininni. Eg hefði viljað vera á betri tíma en gullverðlaunin eru alltaf númer eitt. Ég bjóst við Costacheu frá Rúmeníu sterkari," sagði Krist- in Otto eftir sigurinn. Otto synti á 55,38 sek. en hún á heimsmetið í greininni, 54,73 sek. Landi hennar, Manuela Stellmach, varð önnur og rúmenska súlkan Tamara Costache þriðja. 100 m bringusund karla Adrian Moorhouse, Englandi 1.02,13 Dmitriy Volkov, Sovétríkjunum 1.02,43 Gianni Minervini, Ítalíu 1.02,60 Amþór Ragnarsson (nr.28) 1.08,10 100 m skriðsund karla Anders Holmertz, Sviþjóð 1.48,44 Giorgio Lamberti, ítalfu 1.48,68 Michael Gross, V-Þýskalandi 1.49,02 Magnús Már Olafsson (nr. 23) 1.55,69 Ragnar Guðmundsson (nr. 29) 2.02,06 100 m skriðsund kvenna Kristin Otto, A-Þýskalandi 55,38 Manuela Stellmach, A-Þýskalandi 55,49 Tamara Costache, Rúmenfu 56,11 Bryndís Ólafdóttir (nr. 17) 58,87 4x200 m skriðsund kvenna Austur-Þýskaland (heimsm.)7.55,47 Rúmenía 8.09,15 Vestur-Þýskaland 8.09,89 400 m fjórsund kvenna Noemi Lung, Rúmenfu 4.40,21 Elena Dendeberova, Sovétr. 4.42,62 Kathleen Nord, A-Þýskalandi 4.44,09 Morgunblaðið/KGA Guðrún Sæmundsdóttlr skorar annað mark Valsí leiknum gegn UBK. Valur og IA leika til úrslita VALUR og ÍA leika til úrslita í bikarkeppni kvenna 10. sept- ember en liðin unnu bæði stórsigur í undanúrslitunum í gærkvöldi. ÍA vann ÍBK 6:2 á Skaganum og að Hlíðarenda vann Valur UBK 7:0. Sigur Vals á UBK hefði hæg- lega getað orðið stærri. Valsstúlkurnar fengu óskabytjun; skoruðu strax á fyrstu mínútu. i^HBi Hófu þær leikinn og Ema sóttu upp hægri Lúðviksdóttir kantinn. Þaðan kom skrifar boltinn fyrir mark UBK og Brynja Guðjónsdóttir skoraði af stuttu færi. Þijú mörk bættust við fyrir leikhlé. Annað mark Vals skoraði Guðrún Sæmundsdóttir með skalla eftir góða homspyrnu Ragnhildar Sigurðardóttur.Þriðja markið skor- aði Ingibjörg Jónsdóttir eftir góðan undirbúning Ameyjar og Com og hið fjórða skoraði Brynja Guðjóns- dóttir eftir góða sendingu frá Guðrúnu Sæmundsdóttur. UBK-stúlkumar vom ekki langt frá því að skora í tvígang um miðjan fyrri hálfleik. I fyrra skiptið varði Éma vel frá Idu þar sem hún stóð óvölduð á markteig og síðan átti Kristrún Hermannsdóttir þmmu- skot rétt yfir mark Vals; Valsstúlkumar réðu gangi leiksins í seinni hálfleik og skomðu Brynja Guðjónsdóttir, Ragnheiður Víkings- dóttir og Ingibjrög Jónsdóttir þá þijú mörk til viðbótar. Sigfríður Sóphusdóttir í marki UBK kom í veg fyrir að mþrkin yrðu fleiri. Leikur ÍA og ÍBK á Akranesi var jafn framan af og staðan í hálfleik 2:1 fyrir IBK. Inga Bima Hákonar- dóttir náði foiystunni fyrir IBK með marki eftir homspymu. Sigurlín Jónsdóttir jafnaði skömmu síðar. Svandís Gylfadóttir kom ÍBK aftur yfir eftir homspymu. Eftir hlé tóku ÍA-stúlkurnar leikinn í sínar hendur og bættu fimm mörk- um við áður en yfír lauk. Ragn- heiður Jonasdóttir skoraði fjögur þeirra í röð og Vanda Sigurgeirs- dóttir innsiglaði síðan stórsigur IA. Fimm leikir 15. UMFERÐ 1. deildar karla í knattspyrnu fer fram í kvöld og hefjast allir leikirnir klukkan 19. AAkranesi leikur ÍA gegn Val, Þór fær KR í heimsókn, Fram og FH leika í Laugardalnum, á Húsavík mætast Völsungur og KA og ÍBK og Víðir leika í Keflavík. KNATTSPYRNA Littbarski frá Racing PIERRE Littbarski, þýski lands- liðsmaðurinn, sem gekktil liðs við Racing í París í fyrra, er á förum aftur til Vestur-Þýska- lands. Littbarski, sem er 27 ára, lék áður með Köln og þangað er ferðinni heitið. Hann gerði þriggja ára samning við félagið, sem þurfti að greiða Racing um 80 milljónir—. íslenkra króna fyrir leikmanninn. ENGLAND Coventry vann Fjórir leikir vom í 1. deild ensku knattspymunnar í gærkvöldi og fjórir í 2. deild. Úrslit urðu þessi: 1. deild 4 Luton-Coventry..............0:1 Portsmouth-Chelsea..........0:3 Sheffíeld Wed.-Oxford.......1:1 Wimbledon-Everton...........1:1 2. deild Blackbum-Bamsley............0:1 Oldham-Bradford.............0:2 Plymouth-Ipswich............1:1 Stoke-Hull..................1:1 Þá fór einn leikur fram í vestur- þýsku bundesligunni. HSV og Hannover 96 gerðu 3:3 jafntefli. Handknattleiksfélag Kópavogs Handboltaskóli H.K. og Tommahamborgará TOMMA HAMBORGARAR Kennari verður Einar Þorvarðarson landsliðsmarkvörður. Á föstudaginn kemur, þann 21.08, hefst * í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi handboltaskóli H.K. Kennd verða undirstöðuatriði í handknattleik, farið verð- ur í leiki horft á myndbönd og þekktir handknattleiksmenn koma í heimsókn. Þá verður uppskeruveisla í lokin í boði Tommahamborgara. 7-8-9 ára krakkar verða frá kl. 9 til kl. 12 og 10-11 -12-13 ára krakk- ar verið frá kl. 13 til kl. 16 alla virka daga meðan skólinn stendur. Skólinn stendur í tvær vikur og lýkur fimmtudaginn 03.09. Skráning fer fram í félagsherbergi H.K. í íþróttahúsinu Digranesi á þriðjudag 18.08., miövikudag 19.08. og fimmtudag 20.08. frá kl. 13 til kl. 16. Sími þar er 46032. Þá verður hægt að skrá sig í skól- ann í síma 46752 á kvöldin frá kl. 20.00-22.00. sömu daga. Þátttökugjald er kr. 2.500.- en veittur er afsláttur fyrir systkini. Hér er einstakt tækifæri til að læra handknattleik undir hand- leiðslu eins af þekktustu handknattleiksmönnum heims.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.