Morgunblaðið - 19.08.1987, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987
DANMERKURFRETTIR
Rajbari, Reuter
Staðið í röð í hnédjúpu vatni og beðið eftir dagskanuntinum af hveiti og hrísgijónum frá yfirvöldum.
Flóðin í Bangladesh:
Hungur og drepsóttir
sækja á eftirlifendur
Srirampur, Bangladesh Reuter.
FJOGUR hundruð manns hafa
farist í flóðunum í norðurhluta
Bangladesh. Rúmlega ein millj-
ón manna er heimilislaus og
gífurlegt magn af hrísgrjónum
hefur sópast burt.
Þeir sem lifað hafa hörmung-
amar af eru að miklum hluta
fæðulausir, og þjást af drepsóttum
vegna þess að þeir hafa freistast
Frankfurt:
Góðar stundir
með IVÍS sam-
lokum -hvar
oghvenær
sem er. I
Mjólkursamsalan
Nauðlend-
ing heppn-
aðist vel
Frankfurt, Reuter
FLUGVÉL frá American Air-
lines, með 175 farþega innan-
borðs, nauðlenti á flugvellinum
við Frankfurt á sunnudag, tíu
mínútum eftir, að hún hafði lagt
upp í áætlunarflug til Chicago
og Los Angeles. Nauðlendingin
tókst giftusamlega. Vélin var af
gerðinni Boeing 767.
Talsmaður flugvallarstjóra sagði,
að eldur hefði komið upp í öðrum
hreyfli vélarinnar og því hefði nauð-
lending verið eina úrræðið. Engan
sakaði alvarlega, en nokkrir fengu
skrámur og smámeiðsl, þegar þeir
forðuðu sér út um neyðarútganga.
Slökkvilið vallarins var mætt við
lendingu og slökkti eldinn snarlega,
en vélin skemmdist mikið.
Þessi málalok mega þó teljast
farsæl, þegar litið er til hins hörmu-
lega slyss í Detroit á mánudag. Þá
kviknaði einnig í öðrum hreyfli vél-
arinnar skömmu eftir flugtak.
til að drekka af vatninu þar sem
fljóta lík manna og hræ dýra. Eft-
irlifendur syrgja dána ættingja í
þessum verstu flóðum á svæðinu
í fjörutíu ár.
Nabid Ullah þorpsbúi í Sriramp-
ur segir fréttamönnum: „Kona mín
og dóttir drukknuðu þegar dhal'
(flóðið) sópaði húsinu mínu burt.
Eg horfði á þær hverfa í straum-
inn.“ Rahima, 28 ára gömul móðir,
segist hafa orðið að reyra barn
sitt á fleka úr bananaviði, því
hvergi var hægt að finna því graf-
reit. 500 hús hurfu í flóðið í
þorpinu og menn og snákar leita
sér hælis á þökum eftirstandandi
húsa. Á nætuma vaka karlmenn-
imir til að bægja slöngunum frá
konum og ungviði.
Þorpsbúar í Srirampur segjast
enga hjálp hafa fengið frá her eða
lögreglu. Yfírvöld segja að slegið
hafi verið upp 200 flóttamanna-
búðum og þangað hafi leitað um
hálf milljón manna en ekki væm
nógar vistir fyrir alla.
ERLENT
Kaupmannahöfn, frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgnnblaðsins.
Kaupmanna-
höfn
fimmta
dýrasta
höfuðborgin
BRESKA tímaritið Business
Traveler greindi nýlega frá því
að Kaupmannahöfn væri nú
fimmta dýrasta höfuðborg
heims. Miðað er við verð á hótel-
gistingu, þjónustu og máltíðum
á veitingahúsum, auk skatta.
Blaðið hefur reiknað út að það
kosti útlending 246 Banda-
ríkjadali eða sem svarar 10.000
íslenskum krónum að eyða sól-
arhring í Kaupmannahöfn.
Þessi upphæð er 57 hundraðs-
hlutum hærri en hún var fyrir
hálfu öðru ári en þá var Kaup-
mannahöfn í fimmtánda sæti á
listanum yfír dýrustu höfuð-
borgir heims.
250
Álaborgarar
missa
vinnuna
250 starfsmönnum Danyard-
skipasmíðastöðvarinnar í Ála-
borg hefur verið sagt upp
störfum hjá fyrirtækinu, sem að
hluta er í eigu Lauritzen-útgerð-
arfyrirtækisins. Ástæðan fyrir
uppsögnunum mun vera sú að
pantaðar eru viðgerðir á fjölda
skipa, sem síðan láta aldrei sjá
sig. 200 af þeim, sem misstu
vinnuna, voru smiðir, hinir verk-
fræðingar.
Aukin
óstundvísi
SAS
flugvéla
STJÓRN skandinavíska flugfél-
agsins SAS mun koma saman
þann 24. þessa mánaðar til þess
að ræða hvernig hægt sé að
mæta betur kröfum félagsins
um stundvísi eigin flugvéla.
Gott orð hefur farið af SAS í
þeim efnum, en deilur við flug-
umferðarstjóra á Arlanda-flug-
velli við Stokkhólm og tæknileg
vandamál með DC 10-vélar fé-
lagsins hafa sett áætlun þess
úr skorðum.
í Jyllandsposten er getum að
því leitt að áætlunin sé of ströng
miðað við fjölda flugvéla og
starfsmanna hjá félaginu. Björn
Grön, sem er yfirmaður um-
ferðarskipulagningar SAS, segir
að í maí hafí félagið staðist
áætlun best evrópskra flugfé-
laga, en sumarannir hafi sett
strik í reikninginn.
Geislavirkt
nautakjöt
YFIRVÖLD í Venezúela hafa
endursent 3.000 tonn af dönsku
nautakjöti og sagt að það sé of
geislavirkt til manneldis. Frá
þessu greinir í blaðinu Berl-
ingske Tidende. Formaður ráðs
danskra kjötframleiðenda segir
að þarna hljóti að vera pólitík í
spilinu; það sé óhugsandi að
kjötið hafi orðið fyrir geisla-
virkni er Chernobyl-slysið varð.
Það var þá geymt í dönsku
frystihúsi.
Slæmt ástand vega
í Sovétríkjunum
Moskvu, Reuter.
EINN af yfirmönnum sovésku
umferðarlögreglunnar gagn-
rýndi í gær í viðtali við Pravda,
málgagn kommúnistaflokksins,
ástand vega í landinu. Á síðasta
ári létust um það bil 39 þúsund
manns í umferðarslysum í Sov-
étríkjunum.
V. Isjútín sagði að aðalvandinn
fælist í slæmri lýsingu, ójöfnu yfir-
borði og lélegu viðhaldi veganna.
„Af hveiju hlýtur ný kynslóð öku-
manna að stynja og brúka ljótan
munnsöfnuð? Vegna þess að við-
gerðarmenn auk annarra slá slöku
við.“
Auk fjölmargra látinna slösuð-
ust 260 þúsund manns í umferðar-
slysum í Sovétríkjunum á síðasta
ári.
RAFMOTORAR
HEOINN
VÉLAVERSLUN SÍMI 624260
SÉRFRÆÐIPJÓNUSTA - LAGER
<
co
D
0
Sovétríkin:
*
Iþróttamönnum leyft að
keppa með erlendum liðum
Moskvu, Reuter.
ÝMISLEGT þykir nú benda til þess að sovéskir íþróttamenn
muni fá leyfi til þess að ganga til liðs við erlend íþróttafélög í
miklu meira mæli en nú tíðkast í Sovétríkjunum. Skyndileg
stefnubreyting hefur orðið hjá embættismönnum í Moskvu í
þessa veru.
Það er afar sjaldgæft að so-
véskir íþróttamenn fái að leika
með útlendum keppnisliðum.
Síðasta dæmið um að Sovétmaður
hafí leikið knattspymu með liði
utan heimalandsins er frá upphafí
áratugarins. Fáeinir íshokkfleik-
arar hafa keppt erlendis, en engir
af landsliðsmönnum Sovétmanna
hafa þó fengið að spila í norður-
amerísku deildinni, sem þykir sú
besta í heimi.
Nú hefur orðið breyting á. Igor
Dimitriev, þjálfari sovéska íshokkí-
landsliðsins, sagði um síðustu helgi
að hann byggist við að um 20
Sovétmenn myndu ganga til liðs
við félög í norður-amerísku deild-
inni á næsta ári, eftir að vetrar-
ólympíuleikamir fara fram í
Calgary í Kanada.
Vyacheslav Koloskov, sem fer
með íshokkí- og knattspymumál í
íþróttaráðuneyti Sovétríkjanna,
sagði í viðtali við Reuters-frétta-
stofuna að ráðuneytið væri til
viðræðu um að íshokkí- og knatt-
spymumenn færu af landi brott,
en ennþá hefðu ekki borist nein
tilboð að utan nema frá aust-
urríska liðinu Rapid Wien, sem
hefur gert samning við knatt-
spymumanninn Sergei Shavlo,
fyrrum liðsmann Torpedo í
Moskvu.
Sovéskir embættismenn hafa
neitað að útskýra þessa skyndilegu
stefnu breyti ngu, en getum hefur
verið leitt að því að hún sé meðal
annars til komin vegna skorts á
erlendum gjaldeyri. Erlend félög
yrðu að sjálfsögðu að reiða af
hendi álitlegar upphæðir fyrir góða
íþróttamenn. Iþróttaráðuneytið
þarfnast mjög §ár til kaupa á vest-
rænum búnaði, en í sovéskum
Qölmiðlum hefur undanfarið verið
mikið rætt um það hversu illa sé
búið að íþróttamönnum og hversu
mjög skortur á góðum áhöldum
hái þeim við íþróttaiðkanir.