Morgunblaðið - 19.08.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.08.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987 47 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA (691100 KL. 13-14 IFRÁ MÁNUDEGI ÍTIL FÖSTUDAGS Það var ekki vandræðalaust fyrir bréfritara að komast til og frá íslandi með Flugleiðum. VERKSMIÐJU UTSALA Við rýmum til fyrir nýjum vörum. Meiriháttar ÚTSALÁ á alls konar vörum úr keramiki og steinleir. 30-60% afsláttur Matarílát, drykkjarkönnur, diskar, skálar, krúsir, vas- arog blómahlífar. Af flugferð með Flugleiðum í mars sl. keypti ég flugmiða hjá Flugleiðum í Kaupmannahöfn. Eg hlakkaði mikið til að sjá ísland og fullur eftirvæntingar fór ég til Kast- rup þann 3. júlí til að fljúga með FI-203 kl. 14.15 að dönskum tíma. Ég varð því mjög undrandi að frétta það, þegar ég ætlaði að bóka mig í vélina, að það væru yfirbókaðir 34 farþegar í hana og ég ætti að fara með SAS-vél til Oslóar, með brottför á sama tíma, og þaðan með Flugleiðum til Reykjavíkur. Meiri varð undrun mín þegar ég frétti hjá SAS að það væru ekki laus sæti með vélinni til Osló svo ég færi með aukaflugi kl. 15.15. þeir lofuðu stuttu stoppi í Osló því Flugleiðir lofuðu að Oslóarvélin biði okkar. Það varð samt drjúg bið í Osló, eða u.þ.b. ein og hálf klukku- stund, þrátt fyrir að vélin væri þar. Ekki var það vegna þess að beðið væri eftir okkur frá Kaupmanna- höfn því að starfsmenn Flugleiða í Osló höfðu ekki fengið tilkynningu um komu okkar en sem betur fer voru laus sæti í flugvélini, einnig fyrir Norðmann nokkurn sem átti að fara með Flugleiða-flugi frá Osló til íslands um morguninn, en var sendur með SAS-vél til Kastrup og síðan endursendur til Oslóar með okkur Dönunum. Þegar við loksins lögðum af stað frá Osló hlakkaði ég mikið til þess er Flugleiðir fram- reiddu matinn, en eftir að hafa nú ferðast á vegum Flugleiða í 5 klst. án matar og drykkjar, fengum við aðeins kaffí og eitt rúnstykki. Eftir 6 tíma ferðalag lentum vð á íslandi og þegar ég ætlaði að ná í farang- ur minn þá var bakpokinn, sem ég ætlaði að nota á ferð minni um ís- land, í pörtum á færibandinu en innihaldið kom svo síðar í stykkja- tali. Þegar ég snéri mér til dömunnar í upplýsingabás Flug- leiða, þá skildi hún bara íslensku og ætlaði að hundsa mig þangað til að ég byrjaði að „tala með stór- um bókstöfum", þá skildi hún allt og skrifaði" tilvísun til verslunar í Reylqavík þar sem ég gat fengið nýjan bakpoka. íslenskir vinir sóttu mig út á flugstöð og ég dvaldi í þijár yndislegar vikur með mörgum vingjamlegum íslendingum í fal- legri náttúru og mildu og góðu veðri.' Þann 23. júlí kl. 17 að íslenskum tíma átti ég að fljúga til baka frá Keflavík (þ.e. kl. 19 að dönskum tíma sem ég nota hér eftir). Flug FI-212 lagði af stað eftir aðeins smá töf, við fengum mjög góðan heitan rækjurétt, fiskstykki ásamt með- læti, kaffi og góðan eftirrétt. Það leit út fyrir að þetta yrði þægileg heimferð og um kl. 22 byijaði flug- vélin að lækka flugið. Eg varð var við að lendingarhjólin voru sett nið- ur og sá ljósin í Kaupmannahöfn í gegnum þokuhuluna. En allt í einu jók vélin ferðina á ný og hækkaði flugið. Eftir u.þ.b. 20 mínútur til- kynnti flugstjórinn á íslensku, ensku og illskiljanlegri skandinav- ísku, sem var mest samsett af löng- um e-e-e-hljóðum, að við gætum ekki lent í Kastrup vegna þoku svo að við flygjum til Gautaborgar, þar lentum við svo um kl. 22.45. Við biðum í vélinni í u.þ.b. eina klukku- stund en þá voru börnin, sem og við hin fullorðnu, orðin mjög þreytt enda hitinn í vélinni óbærilegur. Síðan, eftir nokkrar stigmagnandi orðasennur við starfsliðið í leit að einhverri skynsamlegri lausn á okk- ar vanda, vorum við beðin um að fara yfir í flugstöðina í Gautaborg. Þar var allt lokað svo að hvorki var unnt að fá mat né drykk, fyrir utan vatnið í vöskum snyrtiherbergj- anna. Ég tók eftir því að flugáhöfn og starfslið Flugleiða á staðnum var á leið út úr flughöfninni og spurði þau hvernig þau gætu leyft sér að fara áður en útséð væri um afdrif farþeganna og fékk þá svar- ið: „Við verðum að sofa svo að við getum flogið á morgun, vélin á að fara til Grænlands." Böm og full- orðnir urðu stöðugt háværari svo að um kl. 24.15 sá flughafnarlög- reglan um að við fengjum farangur okkar og strætisvagnar Gautaborg- ar keyrðu okkur til hótela í Gauta- borg. Ég lenti á Hotel 3-Kroner en þar var matsalurinn lokaður og ekkert í sig að fá nema vatnið úr krönunum. Nú var kl. orðin 1 en kl. 6.30 næsta morgun vorum við vakin. Matsalinn var ekki búið að opna en það var enn vatn í krönun- um. Kl. 7.30 vorum við sótt og við sem áttum sænska eða danská pen- inga gátum nú keypt okkur morgunmat í flughöfninni en íslenska peninga tóku þeir ekki. Flugáhöfnin svaf aftur á móti vært því að ekki sást hún og ekkert var farið að undirbúa véliná. Loks kl. 10.15 var okkur hleypt út á flug- brautina, þar biðu okkar rútur sem keyrðu okkur út á enda einnar brautarinnar þar sem vélin okkar stóð. Korteri síðar lagði vélin af stað og við fengum framreiddan einn bolla af kaffi án meðlætis. Kl. 11 lentum við í Kastrup og í þetta skiptið var ferðataska mín skemmd. Vinur minn sem sótti mig hafði beðið alla nóttina í flugstöðinni af ótta um afdrif mín og flugvélarinn- ar því að á skjánum um komutíma véla var komutíma Flugleiðavélar- innar seinkað af og til og þegar hann spurðist fyrir hjá upplýsingum fékk hann þau svör að engar upp- lýsingar bærust frá Flugleiðum. Hann tók líka eftir því að vélar annarra flugfélaga svo og leigu- flugvélar lentu alla nóttina, einnig á þeim tíma sem FI-212 átti að lenda, svo að hann óttaðist að við hefðum verið tekin sem gíslar. Niðurstaða mín er: Flugleiðir hljóta að vera illa skipulagt fyrir- tæki, hefur annaðhvort verri flugmenn en önnur flugfélög eða þá að vélar þeirra eru verr búnar tækjum en aðrar farþegavélar fyrst þeir geta ekki lent í léttri þoku á meðan vélar annarra flugfélaga gera það. Ég verð að bæta því við að ég hef ferðast mikið og áður lent í ófyrirsjáanlegum vandræðum en þjónustan var nú mun lakari en ég hef kynnst hjá öðrum flugfélög- um. Ég hef mætt mikilli vinsemd á íslandi svo að mér þætti ég sýna lítið þakklæti með því að gera þetta opinbert hér í Danmörku, en ef hægt væri að þýða þetta bréf mitt og koma því á framfæri á íslandi held ég að fólk skildi gremju mína. Öll lönd hafa sitthvað sem betur mætti fara og ég vonast til þess að heimsækja land ykkar aftur með flugfélagi sem er jafn vingjamlegt og þið eruð sjálf. Carl Henning Petersen HEILRÆÐI Til foreldra Daglega notum við ýmiss konar hreinsiefni sem geta reynst hin hættulegustu í höndum ungra bama. Því miður hafa orðið alvarleg slys á bömum vegna inntöku slíkra efna. Geymum því öll hreinsiefni á ömggum stað þar sem böm ná ekki til. Einnifl lítiö gallaöarv/nriir meó miklnm afglaptti •s. J Höfðabakka 9 Slmi 685411 úr fúru með færanlegum rimliun HURÐIR HF Skeifan 13 ■108 Reykjavík-Sími 681655 ^ HÚSASMIÐJAN HF. ■ KmJÍ SÚÐARVOGI 3-5, REYKJAVÍK.SÍMI: 687700 MEÐ EINU SÍMTALI er hægt aft breyta innheimtuað- ferðinni. Eftir það verða áskrift- argjöldin skuldfærð á viðkomandi greiðslukortareikn- ing mánaðarlega. SÍMINNER 691140 691141

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.