Morgunblaðið - 19.08.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.08.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987 Verðlagsráð sjávarútvegsins: Ekkert samkomu- lag um loðnuverð Sjávarútvegsráðherra gerð grein fyrir stöðu máia EKKI náðist samkomulag um loðnuverð á fundi Verðlagsráðs sjávarút- vegsins, sem haldinn var í gær. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins ber mikið á milli kaupenda og seljenda i þeim efnum og munu fulltrú- ar Verðlagsráðsins væntanlega ganga á fund sjávarútvegsráðherra í dag og gera honum grein fyrir stöðu mála. Loðnuvertíð stendur nú fyrir dyr- um en afkoma í veiðum og vinnslu virðist það slæm að afar erfítt er að fínna viðunandi lausn, sem báðir aðilar geta sætt sig við. Samkvæmt nýrri úttekt Þjóðhagsstofnunar um afkomu loðnubræðslu við rekstrar- skilyrði í ágústbyijun má hráefnis- verðið á loðnutonninu ekki vera hærra en 1.277 krónur til að rekstur- inn standi á sléttu. Það verð er langt fyrir neðan það sem útgerð og sjó- menn geta sætt sig við, en til Alþjóðlega skák- mótið í Gausdal: Margeir hef- ur tryggt sér sigur MARGEIR Pétursson hefur tryggt sér sigur á alþjóðlega skákmótinu f Gausdal f Nor- egi. Hann hefur hlotið sjö og hálfan vinning eftir átta um- ferðir. Næstir eru Ernst frá Svíþjóð og Sehner frá Vestur- Þýskalandi með sex vinninga. Þröstur Þórhallsson hefur hlotið fjóra og hálfan vinning og Hannes Hlífar Stefánsson fjóra vinninga. Margeir vann finnska alþjóða- meistarann Yijola í áttundu umferð. Þröstur gerði jafntefli við norska alþjóðameistarann Tisdall og Hannes Hlífar vann Norðmanninn Bjerke. Síðasta umferð mótsins verður tefld í dag og þarf Þröstur Þór- hallsson að vinna til að ná sínum fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Hann hefur hvítt gegn Finnanum Lindstedt sem er lægri að stigum en Þröstur. samanburðar má geta þess, að verð- ið á hráefnistonninu á seinni hluta síðustu vertíðar var um 2.000 krón- ur. í hópi útgerðarmanna og sjó- manna eru þau viðhorf ráðandi að verðið megi ekki fara niður fyrir það sem var í fyrra ef nokkur von á að verða til að menn geri út á loðnuveið- ar í ár. Á fundi Verðlagsráðs sjávarútvegsins í gær voru menn almennt sammála um að svo mikið bæri á milli að lítil von væri til að samkomulag næðist. Var því gert ráð fyrir að reynt yrði að fá fund með sjávarútvegsráðherra í dag til að gera honum grein fyrir þeim erf- iðleikum sem eru á því að ná saman rekstrargrundvelli í loðnuvinnslu og afkomutekjum fyrir sjómenn og út- gerð. si Nýstárlegt fiskflutningaskip Fyrirtækið ísfang á ísafirði hefur tekið á leigu svokallaða tvíbytnu, eða tveggja skrokka skip, á leigu til fiskflutninga til Hollands. Skipið kom til ísafjarðar á mánudagskvöld úr jómfrúrsigl- ingu frá Noregi þar sem það var byggt, en þetta mun vera stærsta skip sinnar tegundar í heimi. Þyrluslysið í Jökulfjörðum: Ráðherrar þurfa ekki að gefa vitnisburð ytra Frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Bandaríkjunum. DÓMARI í New Haven í Connecticut-fylki í Bandaríkjun- um úrskurðaði í fyrradag, að Jón Helgason landbúnaðarráðherra, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra þurfi ekki að mæta til að bera vitni vegna þyrluslyssins í Jökulfjörðum. Lögfræðingar Landhelgisgæslunnar hafa mót- mælt tilraunum varnaraðilans, Sikorsky, til að hafa óeðlileg áhrif á gang málaferlanna vegna slyss- ins í Jökulfjörðum árið 1983. José A. Cabranes, dómari við umdæmisdómstól Connecticut-fylk- is, úrskurðaði í fyrradag, 17. ágúst, að Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra og Jón Helgason landbúnaðar- ráðherra þurfi ekki að gefa eiðsvarinn vitnisburð í Hartford í Connecticut-fylki í skaðabótamálinu vegna þyrluslyssins í Jökulfjörðum í nóvember 1983. Lögfræðingar Si- korsky-verksmiðjanna óskuðu í júlílok eftir því að vitnisburður þeirra Þorsteins og Jóns yrði tekinn í Hart- ford 18. ágúst, það er að segja í gær. Lögfræðingar Landhelgisgæsl- unnar og aðstandenda þeirra sem fórust töldu að þeir Þorsteinn og Jón væru slysinu sjálfu á allan hátt óvið- komandi og gætu ekkert um það upplýst. Ennfremur hefðu lögfræð- ingar Sikorsky-verksmiðjanna látið ógert að óska eftir þessum vitnis- burði þegar þeir voru á íslandi í september 1986 til að afla eiðsvarins vitnisburðar ýmissa einstaklinga hjá Landhelgisgæslunni, Flugmála- stjóm og öðrum. Lögfræðingar Landhelgisgæsl- unnar og aðstandenda sögðu enn- fremur að þessar óskir eftir vitnisburði ráðherranna væru ein- ungis ætlaðar til að hrella og kúga sóknaraðila málsins. Þetta væri til- raun til að valda þeim óþarfa kostnaði, auk þess^ að tefja fyrir rannsókn málsins. í gær var lögð fyrir Cabranes dómara ósk lögfræð- inga Landhelgisgæslunnar um að vamaraðila verði fyrirlagt að hætta „einhliða tilraunum til að hafa áhrif á lögsókn þessa máls í gegnum fjöl- miðla“. Tilgreind er forsíðufrétt í Tímanum frá 7. ágúst síðastliðnum, þar sem sagt er frá kröfu Sikorsky um að Þorsteinn Pálsson og Jón Helgason mæti til vitnaleiðslu í Hartford. Mál Landhelgisgæslunnar gegn United Technologies, United Technologies Intemational og Sik- orsky Aircraft var höfðað í október árið 1985, en mál aðstandenda þeirra sem fórust voru höfðuð snemma á árinu 1986. Landhelgis- gæslan krefst 3 milljóna dollara skaðabóta. Fyrr á þessu ári voru skaðabótamál Landhelgisgæslunnar og aðstandendanna, sem er rekið fyrir umdæmisdómstól Connecticut, öll færð í hendur José A. Cabranes dómara _sem hefur aðsetur í New Haven. Ákveðið hefur verið að öflun vitnisburða skuli lokið 15. september næstkomandi. Morgunblaðið/Sverrir Sigurður Pálsson rithöfundur hlaut í gær starfslaun listamanns Reykjavíkurborgar til þriggja ára. Reykjavíkurborg: Starfslaun listamanns veitt til þriggja ára SIGURÐI Pálssyni rithöfundi voru í gær veitt starfslaun lista- manns Reykjavíkurborgar. Starfslaunin eru veitt til þriggja ára og eru viðamestu starfslaun sem veitt eru hér á landi með þessu móti. Það var Davíð Oddsson borgar- stjóri sem afhenti Sigurði starfs- launin í gær á afmælisdegi Reykjavíkurborgar en fyrir réttu ári síðan var stofnaður starfslauna- sjóður listamanns í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur. Er Sigurð- ur fyrsti listamaðurinn sem hlýtur þessi starfslaunin. 48 umsóknir bárust um starfslaunin. Sigurður Pálsson sagði við þetta tækifæri að starfslaunin yrðu sér mikil hvatning til að sækja á bratt- ann og hafa bæri í huga að afkoma iistamanna væri mjög ótiygg. Starfslaun til þriggja ára væru listamanni mikil lyftistöng og fram- tak borgarstjómar lofsvert og mikilvægt fyrir alla listamenn. „Listamenn koma öllum við og lista- verk eru þess eðlis að þau eru eign allrar þjóðarinnar," sagði Sigurður Pálsson. Málefni Borgarbókasafnsins: Fráleit fullyrðing að fram- lag borgarinnar hafi minnkað - segir Davíð Oddsson borgarsljóri Morgunblaðinu barst í gær eftir- farandi frá Davíð Oddssyni borgarstjóra: „Morgunblaðið hefur spurt mig um ummæli Önnu Torfadóttur, safnvarðar, um rekstur Borgar- bókasafnsins í Reykjavík. Þess vegna skal tekið fram: Það er vissulega afar óheppilegt að einn af starfsmönnum Borgar- bókasafnsins taki sér fyrir hendur að fjalla með pólitískum hætti um starfsemi þess án þess að vera tals- maður þess á einn eða annan veg og því bagalegra er þetta þegar þær upplýsingar sem viðkomandi gefur eru í veigamiklum atriðum rangar. Haft er eftir starfsmanninum innan tilvitnunarmerkja: „Eftir að nýr meirihluti tók við stjóm borgar- innar minnkaði fjárframlag til bókasafna um helming. Reyndar hefur það skánað núna með opnun útibúsins í Gerðubergi. Við höfum reynt að mæta þessum niðurskurði með því að kaupa færri eintök af hvetjum bókatitli og leyfa aðeins svokölluð skammtímalán á nýjum bókum, þannig gefst fleirum kostur á að fá nýjar bækur lánaðar í skemmri tíma en áður." Það gefur augaleið, að fullyrðing um að framlög borgarinnar til bóka- safna hafi minnkað um helming er náttúrulega fjarri öllu lagi og óskilj- anlegt að ábyrgur starfsmaður taki þannig til orða. Það er reyndar ekki keppikefli hjá opinberum aðil- um, hvorki borg né öðrum, að rekstrarkostnaður vaxi jafnt og þétt og því ber auðvitað að fagna ef úr honum er dregið án þess að það komi með alvarlegum hætti niður á þjónustunni. Ef kjörtímabilin frá 1979-82 annars vegar og frá 1983-86 hins vegar eru borin saman á föstu verð- lagi, kemur í ljós að til bókasafna var varið á því fyrra 238.792.226 krónum, en á hinu síðara 192.302.372 krónur. Þannig að þama hefur orðið nokkur spamaður í rekstri, en þó ekki sem nemur neinu því sem þessi starfsmaður lætur hafa eftir sér. Ef hins vegar bókakaupin ein og sér eru skoðuð, þá var varið til bókakaupa á hinu fyrra kjörtímabilinu 46.530.159 krónur, en á hinu síðara 49.518.769 krónur, þannig að við blasir að framlög til bókakaupa á föstu verð- lagi hafa ekki minnkað heldur þvert á móti aukist. Hins vegar hefur verið haldið fram af hálfu bókasafn- ins, að kostnaður við bókakaup hafi aukist meira en almennum verðlagsbreytingum nemur. Þetta kemur reyndar ekki heim og saman við fullyrðingar bókaútgefenda um breytingar á raunvirði á bókum. Reykjavíkurborg hefur verið í fararbroddi í rekstri bókasafna um langt árabil og mun auðvitað verða það hér eftir sem hingað til, og ekki er vafi á að Borgarbókasafnið hefur verið borginni og borgarbúum til sóma."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.