Morgunblaðið - 27.10.1987, Síða 4

Morgunblaðið - 27.10.1987, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987 Arnfirðingar slátra á Patreksfirði BÆNDUR í Amarfirði ákváðu lun helgina að senda slát- urfé sitt í Sláturhús Vestur-Barðstrendinga á Patreksfirði. í gærmorgun var slátrað fé frá bónda í Tálknafirði sem hugðist slátra hjá Sláturfélagi Arnfirðinga. í dag verður byrjað að slátra fé frá Arnfirðingum. Forsvarsmenn Slátur- félags Amfirðinga hafa ákveðið að sækja mál Sláturhússins á Bfldudal fyrir dómstólum. Ólafur Hannibalsson formaður Sláturfélags Amfírðinga tjáði Morgunblaðinu í gær að ástæðan fyrir því að ákveðið var að slátra á Patreksfírði væri sú að tíminn væri útrunninn. Hrútakjöt verður verðfellt verulega 1. nóvember næstkomandi og sagði hann að freista yrði þess að slátra sem flestum hrútum fyrir þann tíma. „Það var búið að tilkynna fyr- ir helgi að við gætum slátrað á Patreksfírði og menn notuðu helgina til að íhuga málið," sagði Ólafur. „Það var nauðsynlegt að taka þessa ákvörðun því ef menn hefðu beðið lengur með að slátra hefðu þeir þurft að taka á sig stórfellt tjón. Menn treysta sér ekki til að standa undir því. En baráttunni er ekki lokið. Okkur fínnst við hafa verið rang- læti beittir og teljum að Alþingi og stjómvöld eigi að skoða þessi mál,“ sagði hann. „Við erum fallnir á tíma og slátmm á Patreksfírði í trausti þess að fá eitthvað greitt fyrir afurðimar," sagði Sigurður Guð- mundsson framkvæmdastjóri Sláturfélags Amfírðinga. „En við ætlum að sækja þetta mál fyrir dómstólum. Það hefur verið bmgðið fyrir okkur fæti og við verið lokkaðir út í fjárfestingu sem við hefðum annars ekki farið út í núna. Okkur hefur verið vem- lega mismunað. Við vitum fyrir víst að allt í kringum okkur era sláturhús sem em örgustu kofar miðað við húsið okkar, sem er í ágætu lagi,“ sagði Sigurður. Álit meirihluta og minnihluta landbúnaðamefndar á fmmvarpi um sláturleyfí handa Sláturfélagi Amfriðinga var lagt fram á Al- þingi í gær. Matthías Bjamason fyrsti flutningsmaður frumvarps- ins sagðist í gær ekki sjá nokkra ástæðu til að draga framvarpið til baka þrátt fyrir að Amfirðing- ar ætluðu að slátra fé sínu á Patreksfirði. „Fmmvarpið fær sína þinglegu meðferð," sagði hann. DEILISKIPULAG Byggingar vegna fyrirhugaðrar miðbæjarstarfsemi MorgunblaOid/ Gúl VEÐURHORFUR í DAG, 27.10.37 YFIRLIT á hádegl f gær: Lægð verður vestur af Bretlandseyjum á leið austur og önnur lægð að fikra sig inn á Grænlandshaf úr vestri. SPÁ: Austan- og norðaustanátt um mestallt land, víðast gola eða kaldi. Él noröantil á Vestfjörðum, en skúrir eða slydduél í öðrum landshlutum. Hiti 1 til 5 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA MIÐVIKUDAGUR: Norðaustanátt og hiti nálægt frostmarki á Vest- fjörðum en fremur hæg breytileg átt og 2—5 stiga hiti annars staðar. Skúrir eða slydduél um mestallt land. FIMMTUDAGUR: Hægt vaxandi sunnan- og suðaustanátt. Rigning eða súld um sunnan- og vestanvert landið en víðast þurrt á Norð- ur- og Norðausturlandi. Hiti 2—6 stig. TÁKN: Heiðskírt a Gk ■A Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■y o Hrtastig: 10 gráður á Celsius y Skúrir * V Él = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur 4 K Skafrenningur Þrumuveður * * C 4 % ^ w T 1 W' VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hftl veóur Akureyri 4 léttakýjað Reykjavfk 4 rlgnlng Bergen 10 akýjað Helsinkl 9 skýjað Jan Mayen 3 skýjað Kaupmannah. 9 skýjað Naresarsiuaq 7 léttakýjað Nuuk 6 léttskýjað Osló 6 skýjað Stokkhólmur S þokumóða Þórshöfn vantar Algarve 19 Amaterdam 10 mistur Aþena vantar Barcelona 22 þokumóða Bertín 9 mlstur Chlcago Feneyjar +2 skýjað vantar Frankfurt 9 alskýjað Glasgow 11 Hamborg 8 léttskýjað Las Palmas 22 skýjað London 11 þokumóða Los Angeles 18 léttskýjað Lúxemborg 8 þokumóða Madrfd 21 mlstur Malaga 21 þokumóða Mallorca 31 léttskýjað Montreal 2 skýjað NewYork 4 helðskfrt París 12 þokumóða Róm 24 hélfskýjað Vln 9 alskýjað Waahlngton 3 léttskýjað Wlnnlpeg 6 rignlng Valencia 21mlatur Borgarráð; Deiliskipulag í Sogamýri samþykkt BORGARRÁÐ hefur samþykkt deiliskipulag í Sogamýri í reit sem afmarkast af Miklubraut, Skeiðarvogi og Suðurlandsbraut. Verulegur hluti Sogamýrar- svæðisins er ætlaður fyrir skógrækt og er í umsjá Skóg- ræktar rikisins, en á svæðið næst Skeiðarvogi er fyrirhuguð mið- bæjarstarfsemi. I heildarskipulagi yfír svæðið er gert ráð fyrir gönguleið sem tengja útivistarsvæðin í Laugardal og El- liðaárdal. Þvert á hana liggur önnur gönguleið frá Langholtsvegi að Borgargerði. Gert er ráð fyrir að mörk milli skógræktar og mið- bæjarsvæðis verði ekki bein heldur myndi skógatjaðarinn hálfhring um útivistarsvæðin sunnan við fyrir- hugaða byggð. Árekstrar og ljósafæð UM hálft hundrað árekstra urðu S Reykjavík um helgina. Langt er siðan lögreglan hefur þurft að vera jafn mikið á þön- um um helgar vegna umferð- aróhappa. Úr öllum þessum árekstmm slapp fólk furðu vel. Sumir þeirra vom óvenju harðir, en að sögn lögreglu hefur dregið úr hörðum árekstmm eftir að sérstakt um- ferðarátak hófst í höfuðborginni. Lögreglan telur sérstaka ástæðu til að minna ökumenn á að kveikja ljós bifreiðanna. Þá em margir sem ekki hafa hirt um að láta skoða ljósabúnað. Enn aðrir aka um á bifreiðum sem em eineygðar eða að minnsta kosti nokkuð sjóndaprar, en það kann ekki góðri lukku að stýra í skammdeg- inu. Forsetinn svarar bréfi Ikenzis ekki Málaferlum við hann frestað vegna þrýstings frá utanríkisráðherra FORSETI íslands hefur ekki svarað bréfi Mike Ikenzis, ræðis- manns íslands í Nígeríu og milligöngu manns nm skreiðar- sölu. ! bréfinu biður hann forsetann að stöðva málssókn á hendur sér, en íslenzkir skreiðar- útflytjendur krefja hann um endurgreiðslu um 18 milljóna króna, sem honum voru fengnar til að liðka fyrir sölusamningum. Ikenzi segir í bréfínu að honum hafí verið fengið féð til að múta mönnum og það hafí verið notað til þess. Komelíus Sigmundsson, forsetaritari, segir að erindi Ikenzis sé ekki þess eðlis að það falli undir verksvið forseta íslands. Það falli undir framkvæmdavaldið og með því að sams konar bréf hefði verið sent forsætisráðherra og utanríkis- ráðherra, teldi hann ólíklegt að forsetinn svaraði bréfinu. Steingrímur Hermannsson, út- anríkisráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í síðustu viku, að þetta væri ekki mál sijómvalda og skreiðarútflytjendur yrðu að leysa það sjálfír. Morgunblaðið hefur engu að síður heimildir þess efnis að málinu hafi verið frestað „til að fara yfír málsgögn Ikénzis" vegna þrýstings frá utanríkisráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.