Morgunblaðið - 27.10.1987, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987
í upphafinu enginn kann
endi leiks að skoða
Leiklist
Bolli Gústavsson í Laufási
Leikfélag Akureyrar
LOKAÆFING
eftir Svövu Jakobsdóttur
Lýsing: Ingvar Björnsson
Leikmynd og búningar: Gylfi
Gíslason
Leikstjórn: Pétur Einarsson
Ég var minntur á þessar hending-
ar á frumsýningu Leikfélags
Akureyrar á Lokaæfmgu, leikriti
eftir Svövu Jakobsdóttur. Sannar-
lega eiga þær við um þetta
margslungna verk, sem heldur at-
hygli áhorfandans föngnum allt til
óvæntra endaloka. Bendir upphafs-
atriðið alls ekki til þeirra hrikalegu
átaka, sem vaxa stig af stigi. Það
hvarflar jafnvel að manni á fyrstu
mínútunum, hvort leikendur ætli
ekki að ná handfestu á þessum yfír-
borðslega leik. En Svava Jakobs-
dóttir er hugkvæmur höfundur og
vitur. Hún nær þeirri fágætu hæð
að vera gott skáld í mjög nútíma-
legu leikhúsverki, sem sniðgengur
hvergi þau vandamál, sem ýmsir
höfundar velta sér upp úr af lítilli
andagift. En Svava hefur til að
bera reisn og öryggi í meðferð
máls og jafnframt í leikrænni bygg-
ingarlist. Hún gerir sér ljósa þá
róttæku breytingu, sem mannlegt
umhverfi hefur tekið og bregður
upp magnaðri og litríkri mynd af
þeirri áköfu leit mannsins að þeim
lögmálum, sem ráða eðlisþróun
hans. Þar skiptist á birta andlegrar
lífsorku vaxandi listar og heil-
brigðrar og öfgalausrar trúar og
dimmir skuggar andlegrar og
menningarlegar afturfarar og
stöðnunar, þrátt fyrir hraða fram-
þróun efnislegra mæta. Lokaæfing
er allt í senn sálfræðileg, heimspeki-
leg og guðfræðileg „stúdía", sem
hlýtur að vekja gagnlegar umræð-
ur. Þar er lögð til grundvallar sú
kunna staðreynd, að maðurinn
leggur allt kapp á að sveigja vilja
annarra undir vilja sinn. Það gerir
hann bæði af góðum og illum hvöt-
um. Og við spyijum þá: — Stjómast
sú viðleitni hans af umhyggju, af
ást, af kærleika? Já, á hún rætur
að rekja til félagslegrar forsjár? Eða
er miskunnarlaus valdafíkn og blind
sjálfsbjargarhvöt undirrót þessarar
hóflausu kappgimi? Við hljótum að
leita þekkingar á þeim öflum, sem
ráða andlegri þróun mannsins. En
þótt segja megi um Lokaæfingu,
að hún sé vekjandi verk, þá skygg-
ir sá góði kostur hvergi á listrænan
svip þess og m.a. er Svövu Jakobs-
dóttur gefið næmt skopskyn, er hún
notar til bragðbætis af makalausri
leikni. Það framkallar skemmtileg
og undarleg hughrif.
Pétur Einarsson leikstýrir af
skilningi og vandvirkni. Já, satt að
segja skilur maður ekki, hvemig
Dönum hefur tekist að sviðsetja
þetta verk verulega stytt eins og
sagt er að gert hafi verið í Bád-
teatret. Engu virðist ofaukið í
þessari sýningu og þar má ekkert
missa sig. Pétur hefur lagt sig allan
fram og Gylfí Gíslason hefur gert
trausta leikmynd af hugkvæmni og
leynir sér ekki glöggt auga mynd-
listarmannsins í formi og litum
þessarar trúverðugu myndar, sem
nýtur og góðrar kunnáttu ljósa-
meistarans, Ingvars Bjömssonar.
Sunna Borg og Theodór Júlíus-
son sýna bæði í þessari sýningu að
þau hafa náð fullum þroska sem
leikarar og því hljóta að verða gerð-
ar miklar kröfur til þeirra fram-
vegis. Theodór kemur nú að
leikhúsinu eftir ársdvöl við The
Drama Studio í Lundúnum. Leynir
sér ekki, að hann hefur bætt við sig
í tækni og þroska. Hann leikur hinn
tölvuhaldna Ara af miklum styrk
og með sannfærandi blæbrigðum
allt til enda. Sunna Borg leikur
Betu, undirgefna eiginkonu Ara.
Með stígandi leik neyðir hún okkur
til þess að horfast í augu við undir-
rót þeirra margslungnu sálarflækja
og andlegra truflana, sem birtist í
harðlæstum heimi þeirra bamlausu
hjóna; í einangrun þar sem m.a. er
reynt að þurrka út hugtök eins og
morð. Samleikur þeirra Theodórs
og Sunnu er allur á réttum strengj-
um. Óvænt koma Lilju í lokaatriðinu
leiðir það enn betur í ljós og ljóstr-
ar upp hvemig skynsemin hefur
verið gjörsamlega ofurliði borin af
annarlegum röksemdaflækjum.
Erla Ruth Harðardóttir leikur Lilju
tónlistamema trúverðuglega.
Þessi vandaða sýning er Leik-
félagi Akureyrar til sóma.
Kveðjutónleikar
í Laugameskirlgu
TónHst
Jón Ásgeirsson
Hjónin Ann Toril Lindstad og
Þröstur Eiríksson hafa í rúm tvö ár
skipt með sér verkum í Laugames-
kirkju, en nú hefur Þröstur verið
ráðinn sem orgelleikari í Garðabæ
og skilaði af sér með tónleikum sl.
sunnudag, þar sem flutt voru tvö
verk eftir Buxtehude og eitt eftir
Vivaldi. Fyrsta verkið var kanatata
um sálmalagið Jesu, meine Freude,
eftir Buxtehude. Kór Laugames-
kirkju, kammersveit með Júlíönu E.
Kjartansdóttur sem konsertmeistara
og einsöngvaramir Sigrún V. Gests-
dóttir og Halidór Vilhelmsson fluttu
verkið undir stjóm Þrastar og þrátt
fyrir ýmnsa hnökra var flutningurinn
í heild ágætur, t.d. hjá kómum, sem
söng oft mjög vel, og einsöngvurun-
um, sem skiluðu sfnu ágætlega.
Annað verkið eftir Buxtehude var
Prelúdía f C-dúr, sem Ann Toril Lind-
stad flutti. Lindstad er ágætur
orgelleikari,. sem hún hefur þegar
sýnt á tónleikum og þó nokkuð gætti
óstyrks í fyrstu óx leikur hennar er
á leið verkið.
Lokaverkið var svo Gloria eftir
Vivaldi. Líklega eru tónleikagestir
vanir að heyra þetta verk með stórum
kórum og fúllskipaðri hljómsveit. Hér
var það strengjakvintett, orgel, óbó
og trompett í stað stórrar hljómsveit-
ar og kórinn samsvarandi að stærð
og þá er næsta víst að nokkuð vant-
ar á að kóramir fái þann þmmandi
kraft er hæfir þessum dýrðarsöng
Vivaldis. Einsöngvarar í verkinu vom
Sigrún V. Gestsdóttir sópransöng-
kona og Guðný Ámadóttir altsöng-
kona. Guðný réð því miður ekki við
þetta hlutverk en Sigrún stóð fyrir
sfnu.
Þrátt fyrir að margt megi að finna
varðandi flutninginn er hér um að
ræða lofsverða viðleitni til að auðga
kirkjustarfið með flutningi góðrar
tónlistar og á köflum tókst mjög vel
til enda er Þröstur dugandi tónlistar-
maður, sem aðeins þarf að skerpa
tök sfn og þar með eflast í átökum
við erfíð viðfangsefni.
Tónleikar Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands á Suðurlandi
Sinfóníuhljómsveit íslands hélt
tónleika í Njarðvíkum sl. fimmtudag
og á Selfossi föstudaginn þar á eft-
ir. Á efnisskránni vora verk eftir
Wagner, Busoni, Verdi og Dvorak.
Sfjómandi var Páll P. Pálsson, ein-
leikari Óskar Ingólfsson og kór
Fjölbrautaskóla Suðurlands söng, en
stjómandi kórsins er Jón Ingi Sigur-
mundsson. Undirritaður var við-
staddur tónleikana á Selfossi, sem
fóm fram í íþróttahúsi gagnfræða-
skólans. Tónleikamir hófust á
forspili 3. þáttar úr óperanni Loh-
engrin, glæsilegu verki, sem var
hressilega flutt af hljómsveitinni.
Annað verkið var Consertino fyrir
klarinettu eftir Busoni. Ekki er þetta
sérlega skemmtilegt verk, en reynir
þó nokkuð á leiktækni einleikarans,
sem Óskar Ingólfsson klarinettuleik-
ari sýndi að fórst honum vel úr hendi.
Tvö næstu verk vora kórar úr
óperam eftir Verdi og þar söng kór
Fjölbrautaskóla Suðurlands. Jón
Ingi hefur fyrir löngu sýnt kunnáttu
sína í kórstjóm og söngur unga
fólksins að þessu sinni bar þess
merki að hér hafði góður fagmaður
unnið. Fangakórinn úr Nabucco og
sfgaunakórinn úr II Trovatore era
skemmtileg söngverk, ekki flókin í
gerð, en þurfa að vera flutt af vel
hljómandi röddum. Unga söngfólkið
gerði þessum lögum ágæt skil, með
töiuverðum raddtilþrifum og tals-
verðu öryggi.
Síðasta verkið á efnisskránni var
sinfónian „Frá nýja heiminum" eftir
Kammertónleikar
Að vera framlegur er rakið til
upphafs rómantísku stefnunnar.
Jean Paul sagði að rómantfkin yrði
til í sérkennileikanum og sérstæðri
og upphafinni reynslu einstaklings-
ins. Þar með þurfti höfundur að
ávarpa hlustendur á þann veg sem
enginn hafði gert áður og svipta
af sér vanabundnum viðjum kunn-
áttu og uppeldis. Hjá þeim tveimur
tónskáldum er vora viðfangsefni
Halldórs, Guðnýjar og Gunnars á
tónleikum Kammermúsíkklúbbsins
sunnudaginn var og vora um margt
boðberar rómantískra hugmynda,
þ.e.a.s. Mendelssohn og Beethoven,
mátti merlga þessi átök. Þrátt fyrir
að tónlist Beethovens sé öguð bæði
í formgerð og tónmáli birtist oft
sérkennilegt skaplyndi hans og
óhamin tilfinningasemi, sem Goethe
líkti við dýrslegan ofsa. Hjá Mend-
elssohn viku persónulegar tilfinn-
ingar fyrir snilld og glæsileik og
það var því helst í túlkun trúar-
legra viðhorfa, sem hann gaf
eitthvað af sjálfum sér. Snilld
Mendelssohns var svo algjör að vin-
Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Halldór Haraldsson pfanóleikari
og Gunnar Kvaran sellóleikari.
Dvorak. Því hefur oft verið haldið
áfram að Sinfóníuhljómsveitin hafi
á ferðum sfnum um landið ætlað
hlustendur sína ekki færa um að
njóta erfiðrar tónlistar, en að þessu
sinni verður slíku ekki haldið fram
því sinfónían „frá Nýja heiminum"
er trúlega með þyngri sinfónfskum
verkum, þó að hægi kaflinn hafi
notið vinsælda er líkja má við það
sem gerist um dægurlög. Verkið var
í heild vel flutt undir röggsamri
stjóm Páls P. Pálssonar og auðheyrt
að hlustendur kunnu vel að meta
þetta fallega og tilþrifamikla tón-
verk.
4