Morgunblaðið - 27.10.1987, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987
17
Tónlistardagar Dómkírkjunnar í sjötta sinn:
Dómkórinn flytur Vetrarmynd
í kirkjunni eftir Atla Heimi
TÓNLISTARDAGAR Dómkirlg-
nnnar verða haldnir í sjötta sinn
dagana 7. til 11. nóvember. Að
þessu sinni verður flutt nýtt kór-
verk, Vetrarmynd í kirkjunni,
sem Atli Heimir Sveinsson hefur
samið eftir kvæði Knuts
0degárds. Heiðursgestur verður
franski organleikarinn Jacques
Taddei og lögð verður áhersla á
franska orgeltónlist, sérstaklega
á verk eftir Cesar Franck.
Nýja kórverkið sem Atli Heimir
Sveinsson samdi fyrir Tónlistar-
daga Dómkirlqunnar heitir Vetrar-
mynd í kirkjunni og var samið við
þýðingu Einars Braga á kvæði
Knuts 0degárds, að tilhlutan Mar-
teins H. Friðrikssonar. Atli Heimir
lýsir verkinu þannig; „Þetta er leik-
ræn svipmynd með ívafi trúarlegra
tákna kvæðisins sem gerist í kiriq-
unni sjálfri. Frásögn er hæg,„kór-
trillur", hraðar og hægar, bylgjast
upp og niður, og fleyta út úr sér
orðunum, hveiju fyrir sig. Frásagn-
armátinn og formið verður eitt.“
Verkið verður frumflutt miðviku-
daginn 11. nóvember klukkan
20.30.
Marteinn H. Friðriksson, stjóm-
andi Dómkórsins, sagði í samtali
við Morgunblaðið að á árlegum
Tónlistardögum Dómkirkjunnar
væri alltaf frumflutt eitt kórverk.
Dómkórinn í Reykjavík.
„Við viljum þannig tengja það sem
er að gerast í nútímatónlist við tón-
listarstarfíð í kirkjum. Það fylgir
því viss eftirvænting að fást við ný
verk og mér fínnst verkið hans
Atla Heimis mjög svipmikið og
áhrifamikið, en um leið erfitt í flutn-
ingi. Það er áhugavert hvað íslend-
ingar eiga mikið af góðum
tónskáldum", sagði Marteinn enn-
fremur.
Heiðursgestur Tónlistardaganna
í ár verður Jacques Taddei frá
París. Að sögn Marteins hefur Tad-
dei haldið tónleika í hér um bil öllum
löndum þar sem pípuorgel er að
fínna og fengið góða dóma. Einnig
leikur Bjöm Steinar Sólbergsson
organleikari frá Akureyri á Tónlist-
ardögunum, en hann stundaði
framhaldsnám í orgelleik í Frakkl-
andi.
Áhersla verður lögð á franska
orgeltónlist að þessu sinni og sérs-
taklega á verk rómantíska tón-
skáldsins Cesars Francks. Auk
orgelverka verður meðal annars
flutt kórverkið 150. sálmur Davíðs
eftir Franck, en þýðandi þess er
séra Kristján Valur Ingólfsson.
Aðaltónleikar Dómkórsins verða
sunnudaginn 8. nóvember klukkan
17 og þá syngur kórinn verk úr
ýmsum áttum. Nokkur verk úr tón-
leikaferð kórsins til Belgíu í sumar
verða endurflutt og ný verk hafa
bæst við. Einsöngvarar á Tónlistar-
dögum verða Elín Sigurvinsdóttir,
Sigrúh Þorgeirsdóttir og Anna
Sigríður Helgadóttir. Að sögn Mar-
teins er Anna Sigríður fyrsti
kórmeðlimurinn sem náð hefur
verulega langt í söngnámi og sagði
hann að mikils væri vænst af henni.
Franski organleikarinn Jacques
Taddei.
Hátíðarmessa verður einnig
sunnudaginn 8. nóvember klukkan
11, þar sem Þórir Stephensen þjón-
ar fyrir altari og Dómkórinn
syngur.
Dómkórinn er skipaður um 50
söngvumm og hafa Tónlistardagar
verið aðalverkefni hans á síðustu
áram. Undirbúningur Tónlistardag-
anna hefst venjulega um áramót,
æft er tvisvar í viku og stundum
oftar. Auk þess syngur kórinn jóla-
sálma víðsvegar um borgina fyrir
jól og tekur þátt í messusöngvum
Dómkirkjunnar.
Marteinn H. Friðriksson, stjómandi Dómkórsins, við pípur orgelsins
í Dómkirkjunni.
tv
t 1 u
£ U &
o
Ö\a*sS
on«r
“sw"
•EÖ.VsS-'/S
S • K • I • F • A • N
PÓSTKROFUR S. 29544
★ IAUGAVEGI 33 ★ BORGARTÚNI 24 ★
KRINGIUNNI
ÖRUGG OG
ARÐBÆR ÁVÖXTUNARLEIÐ
Bankabréf Verzlunarbankans eru verðtryggð skuldabréf
útgefin af veðdeild Verzlunarbanka íslands hf.
Bréfin eru seld með afföllum er gefa kaupanda 9,5%
ávöxtun umfram verðbólgu.
Nafnverð bréfa er kr. 100.000,- og kr. 250.000,-
Öruggur greiðandi; veðdeild Verzlunarbankans.
Bréfin eru greidd út í einu laqi á qialddaqa eftir
1,2,3,4 eða 5 ár.
Sölustaðir eru í Verzlunarbankanum Bankastræti 5
og Húsi verzlunarinnar.
HAFÐU FJÁRMÁL ÞÍN Á HREINU OG SKIPTU VIÐ
ÖRUGGAN AÐILA.
V/CRZlUNflRBflNKINN
-(MJttuci vtteð fim !
i