Morgunblaðið - 27.10.1987, Page 19
Húsnæðismálafrumvarpið
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRBQJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987
Breytingarnar
þýða mismunun ein-
stakra lántakenda
- segir Þorgeir Eyjólfsson, forsljóri
Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
„Samkomulag aðila vinnu-
markaðarins i febrúar 1986 um
húsnæðismál gekk út á það að
sjóðfélagar lífeyrissjóðanna
sætu við sama borð gagnvart
Húsnæðisstofnun hvað lánsrétt
varðaði. Það var enda forsenda
þess að lífeyrissjóðirnir fjár-
mðgnuðu húsnæðiskerfið með
55% af ráðstöfunarfé sínu og
drægju jafnframt stórlega úr
beinum lánveitingum til sjóð-
félaga," sagði Þorgeir Eyjólfs-
son, forstjóri Lffeyrissjóðs
verzlunarmanna, i samtali við
Morgunblaðið aðspurður um
álit á húsnæðismálafrumvarp-
inu, sem lagt hefur verið fram
á Alþingi.
„Með þessu frumvarpi félags-
málaráðherra til breytinga á
lögum um húsnæðisstofnun er í
stórum atriðum vegið að fyrri for-
sendum húsnæðislaganna hvað
lánsrétt varðar. Þar ber fyrst til
að Húsnæðisstofnun á að vera
heimilt að skerða eða synja um lán
einstaklingum sem eiga skuld-
lausar eða skuldlitlar eignir fyrir.
í öðru lagi gerir frumvarpið ráð
fyrir möguleika á mismunandi
háum vöxtum af lánum innan
sama lánaflokks. Þessar breyting-
ar munu væntanlega þýða mikla
mismunun milli einstakra lántak-
enda,“ sagði Þorgeir.
Hann benti á að huglægt mat
starfsmanna og stjómenda Hús-
næðisstofnunar hvað varðaði ýmis
atriði einstakra lánveitinga gæti
leitt til ákvarðana sem mismunuðu
einstökum lántakendum. Fjöl-
margir lausir endar væru í
frumvarpinu, til dæmis þar sem
vísað væri til reglugerða sem ætti
eftir að setja.
Húsnæðismálafrumvarpið:
Mörg atriði jákvæð
en önnur óljós
- segir Páll Pétursson, formaður
þingflokks Framsóknarflokksins
„Ég vil í upphafi taka það
fram til að fyrirbyggja allan
misskilning að frumvarpið um
húsnæðisstofnun er stjómar-
frumvarp. Félagsmálaráðherra
fékk heimild frá þingflokkun-
um til þess að leggja það fram,
þó það sé ekki nákvæmlega í
þvi formi sem við hefðum helst'
kosið,“ sagði Páll Pétursson,
formaður þingflokks Fram-
sóknarflokksins, er hann var
spurður um afstððu flokksins
til húsnæðismálafrumvarpsins.
Páll sagði að hann hefði rætt
það við félagsmálaráðherra að
koma frumvarpinu í endanlegt
form áður en það yrði lagt fram,
en Jóhanna Sigurðardóttir hefði
verið þeirrar skoðunar að það lægi
á að leggja það fram. Framsóknar-
flokkurinn hefði því gert þann
fyrirvara við frumvarpið að hann
myndi vinna að breytingum á því
í meðförum þingsins.
Páll sagði ákveðin atriði í frum-
varpinu vera jákvæð, en önnur
atriði væru óljós, orkuðu tvímælis
og þörfnuðust betri skoðunar.
Orðalag frumvarpsins væri óskýrt
í sumum tilfellum og það væri
ástæða til þess að fá útskýringar
á því hvemig félagsmálaráðherra
hugsaði sér að að setja reglugerð
eftir þeim texta sem væri í frum-
varpinu. „Meginatriðið er að við
áskildum okkur rétt til þess að
beita okkur fyrir breytingum á
frumvarpinu í meðförum þings-
ins,“ sagði Páll Pétursson.
Breytingar á húsnæðislögunum:
Frumvarpið samþykkt
af öllum ráðherrum
- segir Jóhanna Sigurðardóttir,
félagsmálaráðherra
JÓHANNA Sigurðardóttir, fé-
lagsmálaráðherra, segir það
ekki rétt eftir sér haft i Al-
þýðublaðinu síðastliðinn
fimmtudag að hún lfti á það sem
alvarlegan þverbrest í stjóraar-
samstarfinu ef stjórnarþing-
menn reyni að breyta efnisatr-
iðum húsnæðisfrumvarpsins.
„Ég sagði að rfkisstjórnin stæði
ðll að baki þessu frumvarpi og
ef annað kæmi í ljós væri kom-
inn þverbrestur i þetta stjórnar-
samstarf," sagði Jóhanna i
samtali við Morgunblaðið
„Það er ekkert einsdæmi að
stómarfrumvörp taki einhveijum
breytingum í meðförum nefnda og
raunar fremur algengt. Komi fram
einhveijar skynsamlegar tillögur
sem nái því markmiði sem að er
stefnt með þessu frumvarpi er
auðvitað sjálfsagt að skoða þær,“
sagði Jóhanna Sigurðardóttir.
Þrjúþiisund
sjotiu og rjonr
starfsmenn
sem vinna við að byggja upp fólk...
Ríkisspítalar eru stór og
fjölbreyttur vinnustaður og
þar starfa um 3-000 manns;
við rannsóknir, lækningar,
hjúkrun, endurhæfingu og
aðstoð við sjúklinga og
aðstandendur þeirra.
Starfi hjá Ríkisspítölum
fylgja ýmis hlunnindi, svo
sem ókeypis vinnufatnaður
(eða fatapeningar), ódýrt
fæði í matsölum á vinnustað,
mikið atvinnuöryggi, öflugur
lífeyrissjóður og launahækk-
andi námskeið.
Hér að neöan eru nokkur
dæmi um störf sem nú bjóð-
ast hjá Ríkisspítölum.
STARFSMAÐUR í ELD-
HÚSI
Starf í stóreldhúsi þar sem
miklar kröfúr eru gerðar um
hreinlæti. Vinna við undir-
búning, matargerð og fram-
reiðslu á mat til starfsmanna
og á sjúkrafæði sem unnið er
eftir ákveðnu skömmtunar-
kerfi.
Góð vinnuaðstaða á nýlegum
vinnustað.
Meðallaun ( án aukavinnu):
Mánaðarlaun eru 40.41 lkr. með
áálagi. Fyrir hvern yfirvinnutíma
eru greiddar 337 kr.
Nánari upplýsingar eru veitt-
ar á Landspítala í síma 29000
- 491 (Jóhanna eða Olga) og
á Vífilstaðaspítala í sínia
42800 (Þuríður).
STARFSMAÐUR í ÞVOTTA-
HÚSI í ÁRBÆJARHVERFI.
Störf við flokkun á þvotti svo
og frágangur og pökkun á
þvotti til útsendingar. Góð
vinnuaðstaða á nýlegum
vinnustað. Ókeypis rútuferð-
ir til og ffá Hlemmi.
Meðallaun ( án aukavinnu):
Mánaðarlaun eru 37.737 kr. með
álagi.
Fyrir hvern aukavinnutíma eru
greiddar 337 kr.
Nánari upplýsingar eru veitt-
ar í síma 671677 (Þórhildur).
STARFSMAÐUR VIÐ RÆST-
INGAR OG í BÝTIBÚRI
Störf við ræstingar og þrif á
ákveðnum svæðum á göng-
um og sjúkradeildum. Laun
eru miðuð við tímamælingu
(að hluta).
Störf á sjúkradeildum við
dreifingu til sjúklinga, á mat-
vælum o.fl. sem sent er frá
eldhúsi. Einnig þrif í býtibúri
o.fl.
Meðallaun ( án aukavinnu):
Mánaðarlaun eru 42.195 kr. með
álagi. Fyrir hvem aukavinnutíma
eru greiddar 337 kr.
Nánari upplýsingar eru veitt-
ar hjá ræstingastjóra á Land-
spítala í síma 29000 - 494 og
á Geðdeildum í síma 38160.
STARFSMAÐUR Á GEÐ-
DEILD
fæst við þjálfun, uppeldi og
umönnun sjúklinga og vinn-
ur í nánu samstarfi við hjúkr-
unarfræðinga, sjúkra- og iðju-
þjálfa, auk lækna og sálfræð-
inga.
Meðallaun:
Mánaðarlaun eru 45.665 kr. með
vaktaálagi. Fyrir hverja aukavakt
eru greiddar 3.235 kr.
Nánari upplýsingar eru veitt-
ar á Geðdeild í síma 38160.
...óskaeftir samstarfi vió þig
RÍKISSPÍTALAR
19
essemm/sfA 1904