Morgunblaðið - 27.10.1987, Side 20

Morgunblaðið - 27.10.1987, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987 Gestir qjóta veitinga. Framhaldsnám á Hvanneyri í 40 ár Nýtt rannsóknarhús Bændaskólans vígt Frá hátfðardagskránni i nýja rannsóknarhúsinu. Hvannatúni i Andakíl. 40 ÁR voru liðin frá stofnun framhaldsdeildar i búvísind- um við Bændaskólann á Hvanneyri mánudaginn 19. október. Á þessiun tímamótum vigði landbúnaðarráðherra nýtt rannsóknarhús á Hvann- eyri og tilkynnti ákvörðun landbúnaðarráðuneytisins um að veita fé til nýrrar kennara- stöðu. Guðmundur Jónsson fyrrver- andi skólastjori gerði í ræðu grein fyrir byijunarerfíðleikum. Fram- haldsdeildin studdist í upphafí ekki við lög en naut stuðnings ríkisstjómarinnarj sem þá var við völd með Bjama Asgeirsson land- búnaðarráðherra sem aðalstuðn- ingsmann. Átta nemendur hófu nám 19. október 1947 en kennar- ar vom að mestu þeir sömu og við Bændaskóiann auk eins sér- ráðins. Upphaflega var námið 2 vetur en nú undir nýju nafni, Búvísinda- deild, getur það orðið 4 vetur auk undirbúningsnáms. Af 159 nem- endum, sem deildin hefur útskrif- að frá upphafí, em nú um Vs starfandi sem ráðunautar eða kennarar, svipaður fjöldi em bændur og um 40% vinna við rannsóknarstörf. Bændaskólinn bauð prófessor Folke Rasmussen, fyrrverandi rektor við Konunglega dýra- og landbúnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn, til íslands og hélt hann hátíðarræðu við þetta tæki- færi, þar sem hann ijallaði um kennslu, rannsóknir og þróun landbúnaðar. Landbúnaðarráð- herra vígði síðan rannsóknarhúsið og er þá tveimur langþráðum áföngum í uppbyggingu Búvís- indadeildar náð, því fyrr á þessu ári var lokið við nemendagarða fyrir nemendur deildarinnar. Starfsemin í rannsóknarhúsinu skiptist í 3 þætti. Kennslurými er þar fyrir efnafræðikennslu og aðrar skyldar greinar. Þar er að- staða fyrir rannsóknir ýmsar, t.d. í líftækni og þar munu verða efna- greind hey- og jarðvegssýni fyrir bændur á Vesturlandi. í kaffísamsæti fluttu margir frammámenn í landbúnaðarstofn- unum deildinni ámaðaróskir. Jón Helgason ráðherra tilkynnti við það tækifæri, að landbúnaðar- ráðuneytið hefði ákveðið að veita fé til nýrrar kennarastöðu, sem á fyrst og fremst að nýtast til end- urmenntunar starfsmanna í landbúnaði. Bændaskólinn var settur 4. október og stunda 72 nemendur nám við Bændaskólann í vetur og 9 í Búvísindadeild. - DJ Nemendur úr 1. framhaldsdeild, tahð frá vinstn: Aðalbjöra Benediktsson, Egill Bjarnason, Guðmnndur Jónsson fyrrverandi skólastjóri, Skafti Benediktsson og Bjarai Arason. Viðskiptaferð til Auslurianda? - Arnarflug og KLM - besti kosturinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.