Morgunblaðið - 27.10.1987, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987
Landbúnaðarstefna
og gi'óðurvernd
eftirHákon
Sigurgrímsson
Þegar rætt er um ástand gróðurs
á íslandi nú varðar forsagan miklu.
Ljóst virðist að á fyrstu öldum bú-
setu í landinu hefur verið meiri
Qölbreytni í búflárrækt landsmanna
en síðar varð. Enginn vafí er þó á
því að frá upphafí voru nautgripa-
rækt og sauðfjárrækt aðalbúgrein-
amar og telja fræðimenn að á
fyrstu öldum byggðar í landinu
hafí nautgriparækt verið mun um-
fangsmeiri en sauðfjárrækt.
I ritgerð sem Amór Siguijónsson
ritsljóri birti í Árbók landbúnaðar-
ins 1970 kemst hann að þeirri
niðurstöðu að á þjóðveldisöld og
jafnvel allt fram undir 1600 hafí
nautgripir verið um 90 þúsund, 40
þús. mjólkurkýr og um 50 þús.
geldneyti.
Þessum búsmala var að mestu
leyti ætlað að bjargast af beit yfír
veturinn, þ.e. öllu geldneyti, einnig
sauðfé og hrossum öðrum en brúk-
unarhrossum, og telur Amór „það
oft hafa tekist furðanlega um sunn-
anvert landið og í snjóléttari
héruðum á norðanverðu landinu".
Af þessu er ljóst að álag á gróður-
lendi hefur verið gífurlegt á fyrstu
öldum byggðar í Iandinu, ekki síst
þegar það er haft í huga að naut-
gripir fara mun verr en sauðfé með
land, einkum skóglendi, við vetrar-
beit.
Landbúnaðurinn
ogþjóðin
Á fyrri öldum íslandsbyggðar var
markmið landbúnaðar það eitt að
fæða og klæða þjóðina eins og best
gegndi og réð veðurfar mestu hvort
það tókst eða ekki. Búfjárafurðir
urðu að vera þjóðinni nægar til
framfæris, þjóðinni fækkaði ef bú-
fénu fækkaði og henni ijölgaði ef
búfénu Qölgaði.
Fræðimenn eru nokkuð sammála
um að á þjóðveldisöld hafí lands-
menn verið um 70—80 þúsund
talsins. Fæða þjóðarinnar á þessum
tíma var aðallega „hvítur matur",
þ.e. ýmiss konar mjólkurmatur og
svo kjöt og fiskur. í ritgerð þeirri
sem áður er vitnað til kemst Amór
Siguijónsson að þeirri niðurstöðu
að mjólkumeysla hafí á þjóðveldis-
öld verið um 450 lítrar á mann á
ári og kjötneysla um 60—70 kg á
ári eða meira.
En þetta átti eftir að breytast.
Upp úr 1600 fer verulega að
kreppa að þjóðinni og sultur varð
hér landlægur allt fram til loka
síðustu aldar.
Landbúnaðarstefna
Á fyrri hluta 19. aldarinnar sáu
ráðamenn að gera yrði ráðstafanir
til þess að efía landbúnaðinn ef
tryggja ætti þjóðinni næga lífs-
björg.
Ekki er þó hægt að tala um eigin-
lega landbúnaðarstefnu á þessum
tima. Hagsmunir landbúnaðarins
vom um leið hagsmunir þjóðarinnar
allrar og flestar stjómaraðgerðir
tóku mið af því.
Á fyrri hluta 19. aldarinnar var
unnið að umbótum í búnaðarmálum
á ýmsan hátt án beinna lagafyrir-
mæla.
Árið 1837 vom svo fyrstu búnað-
arsamtökin stofnuð. Það segir sína
sögu að aðalhvatamenn þess vom
æðstu embættismenn þjóðarinnar,
stiftamtmaður, biskup, háyfírdóm-
ari, landlæknir og dómkirkjuprest-
ur.
Úr beitarbúskap
í ræktunarbúskap
Með vaxandi þéttbýli og nýjum
atvinnugreinum breyttist aðstaða
landbúnaðarins og hann fór að eiga
I samkeppni við aðra atvinnuvegi
um vinnuafl, flármagn og fyrir-
greiðslu í þjóðfélaginu.
Á 3.-5. áratug þessarar aldar
var því hlutur landbúnaðarins í hinu
nýja og breytta þjóðfélagi 20. aldar-
innar tryggður með margvíslegri
lagasetningu á Alþingi. Þessi laga-
setning markar um leið hina
opinbem landbúnaðarstefnu, sem
fylgt hefur verið síðustu áratugina.
Megintilgangur þessarar stefnu
var að efla landbúnaðinn, svo að
þjóðin væri sér nóg um landbúnað-
arvömr, þ.e. mjólk og kjöt. Þessi
stefna var óumdeild fram yfír stríð
og raunar allt fram undir 1960.
Hún hefur haft geysilega þýðingu
fyrir gróðurvemd og bætta meðferð
landsins. Eitt meginmarkmið henn-
ar var aukin ræktun og bætt
meðferð búflár. Vegna þessa starfs
kemur allur heyfengur af ræktuðu
landi og hefur svo verið frá því um
miðjan sjöunda áratuginn. Naut-
gripum er nú nær eingöngu beitt á
ræktað land og vetrarbeit búfjár,
annars en hrossa, heyrir nú sög-
unni til nema á einstaka jörð.
Af framansögðu er ljóst að fram
yfír miðja þessa öld var landbúnað-
urinn helsta tæki þjóðarinnar í
baráttunni við hungur og skort.
Þetta verður að hafa í huga þegar
fjallað er um eyðingu gróðurlendis-
ins.
Að svo miklu leyti sem gróður-
eyðingin er afleiðing búsetunnar er
hún það gjald sem greiða varð til
þess að þjóðin kæmist af.
Tímamót 1960
Árið 1960 em landbúnaðinum
með lögum tryggðar uppbætur á
útfluttar landbúnaðarvömr að vissu
marki. Þjóðin var þá orðin sjálfri
sér nóg um mjólk og kjöt og út-
flutningur hafínn að marki. Á
næstu árum jókst framleiðslan
vemlega og markvisst var stefnt
að framleiðslu til útflutnings. Hér
var um að ræða ákveðna pólitíska
stefnumörkun sem átti sér rætur í
þeirri skoðun ýmissa hagspekinga
samtímans að milliríkjaversíun með
matvæli ætti eftir að verða ábata-
söm.
Þetta hefur eins og flestir vita
farið á annan veg og jafnvel flöl-
mennustu þjóðir heims, Indvetjar
og Kínveijar, em nú komnar f hóp
þeirra þjóða sem flytja út kom.
Það kom því fljótlega í ljós að
útflutningsstefnan frá 1960 stóðst
ekki. Framleiðslan hélt áfram að
aukast og verð á heimsmarkaði fór
lækkandi.
Fomstumönnum bænda varð
ljóst að grípa yrði í taumana og
árið 1968 óskaði Stéttarsamband
bænda eftir því að lögfestar yrðu
heimildir til þess að hafa stjóm á
framleiðslunni. Það tók bændur 11
ár að fá áheym Alþingis í þessu
efni og loks árið 1979 vom slíkar
heimildir lögfestar.
Þessi lög skiluðu strax vemleg-
um árangri og umtalsverður
samdráttur varð í framleiðslu
mjólkur og kindakjöts. Hins vegar
skorti markvissa stefnumörkun og
raunsætt mat á stöðunni. Fram-
kvæmdin var ómarkviss bæði af
hálfu bænda og stjómvalda, jafnvel
svo að árið 1983 lýsti þáverandi
landbúnaðarráðherra yfir því að
samdráttarskeiðinu í sauðfjárrækt
værí lokið.
Ný stefna
Árið 1985 markar Alþingi loks
pólitíska heildarstefnu fyrir land-
búnaðinn. Hana er að fínna í
búvörulögunum svonefndu, nr.
46/1985.
Helstu drættir þeirrar stefnu sem
varða viðfangsefíii okkar hér em
þeir, að framleiðsla búvara til
neyslu og iðnaðar verði í sem nán-
ustu samræmi við þarfir þjóðarinn-
ar og tryggi ávallt nægilegt
vöruframboð við breytilegar að-
stæður.
Lögin gera ráð fyrir að nýttir
verði sölumöguleikar fyrir búvömr
erlendis eftir því sem hagkvæmt
þykir. Þar með er horfíð frá þeirri
stefnu að beinlínis skuli stefnt að
framleiðslu mjólkur og kindakjöts
með útflutning í huga. Þess í stað
er hluta af því flármagni sem áður
fór til útflutningsbóta beint tíma-
bundið til uppbyggingar fjölþættari
atvinnutækifæra í sveitum.
Lögin gera ráð fyrir að aðlögun
landbúnaðarins að þessari breyttu
Hákon Sigurgrímsson
„Mest af þeirri gróður-
eyðingu, sem við höfum
nú fyrir sjónum og
tengja má landbúnaði,
er afleiðing fyrri bú-
skaparhátta. Brýnasta
verkefnið framundan
er að stöðva þá gróðu-
reyðingu sem nú á sér
stað.“
stefnu verði í samningsbundnum
áföngum á 7 ára tímabili þ.e. árin
1986—1992. Slíkir samningar hafa
þegar verið gerðir fyrir allt þetta
tímabil.
Þessi lög hafa gífurlega þýðingu
fyrir bændur. Með þeim hefur land-
búnaðurinn í heild fengið skýr
framleiðslumarkmið og hveijum
einstökum bónda eru sett ákveðin
mörk í framleiðslu sinni.
Skipulag framleiðslunnar
Fyrir skipulega gróðurvemd hafa
lögin einnig mjög mikla þýðingu.
Lögin heimila að búvöruframleiðsl-
an sé skipulögð eftir svæðum, m.a.
með tilliti til landkosta og einnig
er heimilt að taka tillit • til þeirra
þátta við ákvörðun á framleiðslu-
rétti einstakra bænda. í þeim
aðgerðum I framleiðslumálum land-
búnaðarins, sem kynntar voru sl.
föstudag, er stigið fyrsta skrefíð til
slíkrar skiptingar.
Framleiðslustjómunin hefur þeg-
ar haft mikil áhrif á dreifíngu
sauðfjár um landið. Þótt í fyrstu
hafí það ekki beint verið haft í
huga við þessar stjómunaraðgerðir
að meira yrði dregið úr sauðfjár-
rækt á þeim svæðum sem viðkvæm-
ust em með tilliti til gróðurfars
hefur þróunin í stómm dráttum
orðið í þá átt. Þannig er nú 29%
færra fé í Ámessýslu en var árið
1975 og 20% færra í Rangárvalla-
sýslu svo að dæmi séu nefnd. Á
hinn bóginn er á það að líta að
hrossum hefur á þessum tíma fjölg-
að mjög mikið. Það ber þó að hafa
í huga að þau ganga svo til ein-
göngu á láglendi.
Á sama hátt hefur dregið vem-
lega úr útflutnigni landbúnaðaraf-
urða og mun sú þróun halda áfram
næstu árin í samræmi við ákvæði
búvömsamninganna milli ríkisins
og bænda. Á myndum I og II sést
hvemig framleiðsla og útflutningur
kindakjöts hefur þróast frá 1972
og horfur em á að þróunin verði
fram til 1992.
Bændur og gróðurvemd
Ég er þeirrar skoðunar hvað
varðar hóflega nýtingu landsins að
langflestir bændur séu sér meðvit-
aðir um þá ábyrgð sem þeir bera í
því efni og þótt einstaka öfgamenn
fínnist meðal bænda er mjög ósann-
gjamt að dæma bændastéttina alla
eftir viðhorfum þeirra. Ég vil mega
lfta á slfk tilvik sem aðlögunar-
vandamál sem hverfa munu á allra
næstu ámm. Þannig er um sum þau
atvik sem mest urðu umrædd á sl.
vori og sumri.
Ég tel að viðhorf bændastéttar-
innar komi mjög skýrt fram í
ályktun, sem samþykkt var á aðal-
fundi Stéttarsambands bænda sem
haldinn var fyrstu daga september,
en ályktun fundarins er svohljóð-
andi:
„Aðalfundur Stéttarsambands
bænda 1987 lýsir áhyggjum vegna
þeirra andstæðu viðhorfa og hörðu
deilna sem undanfarið hafa orðið
um landnýtingu og gróðurvemd.
Hætta er á að þessar deilur kunni
að skaða hagsmuni landbúnaðarins
og spilla ímynd hans í huga þjóðar-
innar. Fundurinn bendir á að flestir
bændur nýta land sitt hóflega enda
eiga engir meira undir því í bráð
og lengd að svo sé gert og gæðum
lands ekki spillt.
Fundurinn skorar á alla bændur
að sýna þessum málum fullan skiln-
ing og mæta með velvilja og skiln-
ingi sjónarmiðum þeirra sem af
einlægni vilja stuðla að hóflegri
nýtingu gróðurs og vemdun nátt-
úm.
Fundurinn felur stjóm Stéttar-
sambands bænda, í samvinnu við
önnur samtök bænda, að beita sér
fyrir raunhæfari og öfgalausri um-
réeðu um gróðurvemdarmál sem
leitt geti til þess að sátt takist um
þessi mál meðal þjóðarinnar."
Eins og að framan er rakið hefur
íslenskur landbúnaður breyst á
þessari öld úr beitarbúskap í það
að vera að langmestu leyti ræktun-
arbúskapur.
Mest af þeirri gróðureyðingu sem
við höfum nú fyrir sjónum og tengja
má landbúnaði er afleiðing fyrri
búskaparhátta. Biýnasta verkefnið
framundan er að stöðva þá gróður-
eyðingu sem nú á sér stað.
Ég er þeirrar skoðunar að með
markvissri skipulagningu sauðflár-
ræktarinnar muni okkur á næstu
áratugum takast að koma í veg
fyrir frekari skemmdir á gróðri
landsins af völdum landbúnaðar.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Stéttarsambands bænda.
................................................j- 22000
Framleiðsla kindakjöts (og áætl. til 1992) 20000
-------------------1----------------------------Tonn
16000
14000
12000
10000
8000
6000
4000
2000
0
Útflutningur kindakjöts (og áætí. til 1992)'7000
——----------------------------Tonn
Mynd I
Mynd II