Morgunblaðið - 27.10.1987, Qupperneq 24
24 ____ ____________MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987
Forseti Landssambands iðnaðarmanna:
Góðæri hefur ríkt - en
þenslan veldur erfíðleikum
Útgjöld vaxa umfram hagvöxt
Hér fer á eftir meginefni setn-
ingarræðu Haraldar Sumarliða-
sonar, forseta Landssambands
iðnaðarmanna, við upphaf 42.
Iðnþings íslendinga:
Þróun efnahags- og
atvinnumála
Frá því síðasta Iðnþing var hald-
ið fyrir réttum tveimur árum, hefur
ríkt hér á landi eitt mesta góðæri,
sem sögur fara af. Eftir samdrátt-
arskeið í þjóðarbúskapnum á
árunum 1982—1983 tók efna-
hagslífíð að rétta við á ný á árunum
1984 og 1985, og var þá 3—3,5%
hagvöxtur hvort árið. Á fyrri hluta
þessa hagvaxtarskeiðs tókst mjög
vei til um stjóm efnahagsmála.
Náðist m.a. sá markverði árangur
á fáeinum mánuðum að minnka
verðbólgu úr yfír 100% niður undir
10%. Hagvöxtur varð síðan ennþá
meiri á árinu 1986 eða um 8,5%
miðað við þjóðartekjur, og þá náð-
ist í fyrsta sinn í áraraðir jöfnuður
í viðskiptum við útlönd.
Á þessu ári hefur þróunin einnig
verið mjög hagstæð, þegar litið er
á framleiðslu og tekjur þjóðarinnar.
Öðm máli gegnir þegar litið er á
stjóm efnahagsmála, en þar hefur
sigið mjög á ógæfuhlið á þessu ári.
Gætt hefur mjög vaxandi eftir-
spumarþenslu, og hafa útgjöld,
bæði til fjárfestingar og neyslu,
vaxið langtum meir en sem nemur
hagvextinum. Sömuleiðis verðbólga
magnast og samkeppnisstaða fram-
leiðslugreinanna versnar. Óeðlileg
spenna hefur skapast á vinnumark-
aðnum og að vemlegu leyti ógilt
þá annars hófsömu og skynsamlegu
kjarasamninga, sem gerðir vom í
desember á sl. ári.
Ástandið í hinum ýmsu iðngrein-
um innan Landssambands iðnaðar-
manna markast fyrst og fremst af
þeirri eftirspumarþenslu, sem er í
öllu þjóðfélaginu í dag, og gildir
það jafnt um framleiðslu- og þjón-
ustugreinar iðnaðar. Það er vitan-
lega af hinu góða að næg verkefni
skuli vera fyrir hendi, sérstaklega
þegar þess er gætt, að gott atvinnu-
ástand virðist vera um allt land.
Það er ekki ýkja langt síðan því
var alls ekki að heilsa sums staðar
á landsbyggðinni, t.d. hér á Akur-
eyri.
Stór hluti félagsmanna Lands-
sambands iðnaðarmanna stendur
fyrir verkframkvæmdum af ýmsu
tagi, bæði í byggingariðnaði,
málm-, tré- og rafíðnaði. Á þessu
sviði hefur þenslan einmitt verið
mjög mikil. Margir kjmnu að ætla,
að slíkt ástand sé óskastaða at-
vinnurekenda í þessum greinum.
Ekki er víst að svo sé þegar nánar
er að gætt. Hin gífurlega þensla
hefur valdið ýmsum óróa og erfíð-
leikum á vinnumarkaðnum og
einnig verður í slíku ástandi heldur
ekki nægilega vel og skipulega
staðið að rekstri fyrirtækja. Þá má
heldur ekki gleyma því, að þótt
framkvæmdir séu nú víða í há-
marki, höfum við reynslu fyrir því,
að slíkt ástand varir aldrei lengur
en þróun efnahagsmála almennt
leyfír, og skapast þá oft þeim mun
dýpri lægð, sem uppsveiflan var
meiri.
Ráðstafanir ríkisstjórn-
arinnar og fjárlaga-
frumvarpið
í stefnuyfírlýsingu núverandi
ríkisstjómar er margt að finna, sem
gefur til kynna góðan ásetning um
uppbyggingu atvinnulífsins. Þannig
segir t.d. í upphafí: „Helstu verk-
efni ríkisstjómarinnar verða að
stuðla að jafnvægi, stöðugleika og
nýsköpun í efnahags- og atvinnu-
lífí, bæta lífskjör og draga úr
verðbólgu."
Og síðar í þessu sama plaggi
segin „Markmið efnahagsstefnu
ríkisstjómarinnar er að örva hag-
vöxt og framfarir í atvinnulífínu á
gmndvelli aukinnar framleiðni og
nýsköpunar, að bæta lífskjör,
tryggja jafnvægi í viðskiptum við
útlönd, sem stöðugast verðlag og
fulla atvinnu."
Um atvinnustefnu ríkisstjómar-
innar segir m.a. orðrétt: „Markmið
atvinnustefnunnar er að búa at-
vinnulífínu sem best vaxtarskilyrði.
Allar atvinnugreinar njóti sem jafn-
astra starfsskilyrða. Hlutverk
ríkisins er að tryggja að almenn
skilyrði fyrir atvinnulífíð séu stöðug
að því er varðar gengi, skatta og
lánakjör."
Öll getum við vafalaust verið
sammála þessum heildarmarkmið-
um og það síðasttalda um jöfn
starfsskilyrði allra atvinnugreina er
raunar eitt af undirstöðuatriðunum
í baráttumálum Landssambands
iðnaðarmanna.
Núverandi ríkisstjóm verður að
sjálfsögðu ekki sökuð um allan þann
vanda, sem nú blasir við, þótt óneit-
anlega sé nokkur skyldleiki milli
hennar og fyrri stjómar. Síðasta
ríkisstjóm náði vissulega mjög
gðum árangri í baráttu við verð-
bólguna og stóð lengst af vel að
málum á mörgum sviðum. Hins
vegar var sú stjóm ákaflega slöpp
á endasprettinum. Ljóst var talsvert
fyrir kosningar að mikið ójafnvægi
væri á ríkisbúskapnum, sem kynti
undir þenslu í hagkerfinu almennt.
Lítið var samt aðhafst til að spoma
gegn vaxandi þenslu og starfs-
stjómin gerði einnig lítið, sem bætti
úr. Það er því hlutverk núverandi
ríkisstjómar að glíma við þennan
vanda, þótt hún verði ekki mjög
sökuð um hann.
Fyrstu aðgerðir hinnar nýju ríkis-
stjómar vora alls ekki til þess
fallnar að styrlq'a trú manna á því,
sem ég áður vitnaði til í stefnuyfír-
lýsingunni. Þessar fyrstu aðgerðir,
sem miðuðu að því að leysa gríðar-
legan fjárhagsvanda ríkissjóðs,
fólust nær eingöngu í auknum
sköttum, aðallega söluskatti og
nánast engu öðra. Vora m.a. lagðar
nýjar álögur á tölvubúnað, tækni-
þjónustu og þess háttar, sem flest-
um kunnugum ber þó saman um
að séu lykillinn að tækniframföram
í atvinnulífínu.
Fyrir skömmu ákvað ríkisstjómin
að þrengja möguleika fyrirtækja til
þess að fjármagna kaup á fram-
leiðslutækjum með erlendu lánsfé.
Þessi ákvörðun var byggð á hæpn-
um forsendum. Aðalatriðið í þessu
sambandi er þó það, að þessi
ákvörðun um að afturkalla að hluta
það frelsi, sem atvinnulífínu var
veitt á þessu sviði fyrir aðeins fáein-
um mánuðum, mun hafa mjög
óveralega þýðingu við að draga úr
erlendum lántökum, heldur fyrst
og fremst hækka lántökukostnað
og gera atvinnulífínu erfíðara um
vik.
Síðustu ráðstafanir, sem boðaðar
hafa verið, þ.e. fyrir og með fjár-
lagaframvarpinu era auðvitað að
því leyti gallaðar, að enn snúast
þær að talsverðu leyti um að hækka
skatta. Hins vegar er einnig að
fínna í þeim nokkur jákvæð atriði,
sem ég vil gjaman geta um.
Mikilvægt er, að stefnt skuli að
þvf að fjárlög næsta árs verði halla-
laus, í stað þess að eyða hallanum
á u.þ.b. 3 áram, eins og áður hafði
verið rætt um. Um leið yrði dregið
úr lánsfjárþörf ríkissjóðs og erlend-
um lántökum.
í framvarpinu er boðað, að enn
verði fækkað undanþágum frá sölu-
skatti með því að leggja 10%
söluskatt á þau matvæli, sem ennþá
era undanþegin skattinum. Sölu-
skattur á matvæli kann að sýnast
óréttlátur við fyrstu sýn. Ljóst er
þó, að ekki er mikið réttlæti í því
að skattleggja suma matvöra en
aðra ekki. A þessa ráðstöfun má
því líta sem skref í þá átt að draga
úr því mikla misrétti, sem felst í
söluskattskerfínu, enda verði al-
menn söluskattsprósenta lækkuð
um leið og undanþágur verða afn-
umdar.
Áform um að auka á fíjálsræði
í gjaldeyris- og bankamálum með
því að heimila einkaaðilum kaup á
erlendum verðbréfum og með því
að leyfa almennt gengisbundin út-
lán og innlán í bankakerfinu era
einnig jákvæð. Breyting í þessa
vera getur m.a. skapað vissa mögu-
leika fyrir fyrirtæki til að draga úr
gengisáhættu.
Þá örlar nokkuð á því í fjárlaga-
framvarpinu að reynt sé að ráðast
að þeim vanda og misrétti gagn-
vart öðram atvinnugreinum, sem
mikill fjáraustur úr ríkissjóði til
landbúnaðarmála er.
Síðast en ekki síst er boðað, að
ratt verði úr vegi skattalegum
hindrunum þess að almenningur
spari í formi hlutaflárkaupa. Þama
er stórmál á ferðinni, ef mönnum
er alvara með að standa við þetta
loforð. Hins vegar er ekki stafkrók
að fínna um það hvemig á að standa
við þetta fagra fyrirheit.
Raunar er almennt mjög erfítt
að átta sig á, hvaða alvara fylgir
ýmsum þeim aðgerðum ríkisstjóm-
arinnar, sem boðaðar hafa verið.
Þannig var fjármálaráðherra farinn
að bjóðast til að hætta við að taka
upp söluskatt á matvæli, aðeins
tveimur dögum eftir að hann hafði
kynnt þau áform, og landbúnaðar-
ráðherra hefur látið þau orð falla
að hann styðji aðeins tekjuhlið fjár-
lagafrumvarpsins, þ.e.a.s. stór-
aukna skattheimtu.
Þegar á heildina er litið get ég
því tekið undir með manninum, sem
sagði, að það væra að vísu ýmsir
ljósir punktar í þessum efnahags-
ráðstöfunum, en þeir væra bara svo
óljósir, að erfítt væri að henda reið-
ur á þeim.
Gengisstefnan
Ekki verður horft fram hjá þeirri
staðreynd, að samkeppnisstaða
sumra greina atvinnulífsins, ekki
síst ýmissa greina iðnaðar, er orðin
afar erfíð. Þannig er hið svonefnda
raungengi, sem er almennur og við-
urkenndur mælikvarði á samkeppn-
isstöðu innlendra atvinnugreina
gagnvart erlendri framleiðslu, nú
þegar orðið óhagstæðara, en það
hefur verið í áraraðir, og jafnvel
óhagstæðara en það var á áranum
1981—1982. Innflutningur hefur
vaxið ört og viðskiptahalli eykst.
Markaðshlutdeild ýmissa greina
iðnaðar fer minnkandi.
Jafnframt þeim ráðstöfunum,
sem ríkisstjómin hefur gert eða
boðað, hefur hún tekið mjög skýrt
fram, að fast gengi sé homsteinninn
í efnahagsstefnu hennar. En hvers
vegna er stöðugt gengi æskilegt?
Ekki vegna þess, að tiltekin gengis-
skráning sé markmið í sjálfu sér,
heldur til þess að skapa stöðugt
verðlag. Ég vil því benda á, að í
því felst mikil þversögn að segja
annars vegar að fast gengi sé hom-
Haraldur Sumarliðason
steinn efnahagsstefnunnar og hins
vegar að afgreiða skattahækkanir
á færibandi, sem ýmist fara beint
út í verðlagið eða lenda í fram-
leiðslukostnaði fyrirtækja og gera
þau ófær um að standast sam-
keppni.
Eg leyfí mér einnig að vekja sér-
staka athygli á nokkram ráðstöfun-
um ríkisstjómarinnar, sem grafa
undan samkeppnishæfni innlendra
framleiðslugreina og ganga því
þvert á markmið hennar um að
halda stöðugu gengi. Söluskattur á
tölvubúnað, tækniþjónustu o.fl. er
í reynd skattur á tækniframfarir
og bitnar beint á samkeppnishæfni
innlendra fyrirtækja. Þá áformar
ríkisstjómin samkvæmt fjárlaga-
frumvarpinu að leggja á ný launa-
skatt á fyrirtæki í iðnaði. Því verður
að vísu vart að óreyndu trúað, að
ráðamenn geri alvöra úr þessu, en
ef af verður mun það að sjálfsögðu
skerða enn frekar samkeppnisstöðu
fyrirtækja, og koma harðast niður
á þeim fyrirtækjum, þar sem inn-
lend verðmætasköpun í formi
vinnuframlags vegur þungt. Sömu-
leiðis hefur ríkisstjómin á ýmsan
hátt hækkað veralega vaxtakostnað
fyrirtækja, bæði með skatti á er-
lendar lántökur og með því að
spenna upp vexti á innlendum lána-
markaði. Þá verður ekki annað séð,
en afnám ríkisábyrgðar af fjárfest-
ingarlánasjóðunum muni verka til
hækkunar á lántökukostnaði þeirra.
Afnám sjálfvirkrar ríkisábyrgðar
er án efa verðugt langtímamarkmið
og samræmist vel hugmyndum um
aukið sjálfsákvörðunarvald sjóð-
anna. Hins vegar er vafasamt að
það eigi vel við að afnema ríkis-
ábyrgð nú, þegar atvinnuvegimir
era svo viðkvæmir fyrir kostnaðar-
hækkunum, sem raun ber vitni.
Ég ætla ekki að kveða upp dóma
um það, hve lengi ríkisstjóminni
tekst að halda óbreyttu gengi. Hitt
sýnist mér deginum ljósara, að ef
ekki verða afturkallaðar eða hætt
við ráðstafanir af því tagi, sem ég
hef nú nefnt, sem bitna harkalega
á samkeppnisstöðu innlendra fyrir-
tækja, mun fastgengisstefna ríkis-
stjómarinnar óhjákvæmilega og
fyrr en varir hljóta dóm sögunnar
sem falsgengisstefna.
Auk þeirra atriða, sem hér hafa
verið nefnd um skatta- og kostnað-
arhækkanir þær, sem ráðstafanir
ríkisstjómarinnar hafa í för með
sér, veldur vonbrigðum hve misjafíi-
lega er tekið á málefnum atvinnu-
veganna í fjárlagaframvarpinu.
Sem dæmi má nefna, að ætlunin
er að afnema með öllu það fram-
lag, sem ríkissjóði er ætlað með
lögum að greiða til vöruþróunar-
og markaðsdeildar Iðnlánasjóðs á
móti greiðslum inaðarins. Áftur á
móti er ráðgert að gauka iitlum 429
milljónum króna að Framleiðnisjóði
landbúnaðaríns. Þessi fjárveitingar-
stefna getur naumast talist vel til
þess fallin að styrkja stöðu þeirra
atvinnugreina, sem eiga við mesta
erlenda samkeppni að etja.
Tollalög og tollskrá
Nýiega tóku gildi ný tollalög og
jafnframt var afnumin sú kvöð á
innflytjendur að þurfa að framvísa
bankastimpluðum reikningúm í
tolli. Þegar frumvörp um þetta efni
voru til umræðu á AJþingi í vor,
lýsti Landssambandið sig efnislega
sammála þessum breytingum, þar
eð í þeim fælust nútímalegri vinnu-
brögð við tollheimtu, sem stuðlað
gætu að hagkvæmari rekstri í inn-
flutningsverslun. Auk þessara
framvarpa hafði verið vandlega
undirbúið frumvarp að nýrri toll-
skrá, þ.e. nýjum tol'.atöxtum.
Landssambandið benti á, að sam-
þykkt nýrra tollalaga og afnám
bankastimplunar fæli í f ér verulega
rýmkun fyrir innflutnmgsverslun-
ina. Hagsmunir iðnaöarins fælust
hins vegar fyrst og fremst í því,
að ný tollskrá tæki gildi og hætt
yrði að tolla óhóflega aðföng til til-
tekinna iðngreina. 7.'il þess að raska
ekki um of samkeppnisstöðu
íslensks iðnaðar væri því nauðsyn-
legt, að breytingar á tollskrá kæmu
til framkvæmda um leið og ný tolla-
lög og afnám bankastimplunar.
Ekki var hlustað á þessa ábend-
ingu Landssambandsins. Eftir 1.
september sl. hefur því innflytjend-
um, sem á annað borð hafa láns-
traust hjá viðskiptaaðilum sínum
erlendis, opnast greiðari leið til þess
að flytja inn vörar með gjaldfresti.
íslenskum iðnfyrirtælqum hefur
hins vegar á engan hátt verið gert
auðveldara að takast á við þessa
auknu samkeppni. Þvert á móti
hefur á flestan hátt verið þrengt
að iðnfyrirtækjum, t.d. með því að
takmarka heimildir þeirra til er-
lendrar lántöku vegna véla- og
tækjakaupa. Afnám bankastimpl-
unar kemur auk þess til fram-
kvæmda á einkar óheppilegum
tíma, þ.e. þegar innflutningur fer
ört vaxandi vegna taumlausrar eft-
irspumarþenslu og fastgengis-
stefnu ríkisstjómarinnar. Hinar
tiltölulegu smáu íslensku iðngreinar
þola ekki sviptingar af þessu tagi.
Ýmsar þjónustugreinar iðnaðar-
ins hafa löngum mátt sæta því að
vera flokkaðar sem eins konar ann-
ars flokks iðnaður og ekki búið við
starfsskilyrði til jafns við viður-
kenndar samkeppnisgreinar. Hafa
þessar greinar m.a. þurft að greiða
há aðflutningsgjöld af vélum, tækj-
um og öðram aðföngum sínum, og
hefur það hamlað framþróun í þess-
um greinum. Löngu er orðið
tfmabært, að látið verði af þeirri
fomeskju, sem í þessu felst, og felld
verði brott aðflutningsgjöld af öllum
aðföngum fyrirtækja og fjárfesting-
arvöru, án tillits til þess, hvaða
atvinnugrein þau tilheyra. Það er
þvf fagnaðarefni, að í fjárlagafram-
varpinu er að fínna loforð um að
lagt verði þegar í haust á Alþingi
framvarp að nýrri tollskrá. Slíkt
loforð hefur að vísu oft áður verið
gefíð, án þess að við það hafí verið
staðið. Ég leyfi mér samt að trúa,
að að þessu sinni verði verkin látin
tala á þessu sviði.
Virðisaukaskattur
Mér hefur orðið tíðrætt um efna-
hagsráðstafanir ríkisstjómarinnar,
sem því miður hafa einkum snúist
um aukna skattlagningu, en minni
djörfung sést við það mikilvæga
verkefni að hefta ofvöxt ríkisbákns-
ins. Þá get ég ekki skilist svo við
skattamálin að víkja ekki að boðuð-
um breytingum á mikilvægasta
tekjustofni ríkissjðs, söluskattinum,
en eins og fyrri ríkisstjóm hefur
þessi ríkisstjóm á stefnuskrá sinni
að koma á virðisaukaskatti í stað
söluskatts.
Það er í sjálfu sér ekki fráleitt,
sem fjármálaráðherra hefur sagt,
að fækkun á undanþágum frá sölu-
skatti megi líta á sem skref í átt
að virðisaukaskatti, þótt auðvitað
verði þær ráðstafanir fyrst og