Morgunblaðið - 27.10.1987, Page 28

Morgunblaðið - 27.10.1987, Page 28
28_______ Bretland: MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987 ERLENT Verðfall hluta- bréfa áfall fyrir einkavæðinguna St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgimblaðsins. Ríkissjóður skaðast ekki neitt á útboðinu, vegna þess að þær fjár- málastofnanir, sem tóku að sér að sjá um söluna, skuldbundu sig um leið til að kaupa þau bréf, sem seld- ust ekki, á uppsettu verði. Bresku fyrirtækin dreifðu áhættunni með því að selja öðrum forkaupsrétt, en bandarískir bankar, sem tóku að sér sölu á hlutabréfum fyrir 220 milljón- ir punda, verða að sitja uppi með skaðann sjálfír. Reuter Deng Xiaoping, leiðtogi Kina, og Zhao Ziyang, settur formaður kínverska kommúnistaflokksins, við setningu þrettánda flokksþings kommúnistaflokksins. Deng klæddist samkvæmt hefð kínverskra kom- múnista en eins og sjá má var Zhao klæddur jakkafötum og bar bindi um háls. Verðfallið á hlutabréfum á fjár- málamörkuðum hefur haft margvísleg áhrif. í lok síðustu viku höfðu verðbréf fallið um 22% í kauphöllinni i London frá þvi á mánudag. Á morgun, miðvikudag, lýkur umsóknarfresti um hlutabréf ríkis- stjómarinnar í olíufélaginu BP. Fyrir rúmri viku auglýsti stjómin, að verð hvers hlutabréfs yrði 330 pens, sem var heldur undir markaðsverði þá. Eftir að hlutabréf höfðu fallið um 22% í verði í síðastliðinni viku, var verðið á hlutabréfum BP komið nið- ur í 287 pens. Um sex milljónir einstaklinga höfðu lýst áhuga sínum á að kaupa þessi hlutabréf, áður en verðfallið varð. Hlutabréf upp á 7,2 milljarða punda vom nú boðin út. í síðustu viku sendu yfírvöld út bækling til almennings og ýmsir þeir, sem fengu hann, sóttu um hlutabréf þá og gerðu sér ekki grein fyrir, að þeir væm að tapa fé á kaupunum. Ýmsir þeirra, sem búnir em að senda inn ávísanir fyrir hluta- bréfum eða búnir að biðja um hlutabréf án þess að senda greiðslu, >»Við getum ekki þrifist án einræðis," sagði Zhao Zhiyang í setningarræðu Þrettánda þing kínverska kommúnistaflokksins: Framhald endurbóta veltur á arftaka Dengs Xiaoping hart. Ef bréfín hækka á ný í verði og ná um 315 pensum, verða þau aftur eftirsóknarverð. Peking, Reuter. ÞRETTÁNDA þing kínverska kommúnistaflokksins hófst i Pólland: Þjóðaratkvæði er blekking ein - segir í yfirlýsingn Samstöðu Varsjá, Hamborg, Reuter. SAMSTAÐA, hin óleyfUega verkalýðshreyfing Pólveija, hef- ur hvatt landsmenn til að virða að vettugi fyrirhugaða þjóðarat- kvæðagreiðslu um umbótaáætlun stjómar kommúnistaflokksins. í tilkynningu sem samtökin komu á framfæri við Reuters-írétta,- stofuna i gær segir að þjóðarat- kvæðagreiðslan sé fyrst og fremst áróðursbragð. hugaðar efnahagsaðgerðir komm- únistafíokksins. Búist er við að þær hafí í för með sér tveggja til þriggja ára niðurskurðartímabil. Þá verða landsmenn einnig spurðir hvort þeir styðji aðgerðir sem fyrirhugaðar eru til að koma á auknu lýðræði í Póll- andi, sem taki meira mið af sjónar- miðum almennings en gert hafí verið hingað til. Pólski andófsmaðurinn Adam Peking á sunnudag. Mikið var fjallað um upphaf þingsins í kinverskum fjölmiðlum og var setningarræða Zhaos Ziyang, forsætisráðherra og setts flokks- formanns, sýnd í beinni sjón- varpsútsendingu. í gær þinguðu kinverskir kommúnistar aftur á móti fyrir luktum dyrum og var um tvö þúsund fulltrúum skipt niður í 33 hópa til þess að fjalla um skýrslu Zhaos. í skýrslunni segir að Kínverjar eigi að hraða umbótum í efnahagsmálum, hefja róttækt endurskipulag stjórnkerfisins og hvetja unga leiðtoga til dáða. Verið getur að líkur á að endur- bótastefna Dengs Xiaoping haldi fremur velli eftir hans dag aukist eftir þetta þing kommúnistaflokks- ins, en það mun að líkindum ráðast af því hver verður valinn eftirmaður Dengs. Erlendir fréttamenn fá ekki að fylgjast með þinginu fyrr en lokafundurinn verður haldinn 1. nóvember. Þá verður tilkynnt um nýja miðstjóm flokksins, en í henni sitja 200 menn. Því næst mun mið- stjómin koma saman til að útnefna helstu ráðamenn landsins. Deng hefur lýst yfír því að hann vilji hætta afskiptum af stjómmálum að mestu. Hann sagði aftur á móti við málsmetandi gesti að félagar sínir hefðu lagt hart að sér að sitja áfram við stjómvölinn. Því er ekki ljóst hvaða framtíð bíður Dengs. Búist er við að Zhao verði kjörinn formaður kínverska kommúnista- flokksins. stórt skref í átt að því að yngja upp í svokallaðri fastanefnd stjóm- málaráðsins, þar sem fímm valda- mestu menn Kína sitja. Vestrænn stjómarerindreki sagði að ræða Zhaos hefði lofað góðu fyrir endurbótasinna, en einnig hefði hann reynt að sigla milli skers og báru og forðast þrætur. Til dæmis hefði Zhao talað um stífni vinstri manna í sömu andrá og hann sagði nauðsynlegt að beijast áfram gegn „borgaralegu fijálslyndi" eins og Kínveijar kalla vestrænar stjóm- málahugmyndir opinberlega. Zhao hvatti til þess að haldið yrði áfram að fylgja endurbóta- stefnunni, sem hann hefur hjálpað Deng að hrinda í framkvæmd und- anfarin níu ár. Aftur á móti sagði hann að það myndi taka lengri tíma en búist hefði verið við að koma á markaðskerfí í landinu. Hann sagði einnig að það myndi taka tímann sinn að draga úr skrif- ræði í stjómkerfínu og bætti við að „ákveðni samhliða aðgát" væm kjörorð sín í endurbótum á stjóm- kerfínu, sem ráðgert er að hafí minni afskipti af stjómun ríkisfyrir- tækja og -stofnana frá degi til dags en áður. Zhao sagði að félagar flokksins gætu aðeins fullkomnað list stjóm- unar með því að hætta afskiptum af framkvæmd smáatriða innan stjómkerfísins. Sögðu stjómar- erindrekar að röksemdir hans til að sannfæra ráðamenn um að það væri þeim í hag að afsala sér völd- um í iðnaði og stjómkerfínu hefðu verið veikburða og lítt sannfærandi. Zhao reyndi ekki að gera lítið úr vandamálum eins og alsiða var á tímum Maós formanns. Sagði hann að í Kína væri enn fólk, sem hvorki hefði til hnífs né skeiðar, fjórðungur þjóðarinnar væri ólæs eða kynni varla að draga til stafs og ýmsir félagar í kommúnista- flokknum notuðu aðstöðu sína til að svíkja út fé, smygla og svalla í eigin siðblindu. En ræða Zhaos bar í grófum dráttum bjartsýni vitni og lagði hann áherslu á að Kínveijar væru á réttri leið og myndu að lokum skipa sér sess meðal auðugustu þjóða heims. Marx-lenínisma og Maó Tsetung bar lítið á góma í ræðunni, sem Zhao var tvær og hálfa klukkustund að flytja. Sagði Zhao að velja þyrfti fulltrúa úr öllum stéttum þjóðlífsins til þess að kjósa embættismenn stjómarinnar. En hann fór ekki í grafgötur um að einn flokkur myndi áfram stjóma Kína og ekki kæmi til greina að taka upp lýðræði að vestrænni fyrirmynd. „Við munum aldrei taka upp vestrænt kerfí þar sem hinir ýmsu flokkar stjóma landinu til skiptis," sagði Zhao. „Við getum ekki þrifíst án einræð- Reuter Wojciech Jaruzelski (neðst til hægri), leiðtogi pólska kommúnista- flokksins, greiðir atkvæði í pólska þinginu um síðustu helgi er samþykktar voru breytingar á ríkisstjórn landsins. „Hafa ber í huga að þeir sem stjóma landinu brutu fyrir sex árum á bak aftur viðleitni til að koma á lýðræði og innleiddu herlög," sagði í tilkynningu Samstöðu. Var enn- fremur minnt á að ráðamenn hefðu þá heitið að koma á endurbótum. Þau loforð hefðu verið svikin og nú væri svo komið að menn legðu eng- an trúnað á yfíriýsingar stjómvalda. Sagði ennfremur í yfírlýsingunni að almenningur ætti ekki að taka þátt í áróðursherferð stjómvalda. í þjóðaratkvæðagreiðslunni, sem fram fer 29. nóvember næstkom- andi, verður almenningur beðinn um að leggja blessun sína yfír fyrir- Michnik sagði í viðtali sem birtist í gær í vestur-þýska tímaritinu Der Spiegel að fjölmargir Pólveijar hefðu ekki trú á því að stjómvöld myndu í raun hrinda þeim eftiahagsumótum í framkvæmd sem þau hefðu boðað. Sagði Michnik að það eitt væri ör- uggt að verð á nauðsynjavörum yrði hækkað og því yrði enn á ný ráðist gegn lífslq'örum almennings sem væru bág fyrir. Michnik er einn helsti leiðtogi Samstöðu. Hann var fangelsaður er starfsemi samtak- anna var brotin á bak aftur. Á síðasta ári var honum sleppt úr fang- elsi er stjómvöld veittu pólitískum föngum sakaruppgjöf. Knattspyrna skemmti- legri en flokksþingið Peking, Reuter. KÍNVERJAR fögnuðu ákaft þegar ijóst var að kínverska landsliðið i knattspyrnu hefði unnið þátttökurétt á næstu ólympíuleikum eftir að hafa sigrað Japan með tveimur mörkum gegn engu. Öll umferð f miðborg Peking stöðvaðist og skömmu áður en blásið var til leiksloka í landsleiknum, sem fór fram í Japan, söfnuðust þúsundir manna saman á Tian- anmen-torgi, þar sem Höll alþýðunnar stendur. Lögregla var kvödd út til að veija Höll alþýðunnar fyrir ágangi stuðningsmanna landsliðsins, en í höllinni er nú haldið þrettánda flokksþing kínverska kommúni- staflokksins. Lögreglan sá þó ekki ástæðu til þess að hafa afskipti af fjöldanum, sem gekk um fagn- andi og sprengdi púðurkerlingar. Hjólreiðamenn fóru hrópandi um og héldu á stórum rauðum fánum. í úthverfum í norðvesturhluta Peking þustu námsmenn á götur út. „Knattspyma er skemmtilegri en flokksþingið," sagði einn námsmaður við Reuters-frétta- stofuna. „Þeir geta ekki stöðvað okkur núna vegna þess að gleði okkar er til komin af föðurlands- ást.“ Vestrænir stjómarerindrekar kváðust sem minnst vilja segja um ræðu og skýrslu Zhaos og síðasta áfanga endurbótastefnu Dengs fyrr en ljóst væri hver héldi um stjóm- völinn í Kfna. „Ræða Zhaos fjallaði um hinar opnu dyr að Kína. En þessar dyr opnast í báðar áttir eft- ir því hver er við völd,“ sagði stjómarerindreki frá Asíu. Zhao skoraði á þingið að taka

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.