Morgunblaðið - 27.10.1987, Síða 29

Morgunblaðið - 27.10.1987, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIBJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987 29 Bretland: Hjónaband Karls og Díönu í rústum? Lundúnum, Reuter. Á BRETLANDI velta menn vöngum yfir því hvort hjónaband þeirra Karls Bretaprins og Díönu, konu hans, sé að fara í hundana. Undanfarnar sex vikur hafa hjónin ekki hist og þegar fundum þeirra bar saman nú um helgina var sá endurfundur mun skemmri en búist hafði verið við. Um 20 stundum eftir að þau hittust ók Díana burt í fússi og ýtti það enn undir vangaveltur um að hið sex ára gamla hjóna- band þeirra sé f hættu. Að sögn blaðamanna var Díana síst glaðljmd í fasi þar sem hún brenndi af stað í Jaguar-bifreið sinni frá sveitasetri hjónanna í Highgrove á Vestur-Englandi. í för með henni var einkalögreglumaður, en ekkert sást til bama þeirra Karls og Díönu, Vilhjálms og Hin- riks. Hvert för hinnar 26 ára gömiu prinsessu var heitið er enn ekki ljóst. Venjulega heldur hún tii Kensington-hallar á sunnudögum til þess að fara með syni sína í skóiann daginn eftir, en blaða- fregnir herma að hennar hafi hvorki verið vænst til Kensington- hallar né Buckingham-hallar. Skyndiieg brottför Díönu kom hirðmönnum greinilega á óvart, því á sunnudagskvöld var einn tals- manna Buckingham-hallar augljós- lega einskis vísari og sagðist halda að hjónin væru bæði í Highgrove. Hjónin hafa nú búið sitt í hvoru lagi í sex vikur. Karl hefur verið í Balmoral-kastala á Skotlandi, en Díana, sem ekki fer í grafgötur með óbeit sína á kastalanum, dvaídi í Lundúnum. Þau hittust að vísu við opinbert tækifæri í Wales í fyrri viku, en sama kvöld flaug Karl aftur til Skotlands. Á laugardag kom Karl svo til Highgrove og sendi gríðarmikinn blómvönd á undan sér. Að sögn blaðamanna leit hann út fyrir að vera vansæll og fár í fasi þar sem hann kom heim, hlaðinn gjöfum til bamanna, sem hann hefur heldur ekki séð í þessar sex vikur. Karl kom heim skömmu áður en móðir hans, Elísabet II. Englands- drottning, er sat ráðstefnu sam- veldislanda í Vancouver í Kanada. Bresk dagblöð, sem hafa undan- fama mánuði haft miklar áhyggjur af sambúð þeirra hjóna, segja að drottningin muni nú grípa í taum- ana og reyna að sætta hjónakomin. „Sagt er að hennar hátign muni tilkynna þeim að sama á hveiju gangi í hjónabandi þeirra, verði Karl og Díana að forðast löng sam- vistarslit," sagði í The Sunday Times. Jólahald í helli á Ítalíu Ancona, Ítalíu, Reuter. ÍTALSKUR þjóðfélagsfræðingur hefur boðið tíu sjálfboðaliðum að eyða jólunum með sér í helli und- ir yfirborði jarðar nálægt borg- inni Ancona á austurströnd ítaliu. Maurizio Montalbini, sem dvaldi 210 daga f hellinum fyrr á þessu ári, sagði í samtali við dagblaðið Stampa Sera að hann hygðist með boðinu kanna hvemig samfélag manna væri, einangrað frá umheim- inum. Montalbini kallar verkefnið „neðanjarðarborg" og segist vilja fá 10 karla og konur til liðs við sig auk tveggja lækna, sjónvarpsmanns og hellafræðings. Fólkinu er ætlað að dvelja í hellin- um frá 14. desember til 27. janúar. „Þetta verður eins og að sigla yfír úthafíð í eilífu myrkri," segir Mon- talbini. Hann segir dvölina verða allt annað en auðvelda og þátttakendur verði að vera í andlegu jafnvægi og á aldrinum 15 til 45 ára. Slepak kemur tíl Víuar- borgar eftir 17 ára bið Begun segist enn vilja fara frá Moskvu Vinarborg og Moskvu, Reuter. RÚSSNESKI gyðingurinn og andófsmaðurinn Vladimir Slep- ak kom ásamt Mariu konu sinni til Vínarborgar á sunnudaginn eftir að hafa beðið farleyfis frá Sovétríkjunum í 17 ár. Sagði hann við komuna að það hefði verið þrýstingi frá Vesturlöndum að þakka að honum var loksins leyft að fara yfir i freisið. Sonur Slepaks, Alexander, sagðist vona að fararleyfi foreldra sinna gæfi til kynna stefnubreytinga eystra gagnvart gyðingum, en faðir hans var á síður en svo á sama máli. „Ég held ég viti nokkru meira en sonur minn [um ástandið í Sov- étríkjunum],“ sagði Slepak á blaðamannafundi. „Frá mínum sjónarhóli er Sovétstjómin að reyna að blíðka Vesturlönd vegna þess að hún þarf á aðstoð og lánsfé þeirra að halda," sagði Slepak og hvað kommúnistaleiðtogana varð- aði, gamla og nýja, sagði hann að þeir væru og yrðu harðstjórar. „Geri þeir eitthvað er það vegna þrýstings að vestan. Væri enginn þrýstingur eða væru Sovétríkin nógu voldug, myndu þeir ekkert að hafast:" Slepak var fímm ár í útlegð skammt frá landamærum Mongólíu og hefur mátt þola pyntingar og yfirheyrslur hvað eftir annað síðan hann sótti fyrst um vegabréfsáritun árið 1970. I gær fór hann til ísra- el, þar sem hann hyggst setjast að. Af andófsmanninum Yosif Beg- un, sem enn er í Moskvu, er það að frétta að hann sagðist enn vilja flytja til ísrael, ef sonur hans og fjölskylda fengju líka að fara. Þetta tók hann fram vegna fréttar í blað- inu Izvestia þess efnis að hann vildi ekki lengur fara til ísraels eftir að ísraeli nokkur, sem var á ferð í Moskvu fyrir skömmu, bað hann vera um kyrrt. í fréttinni var gefíð til kynna að Begun ætlaði sér að vera um kyrrt í annarlegum til- gangi og sagðist blaðið hafa segulband með samtali Beguns og ísraelans undir höndum. Begun vísaði þessu á bug sem hveijum öðrum þvættingi. Sagði hann að ljóst mætti vera að hann færi ekki frá Sovétríkjunum fyrr en sonur hans fengi eir.nig farar- leyfi. Begun sagði að vandræðamál þetta undirstrikaði þann vanda, sem gyðingar í Sovétríkjunum búa við, þrátt fyrir meintar umbótatilraunir. „Perestroika og glasnost gilda ekki um gyðinga í þessu landi," sagði Begun. „Gyðingar eru beittir ofrétti nú eins og þeir hafa verið á öllum tímum." Ný utanríkisstefna stjórnvalda kynnt Suva, Reuter. HERSTJÓRNIN á Fyi-eyjum hefur ákveðið að leita eftir viður- kenningu stjórna Sovétrikjanna og Kína í framhaldi af nýrri ut- anríkisstefnu sem tekin hefur verið upp. Nýja utanríkisstefnan var mörk- uð af Felipe Bole utanríkisráðherra og er gerð grein fyrir henni í fímm síðna plaggi sem Reuter-fréttastof- unni hefur borist. Þar segir að Fiji-eyjar muni reyna að komast yfír það ef Ástralir og Nýsjálend- ingar snúi við þeim baki með því að leita nýrra bandamanna meðal Asíu-þjóða. Þessar tvær þjóðir hafa hótað að hætta viðskiptum við Fiji- eyjar í kjölfar valdatöku Rabuka hershöfðingja og sambandsslitum við Breta. í yfírlýsingu frá utanríkisráð- herranum Felipe Bole segir að þess sé ekki langt að bíða að þjóðir heims muni viðurkenna hið nýja lýðveldi Fiji. Bandaríkjamenn hafa gefíð í skyn að þeir muni viðurkenna hið nýja lýðveldi ef stjómvöld þar haldi vinsamlegum samskiptum. Rabuka hefur svarað tilmælum Bandaríkja- Felipe Bole utanrikisráðherra Fyi. manna á þann veg að líklega muni hagsmunum Bandaríkjamanna vera gætt betur en áður. Síamstvíburar í E1 Salvador Þessir síams-tviburar fæddust i San Salvador á fimmtudaginn var. Læknar telja lífslikur tvíburanna, sem eru stúlkur, miklar ef þsér verða skildar að. í San Salvador er engin aðstaða til að gera slika aðgerð þannig að fara þarf með litlu stúlkurnar til útlanda til að skilja þær að. LISTAFÓLK FRÁ HVÍTARÚSSLANDI Fjölbreytt efnisskrá í söng, hljóðfaeraleik og þjóð- dönsum á eftirtöldum samkomum og tónleikum: Hótel Selfoss: Miðvikudaginn 28. okt. kl. 20.30. Sovéskir dagar settir. Ávörp, Guðmundur Daníelsson les upp, söngur, hljóðfæraleikur, þjóðdansar. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Heimaland Vestur-Eyjafallahreppi: Föstudaginn 30. okt. kl. 21.00. Tónleikar og danssýning. Hlégarður Mosfellsbæ: Laugardaginn 31. okt. kl. 16.00. Tónleikar og danssýning. Menntaskólinn við Hamrahlíð Reykjavík: Sunnudaginn 1. nóv. kl. 15.00. Minnst70 ára af- mælis októberbyltingarinnar og þjóðhátíðardags Sovétríkjanna. Ávörp og skemmtiatriði. Aðgangur öllum heimill. Þjóðleikhúsið: Mánudaginn 2. nóv. kl. 20.00. Tónleikar og dans- sýning af fullri lengd og við bestu aðstæður. Aðgöngumiðar seldir og afgreiðddir til MÍR félaga í húsakynnum félagsins á Vatnsstíg 10. Missið ekki af fjölbreyttri og góðri skemmtun. Stjórn MÍR.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.