Morgunblaðið - 27.10.1987, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 27.10.1987, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987 Friðar- hárgreiðsla Ung stúlka sem þátt tók í friðargöngu í Helsinki um helgina bjó tU „friðar-tré“ úr hári sínu. í hárinu eru fánar margra þjóða og á miðanum stendur friður á ensku, finnsku og rússnesku. Thailand: Maríjúana finnst á flugvelli Bangkok, Reuter. TOLLVERÐIR á Bangkok-flug- velli í Thailandi lögðu hald á 700 kg af maryúana um helgina. Að sögn tollyfirvalda er þetta mesta magn af maríjúana sem lagt hef- ur verið hald á i einu. Fengurinn var falinn í kössum merktum „postulíns-vörur", og átti að senda hann til Sierra Leone. Enginn hefur verið handtekinn, en nafn sendandans, sem er Vestur- landabúi, hefur ekki verið gefið upp vegna rannsóknar á málinu, að sögn yfírvalda. Thailensk yfírvöld hafa á undanf- ömum árum lagt hald á töluvert magn eiturlyfja og í ár hefur þeim orðið vel ágengt því fyrr á árinu lögðu þeir hald á 680 kg af heróíni um borð í fískibáti. Filippseyjar: Þrír láta lífið í sprengingn Zamboanga, Filippseyjum, Reuter. SPRENGJA sprakk á heimavist í háskóla á lítilli eyju úti fyrir Mind- anao, næststærstu eyju Filipps- eyja. Á heimavistinni voru samankomnir þátttakendur á ráð- stefnu. Þrír iétu lífið f sprenging- unni og 26 særðust. Sprengjan var falin (ruslafotu sem drengur skildi eftir á heimavist há- skólans skömmu áður en sprengingin varð. Mennimir sem voru saman- komnir á heimavistinni voru víða að á eyjunum og ráðamenn í viðskiptum og atvinnulffí (heimahéruðum sinum. Enginn hefur lýst yfír ábyrgð á sprengingunni, en Jolo-eyja þar sem 8prengingin varð, er á svæði þar sem múhameðstrú er ráðandi og hafa íbúar farið fram á að fá sjálfstæði. Á sunnudag og mánudag voru einnig sprengdar sex brýr á Filipseyj- um. Talið er að þar hafi kommúnistar andvígir stjóm Corazon Aquino for- seta verið að verki. Reagan Bandaríkjaforsetí: Fómum ekki hagsmimum okkar fyrir leiðtogafund Einhugur meðal utanríkisráðherra NATO-ríkja Waahington, Briissel, Moskvu, Reuter. RONALD Reagan Bandaríkja- forseti hyggst hvergi hvika frá geimvarnaráætluninni og hefur tæpitungulaust sagt ráðamönn- um í Moskvu að hann ætli ekki að fórna mikilvægum hagsmun- um til þess eins að halda megi leiðtogafund með Mikliail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkj- anna. „Ekki hefur verið ákveðið hven- ær leiðtogafundur verður haldinn. En okkur liggur ekkert á,“ sagði Reagan í vikulegu útvarpsávarpi sínu til bandarísku þjóðarinnar á laugardag. „Og við látum öldungis ekki neyða okkur til þess að fóma hagsmunum okkar til þess eins að halda fund.“ Sovétmenn neituðu að standa við orð sín um að ákveða leiðtogafund þegar George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, kom til Moskvu fyrir síðustu helgi til við- ræðna við ráðamenn. Shultz og Eduard Shevardnadze, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, tókst ekki heldur að reka smiðshöggið á samn- ing um upprætingu meðaldrægra og skammdrægra kjamorkuflauga, sem búist hafði verið við að Reagan og Gorbachev gætu undirritað ( Washington einhvem tíma í nóvem- ber. Gorbachev lét að því liggja við Shultz að hann myndi ekki koma Reuter Eduard Shevardnadze, utanrík- isráðherra Sovétríkjanna, grein- ir frá viðræðum sínum við George Shultz, á blaðamanna- fundi í Moskvu. til leiðtogafundar við Reagan nema samkomulag væri um grundvallar- atriði varðandi langdrægar flaugar og vopn í geimnum. Shultz fór frá Moskvu á föstudag og á laugardag greindi hann frá viðræðum sínum við ráðamenn í Kreml á fundi með utanríkisráð- herrum Atlantshafsbandalagsins. Shultz furðaði sig á því að Gorbac- hev skyldi ekki vilja standa við gefín orð og ákveða hvenær leiðtogafund- ur skyldi haldinn. Ráðherrann var spurður hvort rekja mætti hik Sov- étleiðtogans til vandamála heima fyrir. „Eg veit ekki hvað réð mestu um afstöðu hans og meira get ég George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, á blaða- mannafundi sinum nMoskvu. ekki sagt,“ sagði Shultz. Þegar Shevardnadze fór til Was- hington í síðasta mánuði krafðist hann þess að tekið yrði fram í sam- eiginlegri yfírlýsingu sinni og Shultz að leiðtogafundur yrði ákveðinn í Moskvu. Utanríkisráðherramir sem sátu skyndifundinn í Brússel um helgina kváðust flestir ánægðir með að risa- veldin hefðu gengið frá ýmsum smáatriðum í væntanlegu sam- komulagi um upprætingu skamm- drægra og meðaldrægra flauga. Þeir sögðust skilja vonbrigði Bandaríkjamanna vegna leiðtoga- fundarins, en litu aftur á móti svo á að það væri ekki ýkja mikilvægt atriði. Hans-Dietrich Genscher sagði að samkomulag um skamm- drægar og meðaldrægar flaugar ylti ekki á því hvort leiðtogafundur yrði haldinn: „Leiðtogafundur er ekki nauðsynlegur til að undirrita samkomulagið." Sir Geoffrey Howe, utanríkisráðherra Breta, sagði við blaðamenn að nú þyrfti Gorbachev að fjarlægja hindmn, sem hann hefði sjálfur komið fyrir, ef árangur ætti að nást í afvopnun- armálum: „Boltinn er augljóslega innan Kremlarmúra." Shultz sagði að þrátt fyrir von- brigði hefði för sín til Moskvu ekki verið árangurslaus. Kvað hann árangur hafa náðst í viðræðum um mikilvæg atriði. Hann kvaðst aftur á móti hafna alfarið tveimur nýjum tillögum Sovétmanna, sem Gorbac- hev hefði skýrt út. Annars vegar lögðu Sovétmenn til að bann yrði lagt við framleiðslu og staðsetningu skammdrægra og meðaldrægra flauga og hins vegar að hætt yrði að smíða ratsjárstöð í Krasnoyarsk í Síberíu ef Bandaríkjamenn létu af smíði samskonar ratsjárstöðvar á Bretlandi. Shultz kvaðst vongóður um að samkomulag um meðaldrægar og skammdrægar flaugar tækist þrátt fyrir bakslag í Moskvu. Svo virðist sem geimvamaáætlun Bandaríkjastjómar sé á nýjan leik orðin fleygur í samskiptum Sovét- manna og Bandaríkjamanna. „Þeir segja að eingöngu sé um vamar- skjöld að ræða og við emm sann- færðir um að þeir séu að smíða árásarvopn. Það er því ekki mikið rúm til samninga," sagði sovéskur' embættismaður. Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra: Sovétstjórnin hefur glatað nokkru af frumkvæði sínu NATO-ríkin þrýsta ekki á um leiðtogafund STEINGRÍMUR Hermannsson utanríkisráðherra sat á föstudag fund utanrikisráðherra aðild- arríkja Atlantshafsbandalagsins, sem fram fór í höfuðstöðvum bandalagsins i Brtissel í Belgíu. Á fundinum skýrði George Shultz, utanríkisráðherra Bandarikjanna, frá viðræðum sinum og sovéskra ráðamanna i Moskvu í siðustu viku. í gær boð- aði utanrikisráðherra til blaða- mannafundar í Rúgbrauðsgerð- inni við Borgartún af þessu tilefni og skýrði frá fundi ráð- herranna i Beigiu og stöðu afvopnunarviðræðna risaveid- anna. Lýsti Steingrimur þeirri skoðun sinni að Sovétstjómin hefði glatað nokkru af þvi frum- kvæði sem hún hefði haft að undanförnu í afvopnunarviðræð- um þar sem sett hefðu verið ný skilyrði fyrir fundi leiðtoga risa- veldanna. Einnig sagði hann sjónarmið ísiendinga og Norð- manna fara saman varðandi geimvarnaráætlun Bandaríkja- stjóraar auk þess sem rikin tvö væru janframt sammála um nauðsyn þess að fyrirbyggja aukna vígvæðingu á norðurslóð- um. Steingrímur vék í upphafi máls síns að gildi sKkra ráðherrafunda og sagði það vera ótvírætt. Gat hann þess að Bandaríkjamönnum væri mjög í mun að hafa aukið samráð við aðildarríki NATO í Evr- ópu til að vinna bug á tortryggni ákveðinna aðildarríkja sem gætt hefði eftir leiðtogafundinn í Reykjavík er risaveldin urðu ásátt um að stefna að útrýmingu meðal- og skammdrægra lq'amorkuflauga á landi. Steingrímur sagði George Shultz hafa skýrt utanríkisráðherr- unum ítarlega frá gangi viðræðn- anna í Moskvu og hefði ríkt afar rík samstaða á ráðherrafundinum í Brussel. Sagði utanríkisráðherra það sérlega fróðlegt að sitja slíka fundi og væri honum nú ljósar en áður um hversu flókin mál væri að ræða. Kvaðst ráðherra ávallt hafa alið með sér draum um að unnt yrði að útrýma öllum kjamorku- vopnum en hinir færostu sérfræð- ingar teldu það í raun útilokað þar sem auðvelt væri að smíða kjam- orkusprengjur en jafnframt gífur- lega erfítt að halda uppi eftirliti. „Mann rekur í vörðumar þegar slíkar upplýsingar em bomar fram,“ sagði utanríkisráðherra. Shultz sagði afstöðu Sovétstjóm- arinnar hafa gjörbreyst frá því Mikhail S. Gorbachev komst til valda í Soyétrílqunum. Gilti þetta um flest þau mál sem rædd væm á fundum sem þeim sem nýlokið er í Moskvu. Sagði Steingrímur að fram hefði komið að mun fleiri and- ófsmönnum einkum gyðingum hefði verið heimilað að flytjast frá Sov- étríkjunum á þessu ári og væri rætt um að 13.000 manns fengju fararleyfí á þessu og gat utanríkis- ráðherra þess að árið 1985 hefðu um 1.000 manns fengið slíkt leyfí. Sagði Steringrímur ljóst að á þessu sviði hefði orðið algjör viðhorfs- breyting í Sovétríkjunum. Steingrímur sagði Shultz hafa skýrt frá viðræðum um meðal- og skammdrægar flaugar en búist hafði verið við því að utanríkisráð- herrar risaveldanna þeir Shultz og Eduard Shevardnandze myndu ganga frá lokadrögum sáttmála um algera útrýmingu þess háttar flauga á landi svo og að dagsetning næsta leiðtogafundar yrði ákveðin. Þetta hefði ekki tekist þar sem Mikhail Gorbachev hefði óvænt sett það sem skilyrði fyrir leiðtogafundi að fyrir lægju drög að samkomu- lagi um geimvamir og túlkun á ABM-sáttmálanum frá árinu 1972 um takmarkánir gagneldflauga- kerfa. Sagði Steingrímur að þessi afstaða hefði komið eins og „skratt- inn úr sauðarleggnum" og ekki væri unnt að segja til um hvað hefði valdið henni. Kvaðst utanrík- isráðherra telja að með þessu hefði Sovétstjómin glatað nokkro af því frumkvæði sem hún hefði átt í af- vopnunarviðræðum að undanfömu. George Shultz hefði á hinn bóginn fullvissað utanríkisráðherrana um að verolega hefði miðað í viðræðum um meðal- og skammdrægar kjam- orkuflaugar og væm menn þess fullvissir að unnt yrði að undirrita samkomulag um útrýmingu þeirra öðm hvom megin við áramótin. Sagði Steingrímur að þau ágreings- mál sem enn væro óleyst vörðuðu einkum hvemig að eyðingu flaug- anna yrði staðið þar sem gerð þeirra og smfði væri hemaðarleyndammál og því hefðu komið upp ákveðin vandamál varðandi eftirlit með upprætingu þeirra. Steingrímur gat þess einnig að Bandaríkjamenn og Vestur-Þjóðveijar hefðu náð sam- komulagi um hvemig standa bæri að upprætingu skammdrægra kjamorkuflauga í Vestur-Þýska- landi af gerðinni Pershing 1-A, sem lengi virtust ætla að koma í veg samkomulag. Eduard Shevardnadze lýsti yfír því á föstudag að ekki væri ástæða til að efna til leiðtogafundar til að undirrita samkomulag um meðal- drægar flaugar. Aðspurður um þetta sagðist Steingrímur telja að báðir leiðtogar risaveldanna vildu gjaman koma á leiðtogafundi en svo virtist sem Shevardnadze teldi að unnt að yrði að undirrita sam- komulagið á öðmm vettvangi líklega í Genf þar sem afvopnunar- viðræðumar hafa farið fram. Frank Carlucci, öryggisráðgjafí Reagans Bandaríkjaforseta, sagði um helg- ina að hann teldi Kklegt að boðað yrði til leiðtogafundar á þessu ári en George Shultz hefur tekið þung-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.