Morgunblaðið - 27.10.1987, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987
31
Blikur á lofti í persaflóa
''"'"js-srarasb.
mi
Alnæmi í Bandaríkjunum:
Varð fyrsta til-
fellis vart 1969?
Chicago, Reuter.
VÍSINDAMENN í Missouri hafa
komist að því að alnæmi hafi að
öllum líkindum verið banamein
pilts nokkurs, sem lést árið 1969,
en það er um áratug áður en
talið var að fyrsta tilfellis hefði
orðið vart. Kom þetta fram í
Chicago Tribune um helgina.
í greininni sagði að til þessa
hefði banamein hins fimmtán ára
gamla negra, sem kallaður er Rich-
ard R., verið ókunnugt. Læknar
voru þá ráðþrota um hvað amaði
að piltinum og þegar hann lést voru
sýni tekin úr honum og fryst. í
nýlegum prófunum á sýnunum hef-
ur hins vegar komið fram að hann
hafði komist í kynni við alnæmis-
veiruna. Fyrsta tilfellið í Banda-
ríkjunum hefur til þessa verið talið
hafa komið fram í New York-borg
árið 1979.
Sjúkdómurinn kann þó að eiga
sér mun lengri sögu, því læknar í
Afríkuríkinu Zaíre segjast hafa
fundið merki um alnæmi í blóð-
sýni, sem tekið var 1959.
Margir vísindamenn telja að al-
næmi sé upprunnið í AJEríku og
hafí breiðst þaðan út til annarra
landa. Yfirleitt hefur verið talið að
alnæmi hafi fyrst komið til Banda-
ríkjanna á miðjum áttunda áratugn-
um, annað hvort frá Haitibúum eða
öðrum innflytjendum, sem hneigjast
til beggja kynja, eða frá banda-
rískum hommum, sem smitast hafi
erlendis.
í ljósi þessara nýju upplýsinga
er þó ljóst að endurskoða verður
kenningar um hvenær og hvemig
alnæmi barst til Bandaríkjanna.
Morgunblaðið/Emilía
Steingrímur Hermanusson utanríkisráðherra ásamt Róbert Trausta
Ámasyni, starfsmar.ni utanríkisráðuneytisins, á blaðamannafundin-
um f gær.
lega í það. Aðspurður kvaðst
Steingrímur ekki geta skýrt þessar
ólíku yfirlýsingar. Fram hefði kom-
ið í máli Shultz á fundinum í Briissel
að Gorbachev hygðist senda Reag-
an forseta bréf og hefði Shultz sagt
að menn hygðust „bíða eftir póstin-
um“. Stein.Trímur gat þess einnig
að utanríkisráðherrar NATO-ríkj-
anna hefðu ekki þrýst á Bandaríkja-
menn um að koma slíkum fundi á.
Steingrímur sagði það hafa kom-
ið fram í máli Shultz að vel hefði
miðað í viðræðum um mannrétt-
indamál og svæðisbundin mál svo
sem Afganistan og Persaflóa. Varð-
andi Persaflóa væri ljóst að meiri
samstaða væri að nást með risa-
veldunum og greinilegt væri að
Sovétmenn vildu leita leiða til að
geta kallað innrásarlið sitt frá Afg-
anistan með fullri reisn. Sagði
ráðherra Sovétmenn eiga við svip-
aðan vanda að etja þar og Banda-
ríkjamenn í Víetnam-stríðinu á
sínum tíma.
Steingrímur var spurður hvort
utanríkisráðherramir hefðu lýst yfir
stuðningi við geimvamaráætlun
Bandaríkjastjómar og sagði hann
það hafa verið gert á fundi sem
Islendingar hefðu ekki sótt. Kvaðst
hann persónulega hafa ýmsa fyrir-
vara á þeim stuðningi og vísaði til
fyrirvara sem stjómvöld í Noregi
hefðu sett inn í ályktun þess fund-
ar. Steingrímur kvaðst á hinn
bóginn telja að rannsóknir í tengsl-
um við geimvamir gætu leitt til
gríðarlegra tækniframfara á öðrum
sviðum.
Loks gat utanríkisráðherra þess
að ekki hefðu verið ræddar sérstak-
lega hugmyndir sem Gorbachev
hefði sett fram í ræðu sinni í Múr-
mansk á dögunum. Þar lagði leið-
toginn til að fram færu sérstakar
viðræður um leiðir til að draga úr
vígbúnaði á norðurslóðum. Shultz
hefði tjáð sér að Bandaríkjamenn
vildu að mál þetta yrði fyrst rætt
ítarlega á vettvangi Atlantshafs-
bandalagsins.