Morgunblaðið - 27.10.1987, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987
Jóhann tapaði, en
er samt í efsta sæti
STI& 1 2 3 H s (o 7 s 9 10 u 11 VINhl. RÓÐ
-f KORCHNOI CSviss) Z<o2>0 '/// 0 /z 1 1 4 O 1
2 Tl MMAN CUollancíi) UhO 4 1 l/z % 4 'U 1 0
3 LTU60JEVIC CTúqéjl.) 1(15 /l ý4 y/Y yy/y 4 /x /z /L
H G-LIGORIC ÍJ'úfjt’sl') 252S 0 % 0 /// ///y /4 0 4 o
5 MARTANOVIC(Jd5órl) 2S0S o 0 o Y/// O O tl O
lo SA LOVCSovéintjy-iu/vn) 2575 0 /z 'A Yl % /z
SHORTCEn3lancti) 2(10 4 /z m i o l O 0
i IVANOV[C(J~ú3óA) 2535 4 o 0 m 0 /l Yl 4
9 JÓNANN NJARTARS. 2550 % 4 II 1 4 ////. m 0 /l.
10 P 0 POV1C (J ÚqÍjIoiVÍu) 75(0 •/l 4 /z /z 0 /l 4 y/j 7VY/
U NIKOLIC (Júgóslai/iu) 2(20 0 /l o 4 /z 4 /l Y/M YM
11 OELJA VSlcy(Sovétr.) 200 o 4 l4 1 i 0 /z y/ý ////
Skýk
Margeir Pétursson
Jóhann Hjartarson er nú efst-
ur á Investbanka-skákmótinu í
Belgrad i Júgóslavíu ásamt þeim
Viktor Korchnoi, Jan Timman
og Ljubomir Ljubojevic. Þeir
hafa allir hlotið fjóran og hálfan
vinning. Um helgina urðu úrslit
í skákum Jóhanns þau að á laug-
ardaginn hélt hann jafntefli með
svörtu í mjög erfiðri skák við
Sovétmeistarann Alexander
Beljavsky. Á sunnudaginn tefldi
hann síðan við júgóslavneska
stórmeistarann Petar Popovic og
fór skák þeirra í bið. Hún var
tefld áfram i gærkvöldi og lauk
með þvi að Jóhann varð að gefa
skákina eftir að alls höfðu verið
ieiknir 77 leikir.
Það var þó ekkert uppgjafarhljóð
í Jóhanni í gærkvöldi, þótt hann
hafi beðið sinn fyrsta ósigur á mót-
inu. Hann á eftir að tefla fjórar
æsispennandi skákir. í dag við
heimamanninn Predrag Nikolic og
á morgun mætir hann sjálfum Vikt-
or Korchnoi. Á fimmtudag teflir
hann við Jan Timman og á laugar-
daginn við Ljubomir Ljubojevic.
Jóhann er fyrst og fremst á
mótinu til að afla sér reynslu fyrir
væntanlegt áskorendaeinvígi við
Viktor Korchnoi. Hann hefur því
teflt mjög hvasst og kollkeyrt sig
í tveimur skákanna, fyrst gegn
Ivanovic, en það ævintýri endaði
vel, og síðan á sunnudaginn gegn
Popovic. „Þetta fór alveg eftir þeirri
kenningu Portisch að heppni og
óheppni í skák jafni sig upp þegar
til lengdar lætur," sagði Jóhann í
gærkvöldi.
Skáksérfræðingar hér heima
voru almennt bjartsýnir eftir að
staðan í biðskákinni við Popovic
spurðist út í gær, því Jóhann virtist
hafa viðunandi bætur fyrir að vera
peði undir. En Júgóslavinn fann
geysilega sterka leið og náði að
koma Jóhanni í leikþröng, sem
þýddi að hann varð að leika riddara
sínum af bezta reitnum. Þar með
var bjöminn unninn fyrir Júgóslav-
ann, en sagan var þó ekki öll. í
lokin gaf hann Jóhanni kost á að
ná jafntefli með laglegri fléttu sem
þeim báðum yfirsást.
Önnur úrslit um helgina urðu
þessi: 6. umferð á laugardag: Korc-
hnoi vann Salov, Nikolic vann
Short, Ljubojevic vann Gligoric og
Timman vann Maijanovic. Jafntefli
gerðu Popovic og Ivanovic eftir að
skák þeirra hafði farið í bið.
7. umferð á sunnudag: Short
vann Korchnoi, Ljubojevic vann
Marjanovic og Bcljavsky vann Glig-
oric. Jafntefli gerðu Nikolic og
Ivanovic, Timman og Salov. Mjög
grannt var fylgst með síðastnefndu
skákinni, því þeir tveir mætast í
fyrstu umferð áskorendakeppninn-
ar í janúar.
Biðskák Jóhanns og Popovic
tefldist þannig áfram í gærdag:
Svart: Petar Popovic
Pressa Kasparovs
skilaði aðeins jafntefli
Skýk
Margeir Pétursson
Sjöttu skákinni í einvígi þeirra
Gary Kasparovs og Anatoly
Karpovs um heimsmeistaratitil-
inn í skák lauk með jafntefli í
gærkvöldi. Áskorandinn,
Karpov, heldur því enn eins vinn-
ings forystu sinni. Hann hefur
hlotið þijá og hálfan vinning, en
Kasparov tvo og hálfan. Meistar-
amir tefldu ekki í tvisýnu í
gærkvöldi. Svo virtist helst sem
þeir vildu jafna sig eftir mikla
hasarskák á föstudaginn, sem
Karpov vann eftir misheppnaða
sókn heimsmeistarans.
Kasparov beitti enn á ný enska
leiknum og Karpov svaraði nú á
Brids
Arnór Ragnarsson
Flugleiðamenn skák-
uðu risaveldunum
Um miðjan október fór stór hóp-
ur bridsspilara á vegum Flugleiða
til Möltu og tók þátt í keppni 10
flugfélaga víðs vegar að úr Evrópu.
Var sveitin skipuð 22 spilurum en
alls tóku 160 spilarar þátt í mótinu.
Aðalkeppni mótsins var sveita-
keppni með þátttöku 32 sveita og
varð Flugleiðasveitin i öðru sæti.
Árangur Flugleiðamanna í
tvímenningnum var einnig athyglis-
annan hátt en i annarri og fjórðu
skákunum. í miðtaflinu kom upp
svonefnt vængtafl, sem einkenn-
ist af því að annar teflandinn fer
í peðasókn á drottningarvæng
en hinn á kóngsvæng. Það varð
þó lítið úr kóngssókn Karpovs,
hann kaus fremur að veijast
ágangi hvítu mannanna hinum
megin á borðinu.
Kasparov fékk því rýmri og
þægilegri stöðu og hafði að auki
frumkvæðið, en Karpov stefndi
að því að treysta varnir sínar.
Heimsmeistaranum tókst ekki að
finna snöggan blett á stöðu
Karpovs og eftir uppskipti á
drottningum og öllum hrókunum
var mesti vindurinn farinn úr
stöðu hans. Kasparov bauð jafn-
tefli þegar svo var komið, þrátt
verður. Jón Baldursson og Bjöm
Theodórsson sigruðu í 60 para
tvímenningi og í aukatvímennings-
keppni unnu íslendingamir báða
riðla.
í blandaðri parakeppni urðu
Flugleiðamenn f 2. og 3. sæti og í
blandaðri sveitakeppni f 1. og 2.
sæti. Alls var spilað um 24 bikara
og komu 12 þeirra í hlut Flugleiða.
Eftirtalin flugfélög tóku þátt í
keppninni: SAS Noregi, SAS
Svíþjóð, SAS Danmörku, British
Airways, Air Lingus írlandi, Luft-
hansa Þýzkalandi, Austrian Air-
ways, A1 Italía og Air France auk
Flugleiða.
fyrir að staða hans væri ennþá
örlítið skárri.
Frá fræðilegu sjónarmiði var
þessi skák nokkuð athyglisverð,
Karpov sýndi að það er hægt að
tefla vængtafl með svörtu á þann
hátt að leggjast f vörn og fara
ekki í gagnsókn, eins og flestall-
ir kjósa.
Hvítt: Gary Kasparov
Svart: Anatoly Karpov
Enski leikurinn
1. c4 — e5 2. Rc3 — Rc6 3. g3 —
g6 4. Bg2 — d6
Þessi staða er einnig vel þekkt
með skiptum litum og nefnist þá
lokaða afbrigðið í Sikileyjarvöm.
5. Hbl - Bf5 6. d3 - Dd7 7. b4
- Bg7 8. b5 - Rd8 9. Rd5
Hér hefur áður verið leikið 9. e3,
en Kasparov er fús til að eyða tíma
Bridsdeíld
Barðstrendinga-
félagsins
Staðan í tvímenningskeppninni:
Garðar Jónsson —
Ingimundur Guðmundsson 549
Friðjón Margeirsson —
Valdimar Sveinsson 541
Ragnar Bjömsson —
Þorsteinn Þórarinsson 521
Stefán Ólafsson —
Kristján Ólafsson 515
Ingólfur Lilliendahl —
SigrúnJónsdóttir 514
Spilað er í Armúla 40 stundvís-
lega alla mánudaga.
í að framkalla leikinn c7-c6, því
hann gerir sér vonir um að ná þrýst-
ingi gegn c6 peðinu og nýta opna
b lfnuna f framhaldinu.
9. - c6 10. bxc6 - bxc6 11. Rc3
- Re7 12. Ba3 - 0-0 13. Rf3 -
h6 14. 0-0 - Be6 15. Da4 — f5
16. Rd2 - Rf7 17. Hb3 - Hab8
Svartur hefur teflt svo rólega að
það þýðir ekkert að hugsa um gagn-
sókn á kóngsvæng, heldur verður
hann að valda veikleika sfna á
drottningarvængnum.
18. Hfbl - Hxb3 19. Hxb3 -
Hc8 20. Da6 - Rd8
Svo sem sjá má hefur Kasparov
komið ár sinni nokkuð vel fyrir
borð og hefur þunga pressu á
drottningarvængnum. Karpov hef-
ur ekkert mótspil, svo það kemur
mjög á óvart að heimsmeistaranum
tekst ekki að ávaxta sitt pund, held-
ur sættist hann á jafntefli eftir
aðeins átta leiki til viðbótar. Nú
verður honum á ónákvæmni, er
35
63. - Kh6
Júgóslavinn lék þessu í biðleik.
64. Db7 - De2+ 65. Kh3 - Dc2!
Eftir þennan geysisterka leik'
getur hvítur engu leikið nema ridd-
araleik og riddarinn hrekst því úr
góðri vígstöðu á e4. 66. Dd5? geng-
ur þannig ekki vegna 66. — Dc8+
og hvíta peðið á a6 fellur.
66. Rd6 - Ddl! 67. Dc6 - Dg4+
68. Kh2 - De2+ 69. Kgl - De6!
70. Kg2 - Kh7 71. Kh2 - f5 72.
Dc7 - De2+ 73. Khl - Dfl+ 74.
Kh2 - Df2+ 75. Khl - Dxg37?
Mjög slæmur afleikur sem Jó-
hann nýtir sé því miður ekki. Hvítur
gat nú leikið 76. Dxg7+!I — Kxg7
77. Rxf5+ — gxf5 og hvítur er
patt! Líklega hefur Jóhann treyst
andstæðingnum of vel og ekki dott-
ið í hug að hann fengi svo einstakt
tækifæri. Eftir 75. — f4! hefði
svarta staðan hins vegar verið unn-
in.
76. Dxa77? - Dxd6 77. Db7 -
Ddl+ og hvítur gafst upp. Lokin
gætu orðið: 78. Kg2 — De2+ 79.
Kgl — Kh6 80. a7 — Bd4+ o.s.frv.
Garri Kasparov
hann leyfír Karpov að andæfa á b
línunni. Betra virðist strax 21. Ra4.
21. Bb4?! - Hb8! 22. Ra4 - Kf7
23. Bc3 - Hxb3 24. axb3 - Dc7
25. e3 - Bc8 26. Da5 - Dxa5
27. Bxa5 - Re6 28. Bb4.
Um leið og Kasparov lék þess-
um leik bauð hann jafntefli, sem
Karpov að sjálfsögðu þáði. Mér
þykir líklegt að Karpov hefði
teflt þessa stöðu áfram með
hvítu.