Morgunblaðið - 27.10.1987, Page 59

Morgunblaðið - 27.10.1987, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987 59 Athyglisverður draumur Kæri Velvakandi Fyrir skömmu átti ég samtal við 103 ára gamla konu á sjúkrabeði. Sagði hún mér allmerkilegan draum sem mig langar til að deila með fleirum og veit að hún leyfír mér það. Henni fannst hún vera dáin og komin upp í himinhæðir, eins og hún orðaði það. Þar tók á móti henni maður sem hún nefndi Herra og leiddi hana eftir langri götu þar efra. Við götuna stóð fjöldi húsa og voru þau öll númeruð. Gamla konan spurði hvernig þeir þama uppi færu að því að byggja öll þessi hús. Þá sagði hann henni að mennimir sjálfír, hver og einn byggðu sín hús sjálfír þama uppi með hugsunum sínum og verkum á jörðinni, og að hver maður hefði sama númer á enni sér og væri á hans húsi í himinhæðum. Maðurinn sagði gömlu konunni einnig að fylgst væri með mönnunum á jörð- inni því í jarðvistinni væm þeir að búa sér framtíð og íverustað eftir dauðann. Þá minntist ég orða Drott- ins Jesú Krists, Herrans í hæðun- um, er hann sagði: „í húsi föður míns eru mörg híbýli." Mörg ár eru liðin síðan þessi ágæta gamla kona dreymdi draum þennan og lengi hefur hún þráð að hann yrði færður í letur. Nú er það gert hér með. Þegar hún í dag bíður dauða síns þráir hún að komast heim til hæða þar sem húsið hennar bíður hennar og mun það ekki vera af lakara taginu. Þeir sem enn eiga eftir að lifa hér á jörð í mörg ár ættu að hafa sögu þessa í huga, því ævin er stutt og hægt er að byggja upp fallegan heim með góð- um hugsunum og verkum, bæði hér á jörð og handan grafar í himin- hseðum. Einar Ingvi Magnússon t- Þessír hringdu ... Er kirkjan ekki siðfræðistofnun? Sverrir Bjarnason hringdi: „Að undanfömu hafa birst um það fréttir í blöðum að í ráði sé að koma upp svokallaðri siðfræði- stofnun á vegum kirkjunnar. Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að kirkjan væri siðfræðistofnun. Ég hélt að skólinn sem rekinn hefur verið í Skálholti væri skóli þessarar siðfræðistofnunnar þ.e. kirkjunnar. Ef það er ekki rétt hjá mér að kirkjan sé siðfræði- stofnun til hvers em þá prestamir að predika yfír okkur á hveijum sunnudegi? Ég óska eftir því að þjóðkirkjan upplýsi hvort þetta álit mitt er rétt eða rangt." Stórvaxin læða Stórvaxin læða, hvít með gul- brúna flekki og ómerkt, hefur verið í óskilum í húsi á Melunum I rúmlega viku. Eigandi hennar er vinsamlegast beðinn að hringja f sfma 25858. Svart reiðhjól Svart kvenreiðhjól með hvítri flutningagrind framaná fannst fyrir skömmu. Eigandi þess getur hringt í síma 12729. Bíldudalsmálið er alþingi til vansa Hulda Guðmundsdóttir - hringdi: „Mér fínnst að alþingi hafí sett ofan vegna Bíldudalsmálsins. Við neytendur eigum skýlausan rétt á að heilbrigðiseftirlit sé haft með sláturhúsum. Við verðum að geta treyst því að matvara sem við kaupum sé í lagi. Ég tel að heil- brigðiseftirlit í sláturhúsum sé vel komið í höndum dýralækna og mér fínnst það vanvirðing að ráð- ast að dýralæknum með þessum hætti þegar þeir eru að sinna sínu starfí." Seðlaveski Brúnt kvenseðlaveski með skilríkjum o. fl. tapaðist föstu- dagskvöldið 23. október í leigubíl frá BSR eða fyrir utan Frosta- skjól 17. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 22721. Of fáir Hreyfils- bílar Þ.E. hringdi og sagði að of fáir leigubflar frá Hreyfli væru í mið- bænum á kvöldin. Hún sagði að á planinu fyrir neðan Amarhól, þar sem Hreyfíll hefur leigubíla, væri oft enginn bfll á kvöldin. Sagðist hún nota Hreyfilsbflana mikið og að það myndi koma sér mjög vel fyrir marga ef Hreyfils- menn gætu bætt úr þessu. Taska Hinn 22. ágúst sl. var ný grá- leit taska tekin í misgripum með öðrum farangri á ísafírði úr bif- reiðinni Y-2327. í töskunni voru bifreiðaverkfæri og fþróttaskór. Á litlu merki á töskunni stóð skrifað Y-2327, sími 44783. Sá sem hefur töskuna undir höndum er vinsam- legast beðinn að hringja sem allra fyrst í síma 44783. Hringnr Silfurhringur með grænum steini fannst í miðbænum um síðustu helgi. Eigandi hringsins getur hringt í síma 19592. Fríhafnarpoki Fríhafnarpoki með tollfrjálsum vamingi var tekinn í misgripum í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli f byrjun mánaðarins. S’a sem po- kann tók er beðinn að hringja ’i síma 32970. Taska Grá Adidastaska gleymdist í biðskýli í Arbæjarhverfí fyrir skömmu. Finnandinn er beðinn að hringja í síma 672769. Hvar endaði Skuggahverfið? H.Ó. hringdi: „Við höfum verið að deila um hvar Skuggahverfið gamla en- daði. Sumir segja að það hafi endað í Kvosinni en aðrir að það hafí náð allt að Ánanaustum. Gaman væri að fræðast nánar um legu þessa hverfís." VISA VIKUNNAR Ólafí Ragnari ótal flokka eignuð hafa verið sár. Bak við fagra lambsins lokka líta margir úlfa hár. Hákur Lnum eneklásamema^nn „ ^uaí l 43. ! Kr-tln ÓUhöáUiT v»r.?or™£ur | -------- rW,kk.fonn»»«u. “ »,b*«ub*nd»l»«»‘n» »»«ð‘ ,rt 1 f.0.,umenn >*«• ón« h»f« » viA .Hir »4 *f**rt. 4 |00 Und.fumUrí“»- . . iL. A..k»nli.lknnU I „ SufinMonnr fone« uí&i 'kki koMungu (rúi BiAir SiíriAi S«»fin«Uttur i 'or mnnn.kjöri fk.kk.in.. i Sv.v.r «>rt«on Mg* Motr^ I -Afnr »ð flokknum. »m» ■* n\»v*r oTrtMon h»fð> '*,iA h»'» ****** asrsaBssss ÆsrsrrsíKí JOÍ.I h»,ur (Vikkiun. i K*-ykj»vik. Sv.vt lAk i ~«n» »‘r, ne- utvdurtiluKKU n»fn»li»Unn 4dum.-fml». »»K* Þ»4 .ikri/ hmrauiv hcfði vvnö Frá kr. 433.- Pilskr.433.- " Buxurkr. 693.- Vendipeysa kr. 867.- B.MAGNÚSSON HÓLSHRAUNI 2-SÍMI 5 286 6-PÓ ST H Ó L F 410 HAFNARFIRDI Pantið tímanlega fyrir jól KAYS PÖNTUNARLISTINN ÓKEYPIS meðan upplag endist m GERID VERDSAMANBURÐ CB Gengi 28.09 '87. |

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.