Morgunblaðið - 24.11.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.11.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987 Jónína K. Narfa- dóttir — Minning Fædd 12. janúar 1903 Dáin 24. ágiist 1987 „Þín milda og fagra minning sem morgunbjart sóiskin er. Þá kallið til okkar kemur við komum á eftir þér.“ (F.A.) Síðastliðið sumar var eitt sólrík- asta og hlýjasta sem gengið hefur yfír ísland. Jónína Kristín Narfa- dóttir naut þessarar dýrðar lítt því hún lá helsjúk á sjúkrahúsi eftir aðgerð á höfði, sem því miður flutti henni enga heilsubót. Eftir þessa stóraðgerð var hún mjög máttvana og tíðum rænulítil. Ég var lengi að vona að hún hresstist, svo að hún gæti haft ánægju af heimsóknum — og gagnkvæmt. Við hefðum glaðst yfír að sjá hana á batavegi. Hún var alla tíð svo hressileg og frísk, aðeins heymin var farin að bila. Það voru hennar einu elli- merki. Jónína valdi sér fáa vini en góða, var þeim trölltiygg. Hún gekk sína götu háleit, nett og fallega vaxin kona. Hún sendi samferða- mönnum sínum aldrei nein oln- bogaskot. „Eitt sinn verða allir menn að deyja, eftir bjartan daginn kemur nótt,“ sagði skáldið. Svo kom líka einn daginn dánarfregn hennar. Jónína átti í huga mínum eða sálar- fylgsnum víst sæti. Nú var það autt og skildi eftir þetta ólýsanlega tómarúm í bijóstinu. Það flaug sem ör í gegnum huga minn, að ég gæti ekki fylgt henni til grafar. Son hennar hafði ég ekki séð í svo lang- an tíma og mér sem þótti svo vænt um hann frá því hann var bam, góður og fallegur drengur og það hann ekki síður nú á fullorðinsárum. En bömin mín myndu fylgja henni síðasta spölinn, sem þau og gerðu. Enda hafa þau áður notið góðs af þeirra hendi. Ég ákvað að skrifa minningar- grein um hana er ég kæmi heim aftur. Svo komu haustannir og það dróst að skrifa greinina, en það skiptir ekki máli því að það fennir ekki fljótt yfír minningu hennar. Jónína heitin átti sitt heimili síðustu áratugina á Skeiðarvogi 20. Og í huga okkar verður hún bundin þeim stað. Hún var heimakær hús- móðir sem átti gott og notalegt heimili, laust við íburð og pijál eða tískutildur. Það nægði vel hennar þörfum. Hún gerði aldrei Qárfrekar kröjfur sér til handa. Ég var búin að þekkja Jónínu í 40 ár að öllu góðu. 12. janúar 1946 giftist hún Ingólfí Ámasyni fóstur- bróður mínum. Hann var frá Stóru-Skógum í Stafholtstungum. Þar mættust tveir aðiljar samvaldir að mannkostum. Ekki voru þau heldur neinir unglingar sem hlupu saman eftir skyndikynningu. Hann var aldamótamaður en hún þremur ámm yngri. Enda varð hjónaband þeirra farsælt, ástríkt og heil- steypt. Það var svo nokkrum árum síðar að þau urðu þeirrar hamingju aðnjótandi að eignast kjörson alveg frá fæðingu hans, 22. nóvember 1950. Hann varð þeirra sólargeisli, yndi og eftirlæti. En síðar barði sorgin á dyr hjá Jónínu er hún missti mann sinn 2. ágúst 1961. Hvemig Jónína stóð sig þá í þeim erfíðleikum lýsti ég nokkuð í minn- ingargrein um Ingólf og tek ég þá lýsingu upp orðrétta: „I veikindum Ingólfs reyndist eiginkonan honum frábær stoð og styrkur. Annaðist hún hann af nærgætni og alúð. Einnig varð hún ein að sjá um rekst- ur þvottahússins og í þriðja lagi að hugsa um heimilið og son þeirra á Minninff: Jenný Magnúsdótt■ ir frá Arnagerði Fædd 21. febrúar 1935 Dáin 13. nóvember 1987 í dag kveðjum við góða frænku sem er móðursystir okkar, Jenný Magnúsdóttir frá Ámagerði í Fljótshlíð. Jenný fæddist 21. febrúar 1935, dóttir hjónanna Sigríðar Jensdóttur og Magnúsar Steinarssonar, og var Jenný yngst af sex bömum þeirra hjóna. Föður sinn missti Jenný þeg- ar hún var 8 ára gömul, og stóð þv ' móðirin eftir með stóran bama hóp sem var mikið áfall fyrir heimilið. Og því þurfti Jenný að fara að vinna þegar hún hafði aldur til, enda hjálpuðust allir að. Á þeim árum var efnahagur hjá ungu fólki lítill og því erfítt fyrir þau að ganga menntaveginn. En með hjálp systkina sinna komst hún í Húsmæðraskólann á Laugarvatni. Stundaði hún skólann veturinn 1953—54 með góðum árangri, og átti hún sælar minningar frá Laug- arvatni. Árið 1958 fluttist Jenný til Reykjavíkur og vann hún þar við verslunarstöf. Skömmu síðar flutt- ist móðir hennar í bæinn og bjuggu þær mæðgur saman, enda voru þær mjög samrýndar, þar til móðir hennar lést árið 1970. Á heimili okkar kom Jenný oft, og var hún alltaf kát og glöð, og alltaf þegar hún kom læddi hún einhveiju góðgæti í vasa okkar, en henni þótti alltaf sælla að gefa en þiggja. Það var eftirtektarvert hvað böm og unglingar hændust að henni enda kom hún fram við alla sem jafningja sína, hvort sem þeir voru ungir eða gamlir. Það var alltaf gaman að tala við Jenný enda var stutt í léttleikann hjá henni og ef einhver vandamál komu upp, vildi Jenný ávallt leggja sitt að mörkum til að leysa úr þeim. Árið 1973 giftist Jenný eftirlif- andi eiginmanni sínum, Ragnari Böðvarssyni, og eignuðust þau einn son, Böðvar Jens. I þau skipti sem við bræður kom- um að Kvistum í Ölfusi, þar sem þau hjónin bjuggu, voru rædd heimsins mál yfír kaffíbolla, enda voru þau hjón mjög gestrisin. Minningin um þær ánægjulegu stundir sem Jenný frænka gaf okk- ur og sú vissa að Guð taki vel á móti henni mun styrkja okkur í þeirri sorg, sem fráfall svo einstakr- ar frænku er, enda var Jenný okkur bræðrunum svo kær. Eiginmanni, syni og öðrum ást- vinum vottum við einlæga samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skait. Kallið er komið, komin er nú stundin. Vinarskilnaður viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V.Br.) Magnús, Sigurður, Guðni og Jens. t EYÞÓRA SIGURJÓNSDÓTTIR, Drápuhlíð 29, andaðist í Landspítalanum 31. október. Jarðsett hefur verið i kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Ingibjörg Magnúsdóttir, ValdimarTryggvason, Kristjana Magnúsdóttir, Konráð Magnússon, Þóra María, Hanna, Edit, Magnús, Tryggvi, Þóreyog Rannveig. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, STEFANÍU MAGNÚSDÓTTUR, Múlavegi 16, Seyðisfirði. Hulda Sveinsdóttir, Ólafur Kjartansson, Eva Björk Helgadóttir, Stefán Sveinn Ólafsson. t Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur hluttekningu og vinar- hug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FRIÐRIKS SIGURJÓNSSONAR frá Ytrihlíð. Valgerður Friðriksdóttir, Sveinn Sveinsson, Sigurjón Friðriksson, Guðrún Emilsdóttir, Elin Friðriksdóttir, Snorri Sigurðsson, Þórir Guðmundsson, Arnfríður Snorradóttir, Dóra Lára Friðriksdóttir, Ásgrimur Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem með samúðarkveðj- um, blómum og krönsum sýndu okkur samúð og virðingu við andlát og útför ÁRNA SÆVARS GUNNLAUGSSONAR, Öldugranda 3. Sigurlína Skaftadóttir, Gunnlaugur Árnason og börn. ellefta ári. Þessu öllu tókst henni að sinna svo vel að ekkert varð útundan, ekkert vanrækt á kostnað hins. Slílct er fáheyrt en staðreynd engu að síður." Áður en hún kynntist manni sínum rak hún þvottahúsið „Laug“. Ekki voru margar konur með aðeins alþýðumenntun sem stóðu í sjálf- stæðum atvinnurekstri á þeim árum. Fáir ganga lífíð á enda án ein- hvers stuðnings og það gerði Jónína ekki heldur. Með manni sínum fékk hún trausta stoð. Hann keypti þeg- ar bíl í reksturinn og ók honum sjálfur og vann með fólki sínu hvað sem gera þurfti. Um uppvaxtarár Jónínu veit ég of lítið til að skrifa um. Ég þekkti ekkert af hennar fólki nema Sigríði systur hennar, sem er dáin fyrir allmörgum árum. Eitt sinn sagði Jónína mér að hún hefði aldrei séð móður sína. Mér fannst þetta svo viðkvæmt mál að ég spurði einskis. Jónína talaði stundum um Sigur- bjöm fóstra sinn af miklum hlý- leika. Enda létu þau Ingólfur soninn heita Gylfa Sigurbjöm. Jónína var fædd að Litlabæ í Krísuvík, dóttir hjónanna búandi þar Guðrúnar Gísladóttur og Narfa Bjömssonar. Til áhrifa frá bemskudögum má kannski rekja dul hennar og fá orð um bemsku- og æskuárin. Þegar Gylfí sonur hennar hafði aldur til fór hann að vinna hjá flug- félaginu Loftleiðum. Hann hefur, það ég veit, til aldrei skipt um at- vinnuveitanda, heldur hækkað sig upp stig af stigi. Nú vinnur hann í Kaupmannahöfn. Hann lofaði móður sinni ungur að yfirgefa hana aldrei áð staðaldri, skilja hana eftir einmana í lífínu. Hann sótti hana til sín nú nýlega er hún kenndi þess sjúkdóms sem síðar dró hana til dauða. Þar sem sonur hennar vann hjá flugfélagi, tók hann flest sín frí til útlanda, aðallega Banda- ríkjanna. Hann tók móður sína með sér nokkrum sinnum eða eins oft og hún óskaði eftir. Stundum, í fyar- vem hans tíma og tíma, litu Páll og fleiri frændböm Ingólfs heitins til með henni og gagnkvæmt. Hún veitti þeim skjól og athvarf ef þau þurftu þess með. Meðan ég bjó í sveit átti ég þau hjón vísa sem sum- argesti. En 1970 hætti ég að búa. Þá tóku Gunnar sonur minn og Sig- urbjörg kona hans við hlutverki gestgjafanna og aldeilis betur en ég hafði nokkum tíma gert. Hún kom til þeirra 2—3 sinnum á ári og stoppaði nokkuð. Ætíð fór Gunn- ar með hana og mig á hveiju sumri upp í Borgames. Þar heimsótti hún svilkonu sína Önnu Guðmundsdótt- ur og síðan var keyrt upp að Stóm-Skógum, á æskustöðvar Ing- ólfs og víðar. Fyrir þessar móttökur þeirra hjóna er ég mjög þakklát og Jónína kunni svo sannarlega líka að meta þessar heimsóknir. Gunnar og Sigurbjörg hringdu iðulega til hennar og litu inn til hennar á Skeiðarvog er þau áttu. leið í bæ- inn. Ég vona að engum sámi þó ég segi þann sannleik að í Gunnari eignaðist hún sinn annan kjörson, ef svo má orða það. Milli þeirra var innilegt samband. Við kveðjum hana hinstu kveðju. Guð leiði hana í nýja framtíðarlandinu. Gylfí minn. Við Gunnar, Sigur- björg og fjölskyldur okkar sendum hjartans kveðjur til þín og bestu óskir um bjarta framtíð. Ólína I. Jónsdóttir raðauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Kópavogur Hinn árlegi laufabrauösfundur hjá sjálfstæðiskvennafélaginu Eddu veröur sunnudaginn 29. nóvember kl. 13.00 í Hamraborg 1,3. hæö. Eddukonur fjölmennið og takiö meö ykkur gesti. Stjórnin. Seltirningar Bæjarmálafundur Fundur um bæjarmálefni verður haldinn þriðjudaginn 24. nóvember kl. 20.30 á Austurströnd 3, Seltjarnarnesi. Bæjarstjóri Sigurgeir Sigurösson flytur er- indi um starfsemi bæjarins og formenn nefnda og ráöa bæjarins flytja stutt ágrip um starfsemi sína. Mætum öll. Stjórn Sjálfstæðisfólags Seltirninga. Aðalfundur Varðar Aðalfundur Landsmálafélagsins Varðar verður haldinn fimmtudaginn 26. nóvember nk. kl. 20.30 i Sjálfstæðishúsinu Valhöll, Háaleitisbraut 1. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Flokksstarf og fjölmiðlabylting. Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV. 3. Önnur mál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.