Morgunblaðið - 24.11.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.11.1987, Blaðsíða 17
er talið að hátt í þtjár milljónir manna hafí sótt hana. Á þeim tíma sem hátíðin stendur yfir, eru öll hótel og gistiheimili yfirfull og mik- ill fjöldi fær einnig inni í heimahús- um, sannkallaður hvalreki fyrir húseigendur með aukaherbergi, því leigan tvö- eða jafnvel þrefaldast á meðan bjórdrykkjuhátíðin stendur. Já, hann er eftirsóttur þýski bjór- inn. Eitthvað annað en lútsterkt brennivínið sem við íslendingar þurfum að pína ofaní okkur með tilheyrandi grettum, ef við viljum gera okkur glaðan dag. Undarleg þröngsýni þingmanna okkar er fyr- ir löngu orðin að atlægi manna, ekki bara hér á íslandi, heldur líka erlendis. Vonandi verður breyting hér á til batnaðar, því heill þjóðar okkar er í veði, heillar þjóðar, sem er fyrirmunað að neyta þess styrk- leika af áfengi sem hún kýs. Hér er aðeins boðið uppá það sterkasta, enda er áfengisvandamál íslend- inga alkunn staðreynd. Ég skora á alla þá sem hafa kosningarétt, að strika yfír nöfn þeirra þingmanna sem eru á móti sölu á áfengu öli, í kosningum til Alþingis um ókomna framtíð. Aðeins þannig er hægt að koma þröngsýnum þingmönnum út af Alþingi, en öðrum réttsýnum inn í staðinn. Eftir það yrði væntanlega auðvelt að koma jafn sjálfsögðum hlut og bjórfrumvarpinu í gegn, öllum til heilla. Bensín og blý í bytjun næsta árs verður hætt sölu á bensíni sem inniheldur blý. Hér er um að ræða einn þátt í bar- áttunni gegn mengun í Þýskalandi. Að mati sérfræðinga eru nú 70% af skóglendi Þýskalands deyjandi eða sjúk vegna mengunar. Vélar eru nú eingöngu framleiddar fyrir blýlaust bensín í alla bíla á Þýska- landsmarkaði. Búist er við að mikill fjöldi bíleigenda sem eru með vélar fyrir blýbensín, leggi bílum sínum fremur en að láta breyta þeim þann- ig að þeir gangi fyrir blýlausu bensíni, en slík breyting mun vera all kostnaðarsöm. Kannske opnast hér möguleiki fyrir íslenska spekúl- anta í bílainnflutningi til þess að gera reyfarakaup. Ohætt er að segja að Þjóðveijar séu á varðbergi gagnvart mengun, þótt erfítt sé um vik, þar sem landið liggur í miðri Evrópu, en mikið af menguninni fá þeir yfír sig frá nágrannalöndum, eins og til dæmis Austur-Þýska- landi og Tékkóslóvakíu. Þeir reyna samt að róa á móti straumnum og nýlega hafa verið tekin í notkun ný umferðarljós, sem hafa þann eina tilgang að hamla gagn meng- uninni. Það er ekki óeðlileg spum- ing, að spyija, hvemig það geti gerst. Umferðarljós þessi hafa nú verið sett upp á nokkmm stöðum þar sem umferðarþungi er mikill. Þau em auk þess að vera grænt, gult og rautt með tveimur viðbótar- ljósum. Á þeim stendur letrað „Drepa á vél“ og „vél í gang". Þannig á að koma í veg fyrir að menn séu með bifreiðir sínar í gangi á meðan beðið er eftir grænu ljósi. Ljósið „vél í gang“ kviknar skömmu áður en gult og síðan grænt. Ljósið „drepa á vél“ kviknar svo strax á eftir rauða ljósinu. Þess ber að geta, að yfirleitt er lengra á milli skipt- inga á umferðarljósum í Þýskalandi en hér heima. Þjóðvetjar fullyrða, að auk þess að draga vemlega úr mengun, muni þessi ráðstöfun spara þýska þjóðarbúinu þúsundir tonna af bensíni árlega. Þeir sem em á móti þessari ráðstöfun, hafa það helst til síns máls, að viðgerðir og varahlutasala í startara muni aukast svo mikið, að spamaður verði enginn þegar upp er staðið. Já, fátt er svo með öllu illt, að eigi boðið nokkuð gott. Nýtið fólk En Þjóðveijar meta trén sín meira en viðgerðir og varahluti. Þeir hugsa um trén eins og unga- böm, ef svo má að orði komast. Eins og flestir vita var síðastliðinn vetur einn hinn harðasti í manna minnum í Evrópu, utan íslands, og Þjóðveijar fengu sinn skammt af snjó og kulda. Vegna mikilla snjó- þyngsla sliguðust þúsundir tijáa og MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987 17 Gamla vagna er hægt að nýta á skemmtilegan hátt eins og hér hef- ur verið gert. í vor sáu tijávinir, að þau vom ekki upprétt lengur, heldur eins og spumingarmerki í laginu. Allt síðastliðið sumar hefur verið unnið hörðum höndum við að setja spelk- ur á hin kengbognu tré um gervallt landið, til að freista þess að rétta þau við. Þjóðveijar em jú vel þekkt- ir fyrir uppbyggingu og endurreisn- arstörf sín. Uppbygging þeirra á rústum seinni heimsstyijaldar er lygasögu líkust. Á ótrúlega skömm- um tíma breyttu þeir rústunum í fallegar borgir og endurbyggðu sögufrægar byggingar í sinni upp- mnalegu mynd. Þjóðin er og hefur alltaf verið framsýn og getað státað af góðum vísindamönnum, sem margir hveijir hafa verið langt á undan sinni samtíð. Eitt gleggsta dæmið um þetta er svokallaður „Schwebebahn" sem staðsettur er í Wuppertal, sem er þijúhundmð og fimmtíu þúsund manna borg skammt frá Diisseldorf. Die Schwebebahn (svifbrautin) var tekin í notkun árið 1896. Hér er um að ræða jámbraut sem tmfl- ar ekki umferð á jörðu niðri, því hún hangir í teinum, í stað þess að aka eftir þeim. Þannig svífur vagn- inn, eða vagnamir, óháð allri umferð og kemst því fljótt og ör- ugglega á milli áfangastaða. Mannvirki þetta er geysilega mikið, jafnvel á nútíma mælikvarða. Svif- brautin liggur að mestu yfír og eftir á sem rennur í gegnum borgina, en að hluta einnig yfír strætum borgarinnar. Svifbrautin í Wupper- tal mun vera sú eina sinnar tegundar í heiminum, en minnir óneitanlega á neðanjarðarlestir margra borga, nema bara hún er öðmvísi, því hún gengur öfugu megin við jarðveginn. Hér er um frábært tækniafrek að ræða, frá því á síðustu öld, sem ennþá er í fullu gildi og ég tel vafasamt að annar fljótlegri ferðamáti eða hag- kvæmari komi í stað þessa á komandi áram eða jafnvel áratug- um. Þjóðveijar era nýtið fólk, enda búnir að ganga í gegnum hörmung- ar. Sem dæmi, þá kasta þeir ekki gleijum eða pappír lengur í rasla- fötuna. Á flestum gatnamótum íbúðarhverfa hefur nú verið komið upp tveimur litlum gámum fyrir þennan úrgang. Á öðmm stendur „gler“ en á hinum „pappír“. í þessa gáma ber fólk allar einnota flöskur og gler og gömul dagblöð og annan pappír sem til fellur. Gámamir em síðan losaðir eftir þörfum og inni- haldið flutt í endurvinnsluverk- smiðjur. Verksmiðjumar fá þannig frítt hráefni, sem síðan fer aftur inná almennan markað sem versl- unarvara, sem er tiltölulega ódýrari en ella. Það hvarflaði að mér, hvort við Islendingar gætum ekki á sama hátt sparað þjóðarbúinu stórfé og byggt hér endurvinnslu á bæði gleri og pappír sem í dag fer á öskuhaug- ana. Eða emm við kannske of lítil þjóð eins og fyrir svo marga aðra hluti, til þess að það borgi sig. Þá má með sanni segja, að það sé dýrt að vera lítill, þótt það geti verið hagkvæmt að mörgu öðm leyti. Höfundur er á eftirlaunum. A GOQDYEAR KEMST ÉG HEIM Þú átt aðeins eftir nokkra kílómetra. Það er næstum engin umferð og hann er nýhættur að snjóa. Þú ekur greitt! Allt ( einu! Hindrun framundan, — vegurinn lokaður! —- athyglin snarvakin! — nauðhemlun! Bíllinn stöðvast, þú skynjar muninn, Goodyear Ultra Grip 2 dekkin svíkja ekki. Nú er að styttast heim, þú finnur til öryggiskenndar á Goodyear Ultra Grip 2. Það verður gott að koma heim. GOODYEAR ULTRAGRIP2 Á Goodyear Uitra Grip 2 dekkjunum verður bíllinn allur annar, hvort sem er vetur eða sumar. hiheklahf ■jLaugavegi 170-172 Simi 695500 GOODfYEAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.