Morgunblaðið - 24.11.1987, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 24.11.1987, Blaðsíða 74
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987 -I 74 mmmn © 1985 Universal Press Syndicate ,É0 fc.k.k 7-pundcu sj-cikarpönna hclr í éiðastcx mónaSu" V 4sí er — ... ljós lífsins. TM Reg. U.S. Pat Off.-all rights resarved C1986 Los Angeles Tlmes Syndlcate Ég er dálltíð hjákátlegur þegar ég_á eina eftír, eða hvað? Tölvurnar klikkuðu og við urðum að reikna allt sjálf- ir ■- alveg hræðilegur dagur. Undarleg vinnubrögð Til Velvakanda. Jón Sigurðsson á Gautlöndum var sá maður sem stóð fastast og mest við hlið nafna síns, Jóns Sig- urðssonar forseta, í sjálfstæðis- baráttu íslendinga. Jón á Gautlöndum var líka afreksmaður á sviði félagsmála, ekki einasta í Þingeyjarsýslu heldur á miklu stærra svæði og kom svo miklu í verk að einstætt er, jafnvel eins- dæmi. Afkomendur þessarar gömlu sjálfstæðishetju hafa margir komið við sögu þjóðarinnar, tveir synir hans urðu ráðherrar, Kristján og Pétur, tveir dóttursynir hans urðu Hver er réttur myndasmiðs? Kæri Velvakandi. Nýlega var ég á fundi þar sem var nokkurt fjölmenni. í upphafí voru nokkrir myndasmiðir við myndatökur víðs vegar um salinn. Allt í einu tók einn myndasmiðurinn sig út úr, stillti sér upp fyrir fram- an mig, miðaði á mig myndavélinni sinni og stillti linsuna í gríð og erg. í fyrstu hélt ég að hann væri að taka mynd af sessunaut mínum eða einhvetjum öðrum nálægum. Ósjálfrátt færði ég mig til hliðar svo að ég yrði ekki fyrir, en þá sé ég mér til undrunar að myndasmið- urinn elti mig með myndavélinni. Hann endurstillti linsuna og smellti síðan af nokkrum sinnum. Og nú er mér spum: Þarf myndasmiður ekki að spyija leyfís þegar hann tekur mynd við þessar aðstæður? Getur hann leyfislaust notað mynd af mér eða birt í tíma og ótíma? Þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu, en ef ég hefði vitað hvað var á seyði hefði ég a.m.k. tekið af mér gleraugun og reynt að brosa glaðlega að ég nú tali ekki um að rétta úr bakinu og draga inn mag- ann! Hver getur frætt mig um rétt myndasmiðsins í þessu og svipuðum tilvikum? Eða rétt einstaklingsins, þess sem verður fyrir barðinu á myndasmiðnum? Fundargestur líka ráðherrar, Haraldur Guð- mundsson, einn sá besti maður og Steingrímur Steinþórsson forsætis- ráðherra og nú er sestur í ráð- herrastól afkomandi Jóns á Gautiöndum í fjórða lið og alnafni, Jón Sigurðsson bankamálaráðherra með mörgu fleiru og sannast hér, „að oft byggja ættlerar frægustu feðra hin fallandi vé“. Jón á Gautlöndum vissi vel, eins og nafni hans Jón forseti, að stór þáttur í sjálfstæðisbaráttu þjóðar- innar var að öll fjármál, verslun og viðskipti væru í höndum íslendinga sjálfra. En nú bregður svo við að nýi bankamálaráðherrann lætur verða sitt fyrsta verk að reyna að koma íslenskum banka eða bönkum í hendur útlendinga og þá jafnvel helst í hendur Dana. Sjálfstæðis- barátta lítillar þjóðar vinnst aldrei einu sinni fyrir allt, hún stendur alltaf og er ævarandi en það á ekk- Til Velvakanda. í Ríkisútvarpinu hinn 26. októ- ber sl. flutti Gunnar M. Jónsson, forstöðumaður Byggingarþjón- ustu landbúnaðarins, athyglisvert erindi um byggingar í sveitum o.fl. Hann kom m.a. inn á hina miklu fjölgun loðdýrabúa í landinu og þá gífurlegu fjárfestingu sem hér er um að ræða. Gunnar taldi að samkvæmt athugunum og eft- irliti víða um land væri of mikið um alvarlegan þekkingarskort og kæruleysi í þessari atvinnugrein. Slæm umgengni, ónóg loftræsting og oft röng staðsetning húsa. Gunnar bendi á að í þessari at- vinnugrein væri hver og einn að keppa við alla, þannig að ráðlegra væri að vera vel á verði, jafnvel smáskemmdir í skinnum gætu gert þau verðlaus eða ónýt. Gunn- ar upplýsti að menn kæmu alloft og óskuðu eftir teikningum í hvelli án þess að hafa aflað sér nokkurra þekkinar í þessari at- vinnugrein. Hér verður sjálfsagt erfitt við að fást. Hér er um að ert skylt við sjálfstæðisbaráttu að safna skuldum í útlöndum og þaðan af síður að selja íslenska banka og fyrirtæki í hendur útlendinga. Og óneitanlega kemur það kynlega fyr- ir sjónir að bankamálaráðherrann af Gautlandaætt vill selja dönskum banka, heldur en íslenskum sam- vinnumönnum. En nú er það hins vegar deginum ljósara að sala á Útvegsbankanum er eins og hver önnur vitleysa, svo ekki sé talað um Búnaðarbankann. Það er svo önnur saga og kapít- uli út af fyrir sig að Alþýðuflokkur- inn, sósíaldemókrataflokkurinn á íslandi, muni vera einn um það í heiminum slíkra flokka að vilja ekki að ríkið eigi og reki nokkurt fyrir- tæki og eins að vera illvígasti andstæðingur allra samvinnufé- laga. Ingi Jónsson ræða framandi og happdrættis- kennda atvinnugrein, sem krefst mikillar nákvæmni og vinnu, og hún að öllu leyti frábrugðin áður hefðbundnum búgreinum. Heldur yrði dapurlegt ef þessi atvinnugrein ætti eftir að verða að stórum hluta minnisvarði um gullgrafara er kostuðu miklu til en fengu ekkert gull vegna kæru- leysis og vanþekkingar. Ekki er mér alveg ljóst hvað Gunnar á við er hann talar um ranga staðsetn- ingu húsa. Þó má ætla hér sé m.a um landfræðilegar aðstæður að ræða, sem gera aðdrætti mjög erfíða og feikna dýra á vetrum. Einnig of miklar vegalengdir til næstu fóðurstöðva. Sjálfsagt kemur einnig fleira til greina. Æskilegt væri að fá þetta er- indi Gunnars endurflutt í útvarpi og einnig birt á prenti í víðlesnu blaði. Gunnar hafði einnig ýmis- legt annað fram að færa er mætti verða til umhugsunar á erfíðum tímamótum í landbúnaði. J. Gunnarsson, Þverá. Um loðdýrarækt —:-L^------------ÚL HÖGNI HREKKVÍSI Yíkverji skrifar Fyrir nokkrum dögum fékk Morgunblaðið senda ræðu, sem Jón Helgason, landbúnaðarráð- herra, hafði haldið erlendis. Það er í sjálfu sér ekki í frásögu færandi, þótt ræða ráðherra sé send til blaðs- ins en hitt var furðulegra, að blaðið fékk ræðuna senda á ensku! Fyrir nokkrum vikum sendi annar ráð- herra Morgunblaðinu ræðu, sem hann hafði haldið erlendis og þá gerðist hið sama, ráðherrann sendi blaðinu ræðuna á ensku! Þetta eru furðuleg vinnubrögð svo að ekki sé meira sagt. Sjálfsagt er að ráðherrar sendi fjölmiðlum til kynningar ræður, sem þeir flytja, en búum við ekki á. íslandi? Er þetta ekki ríkisstjóm íslands? Er þetta framlag ráðherranna til baráttunn- ar fyrir vemdun tungunnar - að senda fjölmiðlum ræður sínar á enskri tungu?! XXX egar leikrit Birgis Sigurðsson- ar, Dagur vonar, var frumsýnt í Iðnó sl. vetur vakti það mikla at- hygli. Þetta leikrit er enn sýnt hjá Leikfélaginu. Sveinn Einarsson skrifar umsögn um leikritið í nýút- komið hefti af Skími. Umsögn Sveins hlýtur að vekja nokkra eftir- tekt, enda er hann einn af fremstu leikhúsmönnum okkar. Hann segir m.a.:“ An þess að hallað sé á önnur beztu leikverk síðari ára - þeirra aðall er af öðra tagi, eins og drepið var á, - má spyija, hvort skrifað hafí verið á Islandi leikrit, sem búi yfír jafn átakanlegri dramatískri reisn frá því Kamban leið og Jó- hann Sigutjónsson. Það mun fánýtt að bera saman bókmenntagreinar. En þó læðist að manni sú hugsun, að með Degi vonar hafí Birgi Sig- urðssyni tekizt að skapa leikverk, sem sambærilegt sé við það bezta, sem nú kemur fram í íslenzkri skáldsagnaritun og ljóðagerð." xxx m fátt er nú meira rætt en ráðhúsið við Tjömina. Líklega eiga ekki síður eftir að fara fram miklar umræður um væntanlega skrifstofubyggingu Alþingis. Það er eftirtektarvert, að arkitektamir, sem unnu samkeppni um þessi tvö hús, era komungir, bæði Sigurður Einarsson og Margrét Harðardóttir era um eða innan við þrítugt. Hvað sem öðra líður er það ánægjuefni að svo ungt fólk skuli fá slík tæki- færi. XXX Einn af viðmælendum Víkverja hafði orð á því, að bílastæðin við Háskólabíó, sem raunar era einnig notuð mikið af gestum Hótel Sögu væra tæplega boðleg.Þau væra svo illa frágengin, að þegar ekki væri frost mætti búast þar við bleytu og drallu. Þessu er hér með komið á framfæri. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.