Morgunblaðið - 24.11.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.11.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987 Endurvinnslu- stöð í Dounreay eftir Sigurð M. Magnússon Að undanfömu hafa orðið nokkr- ar umræður í fjölmiðlum og á Alþingi um fyrirhugaða byggingu endurvinnslustöðvar fyrir brennslu- efni kjamorkuvera við Dounreay í Skotlandi. í ljósi þessara umræðna þykir greinarhöftindi rétt að árétta nokk- ur mikilsverð atriði, í því skyni að ekki ríki misskilningur um eðli og hugsanleg áhrif fyrirhugaðrar starfsemi. Þeim sem hafa áhuga á frekari upplýsingum, skal bent á greinargerð um kjamorkuverið og endurvinnslustöðina í Dounreay í Skotlandi, er gerð var af Geisla- vömum ríkisins, Hafrannsókna- stofnun, Siglingamálastofnun og prófessor Magnúsi Magnússyni í desember 1986. í síðari grein verð- ur fjallað um rannsóknir og mælingar á geislavirkni í umhverf- inu og matvælum á íslandi. Kjarnorkuiðnaður í Dounreay Frá árinu 1959 hefur verið starf- rækt kjamorkuver við Dounreay með kjamaofnum, er nýta hraðar nifteindir við orkuframleiðsluna. Þar hefur einnig verið unnið að þróun og gerðar tilraunir með slíka lq'amaofna. Þessir kjamaofnar nýta brennsluefnið mun betur en hefð- bundnir kjamaofnar, sem nýta hægar nifteindir. Einnig er hægt að nota þessa kjamaofna til þess að framleiða plúton-239 úr úrani-238, en það efni er m.a. hægt að nota í kjamasprengjur. Frá 1960 hefur brennsluefni frá orkuverinu í Dounreay verið endurunnið á staðn- um. Nú er ráðgert að reisa þar mun stærri endurvinnslustöð fyrir brennsluefni úr þessum kjamaofn- um. Endanleg ákvörðun um staðsetningu verður væntanlega tekin á árinu 1988. Er hér um að ræða samstarf Breta, Belga, Frakka, ítala og V-Þjóðveija. Er fyrirhugað að flytja brennsluefnið sjóleiðis frá þessum löndum til end- urvinnslu í Skotlandi. í Dounreay er einnig starfrækt tilraunastöð á vegum breska flot- ans. Þar er unnið að tilraunum og prófunum á kjamorkuknúnum vél- um og búnaði. Geislavirku frárennsli frá kjam- orkuiðnaðinum í Dounreay hefur til þessa verið veitt í Pentlandsfjörð. Áhrif þeirrar starfsemi á næsta umhverfí hafa verið könnuð reglu- lega. Víðtækar, árlegar mælingar á geislavirkni í næsta nágrenni Doun- reay staðfesta að magn geislavirkra efna í frárennsli er langt innan leyfílegra marka samkvæmt reglum bresku geislavamanna, NRPB. Þær reglur byggja á viðmiðunarmörkum Alþjóðageislavamaráðsins, ICRP, hliðstætt því að starfsemi Geisla- vama ríkisins á íslandi er miðuð við reglur ráðsins. Mælingar á geislavirkni í mjólk frá næsta nágrenni Dounreay stað- festa að geislavirkt ryk, sem berst út í andrúmsloftið þaðan, er langt innan leyfílegra marka. Þær mæl- ingar, sem hér um ræðir, eru bæði framkvæmdar af þeim, sem starf- rælq'a kjamorkuverið og endur- vinnslustöðina, svo og opinberum eftirlitsaðilum í Skotlandi. Opinberir aðilar í Bretlandi hafa lýst því yfír, að með hliðsjón af tækniþróun muni ekki verða heimil- að, að meira af geislavirkum efnum berist frá stöðinni út í umhverfíð en nú er, þrátt fyrir fyrirhugaða aukningu á starfseminni. Hlutverk endur- vinnslustöðva í endurvinnslustöðvum fer fram hreinsun á notuðu brennsluefni kjamaofna. Brennsluefnið er blanda af geislavirku efnunum úran og piúton. Við orkuframleiðsluna nýtist aðeins hluti þeirra hveiju sinni, m.a. vegna annarra geisla- virkra efna sem myndast. Þessi efni þarf að hreinsa úr brennsluefn- inu, svo hægt sé að nýta það betur til orkuframleiðslunnar. Þetta er gert í endurvinnslu- stöðvum. Þar er eldsneytið skilið með efnafræðilegum aðferðum frá öðmm geislavirkum efnum. Það sem þá er eftir, er geislavirkur úr- gangur. Geislavirkur úrgangur frá endurvinnslustöð af þessu tagi er mjög mismunandi, bæði að eðli og formi. Fyrst og fremst er um að ræða úrgang í föstu og fljótandi formi, auk lítilsháttar úrgangs, sem ætla má að berist út í andrúmsloft- ið. í föstu og fljótandi formi em geislunaráhrif úrgangsins mjög mismunandi. Þannig er talað um hágeislavirk- an, meðalgeislavirkan og lággeisla- virkan úrgang. Reiknað er með að allur há- og meðalgeislavirkur úr- gangur verði geymdur á landi, ýmist í Bretlandi eða fluttur til uppmnalands hráefnisins, en lág- geislavirkum úrgangi verði fargað, þ.e. vökva hleypt til sjávar og föst- um efnum fargað skv. reglum, sem um slíkt gilda. Gmndvallarmunur er á starfsemi kjamorkuvera og endurvinnslu- stöðva fyrir brennsluefni. í kjam- orkuvemm er unnið með mjög háan þrýsting og mjög hátt hitastig, þannig að slys, t.d. gufusprenging eins og í Chemobyl, getur þeytt geislavirkum efnum mjög hátt í loft upp. í endurvinnslustöðvum er unn- ið við fremur lítinn þrýsting og lágt hitastig. í endurvinnslustöðvum er unnið með mikið af geislavirkum efnum, sem krefst sérstakra varúðarráð- stafana við alla þætti starfseminn- ar, svo og allan flutning efnanna. Staðsetning endurvinnslu- stöðvarinnar Dounreay er nyrst í Skotlandi og stendur við Pentlandsflörð. Þar er mjög erfíð siglingaleið, og er því ráðgert að gera nýja höfn við In- vergordon á austurströnd Skot- lands. Brennsluefnið yrði flutt þangað sjóleiðis. Fjarlægðin frá Dounreay til íslands er um 900 km. Atvinna er lítil á þessu svæði og hefur kjamorkuiðnaðurinn því mikla þýðingu fyrir íbúana. Geislunaráhrif frá endurvinnslustöðvum í Bretlandi Frá fyrstu tíð hefur mannkynið orðið fyrir geislun frá umhverfi sínu. Sú geislun, sem m.a. kemur frá himingeimnum, jörðinni og geislavirkum efnum í beinum líka- mans, nefnist bakgrunnsgeislun. Auk þess býr fólk á 20. öld við geislun af mannavöldum, m.a. vegna notkunar hennar í læknis- fræði og iðnaði, tilrauna með kjamavopn og frá kjamorkuiðnaði. Þannig hefur aukin hagnýting og notkun geislunar á mörgum sviðum aukið það magn geislavirkra efna, sem er í umhverfínu, og þá geislun, sem við verðum fyrir. Við mat á geislunaráhrifum á Norður-Atlantshaf, vegna fyrir- hugaðrar stækkunar endurvinnslu- stöðvar fyrir brennsluefni kjamaofna í Dounreay í Skotlandi, er eðlilegt að líta á þau áhrif, sem rekstur hliðstæðrar endurvinnslu- stöðvar við Sellafíeld í Englandi hefur haft. Sú endurvinnslustöð hefur verið starfrækt í um 30 ár og hefur geislavirkur úrgangur frá henni verið leiddur í írlandshaf og dreifst þaðan með hafstraumum allt til Norður-íshafs og Austur- Grænlands. Lítið er vitað um dreifíngu geislavirkra efna í hafinu umhverfis ísland og á landgrunn- inu, enda hafa mælingar þar verið af skomum skammti. Þær fáu mælingar á geisla- virkni, sem gerðar hafa verið í hafínu umhverfís ísland og á sýnum af íslenskum strandsvæðum, benda til lítilla áhrifa frá Sellafíeld. Áhrif þaðan virðast meiri við Austur- Grænland. Enginn vafí leikur þó á því, að geislavirk efni frá þessari starfsemi berast á íslensk fískimið, t.d. á fiskislóðina milli íslands og Jan Mayen. Margar þjóðir fylgjast með geislavirkni í hafínu, og hafa þær rannsóknir veitt mikilvægar upplýs- ingar um dreifíngu og útbreiðslu geislavirkra eftia, sem leidd em í hafíð, m.a. frá endurvinnslustöðinni í Sellafíeld. Norrænir vísindamenn, og þá sérstaklega danskir vísinda- menn undir forystu Dr. Asker Aakrog, hafa stundað umfangs- miklar rannsóknir á þessu sviði. Vitað er, að geislavirkur úrgangur, sem leiddur er í írlandshaf, berst þaðan norður með strönd Skotlands og framhjá Dounreay. Þessar rann- sóknir veita því mikilvægar upplýs- ingar um það, hvemig vænta má að geislavirk efni frá endurvinnslu- stöð í Dounreay dreifíst og þynnist út. Á 1. mynd má sjá, hvaða leið geislavirk efni berast til Austur- Grænlands frá írlandshafí. Einnig má sjá, hve styrkur efnanna minnk- ar með aukinni §arlægð, hve miklar vegalengdir er um að ræða, svo og þann tíma, sem það tekur efnin að berast þangað. Með hliðsjón af þessu má ætla, að það muni taka geislavirk efni, sem berast í hafíð frá Dounreay, a.m.k. 4—6_ ár að berast til hafsvæð- anna við ísland. Þá má ætla að styrkur þeirra verði orðinn einn þúsundasti hluti þess, sem hann var þegar efnin bárust í hafíð við Doun- reay. Áform um byggingu nýrrar og stærri endurvinnslustöðvar í Doun- reay, fyrir brennsluefni kjamaofna, hafa valdið nokkrum áhyggjum vegna skaðlegra áhrifa, sem slíkt gæti haft á umhverfi Dounreay svo og á Norðursjó og Norður-Atlants- hafi. Miðað við þá vitneskju, sem fyrir liggur um áhrif hliðstæðrar endur- vinnslustöðvar í Sellafield á Norður-Atlantshaf og skilyrði, sem bresk stjómvöld hafa lýst yfír að sett verði um frárennsli geislavirkra efna, má ætla að geislunaráhrif fyrirhugaðrar endurvinnslustöðvar við Dounreay á hafíð umhverfís ísland, verði óveruleg miðað við eðlilegan og áfallalausan rekstur. Geislunaráhrif verða aðeins lítið brot náttúrulegrar geislunar, sem fylgt hefur mannkyninu frá fyrstu tfð. Með hliðsjón af straumum á þessu hafsvæði, svo og af fenginni reynslu, má ætla að mengun sjávar á fiskimiðum umhverfís ísland af völdum efna, er berast í Norðursjó og írlandshaf, verði minni en í haf- inu við Grænland. Nauðsynlegt er þó að fram fari rannsóknir, í því skyni að afla nánari upplýsinga um þetta atriði. Áhrif kjarnorku- slyss í Dounreay Kjamorkuslys geta alltaf átt sér stað og gera ekki boð á undan sér. Sigurður M. Magnússon „Er því bæði ósann- gjarnt o g rangt að halda því fram, að íslensk stjórnvöld hafi ekki sýnt þessu máli neinn áhuga. Það hafa þau svo sannarlega gert, þó alltaf megi gera betur. Nýleg til- laga til þingsályktunar, um að rikissijórnin mótmæli fyrirhugaðri endurvinnslustöð, er því í raun nokkuð seint á ferð, þótt hún sé góðra gjalda verð, því afstöðu Islands til máls- ins hefur með skýrum hætti verið komið á framfæri við Breta.“ Með fræðslu, þjálfun og hönnun mannvirkja og tækjabúnaðar er reynt að draga úr líkum þess, að slík slys verði, og draga úr áhrifum þeirra. Kjamorkuslysið í Chemobyl í apríl 1986 staðfestir, að ekki er hægt að útiloka að slys eigi sér stað með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum. Áhrif slíks slyss í Dounreay (og reyndar einnig í Sellafíeld) gætu orðið tvíþætt hér á landi. Annars vegar vegna geislavirkra efna, er kæmust út í andrúmsloftið og bæmst hingað með vindum, og hins vegar vegna geislavirkra efna, er rynnu í hafíð og bærust hingað með hafstraumum. Geislavirk efni geta borist hingað í andrúmsloftinu á skömmum tíma eftir slys, ef veðurskilyrði eru þann- ig. Fjarlægðin frá Dounreay til Islands er minni en fjarlægðin frá Chemobyl til þeirra svæða í Svíþjóð, er verst urðu úti eftir slysið vorið 1986. Það skal þó áréttað, að orku- framleiðslan í Chemobyl er mjög frábrugðin endurvinnslunni í Doun- reay, eins og áður hefur komið fram. Um geislavirk efni, er fæm út í hafíð við slys, gildir það sama og um geislavirk efni, sem fara í hafið við daglegan rekstur. Aukning geislavirkra efna í hafinu umhverf- is íslands yrði, þegar tímar liðu, í hlutfalli við hversu mikið af efnum hefðu farið í hafíð við Dounreay. í endurvinnslustöð eins.og Dounreay getur ekki orðið kjamasprenging eins og þegar kjamasprengja springur, en þá losnar gífurlega mikil orka úr læðingi í einu vet- fangi. Þegar kjamakleyf efni, t.d. úran-235 og plúton-239 safnast fyrir í nægilegu magni („critical mass“), á sér stað mjög hröð keðju- verkun, sem ekki er hægt að hemja — kjamorkan leysist úr læðingi. Ef plúton-240 er einnig til staðar, hægir á keðjuverkuninni. I kjamasprengjum er fyrst og fremst plúton-239, en auk þess er innanvið 2% af plútoni-240. í brennsluefninu er mun meira af plútoni-240, sem kemur í veg fyrir að keðjuverkun fari úr böndum. Þetta leiðir til staðbundinnar og hægrar hitamyndunar, en ekki til sprengingar. Auknum umsvifum við kjam- orkuiðnaðinn í Dounreay munu fylgja auknir flutningar geisla- virkra efna á sjó, á landi og í lofti. Auknum flutningum fylgir aukin slysahætta, með þeim afleiðingum að geislavirk efni komast út í um- hverfíð. Fyrirhuguð staðsetning endur- vinnslustöðvarinnar við Dounreay orkar mjög tvímælis. Staðsetningin við Dounreay eykur hættuna á því að lönd, er ekki standa að stöðinni, verði fyrir mengun af völdum geislavirkra efna frá henni, á meðan áhrif á þau lönd, sem stöðin á að þjóna, gætu orðið mun minni eða jafnvel engin. Afstaða annarra þjóða til f ramkvæmdanna í Dounreay Afstaða til fyrirhugaðrar stækk- unar á endurvinnslustöðinni mótast mjög af þeim hagsmunum, sem um er að ræða. Þau ríki, sem munu njóta góðs af starfseminni, styðja fram- kvæmdimar, en þau ríki, sem óttast mengun frá henni, eru andvíg fram- kvæmdunum. Endanleg ákvörðun um staðsetn- ingu og framkvæmdir verður væntanlega tekin á árinu 1988. í nágrannalöndum okkar, svo sem Noregi og Danmörku, hafa stjóm- völd áhyggjur af fyrirhuguðum framkvæmdum. Þeim hefur verið mótmælt í þessum löndum sem og Færeyjum, Orkneyjum og víða í Skotlandi. Þar hafa mótmælin leitt til að- gerða af hálfu opinberra aðila. Hafa þau ýmist Iýst áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðra fram- kvæmda eða mótmælt þeim við bresk stjómvöld. Opinberir aðilar í Skotlandi hafa lagt áherslu á að þeir muni ekki heimila umbeðna aukningu á starf- semi í Dounreay, ef hún hefur í för með sér að meira magn af geisla- virkum efnum fari út í umhverfið, en heimilt er við núverandi starf- semi. Afstaða íslands í skýrslu þeirra, sem vitnað er til í upphafi greinarinnar, seg- ir að „staðsetning stöðvarinnar í Dounreay orki mjög tvímælis". Það sjónarmið skal áréttað hér, enda greinarhöfundi málið skylt, þar sem hann er einn höfunda skýrslunnar. Afstaða íslands til fyrirhug- aðra framkvæmda við Dounreay hefur þegar verið kynnt breskum stjórnvöldum. í febrúar sl. sam- þykktu umhverfismálaráðherrar Norðurlandanna á fundi sínum i Finnlandi að lýsa áhyggjum sínum við bresk stjórnvöld, vegna staðsetningar endur- vinnslustöðvarinnar. í ályktun fundarins var einnig tekið fram, að stöðin gæti ógnað fiskimiðum Noregs, Islands og Færeyja. Þessi ályktun var send til um- hverfismálaráðherra Breta, Nicholas Ridley. Fulltrúi íslands á fyrrgreindum fundi var frú Ragnhildur Helgadóttir, þáver- andi heilbrigðismálaráðherra, og á þingi Norðurlandaráðs kom það einnig' í hennar hlut að svara fyrirspurnum um Dounreay fyrir hönd umhverfismálaráðherr- anna. Þessi afstaða íslands var rök- rétt framhald þeirrar stefnu, er mótuð var, þegar á árinu 1984, undir forystu þáverandi heil- brigðis- og samgönguráðherra, Matthíasar Bjarnasonar, og fylgt eftir með formlegum mótmælum vegna losunar geislavirks úr- gangs í hafið og tillögum um bann við því. Þessi mál hafa einnig verið tekin fyrir á fundum Vestnor- ræna þingmannaráðsins 1986 og 1987, í seinna skiptið að frum- kvæði íslendinga. Þá er ónefnd- ur þáttur Siglingamálastofnun-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.