Morgunblaðið - 24.11.1987, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 24.11.1987, Blaðsíða 69
69 Solveigu Björling, söngkonu, og Ingibjörgu Jónu, bankaritara í Seðlabanka íslands, gift Sveini Jónssyni, endurskoðanda. Heimilið á Eiríksgötu var annál- að fyrir rausnar- og myndarskap. Það stóð ávallt opið vinum og vandamönnum. Mátti með sanni segja að það hafi verið samkomu- staður ijölmenns systkina- og vinahóps árum saman. Nutu þar margir góðs af, þar á meðal undir- ritaður, sem kynntist Önnu og heimili hennar á árunum eftir 1940, þegar ég kynntist konuefni mínu, sem er áðumefnd systurdóttir henn- ar. Þá hófust kynni og vinátta, sem varað hefur síðan og aldrei hefur fallið skuggi á. Um sama leyti, þ.e. á árunum eftir 1940, þegar harka var farin að færast í heimsstyijöld- ina síðari, keyptu Anna og Jóhannes sumarbústaðaland við Alftavatn í Grímsnesi. Byggðu þau sér þar stór- an og reisulegan sumarbústað með það fyrir augum að eiga þar at- hvarf á þeim róstursömu tímum, sem í hönd fóru. Sýndu þau með þessu bæði framsýni og umhyggju fyrir bömum sínum. Þetta var sann- kallaður friðarreitur, ekki eingöngu þeim og bömunum þeirra heldur einnig mörgum öðrum, sem nutu góðsemi þeirra og gestrisni. Sumar- bústaðnum var valinn stórkostlegur staður og nefndur „Svanahvamm- ur“. Hann stóð í kjarrivöxnum hvammi nærri veginum að Sogs- fossum og hagaði svo til að bústað- urinn sést ekki frá veginum vegna hæðarhryggjar er byrgir sýn. Um 30 metra frá bústaðnum við enda flatar, framan við anddyrið, er lítil tjöm með hólma í. Þar var eina vatnsuppsprettan frá náttúrunnar hendi, sem mér er kunnugt um á þessu svæði öllu. Þama dvaldi Anna mörg sumur ásamt manni sínum og bömum. Nutu mörg böm frænda og vina dvalar þar ásamt mæðmm sínum, sumar eftir sumar, en fjöl- mennast var þó um helgar og á tyllidögum. Það má því með sanni segja að heimili Önnu og Jóhannes- ar hafi ekki eingöngu verið opið vinum og vandamönnum, sem heim- sóttu þau sér til ánægju vegna mannkosta þeirra, heldur einnig sjúkum og sámm, sem dvöldu hjá þeim, stundum vikum saman. Það gefur augaleið að mikið hefur reynt á húsmóðurina á heimili sem þessu. Vinnudagurinn var oft á tíðum langur, en henni hlotnaðist góð heilsa og allt lék bókstaflega í hönd- um hennar. LSfskrafturinn ásamt meðfæddum hæfileikum til að um- gangast fólk var svo áberandi í öllu fari hennar. Úr augum hennar skein Blóma- og gjafavöruverslun Kransar, kistuskreytingar, hvers konar skreytingar og gjafir. Gæfan fylgir blómum og gjöfum úr Stráinu. Opið um helgar. Simi 16650. Blómastofa Friöfmtts Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- éínnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987 lífsgleði og í þeim var blik, sem ekki fölnaði þrátt fyrir háan aldur. Maður spyr oft sjálfan sig hvaðan sá eiginleiki komi er sumt fólk öðl- ast, að gera gott úr öllu og fá að standa með pálmann í höndunum, hvað sem á bjátar, alveg til síðasta dags. Anna var sannarlega vel af Guði gerð og hefur búið að því vega- nesti er hún fékk í föðurhúsum. Foreldrar hennar voru mikið mann- kosta fólk. Föður hennar kynntist ég ekki, en hann var orðlagður dugnaðar- og sómamaður. Móður hennar kynntist ég aftur á móti mjög vel, er hún dvaldi um eins árs skeið á heimili okkar hjóna. Af kynnum mínum við hana var mér ljóst hversu góð móðir er fær um að gefa bömum sínum gott vega- nesti út í lífið. Það gera þær með því að láta þeim í té blíðu og inn- ræta þeim kristilegt hugarfar í lífi og starfi. Alla tíð var mjög náið samband milli Önnu og móður hennar, enda sá hún alltaf vel um hana og hlúði að henni. Við hjónin höfðum alltaf náið samband við heimili Önnu og Jó- hannesar bæði er þau bjuggu á Eiríksgötunni og á Hjarðarhaga 44, en þar keyptu þau íbúð er fór að hægjast um hjá þeim. Eftir að Jó- hannes lézt hafði hún ávallt góðan stuðning af bömum sínum og bamabömum er ýmist bjuggu hjá henni eða heimsóttu hana reglu- lega. Hún var þeim öllum, ekki eingöngu góð móðir og amma, held- ur einnig góður félagi og vinur. Bamaböm Önnu em orðin fimm og bamabamabömin eru þijú. Böm Gústafs eru: Guðjón Sölvi, Jóhanna og Anna Rún og Sigrún Margrét. Ingibjörg Jóna á eina dóttur, Önnu Björk, en hún hefur umgengist ömmu sína mest allra bamabama hennar og var innilegt samband milli þeirra alla tíð. Þessi skrif ætla ég ekki að hafa öllu lengri, þó lengi megi halda áfram að skrifa um góða og kæra vinkonu, sem ellin vann ekki á. Anna lagðist aðeins til svefns að kveldi dags og vaknaði ekki aftur til þessa lífs. Okkur er öllum mikil eftirsjá af henni og öll emm við harmi slegin. En minnumst orða frelsarans: „Sælir em hjartahreinir því þeir munu Guðsríki erfa.“ Þau em okkur huggun harmi gegn. Ég og kona mín ásamt börnum okkar þökkum Önnu Kristmundsdóttur gestrisni, hjálp og vináttu hennar í okkar garð alla tíð og biðjum henni Guðs blessunar. Henni hæfa vel orð úr 1. Pétursbréfi, 4,9—10: „Verið gestrisnir hver við annan án mögl- unar. Þjónið hver öðmm með þeirri náðargáfu, sem yður hefur verið gefin, sem góðir ráðsmenn margvís- legrar náðar Guðs.“ Aðstandendum hennar votta ég mína dýpstu samúð. Útför Önnu verður gerð frá Laugameskirkju í dag kl. 3. Guðmundur Arason Kveðjuorð: Aðalheiður Árnadóttir frá Burstafelli Þrátt fyrir harminn vom þær margar og hugljúfar minningamar sem flugu gegnum huga minn er mér barst fregnin um andlát hennar Öllu frænku. Hún var einhvem veg- inn þannig að allir urðu betri manneskjur í návist hennar. Um- hyggja Öllu fyrir velferð okkar, sem hún kallaði sína, var takmarkalaus og hlý. Innilegt samband okkar rofnaði aldrei. Ast hennar og um- hyggja fyrir mér allt frá þeim degi sem ég fæddist heima hjá henni og ömmu á Burstafelli. Eftir að ég fluttist með fjölskyldu mína búferl- um til Noregs áttum við þeirra ánægju að njóta að fá Öllu og Gústa í heimsókn. Þeir dagar gleymast aldrei og oft er þeirra minnst. Nú er Alla horfin yfir móðuna miklu. Þessi góða frænka mín, sem þrátt fyrir þjáningar sjúkdómsins var æðrulaus, stolt og glæsileg allt þar til yfir lauk. Blessuð veri minning hennar. Gústa mínum og öðrum ástvinum eru sendar hugheilar kveðjur frá okkur öllum fimm. Óli Arni + Móðir okkar, JÓNÍNA JÓELSDÓTTIR, lést í sjúkrahúsi Bolungarvíkur 20. nóv. GuArún, Gestur, Karvel og Kristný Pálmabörn. + MAGNÚS GUÐJÓNSSON fyrrverandi bflstjóri, andaðist á Elliheimilinu Grund 22. nóvember. Hjördfs Benónýsdóttir, Hörður Lorange, Ólöf Benónýsdóttir. V + Eiginkona mín, KRISTBJÖRG TRYGGVADÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Grænuhlíð 13, Reykjavfk, lést 22. nóvember. Sæmundur Jónsson. Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ESTER SIGHVATSDÓTTIR, Blöndubakka 3, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 25. nóvem- ber kl. 13.30. Kristján Jónsson, Marfa Kristjánsdóttir, Jón Kristjánsson, Ingibjörg Hjaltadóttir, Sighvatur Kristjánsson, Ingigerður Sigmundsdóttir, Helgi Kristjánsson, Edda Guðmundsdóttir og barnabörn. + Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HAUKS MAGNÚSSONAR, Tunguvegi 3, Hafnarfirði, fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 26. nóvember kl. 13.30. Kristfn Þorieifsdóttir, Bjarni Hauksson, Gyða Hauksdóttir, Auður Hauksdóttir, Þráinn Hauksson, Hulda Hauksdóttir og fjölskyldur. + Sonur okkar og bróðir, JÓNBJÖRN MAGNÚSSON, Gljúfraseli 2, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miðvikudaginn 25. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á minningar- kort Seljakirkju. Magnús Þ. Hilmarsson, Anna Þ. Ingólfsdóttir, Hilmar Magnússon, Ingólfur Magnússon. + Útför dóttur minnar, móður okkar og tengdamóður, SÍSÍAR TRYGGVADÓTTUR ráðgjafa á Sogni, fer fram í Langholtskirkju miðvikudaginn 25. nóvember kl. 10.30. Blóm vinsamlega afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á SÁÁ. Magnfrföur Sigurbjarnardóttir, Lára Stefánsdóttir, Gísli Gíslason, Frfður Birna Stefánsdóttir, Óskar Jónsson, Jóhann Gunnar Stefánsson. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA KRISTMUNDSDÓTTIR, Hjarðarhaga 44, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 24. nóvember kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir. Gústaf Jóhannesson, Sólveig M. Björling, Ingibjörg Jóhannesdóttir, Sveinn Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför eiginkonu minnar, LAUFEYJAR GUÐNADÓTTUR, Hraunstfg 7, Hafnarfirði, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 25. nóvember kl. 13.30. Þorsteinn Eyjólfsson. + Maðurinn minn og faöir okkar, ÁGÚST KRISTJÁNSSON prentari, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 25. nóvember kl. 10.30. Sigurlaug Jónsdóttir og börn. Legsteinar MARGAR GERÐIR Mormrex/Gmít Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 HafnarQörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.