Morgunblaðið - 24.11.1987, Blaðsíða 41
40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987
41
Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sfmi 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö.
Sjálfstæðisflokkur
og Borgaraflokkur
orsteinn Pálsson, for-
maður Sjálfstæðisflokks-
ins, gerði klofning flokksins
og samskipti við Borgara-
flokkinn að umtalsefni í ræðu
sinni á flokksráðsfundi Sjálf-
stæðisflokksins sl. laugardag
á þann hátt, að athygli hefur
vakið. í ræðunni sagði Þor-
steinn Pálsson m.a.: „Það var
ekki málefnalegur ágreining-
ur, sem réð því, að leiðir skildu
með sjálfstæðismönnum, en
nú hefur afl þeirra verið slitið
sundur. Við bentum rækilega
á það í kosningabaráttunni,
að slíkt gæti einungis leitt til
upplausnar í íslenzkum stjóm-
málum og veikari stjómar-
hátta . . . Hér á landi hafa
borgaraöflin verið sameinuð í
áratugi meðan þau hafa verið
sundruð í mörgum flokkum á
hinum Norðurlöndunum.
Þetta hefur gefið okkur afl
og styrk til þess að hafa meiri
áhrif á mótun íslenzks þjóð-
félags en skoðanabræður
okkar og -systur hafa megnað
á hinum Norðurlöndunum.
Og með því, að við vitum
með fullri vissu, að það var
ekki skoðanaágreiningur, sem
leiddi til þess, að klofnings-
flokkur var stofnaður út úr
Sjálfstæðisflokknum, hljótum
við að einsetja okkur það sem
meginmarkmið og höfuðverk-
efni, að það fólk, sem um svo
langan tíma hefur átt hug-
sjónalega samleið, geti tengzt
saman á ný. Við höfum að
vísu heyrt, að fyrrum félagar
okkar segist skuldbundnir
fólki úr öðrum flokkum eftir
kosningabardagann og þær
skuldbindingar hindri áform
af þessu tagi. Um það ætla
ég ekki að deila. En sjálfstæð-
ismenn geta ekki til lengri
tíma veikt sameiginlega
krafta sína vegna skuldbind-
inga við fólk úr öðrum flokk-
um. Við getum ekki og viljum
ekki gera flokkinn að verzlun-
arvöru til þess að ná þessu
markmiði. Sjálfstæðismenn
allir, saman og hver fyrir sig,
þurfa að bera þetta undir sam-
vizku sína og sannfæringu.
Á báða bóga hljóta atburðir
liðins árs að snerta dýpstu til-
fínningar allra þeirra, sem svo
lengi hafa starfað sameigin-
lega í þágu sjálfstæðisstefn-
unnar. En ekkert okkar má
þó láta reiði, sárindi eða von-
brigði koma í veg fyrir, að við
stefnum ótvírætt að því marki
að sameina undir einu merki
alla þá, sem áfram vilja vinna
að þjóðlegri umbótastefnu,
atvinnufrelsi og einstaklings-
frelsi, svo sem við höfum gert
og munum gera.“
Það fer ekki á milli mála,
þegar þessi ummæli eru lesin,
að formaður Sjálfstæðis-
flokksins stefnir að því að
sameina sjálfstæðismenn á ný
í einum flokki. Það verður
erfítt verk. Þegar nýr stjóm-
málaflokkur hefur verið
stofnaður koma margvíslegir
hagsmunir til sögunnar, sem
vinna gegn því, að þeir sjálf-
stæðismenn, sem höfðu
forystu um stofnun Borgara-
flokksins verði reiðubúnir til
að ganga á ný til baráttu
undir merkjum Sjálfstæðis-
flokksins. En með ræðu
Þorsteins Pálssonar á flokksr-
áðsfundi sjálfstæðismanna
hefur fyrsta skrefíð verið stig-
ið. Það á eftir að koma í ljós
til hvers það leiðir eða hvort
það leiðir til einhvers.
Öllu borgaralega sinnuðu
fólki er hins vegar ljóst, að
stjómmálaþróunin hefur orðið
allt önnur á íslandi en á öðrum
Norðurlöndum vegna þess, að
það hefur borið gæfu til að
starfa saman í einum stjóm-
málaflökki. Verði klofningur
Sjálfstæðisflokksins varan-
legur er hætta á því, að
þungamiðjan í íslenzkum
stjómmálum færist frá honum
yfír á vinstri kantinn. Verði
þróunin sú getur það haft
ófyrirsjáanlegar afleiðingar
fyrir það þjóðfélag, sem við
búum í. Stundum er sagt, að
enginn munur sé á stjóm-
málaflokkum. Sá munur
mundi hins vegar koma ber-
lega í ljós, ef staða Sjálfstæð-
isflokksins yrði til frambúðar
mun veikari en hún hefur ver-
ið til þessa.
Bæði sjálfstæðismenn og
meðlimir hins nýja Borgara-
flokks þurfa nú að hugsa sitt
mál. Formaður Sjálfstæðis-
flokksins ’nefur gert lýðum
ljóst að hveiju hann stefnir.
Þensluhætta í
húsnæðiskerfinu
eftirÞorvald
Gylfason
I
Enn sem fyrr ber á því í umræð-
um um fjárlagafrumvarpið, sem
liggur fyrir Alþingi, að fjárhagur
ríkissjóðs vekur mesta athygli.
Hallalaus rekstur ríkissjóðs dugir
þó skammt í baráttu við verðbólgu,
ef önnur starfsemi á vegum ríkisins
er rekin með miklum halla. Rekstr-
arjöfnuður ríkissjóðs getur að vísu
verið ágætur mælikvarði á afkomu
ríkisins í þrengsta skilningi, en
hann er aldeilis ófullnægjandi mæli-
kvarði á umsvif ríkisins í heild og
áhrif þeirra á efnahagslífið. Rekstr-
arjöfnuðurinn nær aðeins yfir
Qárreiður ríkissjóðs og ríkisstofn-
ana í A-hluta fjárlaga. Hann nær
hins vegar ekki til ríkisfyrirtækja
og sjóða (t.d. byggingarsjóða) í
B-hluta og annarra opinberra eða
hálfopinberra fyrirtækja og sjóða
(t.d. fjárfestingarsjóða) í C-hluta
ríkisfjármálanna, sem ég hef kallað
svo. Ahrif fjármálastjómar ríkisins
á efnahagslífið fara ekki eftir af-
komu A-hlutans eins, heldur eftir
umfangi ríkisbúskaparins í heild.
Þess vegna verður alltaf að taka
öll umsvif ríkisins með í reikninginn
í stað þess að einblína á A-hlutann,
því að hann er aðeins hluti af miklu
stærri heild.
í umræðum um fjárlagagerð
bæði fyrr og nú hef ég bent á ein-
falda aðferð til að meta þensluáhrif
fjárlaga. Hún er sú að (a) leggja
saman fyrirhugaðar opinberar lán-
tökur innan lands og utan tii að
finna, hversu langt útgjöldum er
ætlað að fara fram úr skattheimtu,
og (b) draga síðan frá þeirri upphæð
þann hluta opinberra útgjalda, sem
engri þenslu veldur í þjóðarbú-
skapnum. Með þessu móti má finna
þensluhallann, sem ég hef kallað
svo. Langstærstu frádráttarliðimir
em vaxtagjöld og afborganir af
erlendum skuldum, því að þær
greiðslur renna í vasa útlendinga
og hafa því engin þensluáhrif hér
heima.
Samkvæmt íjárlagafrumvarpinu
fyrir næsta ár mun þensluhallinn
nema um 4,8 milljörðum króna eða
um 2% af áætlaðri landsframleiðslu
eftir mínum reikningj, eins og ég
hef greint frá hér í Morgunblaðinu.
í ljósi reynslunnar er hins vegar
hætt við því, að þensluhallinn verði
miklu meiri en 4,8 milljarðar, þegar
öll kurl koma til grafar í árslok
1988. Þannig virðist fjármálastjórn
ríkisins líkleg til að stuðla að áfram-
haldandi þenslu og verðbólgu á
næsta ári, ef ekki verður gripið
fastar í taumana.
II
Að vísu er þensluhallinn, eins og
ég hef lýst honum, alls ekki ein-
hlítur mælikvarði á verðbólguáhrif
Qárlaga. Fyrst ber að geta þess,
að fleira skiptir máli en hallinn einn.
Einkum getur umfang ríkisbúskap-
arins verið mikilvægt í þessu
viðfangi, hvað sem hallanum líður.
Þannig er til dæmis hægt að veita
aðhald í ríkisQármálum og þar með
viðnám gegn verðbólgu með því að
draga jafnmikið úr útgjöldum og
sköttum, jafnvel þótt lánsfjárþörf
og þensluhalli haldist óbreytt. Eins
getur samsetning skatttekna ríkis-
sjóðs skipt miklu máli, ekki sízt
hlutfall beinna og óbeinna skatta
af heildarskattheimtu. Skuldasam-
setning ríkisins getur líka verið
mikilvæg. Aukin innlend lánsíjár-
öflun í stað erlendrar, eins og
ríkisstjómin boðar nú, dregur úr
þenslu, jafnvel þótt lánsfjárþörf og
þensluhalli haggist ekki.
Þá er rétt að vekja athygli á
því, að ég hef aðeins dregið vexti
og afborganir ríkisins af erlendum
skuldum frá lánsfjárþorfinni til að
finna þensluhallann. Þær greiðsiur
hverfa til útlanda og valda því engri
þenslu hér heima. Hins vegar hef
ég ekki dregið vexti og afborganir
ríkisins af innlendum lánum frá
með sama hætti, því að þær greiðsl-
ur hafna í höndum íslendinga, og
okkur er að sjálfsögðu fijálst að
eyða fénu eftir vild hér heima. Ef
við eyðum endurgreiðslufénu öllu,
þá veltur það beint út í efnahagslíf-
ið aftur, eins og ef ríkið hefði eytt
því sjálft milliliðalaust. En ef við
leggjum féð til hliðar, veldur það
ekki þenslu. Þannig nota sumir við-
skiptavinir ríkissjóðs innleysanleg
spariskírteini til að kaupa bfla, hús-
gögn og hljómflutningstæki eða
fara til útlanda, en aðrir kaupa ný
skírteini.
Þann hluta innlendra endur-
greiðslna, sem er lagður til hliðar,
ætti að draga frá, þegar þensluhall-
inn er fundinn. Vandinn er sá, að
enginn veit með vissu fyrirfram,
hvemig almenningur ráðstafar end-
urgreiðslum frá ríkissjóði. Til að
vera við öllu búinn hef ég gert ráð
fyrir því í varúðarskyni, að öllu
endurgreiðslufé frá ríkinu sé eytt,
enda hlýtur það að vera hyggilegt
að reyna að gera sér sem gleggsta
grein fyrir því, sem gæti gerzt í
versta falli. Þessi fjárhæð nemur
3,1 milljarði króna samkvæmt fjár-
lagafmmvarpinu fyrir 1988. Ef
viðtakendur leggja upphæðina alla
til hliðar, þá minnkar þensluhalli
næsta árs úr 4,8 milljörðum í 1,7
milljarða (4,8 + 3,1). Mér þykir
líklegt, að sannleikurinn sé einhvers
staðar mitt á milli þessara talna.
III
Fyrir ári varaði ég við fyrirsjáan-
legum þensluáhrifum fjárlagafrum-
varpsins fyrir þetta ár, m.a. í
greinum hér í Morgunblaðinu. Ég
benti á, að þensluhallinn ætti trú-
lega eftir að vaxa í meðferð þings
og ríkisstjómar, þótt hann væri
ekki mjög mikill samkvæmt fyrstu
gerð frumvarpsins eða um 3,5 millj-
arðar króna. Hvað hefur gerzt?
Nýjar upplýsingar sýna, að þenslu-
hallinn hefur hækkað um meira en
150% á árinu. Hann stefnir í 8,9
milljarða á þessu ári eða rösklega
4% af landsframleiðslu. Svipað
gerðist árin næst á undan.
Bæði á þessu ári og áður hefur
ríkið því að mínum dómi kynt und-
ir verðbólgu og viðskiptahalla með
óhyggilegri Qármálastjóm, þvert
ofan í eigin ásetning. Fmmvörpin
tvö fyrir 1988 bera með sér, að
ríkisstjómin muni halda áfram á
þessari braut næsta ár, óvart að
því er virðist. Að vísu er ekki hægt
að fullyrða á þessu stigi, að þenslu-
halli af þeirri stærð, sem um er að
tefla næsta ár, hljóti að herða enn
á verðbólgunni. Mér virðist hættan
þó auðsæ, einkum ef hallinn á eftir
að vaxa eins og vant er og ef hann
verður til þess að ýta undir óraun-
hæfar kaupkröfur í komandi kjara-
samningum og gengisfall í
framhaldi af þeim.
IV
Fjárlagafrumvarpið fyrir næsta
ár boðar að vísu meira aðhald en
ríkið hefur gætt á þessu ári. Þetta
má sjá af því, að þensluhallinn
minnkar úr 8,9 milljörðum króna í
ár í 4,8 milljarða á næsta ári sam-
kvæmt frumvarpinu. Það er fram-
för. Hins vegar er fyrirhugað aðhald
I ríkisfjármálum næsta ár ekki
miklu meira að mínum dómi en
boðað var í fyrstu gerð fjárlaga-
frumvarpsins í fyrra, jafnvel þótt
nú sé stefnt að betra jafnvægi ríkis-
sjóðs og minni erlendum lántökum
á næsta ári en í ár. Þensluhallinn
Dr. Þorvaldur Gylfason
„ Að vísu er ekki hægl
að fullyrða á þessu
stigi, að þensluhalli af
þeirri stærð, sem um
er að tefla næsta ár,
hljóti að herða enn á
verðbólgunni. Mér virð
ist hættan þó auðsæ.“
Síðari grein
er svipað hlutfall af landsfram-
leiðslu í frumvarpinu nú og í
frumvarpinu í fyrra, þ.e. um eða
innan við 2% í bæði skiptin.
Þennan vanda má rekja til þenslu
í húsnæðiskerfinu, sem birtist í
B-hluta ríkisfjármálanna. Hún er
svo mikil, að hún yfirskyggir að-
haldið í A- og C-hluta. Samkvæmt
fjárlagafrumvarpinu í fyrra var
lánsfjárþörf B-hlutans 3,5 milljarð-
ar króna. í meðförum þings og
ríkisstjórnar hækkaði talan upp í
4.6 milljarða. Hún er nú samkvæmt
frumvarpinu fyrir næsta ár komin
upp í 6,2 milljarða. Þannig hefur
lánsfjárþörf B-hiutans hækkað um
2.7 milljarða eða næstum 80% á
einu ári. Samdrátturinn í saman-
lagðri lánsfjárþörf A- og C-hluta
er hins vegar undir 1 milljarði. Af
þessu stafar fyrirhuguð aukning
heildarlánsfjárþarfar ríkisins á
næsta ári miðað við frumvarpið í
fyrra.
Nú er eðlilegt, að spurt sé: Hvaða
máli skiptir þensian í húsnæðiskerf-
inu, þegar hún er næstum öll
fjármögnuð með innlendu lánsfé
lífeyrissjóðanna? Ef lífeyrissjóðimir
eyddu þessu fé hér innanlands hvort
eð væri, yrðu þensluáhrifin þá ekki
hin sömu og ella, án þess að ríkið
kæmi við sögu?
Jú, það er alveg rétt. En kjami
málsins er sá, að það virðist ólík-
legt, að lífeyrissjóðimir myndu eyða
öllu þessu fé í annað hér heima,
ef byggingarsjóðimir tækju það
ekki að láni. Ástæðan er sú, að
lífeyrissjóðslán eru rándýr um þess-
ar mundir. Eftirspum eftir þeim
hefur því verið frekar lítil að und-
anfömu, eins og eðlilegt er. Hitt
virðist því líklegra, að lífeyrissjóð-
imir kysu heldur að leggja einhvem
hluta fjárins til hliðar með því að
kaupa erlend og innlend verðbréf
og hlutabréf, ættu þeir kost á því.
Að mínum dómi hefði ríkið átt að
hefjast handa miklu fyrr um að
leyfa lífeyrissjóðum og landsmönn-
um öllum að kaupa erlend verðbréf
til að draga úr þenslunni hér heima
og grynnka þá jafnframt á erlend-
um skuldum þjóðarinnar.
Svo er eitt enn. Ef það er talið
nauðsynlegt að tvöfalda fjárstreymi
til húsnæðiskerfisins milli ára eða
nálægt því eins og fjárlagafrum-
varpið boðar, þá ætti ríkið að afla
fjár til þess með því að draga úr
öðrum útgjöldum til mótvægis eða
þá með því að hækka skatta. Þetta
hefur ekki verið gert. Mér sýnist,
að hér sé ríkisvaldinu í þann veginn
að verða á sama skyssa og stundum
áður. Það ákveður mikla þenslu á
einu sviði án þess að hyggja nógu
vandlega að því að draga saman
seglin annars staðar til að halda
verðbólgu og skuldasöfnun í skefj-
um.
V
Ríkisstjómin gerir nú alvarlega
tilraun til að beita fjárlögum og
lánsfjárlögum til að halda aftur af
þenslu í A-hluta ríkisbúskaparins.
Vinnubrögðin hafa batnað mikið frá
fyrri árum að mínum dómi. Athuga-
semdir ríkisstjómarinnar við
frumvarpið og hráefnið, sem fmm-
varpið er unnið úr, em vandaðri en
áður. Það er gott.
Eigi að síður sýnast mér fmm-
vörpin tvö, sem hafa verið lögð fyrir
Alþingi, líkleg til að stuðla að
áframhaldandi þenslu í þjóðarbú-
skapnum á næsta ári að öðru jöfnu,
ef ekki verður gripið fastar í taum-
ana. Reyndar lauk ég með líkum
orðum grein hér í Morgunblaðinu
af sama tilefni um svipað leyti í
fyrra. í þeirri grein, eins og í þess-
ari, lagði ég höfuðáherzlu á nauð-
syn þess, að ríkisstjómin leitaði
leiða til aðhalds og spamaðar í öll-
um hlutum fjárlaga og ekki endi-
lega í A-hlutanum einum. Mér
sýnast atburðir ársins staðfesta, að
þessi skoðun hafi verið skynsamleg.
Það er einmitt B-hlutinn, sem veld-
ur mestum vanda nú.
Höfundur er prófessor i þjóð-
hagfræði við Háskóla íslands.
Sýslumannafélag Islands:
Hug'niyudir um stofnun sér-
stakra gjaldheimta fráleitar
AÐALFUNDUR Sýslumannafé-
lags íslands var haldinn i
Reykjavík 10. og 11. nóvember.
Að honum loknum samþykkti
stjórn félagsins ályktun, þar sem
kemur fram að bæjarfógetar og
sýslumenn, sem innheimtumenn
ríkissjóðs, telji hugmyndir svo-
nefndrar gjaldheimtunefndar
um stofnun sérstakra gjald-
heimta í ölum kjördæmum
landsins fráleitar og eingöngu til
þess fallnar að skerða þjónstu
við almenning og auka á kostnað
ríkis og sveitarfélaga við inn-
heimtu opinberra gjalda.
Stjóm félagsins bendir jafnframt
á, að embætti innheimtumanna
ríkissjóðs séu vel í stakk búin til
að bæta innheimtu ríkissjóðs, án
þess að það hafi í för með sér kostn-
aðarauka svo nokkru nemi. Þó verði
sveitarfélögum tryggt eftirlit með
framkvæmd innheimtunnar. Þess-
ari samþykkt stjómarinnar var
beint til fjármálaráðherra og ann-
arra sem málið varðar.
Fyrir utan umræður um ofan-
greint mál var annað aðalumræðu-
efni fundarins fyrirhugaður
aðskilnaður framkvæmdavalds og
dómsvalds hjá embættum sýslu-
manna og bæjarfógeta, með hlið-
sjón af nýlegri nefndarskipan
dómsmálaráðherra um þetta efni.
Fram kom að félagsmenn töldu það
verulega röskun á umfangi og þýð-
ingu embætta sýslumanna og
bæjarfógeta, en dómsmálin yrðu
tekin frá þeim og jafnvel stofnaðir
nokkrir stórir dómstólar, t.d. í
hveiju kjördæmi landsins, til að
fara með öll dómsmál. Auk þess
myndi slík fækkun dómstóla raska
núverandi vamarþingsreglum og
lengja leiðir fólks í dreifbýlinu, sem
þarf að leita réttar síns eða mæta
fyrir dómstólum. Þó töldu fundar-
menn rétt og nauðsynlegt, eins og
umræða um þessi mál hafi verið
að undanfömu, til dæmis með tilliti
til þess að naumast geti samrýmst
mannréttindasáttmála Evrópu, að
sami embættismaður fari með lög-
reglustjóm og dómsvald í opin-
berum málum, að skoða þessi mál
gaumgæfilega og leita leiða til
ásættanlegrar lausnar. Fimm
manna nefnd var kosin til að skoða
málið og gera um það tillögu til
stjómar félagsins og skipa hana
þeir Jóhannes Ámason, sýslumað-
ur, Ásgeir Pétursson, bæjarfógeti,
Sigurður Gizurarson, bæjarfógeti,
Jón Eysteinsson, bæjarfógeti og
Már Pétursson, bæjarfógeti.
í stjóm Syslumannafélags ís-
lands voru kjömir þeir Rúnar
Guðjónsson, sýslumaður, formaður,
Halldór Þ. Jónsson, bæjarfógeti,
varaformaður, Sigurður Helgason,
bæjarfógeti, ritari, Ríkarður Más-
son, sýslumaður, gjaldkeri og Elías
I. Elíasson, bæjarfógeti, meðstjóm-
andi.
Bann tónleikahalds í Reiðhöllinni eftir kl. 19:
Eins og að banna tog-
ara að fara á sjó því
vont veður gæti komið
- segir Gylfi Geirsson framkvæmdastjóri hallarinnar
Úr Reiðhöllinni í Víðidal.
Lögreglustjórinn í
Reykjavík, Böðvar Bragason,
hefur tekið þá ákvörðun að
banna dansleikja- og tónleika-
hald í Reiðhöllinni í Víðidal
eftir klukkan 19 á kvöldin frá
októberbyijun til aprílloka á
grundvelli skýrslu sem Guð-
mundur Guðjónsson, aðstoðar-
yfirlögregluþjónn, samdi um
ástandið við liöllina eftir tón-
leika hljómsveitarinnar Meatlo-
af í höllinni 10. október sl.
Forráðamenn Reiðhallarnir
eru afar óánægir með þessa
ákvörðun lögreglustjórans.
Þeir telja að hann hafi farið
út fyrir valdsvið sitt og að
rekstrargrundvöllur fyrirtæk-
isins sé brostinn.
í skýrslunni segir m.a. að Reið-
höllin sé í allnokkurri fjarlægð frá
Reykjavík en á milli hallarinnar
og borgarinnar sé bersvæði sem
geti reynst hættulegt drukknu
fólki í náttmyrkri. Um nóttina
eftir hljómleika Meat Loaf hafi
t.d. fundist stúlka utanvegar
skammt frá gatnamótum Vatn-
sendavegar og Amamesbrautar
og drengur við Vatnsendaveg
norðan félagsheimilis Fáks. Mikil
brögð hafi verið að því að ungling-
ar væru áttavilltir er þeir voru á
leið frá Reiðhöllinni eftir hljóm-
leikana og hafi lögreglan orðið
að vísa þeim leið í bæinn. í vondu
veðri og slæmu skyggni geti slfkt
reynst óframkvæmanlegt.
í bréfi, sem stjóm Reiðhallar-
innar sendi Böðvari Bragasyni,
lögreglustjóra, 16. nóvember sl.
segir m.a. að athafnasvæði hesta-
manna í Víðidal sé mjög vel
upplýst. Lýsingu í kringum sjálfa
Reiðhöllina hafi hins vegar verið
ábótavant þegar umræddir tón-
leikar fóru fram. Nú sé hins vegar
búið að setja upp ljóskastara sem
lýsi upp allt svasðið í kringum
höllina. Skemmtanahald sé víða í
borginni utan alfaraleiðar, t.d. í
félagsheimili Fáks sem sé í næsta
nágrenni Reiðhallarinnar. Þar séu
haldnar skemmtanir reglulega all-
an veturinn og ekkert hafi þótt
athugavert við það. Einnig megi
nefna Rafveituheimilið við Elliða-
ámar, Golfskálann á Grafarholti
og Skíðaskálann í Hveradölum í
þessu sambandi.
Lögreglustjóri eitt
þvert nei segir Gylf i
Gylfi Geirsson, framkvæmda-
stjóri Reiðhallarinnar, sagði að
stjóm hallarínnar hefði beðið lög-
reglustjóra að skipa nefnd í þetta
mál sem einn til tveir menn frá
Reiðhöllinni ættu sæti í og tiln-
efnt þá. „Lögreglustjóri hafnaði
því,“ sagði Gylfi, „en sagðist engu
að síður ætla að setja nefnd í
málið og hafa samband við okkur
en því miður gerði hann það ekki,
heldur samdi þessa skýrslu og
sendi okkur og síðan hefur hann
verið eitt þvert nei. Við teljum
hann vera að fara út fyrir sitt
valdsvið í þessu máli. Við álítum
þetta svipað því að hann færi að
banna einum togara að fara út á
sjó vegna þess að það gæti komið
vont veður.
Það er fullt af fyrirtækjum sem
ekki eru byggð sem skemmtana-
hús en fá undanþágur í hvert
skipti sem haldnar eru í þeim
skemmtanir, t.d. árshátíðir og
afmælishátíðir. Það hafa hins veg-
ar aldrei verið nein vandræði fyrir
þau að fá þessar undanþágur.
Þess vegna skiljum við ekki af-
stöðu lögreglustjóra í þessu máli
og okkur finnast þetta vera for-
kastanleg vinnubrögð af hans
hálfu. Það eina sem hann getur
hankað okkur á er að við erum
ekki með byggingaleyfi til dans-
leikja- og tónleikahalds en við
höfum ekkert frekar bygginga-
leyfi til að halda svona uppákomur
að sumri til. Lögreglustjóri segir
að það sé í lagi að vera með þær
að sumri til en það er ekkert bygg-
ingaleyfí sem segir að það megi
einungis haida skemmtanir að
sumri til.
Rekstrargrundvöllur Reiðhall-
arinnar er brostinn með þessari
ákvörðun lögreglustjóra. Aðal-
fundur Félags hrossabænda, en
félagið er með stærstu hluthöfun-
um í Reiðhöllinni, lýsti yfir undrun
sinni á þessari málsmeðferð lög-
reglustjóra. Það hefur alltaf
komið fram í okkar gögnum að
við ætluðum að fylla upp í starf-
semi Reiðhallarinnar með tón-
leikahaldi, þegar hestamenn eru
ekki að nota hana, enda er höllin
sérstaklega byggð fyrir hljóm-
leikahald og það er frábær
hljómburður í henni og mun betri
heldur en í t.d. Laugardalshöll-
inni,“ sagði Gylfi.
Málið er í athugun
segir lögreglustjóri
Lögreglustjórinn í Reykjavík,
Böðvar Bragason, sagði að það
stæði sem segði í bréfi hans til
stjómar Reiðhallarinnar að ekki
verði heimilað dansleikja- eða
hljómleikahald í höliinni eftir
klukkan 19 frá októberbyijun til
nóvemberloka en málið væri hins
vegar í athugun. „Þetta var erfið
ákvörðun," ságði Böðvar „en ég
mun í næstu viku ræða við full-
trúa borgarinnar um þetta mál.
Ég vil kynna borginni þessa
ákvörðun en ég hef fulla heimild
til þess að taka hana. Stjóm hall-
arinnar hefur fengið rökstuðning
minn fyrir henni. Staðsetning
hallarinnar er afar óheppileg,
síðan er það samgöngu- og veður-
farsspursmálið.
Þama er um að ræða töluvert
aðra hluti heldur en snúa að Laug-
ardalshöllinni. Ég bendi mönnum
á að fara upp að Reiðhöllinnni og
skoða aðstæður þar. Þá held ég
að menn hljóti að sjá hvað þetta
mál er óhemju erfitt. Ég skil vel
áhyggjur þeirra sem standa að
Reiðhöllinni, því þeir hafa lagt
þama í mikinn kostnað. Ég hef
sjálfur skoðað hana og mér fínnst
hún stórglæsileg. En mitt hlut-
verk er að gæta hagsmuna þeirra
sem sækja samkomur í höllinni.
Reiðhöllin er þeim annmörkum
háð að hún er á ákaflega slæmum
stað fyrir dansleikja- og hljóm-
leikahald og ég verð að taka tillit
til þess.
Ég er hins vegar reiðubúinn
að ræða við stjóm hallarinnar.
Það er nýbúið að ganga frá því
að lögreglan hafi aðgang að
mönnum innan borgarkerfisins til
þess að ræða svona vandamál sem
kunna að koma upp í borginni og
ég er ákveðinn í því að kynna
þeim þetta mál á næstu dögum.
Það er ekki auðvelt fyrir mig að
taka þessa ákvörðun, því að ég sé
í hvaða erfíðleikum stjóm hallar-
innar á en auðvitað reyni ég að
viða að mér upplýsingum um þetta
mál eftir því sem ég get. Ég ráðg-
ast ekki síður við stjóm hallarinn-
ar en aðra, þannig að ég sé ekki
ástæðu til að ég skipi formlega
nefnd til að fjalla um þetta mál.
Lögreglunni er ætlað það hlutverk
að segja til um þessi mál og ég
reyni að sinna því eins og starfs-
skyldur leggja mér á herðar,"
sagði Böðvar.