Morgunblaðið - 24.11.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.11.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987 —- Listrænn metnaður? _________Ballet_____________ Kristín Bjarnadóttir Á sunnudagskvöld frumsýndi íslenski dansflokkurinn tvö stutt frumsamin verk eftir Hlíf Svavars- dóttur og Angelu Linsen. Hlíf er nýskipaður Listdansstjóri Þjóð- leikhússins, en Angela Linsen er hollenskur danshöfundur. Saman hafa verkin hlotið nafnið Flaks- andi faldar. Verkin tvö eru ólík en eiga það sameiginlegt að allir dansaramir eru konur. Nú sem fýrr mótast verkefnaval Dans- flokksins af karlmannsleysi en um þessar mundir er enginn karldans- ari starfandi þar. Gestadansari í sýningunni er María Gísladóttir sem hefur um árabil starfað er- lendis sem aðaldansari við ballett- flokka í Þýskalandi og Banda- ríkjunum. Verk Hlífar Svavarsdóttur nefn- ist „Á milli þagna". Samkvæmt leikskrá er verkið nútímavalsar, fléttaðir saman af þögninni". Sjö dansarar dansa til skiptis við pía- nótónlist og í þögninni. Tónlistin er eftir ýmsa höfunda og er flutt af heldur illa hljómandi segul- bandi. Þetta kemur sér sérstak- lega illa vegna þess að verkið byggist algerlega á formi dansins sjálfs, án sérstakrar skírskotunar til tilfinningasambands við áhorf- endur, þ.e. verkið er ekki dra- matískt. Slík verk eru viðkvæm fyrir tæknilegum misfellum af öllu tagi, líka hvað snertir tónlistina. Formið kemst ekki til skila nema allt slíkt sé í lagi. Og formið sjálft í þessu verki er fallegt, — þar sem það fær að njóta sín og nógu vel er dansað. Því miður skortir nokk- uð á að svo sé. Dansaramir eru mjög misgóðir og auk þess virðist verkið tæplega nógu vel æft. Á frumsýningu bar t.d. nokkuð á því að dansarar væra ekki samtaka. María Gísladóttir ber af öðram dönsuram í sýningunni og er öllum þeim likamlegu kostum búin sem prýða mega einn dansara. Auk þess er túlkun hennar með ágæt- um. Sigrún Guðmundsdóttir dansar við hlið hennar í þessu verki og gerir það vel. Hún er ekki eins reyndur dansari og María en stendur sig með sóma. í tvídönsum þeirra era allar línur fallegar og það er sönn ánægja að horfa á þær. Þær njóta þess báðar að vera vaxnar eins og dans- arar þurfa að vera, alveg frá hvirfli ofan í tær. En því miður era dans- ar þeirra alltof stuttir. Sumir hinna dansaranna vora áberandi þyngslalegir, bæði að sjá og heyra. Langir kaflar í verkinu vora dansaðir í þögn og þá vora dynkimir sérlega hvimleiðir. Þar sem dansaramir vora oft á tíðum einnig ósamtaka varð útkoman ekki góð. Reyndar fínnst mér að höfundur hefði að skaðlausu mátt nota meiri tónlist og minni þögn í þessu verki. Búningamir j Á milli þagna era eftir Sigrúnu Úlfarsdóttur og era ágætir. í Krystalssal era búninga- teikningamar til sýnis og þær era enn fallegri en búningamir sjálfír. Lýsing í sýningunni er eftir Svein Benediktsson og er góð. Síðara verkið á efnisskránni er María Gísladóttir. Kvennahjal eftir Angelu Linsen. í leikskrá segir höfundur: „Þetta verk er unnið úr svipmyndum af konum, einkum þessum konum. Þetta er eins og margvíslegar kon- ur, hver með sitt svipmót og sinn framgangsmáta, gangi fyrir glugga. Við sjáum aðeins lítið brot hverrar sögu, ekkert upphaf, eng- an endi, þær koma og fara.“ Aðrar upplýsingar um verkið er ekki að fínna í leikskrá. Mér er ekki ijóst hverjar „þessar konur" era og mér er reyndar heldur ekki ljóst hvers vegna þetta verk er sýnt hér. Að því er ég fæ séð höfðar höfundur hvorki til formskynjunar né tilfínn- inga áhorfenda. Á sviðinu þramma 11 konur í háhæluðum skóm og gömlum kjólum, stundum við ítölsk alþýðulög (af segulbandi) en oftar þó í þögn. Svo dansa þær líka dálítið sitjandi og á fjóram fótum, fara með eitt ljóð eftir Jón úr Vör og raula stefíð við Heil- ræðavísur. í lok verksins fara þær úr skónum á sviðinu og ganga berfættar út. Markmiðið virðist vera að gera dansarana eins óað- laðandi og nokkur vegur er, — án þess þó að það sýnist þjóna nokkr- um dramatískum tilgangi. Áhorf- endur á framsýningu virtust vera á báðum áttum um það hvemig þeir áttu að bregðast við, en á köflum var verkið fyndið í fárán- leikanum. Sjálfsagt á þetta að vera „menningarlegt" og dans- flokkar í útlöndum sem sýna oft í viku geta ugglaust smeygt inn einu og einu svona tilraunaverki til þess að gera lífsleiðum og of- mettum leikhúsgestum til geðs öllum að skaðlausu. En íslenski dansflokkurin á undir högg að sækja og uppfærslur hans era nú aðeins tvær á ári. Er það skoðun stjómenda Dansflokksins að svona Tsékov í Djúpinu Guðjón Sigvaldason og Jón Símon Gunnarsson í hlutverkum sfnum. Lelkllst Hávar Sigurjónsson Eih leikhúsið Um skaðsemi tóbaksins og Bón- orðið Höfundur: Anton Tsékov Leikstjóri: Þröstur Guðbjarts- son Leikendur: Hjálmar Hjálmars- son, Jón S. Gunnarsson, Guðjón Sigvaldason, Bryndís Petra Bragadóttir Eih leikhúsið nýja lætur ekki deigan síga og blés til framsýn- ingar örðu sinni á þessu hausti sl. sunnudag. Sem fýrr er sýnt í Djúpinu við Haftiarstræti í skemmtilegri samvinnu við veit- ingastaðinn Homið. Viðfangsefnið að þessu sinni eru tveir þættir eftir rússneska jöfurinn Anton Tsékov (1860-1904). Það er á sína vísu vel til fundið að velja til sýningar efni sem frá höfundarins hendi er gulltryggt. Nafn Tsékovs er vissulega trygg- ing fyrir góðum texta, en enginn höfundur lifandi eða dauður hefur nokkra sinni verið trygging fyrir góðri leiksýningu. Þar þarf fleira að koma til. Hjálmar Hjálmarsson færist mikið í fang — heldur mik- ið að mínu mati — í einræðunni Um skaðsemi tóbaksins. Hann þarf að leika uppfyrir sig í aldri sem nemur í það minnsta 35 áram og útkoman verður hálf skringi- leg. Einhliða fígúraskapur er langt frá því að vera leiðin til að skila þessari litlu tragíkómedíu heilli og óskemmdri til áhorfenda. Vissulega sýnir Hjálmar skemmti- lega takta og gervið er skoplegt en það er alls ekki nóg. Og jafn- vel þótt maður grípi til kæraleysis og telji það ekki frágangssök þótt ungur leikari spreyti sig á þessu verkefni, stendur engu að síður sú staðreynd eftir að efnislega kemst þátturinn ekki nema að hálfu leyti til skila. Hér hefði leik- stjórinn Þröstur Guðbjartsson átt að grípa í taumana og fínna hófs- amari leið. Gamansemi á vel heima — skrípaleikur alls ekki. Mun betur heppnaður og hin ágætasta skemmtun er lengri þáttur þessarar sýningar, Bónorð- ið. Jón S. Gunnarsson birtist þar í hlutverki óðalsbónda og væntan- legs tengdaföður og gefur Jón leikþættinum strax nauðsynlega þyngd á móti hinum annars ungu leikuram. Jón leikur af hófsemi og fer vel með þetta hlutverk. Bryndís Petra Bragadóttir leikur dótturina, heimaríka og búkonu- lega. Bryndís hittir naglann á höfuðið og það er allt að því skrýt- in upplifun að sjá svona rússneska heimasætu oní kjallara í Reykjavík. Guðjón Sigvaldason leikur biðil- inn, hjartveikan og uppburðalítinn í meira lagi og verður sannarlega skoplegur á köflum. Btjálæðislegt gervið ýtir enn frekar undir og hér sem í fyrri þættinum era mörkin milli gamanleiks og skrípaleiks yfírstigin þegar mest gengur á. Kímni Tsékovs er hárfín °g byggir á raunsæislegum per- sónum við skoplegar aðstæður. Verði persónumar að fígúram tapast blæbrigðin. Þröstur Guðbjartsson leikstjóri hefur leyst öll staðsetningar- vandamál í þessu þrönga rými með prýði, þó að öllu samanlögðu vanti nokkuð á að sýningin frá upphafí til enda hafí á sér heil- staeðan svip. Gamanleikhúsið á Galdraloftinu Gúmmí-Tarsan Höfundur: Ole Lund-Kierke- gaard Leikstjóri: Magnús Geir Þórð- arson. Gamanleikhúsið er skemmtileg og merkileg grein á íslenska leik- hústrénu. Þetta er starfsamur áhugaleikhópur hér í Reykjavík sem er sérstakur fyrir þær sakir að hann er stofnaður og alfarið rekinn af krökkum og unglingum á aldrinum ca. 9—14 ára. Aðal- drifQöðrin á bak við þetta starf er formaður félagsins og leikstjóri og aðalleikari sýningarinnar sem hér um ræðir; Magnús Geir .Þórð- arson. í ágætri leikskrá segir Magnús að Gúmmí-Tarsan sé 5. verkefni félagsins frá stofnun þess 29. ágúst 1985. Hápunktur starfseminnar hingað til var vafa- laust leikför til Hollands í apríl síðastliðnum. Starfsemi þessa hóps er sönnun þess að unglingar geta með réttri hvatningu og aðstoð fundið sér heilbrigðan farveg fyrir sköpunar- gleði sína og komið því í þann búning að hver sem er gæti verið Tveir leikendur Gamanleik- hússins. fullsæmdur af. Svona starfsemi á heldur ekki að vega og meta, hún réttlætir sig fullkomlega hver svo sem útkoman kann að vera, það á aðeins að hvetja og hrósa og standa síðan álengdar og fylgjast með. Að minnsta kosti í þessu til- felli, því þessi hópur undir stjórn Magnúsar Geirs er greinilega full- fær um að koma upp skemmtileg- um sýningum án íhlutunar fullorðinna. Gúmmí-Tarsan er góð sýning. Jákvæð, bjartsýn og heilbrigð. Aginn og allt skipulag sýningar- innar vakti sérstaklega athygli mína og þá ekki síður hversu leik- rænar og skemmtilegar lausnir leikstjórinn hafði fundið á út- færslum ýmissa atriða. Magnús sýnir satt að segja ótrúlegan þroska í leikstjóm sinni á köflum og gætu eldri og reyndari leik- stjórar verið fullsæmdir af þétt- leika sýningarinnar og ýmsum þeim stílfærslum sem Magnús beitir. Helst mætti fínna að fram- sögn leikendanna í hópatriðunum. Þar mættu allir tala hærra og skýrara svo allt heyrist nú öragg- lega. Án þess að kallað sé á önnur atriði sýningarinnar fannst mér atriðið með nominni, þar sem hún útbýr töfradiykkinn, einna skemmtilegast. Þar er hugað vel að öllum smáatriðum og textinn skilar sér vel. Helst saknaði ég þess að sjá ekki meira af sumum atriðunum og fannst á köflum farið allhratt yfír sögu. Þá má ekki gleyma þeirri bráð- skemmtilegu hugmynd leikhóps- ins að fara í leiki með áhorfendum að lokinni sýningunni. Þetta vakti mikla kátínu og er til marks um hversu blátt áfram, eðlilegir og frumlegir þessir krakkar era.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.