Morgunblaðið - 04.12.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.12.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1987 31 BfiKBFORLAGSBÐK / KVEÐJA FRA AKUREYRI eftir Richardt Ryel Her skráir höfundur minningar fra uppvaxtararum sinum á Akureyri og fram yfir seinni heimsstyrjöld. Frá- sögnin er giettin og hly og mun ylja mörgum lesandanum um hjartaræt- urnar. Bokin er prydd fjölda mynda fra gömlu Akureyri. sem margar eru áðurobirtar. Tiivalin og skemmtiieg gjafabók. *- segir verðlaunahafinn, Vilborg Einarsdóttir Verðlaunahafar ásamt forseta dómnefndar, Vigdísi Finnbogadóttur. Genfar-Evrópuverðlaunin afhent við hátíðlega athöfn í gær: Myndir verði gerðar eft- ir öllum 10 handritunum Vigdís Finnbogadóttir verður í forsæti dómnefndar við lokakeppnina á næsta ári Frá Elínu Pálmadóttur f Genf 3. desember. GENFAR-Evrópuverðlaunin fyrir sjónvarpsleikrit voru í dag afhent með miklum ræðuhöldum sigurvegurunum 10 við hátí- ðlega athöfn í glæsisal Grandtheatre í Genf, að viðstöddum fulltrúum Evrópuráðsins, sambands Evrópuútvarpsstöðva Gen- farborgar, og fjölda gesta. Einn af verðlaunahöfunum 10 var íslendingur, Vilborg Einarsdóttir blaðamaður á Morgunblaðinu, hún hlaut verðlaunin fyrir hugmynd að handriti að sjónvarps- kvikmynd sem hún nefnir Steinbarn og hugsar sér að gerist við Reykjanesvita eða á svipuðum stað sem býður upp á dra- matiska sögu ungrar konu er þar kemst í snertingu við liðna atburði. Er það mikill heiður því að keppt var við fjölmörg innsend handrit frá 16 löndum, en búið var að velja úr 41. Eru verðlaunin nær 700.000 krónur til að fullgera handrit. 7 konur og 3 karlmenn frá 9 löndum Evrópu hlutu verðlaunin. hann eftir tuttugu ára búsetu í Svíþjóð snýr aftur heim. Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands hitti fyrst í morgun alla verðlaunahafana, þá var fjölmenn- ur blaðamannafundur og verðlaun tilkynnt áður en eiginleg athöfn hófst með lúðrablæstri. Á eftir gafst gestum færi á að tala við höfundana í móttöku í leikhúsinu áður en þeir sátu hádegisverðar- boð aðstandenda sýningarinnar. Frá Elínu Pálmadóttur í Genf. „Þetta er svo skrítið og ennþá alveg ótrúlegt," sagði Vilborg Ein- arsdóttir eftir að hafa tekið við verðlaunum í Evrópukeppninni um sjónvarpsefni hér í Genf í dag. „Mér finnst dálítið skrítið allt þetta tilstand fyrir fímm síðna handrit sem þó reyndist erfitt að þjappa svona saman. Samt er mér efst í huga hve mikið er eftir. Þetta er rétt að byija. En það er ótrúlega gaman að fá að vinna svona." Ekki vildi Vilborg ræða mikið efni væntanlegrar kvikmjmdar sinnar, sagði um verkið að Stein- barn væri mynd augnabliksins — hugsuð myndrænt. I frumhandrit- inu sem skilað var er söguþræðinum lýst myndrænt, brugðið upp augna- bliksmyndum sem standa uppúr, þar bregður fyrir ýmsum tískumál- um nútímans, sem svo blandast við það sem hefur gerst áður. Nútíð og fortíð tengjast og ótrúlega langt er á milli." Vilborg fær nær 700 þúsund krónur sem starfslaun til að ljúka handritsgerðinni: „Nú verður að drífa sig í þetta, tíminn er ekki svo langur, ef á að skila handritum í keppnina innan árs. Ég á eftir ára- mótin þriggja mánaða frí, sem blaðamenn fá á nokkurra ára fresti, og mun að sjálfsögðu nýta það. En það sem nú verður að gera er að skipuleggja vel vinnuna, velja sér gott samstarfsfólk, sem getur ráðið mér heilt, og það er margt gott fagfólk heima. Að sjálfsögðu held ég áfram að vinna þetta í samvinnu við sambýlismann. minn, Kristján Friðriksson, sem hefur verið með mér í þessu frá upphafi og ég hef sótt til ráð um það sem myndrænt er.“ ' „ Ég vona að svona verðlaun verði til að ýta undir íslenska sjón- varpsmyndagerð, því ég held að íslendingar ráði kann$ki fjárhags- lega betur við hana en kvikmynd á tjaldi. Og nú hefur komið upp að við eigum sömu möguleika og aðrir í samkeppni. Ég er satt að segja ekki enn farin að trúa því að þetta hæfasta fagfólk sjónvarpsstöðva Evrópu, sem var í dómnefnd, skyldi velja svona, en slík keppni á eftir að hafa áhrif á þann veg að fleiri fari að vinna sérstaklega fyrir skjá- inn. Nú hafa 27 hugmyndir komið fram í samkeppninni á íslandi, dóm- nefnd valdi þijár til að senda áfram, auk þess sem hún mælti með 6—8 til vinnslu. Að tveimur árum liðnum verður þetta endurtekið, svo það myndast heilmikill banki að vinna úr. Ef sjónvarpið fær svigrúm og peninga til að vinna úr þessu getur það orðið til mikillar uppörvunar." „Það er mjög gaman hve þetta fólk á fundinum í dag hefur miklar væntingar í sambandi við þessa samkeppni," sagði Vilborg að lok- um og þegar hún var spurð hvort hún væri ekki hrædd við það hve mikiis væri vænst af henni sagði hún aðeins: „Maður bara gerir sitt besta, og það er ógurléga spenn- andi tími framundan, það er allt eftir. Má kannski segja að handri- tið sé eins og bam sem báðir leggja undirstöðuna að en annar tekur svo við að bera áfram." Sagði forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, í afhendingar- ræðu sinni að þarna séu annars vegar leikrit sem ijalla um ein- staklinginn í þröngu umhverfi, eins og þekkist í öllum löndum nú, og hins vegar verk sem höfða sérs- taklega til menningararfs hinna einstöku þjóða. En auk verðlauna- verkanna 10 mælti dómnefnd með úrvinnslu á heimavelli á nokkrum fleiri verkum. Ungir höfundar frá Norðurlöndum áttu þama vænan hlut. Auk Vilborgar fengu verð- laun Hjell Kristensen frá Noregi, Rosa Likson frá Finnlandi, og Karin Rybholm frá Svíþjóð. Þá vom í hópi verðlaunahafa 2 stúlk- ur frá Þýskalandi, Martha Jellench frá Hamborg og Karin Nowarre frá Berlín, gamlar vinkonur sem hittust þama óvænt. Auk þeirra Efrem Canerin frá Sviss, Mar- ianna Bykker frá Hollandi, Erik Hachl frá Austurríki, Eugene Ko- utsoulieri frá Grikklandi. Sögðu þau flest að þetta væri nánast þeirra fyrsta reynsla af að skrifa slíkt handrit. í ámaðaróskum sem Simon Weil, fyrrverandi ráðherra Frakka og forseti Evrópuárs sjó- varps- og kvikmyndársins 1988, sendi ungu sjónvarpshöfundunum segir hún að þessi mikla þátttaka og uppörvandi sköpunarvinna sé sönnun þess að í álfu okkar blundi mikill sköpunarmáttur sem bíði þess að verða leystur úr læðingi og þessi samkeppni falli vel að markmiði sjónvarps- og kvik- myndaársins. Auk þess sem þessi verðlaun hafí þann stóra kost að kynna ungum höfundum litla skjá- inn og gera þá þar hagvana þar sem ætlast sé til þess að höfund- amir fái aðstoð og þjálfun hjá viðkomandi sjónvarpsstöð til að fullgera handrit sitt í 50 mínútna mynd til keppni um Grand Prix- verðlaun 1988. Fulltrúi Evrópu- ráðsins kvaðst vona og reikna með að öll þessi 10 handrit yrðu að sjónvarpsmyndum sem sýndar yrðu í öllum Evrópustöðvum og tilkynnt var að forseti íslands, sem hafði hlotið lof allra fyrir sín vinnubrögð, hefði nú verið beðin um og fallist á að leiða dómnefnd- ina til lokaverðlaunanna 1988. I ræðum sínum lögðu menn mikla áherslu á mikilvægi þess að menningararfur Evrópu lifi af i vaxandi samkeppni við stærri að- ila í Afríku og Japan í nýjum áhrifamiklum fjölmiðlum. Þátt fyrir kostnað við þýðingar skiptir miklu máli að fjölbreytni viðhaldist í Evrópu og skapi gróskumikið mannlíf. Verðlaun þessi sem nú er efnt til séu til þess að veija og viðhalda þessum íjölbreytta menn- ingararfi með sameiginlegu átaki og á hinn bóginn til að uppörva til þess að leita nýrra leiða. Handritin 10 fjalla líka um mjög fjölbreytt efni. Svisslendingurinn segir sögu skottulæknis í litlu þorpi í Sviss enda mikið um fólk af því tagi hér um slóðir. Hol- lenska stúlkan fjallar um árekstra í einkalífi persóna sinna, gríska stúlkan segir hugljúfa sögu af af- sláttarhesti sem ungmenni bjarga frá hnífnum og inn á elliheimili og vill þar með segja að alltaf sé von. Norðmaðurinn leitar aftur til grimmrar sögualdar með skírskot- un til nútíma grimmdar. Önnur þýska stúlkan segir frá lamaðri konu af gigt sem þrátt fyrir það tekst á við lífið þegar hún upp- götvar glæp, hin gerir sögulega mynd með sinni túlkun á manni sem lést fyrir 50 árum og hafði mikil áhrif á dómkerfið, og sænski verðlaunahafínn fjallar um vanda ítala, sem á tvítuga dóttur, er KAFORLAGSBJEKI Verð kr. 1.875,00. v:u.n.\Rvu \-nv . fc jF „Er efst í huga hve mikið er eftir“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.