Morgunblaðið - 04.12.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.12.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1987 39 Félag íslenskra bifreiðaeigenda; Ættí að auðkenna skráningar- skírteini skemmdra bifreiða Morgunbladið/Júlfus Lögreglan gekk úr skugga um að myndefnið væri ósiðlegt og kallaði á forsvarsmann verslunarinnar til að slökkva á sjónvarpinu. Ósiðlegt sjónvarps- efni í útstillingu FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda ætlar að fara þess á leit við dóms- málaráðherra að skráningarski rt- eini þeirra bifreiða sem urðu fyrir tjóni í Noregi af völdum sjávar- Athugasemd ÉG þarf að gera athugasemd við frásögn Morgunblaðsins í gær af ákvörðun þingflokks sjálfstæðis- manna um hveijir tækju sæti í stjórn Byggðastofnunar af hálfu sjálfstæðismanna. í fyrsta lagi er eftir mér haft, að ekkert sérstakt samkomulag hafi verið gert í þingflokknum um málið. Þetta má misskilja vegna þess, að þá spumingu, sem beint var til mín, vantar. Hún var um það, hvað við,- sem drögum okkur í hlé, hefðum fengið í staðinn. Spumingin sú er móðgandi, en svo sem alveg í samræmi við það, sem þingmönnum er ætlað og þeir stund- um gefa tilefni til, þ.e. ef þeir hljóti ekki það, sem þeir helst sækjast eft- ir, verði þeir að fá eitthvað annað. Svo var sem sgat ekki I þessu til- felli, og það var mitt svar. flóðs verði auðkennd, þannig að ekki fari á milli mála að bílarnir hafi ekki verið fluttir til landsins nýir og óskemmdir. Einnig að dómsmálaráðherra gangist fyrir Samkomulag var hins vegar gert um það við formann flokksins, að við þrír, Pálmi, Eggert og ég, mynd- um draga okkur í hlé og þar með væri trygg kosning Matthíasar Bjamasonar, en á það lagði formað- urinn áherzlu. í frásögn Morgunblaðsins er svo haft eftir Matthíasi að hann hafí ekki verið í framboði og því hefði þessi tilnefning komið nokkuð óvænt. Sé þetta rétt eftir haft hef ég eitt- hvað misskilið formann flokksins þar sem hann taldi af ýmsum ástæðum nauðsynlegt að verða við þeim óskum Matthfasar að verða valinn í stjóm Byggðastofnunar. Sjálfum þótti mér það svo tilraun- arinnar virði að koma á sæmilegum friði í flokknum, þótt ekki væri nema um þetta mál. Það kann hins vegar að hafa verið óþarfi, hafi Matthías ekki haft áhuga á setu í stjóminni. Ólafur G. Einarsson því að settar verði reglur til þess að koma í veg fyrir að mál sem þetta endurtaki sig. Þetta kemur fram í greinargerð frá FÍB. Þar segir einnig að félagið muni afla upplýsinga um verksmiðrju- númer þessara bíla ásamt fram- leiðslumánuði, ári og skráningardegi. Verður þetta gert í þágu þeirra fé- lagsmanna sem hafa i hyggju að kaupa notaðar tegundir þessarra bif- reiða næstu árin. f greinagerðinni segir að það hættulegasta við þessi viðskipti sé að gallar lendi ekki að jafnaði á þeim sem fyrstir kaupa bílinn og fá mikinn afslátt. Það sjáist ekki í skráning- arskfrteini að bíllinn hafi verið fluttur skemmdur til landsins og gallar vegna saltvatnsskemmda komi senni- lega ekki fram fyrr en eftir eitt til þijú ár. Ennfremur segin „Bflar sem ekki eru taldir söluhæfir á hinum Norður- löndunum og varla í Afríku, ætti að sjálfsögðu ekki að selja á íslandi. í raun ætti Bifreiðaeftirlit rikisins að skrá slíka skemmda innflutta bfla sérstaklega með athugasemdum í skráningarskírteini, og þær athuga- semdir ættu að fylgja í skráning- arskírteinum alla tíð meðan bifreiðin er í notkun". LÖGREGLAN í Reykjavík stöðv- aði sýningu klámmynda í sjón- varpstæki i sýningarglugga verslunar við Laugaveg aðfara- nótt fimmtudags. Myndir þessar voru sýndar í Sky Channel, en sjónvarpsbúðin nær útsending- um stöðvarinnar um gervihnött. Lögreglunni var tilkynnt um það rétt fyrir klukkan eitt um nóttina að ósiðlegt myndefni væri í sjón- varpi í útstillingarglugga. Þegar lögreglan kom á vettvang kom í ljós að svokölluð „blá rnynd" var á skermi sjónvarpstækis í glugga verslunarinnar Rafeindar að Lauga- vegi 91. Annað tæki var $ gangi, en í því var sýnd teiknimynd frá Walt Disney. Skömmu eftir að lögreglan kom á staðinn lauk ósiðlegu mynd- inni, en önnur sama eðlis tók þá við. Innflutningsstöðvun á frönskum kartöflum: Verið að hverfa aftur til haftastefnu í viðskiptum - segir Haukur Hjaltason, innflyljandi Samstarfsráð verslunarinnar hefur mótmælt fyrirmælum land- búnaðarráðuneytisins um stöðvun leyfisveitinga á innflutningi á frönskum kartöflum og telur að þau standist ekki. Ráðið telur franskar kartöflur vera iðnaðarvöru, en ekki landbúnaðarvöru, og hefur beðið fjármálaráðherra að afturkalla bréf til tollstjóra og tollgæslustjóra frá því í maí sl., þar sem krafist er leyfis land- búnaðarráðuneytisins við innflutning á frönskum kartöflum. Haukur Hjaltason, framkvæmdastjóri Dreifingar sf., sagði að franskar kartöflur hefðu verið fluttar inn athugasemdalaust £ 20 ár, og að með þessarri ákvörðun væri verið að hverfa aftur til haftastefnu i viðskiptum, sem gæti haft alvarlegar afleiðingar í samskiptum okkar við Efnahagsbandalagið. í bréfí Samstarfsráðs verslunar- á frönskum kartöflum yrði stöðvað- innar til landbúnaðarráðherra er upplýst um birgðastöðu innflytj- enda á frönskum kartöflum, þar sem stöðvun á veitingu innflutn- ingsleyfa hafi verið réttlætt með fví að þær upplýsingar hafi skort. bréfí Samstarfsráðsins til fjár- málaráðherra er því mótmælt að innflutningur á frönskum kartöflum heyri undir búvörulög, og segir þar að fyrirmæli fjármálaráðuneytisins frá 5. maí 1987 hafi „leitt af sér aðgerð sem tæpast samrýmist nútíma sijómsýsluháttum." Ámi Reynisson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra stórkaup- manna, sagði að með þessarri ákvörðun væri verið að skerða frelsi fólks til að velja, og að raska hag þeirra sem hefðu um langt skeið haft innflutning þessarrar vöru með höndum. Hann benti á að verulegar tolltekjur töpuðust ef innflutningur ur, eða um 50-60 milljónir á ári. Ámi sagði að menn biðu nú svara frá ráðherrum, og að svo stöddu máli hefði Samstarfsráð verslunar- innar ekki ákveðið neinar frekari aðgerðir. Haukur Hjaltason, annar tveggja innflytjenda sem Morgunblaðið hafði samband við vegna málsins, sagði að landbúnaðarráðherra hefði farið langt út fyrir sitt valdsvið með leyfisstöðvuninni, og að ráðuneytið gæti allt eins krafist leyfís fyrir innflutningi á ullarfötum eins og frönskum kartöflum, sem hvort tveggja væru iðnaðarvörur þó að hráefnin væm landbúnaðarvömr. Hann sagði að erlendir aðilar hefðu bent á að Efnahagsbandalagið myndi hugsanlega samþyklqa tolla á lýsi og mjöl frá íslandi ef lögð væm höft á matvælaiðnaðarvömr frá löndum þess. Magnús Jónsson, framkvæmda- stjóri Garra hf., sagði að með ákvörðuninni væri stefnt að því að færa innflutning á öllu grænmeti undir landbúnaðarráðuneytið í því skyni að koma á einokun. Hann sagðist vilja benda á að KEA hefði keypt kartöfluverksmiðju Kaup- félags Svalbarðseyrar fyrir skömmu, og að slíkir áhrifamiklir aðilar kynnu að hafa þrýst á þessa ákvörðun. Lögreglan bað forsvarsmann verslunarinnar um að koma og stöðva sýninguna. Hann kom skömmu síðar og að sögn lögregiu var hann afar undrandi á myndefn- inu. Hann sýndi lögreglunni prent- aða dagskrá Sky Channel, en þar kom ekkert fram um að ósiðlegar sýningar yrðu á þessum tíma. Hann tók vel í beiðni lögreglunnar um að siökkva á sjónvarpstækinu, en engin athugasemd var gerð við Walt Disney myndina. x Að sögn lögreglu vom fáir á ferð um Laugaveginn og fæstir stöðvuðu til að kynna sér efni það sem Sky Channel bauð upp á. ©' INNLENT Karpov komst ekkert áfram Skáik Margeir Pétursson Karpov og aðstoðarmönnum hans tókst ekki frekar en skák- skýrendum að finna leið til að vinna biðstöðuna úr nitjándu einvigisskákinni á miðvikudag- inn. Hann féllst á jafntefli eftir 62 leiki og staðan í einviginu er þvi ennþá jöfn, báðir hafa hlotið níu og hálfan vinning. Það á nú eftir að tefla fimm skákir af einviginu og Kasp- arov nægir jafntefli í þeim skákum sem eftir eru til að halda titlinum. Það kom fljótlega í ljós að Karpov hafði ekki fundið neitt vænlegt framhald í rannsóknum sínum. Hann fann enga betri leið en að skipta upp á frípeði sinu fyrir eitt af peðum Kasparovs á kóngsvæng. Þar með einfaldaðist staðan og Kasparov flýtti fyrir niðurstöðunni með því að leyfa Karpov að skipta upp í peðsenda- tafl. Þótt áskorandinn væri enn peði yfír var staðan steindautt jafntefli, en slíkt er óvenjulegt í peðsendatafli, þar sem þrjú peð gegn tveimur duga yfirleitt til Það var mjög mikilvægt fyrir heimsmeistarann að honum tókst að standast þunga pressu Karpovs, eftir að hafa lent í erfíð- leikum í byijuninni. Næsta skák verður tefld í kvöld, þá er það Kasparov sem hefur hvítt. Biðskákin tefldist þannig: Hvitt: Anatoly Karpov Svart: Gary Kasparov 41. Hea5 - Ke6 42. Hal - Hc6 43. He5+ - Kf6 44. Hf5+ - Ke6 45. He5+ - Kf6 46. Hea5 - Ke6 47. Hla2 - Hb6 48. g4 Eftir mikið þóf breytir Karpov að lokum peðastöðunni. Næsti leikur Kasparovs kemur nokkuð á óvart, það mátti fremur búast við því að hann myndi halda peðunum á kóngsvæng óhreyfðum. Það kemur þó í Ijós að heimsmeistar- inn hefiir að sjálfsögðu reiknað dæmið hárrétt. 48. - f6 49. h6 - Hc6 50. Hb2 Þar sem Karpov kemst ekkert lengra áleiðis við óbreytt ástand bregður hann á það ráð að skipta upp á frípeði sínu á a6, fyrir svarta peðið á g7. 50. - Hcxa6 51. Hb6+ - Hxb6 52. Hxa7 - Hbl 53. Hxg7 - Hfl+ 54. Ke3 - Hel+ 66. Kf3 - Hfl+ 56. Ke2 - Hf4 67. Ke3 - Ke5! Fljótvirkasta jaftiteflisleiðin. Svartur hótar peðinu á e4 og það gerir ekki til þótt hvítur nái hróka- kaupum, því jafnvel peðsendatafl er dautt jafntefli. 58. He7+ - Kd6 59. Hh7 - Ke6 60. He7+ - Kd6 61. He6+!7 - Kxe6 62. Kxf4 - Ke7! og hér var samið jafntefli, því svartur heldur andspæninu eftir 63. Kf5 - Kf7. Eftir 62. - Kf7?? 63. Kf5 yrði svartur hins vegar að gefa eftir og þá tapar hann strax.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.