Morgunblaðið - 04.12.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.12.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1987 33 Rúmenía: Opinskár embætt- ismaður hvarf og kom aftur fram Sagði óánægju rúmensks almennings skiljanlega Búkarest. Reuter. HÁTTSETTUR, rúmenskur embættismaður, sem hvarf í nokkra daga eins og jörðin hefði gleypt hann, er nú kominn fram aftur. Fyrir skömmu skoraði hann á ríkisstjórnina að refsa ekki þeim verkamönnum, sem hefðu tekið þátt í að mótmæla matarskortinum í Rúmeníu. Silviu Brucan, fyrrum sendiherra Rúmena í Washington og hjá Sam- einuðu þjóðunum, sagði vestrænum fréttamönnum eftir mikil mótmæli í borginni Brasov, að gremja al- mennings í landinu væri skiljanleg, hann væri búinn að fá sig fullsadd- an á að vera meðhöndlaður eins og þrælar. Fyrir nokkrum dögum féllst Brucan á að eiga viðtal við Reut- ers-fréttastofuna sl. miðvikudag en mætti ekki til þess og þótt reynt væri að hafa uppi á honum tókst það ekki. Þegar hringt var heim til hans varð einhver maður fyrir svör- um og sagði, að um skakkt númer væri að ræða. í gær sást hins veg- ar til Brucans og sagðist hann þá vera við góða heilsu og frjáls ferða sinna. Fréttamaður Reuters, sem ætlaði að ræða við Brucan, reyndi að fara heim til hans í glæsihverfíð, sem eingöngu er fyrir háttsetta menn í kommúnistaflokknum, en lögreglu- menn vörðuðu honum veginn. í gær var hann svo kvaddur á vegabréfa- skrifstofu í höfuðborginni og honum „boðið" að hverfa úr landi innan sólarhrings. Rúmenía: Hóta að hætta af- borgnnum af skuld við Alþjóðabankann Vín. Reuter. RÚMENSK stjómvöld, sem eiga við alvarlega efnahagsörðugleika að etja, hafa hótað að fresta af- borgunum af 1,9 milljarða dollara skuld við Alþjóðabankann en segj- ast ætla að standa f skilum við aðra lánardrottna sína. í fréttum rúmensku fréttastof- unnar Agerpress sagði, að fjár- hagsnefnd þingsins hefði harðlega gagnrýnt lánaskilmála Alþjóðabank- ans og sagt þá vera „einstaklega óhagstæða Rúmenum". Var þess einnig krafíst, að rúmensku samn- ingamönnunum, sem samþykktu lánskjörin, yrði refsað. Var einkum að því fundið, að í skilmálunum er kveðið á um gengisáhættu en hana verður skuldunauturinn að taka á sig. Sagði Agerpress, að vegna þessa ákvæðis hefðu skuldimar aukist um 250 milljónir dollara. Rúmenar ætla hins vegar að greiða á gjalddaga afborganir af skuldum við banka og fjármálastofn- anir, sem ekki hafa þennan háttinn á. Frá 1980 hefur rúmenska stjómin greitt helming allra erlendra skulda en gengið um leið svo nærri lands- mönnum, að þeir búa við skort á flestum sviðum. í síðasta mánuði kom til mikilla átaka í borginni Brasov þegar þúsundir manna mót- mæltu harðræðinu, hrópuðu niður „einræðisherrann" Nicolae Ceau- sescu og kveiktu í skrifstofum kommúnistaflokksins. Það er alltaf gott að fáaukabirtu í skammdeginu Verð: 599kr. _ Hljómplata sem vert er að leggja eyrun við. Inniheldur lög og texta eftir Einar Oddsson. Flytjendur: Haukur Hauksson, Einar Oddsson, Ólöf Sig- urðardóttir, Þröstur Þorbjörnsson, Eva Albertsdóttir, Edda Borg Ólafsdóttirog Þorsteinn Jónsson. ☆ STEINAR HF fy Nýbýlavegi 4,200 Kópavogi. Simi 45800 ★Austurstrseti 22. ★Rauðararslig 16. ★Glæsibæ. ★Standgotu Ht ★ Póstkrotusimi 11620. ★ Simsvari 28316. Olíufurstar unna bömunum sfnum ekki minna en aðrir og þegar þeir gefa þeim gjöf er hún ekki af verri endanum. Þetta barnagull vakti mikla athygli á bOasýningu, sem haldin var fyrir skömmu i Dubai f Sameinuðu arabfsku furstadæmunum, smávaxinn Porsche-bíll með bensínvél og öllum sama búnaði og stóri bróðir. Kostar hann frá framleiðanda rúmlega 300.000 ísl. kr. en hér á ísa köldu landi losaði hann vísast hálfa milljón með tollum og öðrum gjöldum. ' Reuter Hver er sínum gjöfum líkastur GEKK EG YFIR SJÓ OG LAND eftir Kristján Róbertsson Hér segir frá þeim miklu umbrotum sem áttu sér stað i lifi fólks í Vestmannaeyjum a siðari hluta 19. aldar, þegar íslenskir mormónatru- boðar birtust þar og fóru að boða nýtt fagnaðarerindi sem ekki hafði heyrst hér á landi áður. Þetta er bæði furðuteg og fróðleg saga, sem margir munu áreiðanlega hafa gaman af að kynna ser. Verð kr. 2.250,00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.