Morgunblaðið - 04.12.1987, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 04.12.1987, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1987 69 Greinargerð Asmundar Stefánssonar forseta ASI um virðisaukaskattkerfin í Evrópubandalaginu: Nauðsynjar minna skatt- lagðar en aðrar vörur Hér birtist í heild greinargerð Ásmundar Stefánssonar, forseta Alþýðusambands íslands, um virðisaukaskatt i Evrópu-banda- laginu, en hún var lögð fram á sambandsstjórnarfundi ASÍ, sem haldinn var mánudag og þriðju- dag. Virðisaukaskattur Virðisaukaskatturinn mun vera frönsk uppfínning og í dag búa öll ríki Efnahagsbandalagsins og ýmis fleiri lönd við það kerfí. í umræð- unni um virðisaukaskattinn hér á landi er því haldið fram að útilokað sé að hafa fleiri en eitt skattstig í slíku kerfi. Matarskatturinn og samræming í eina skattprósentu sé því óhjákvæmileg aðgerð. Það merkilega er að ríki Efna- hagsbandalagsins virðast ekkert vita um þessa nauðsyn á einni pró- sentu. Danir búa einir allra landa Efnahagsbandalagsins við eina pró- sentu. Allir aðrir eru með minnst tvö skattstig, flestir fleiri og í þeim tillögum sem framkvæmdastjórn Efnahagsbandalagsins lagði fram nú í haust um samræmdan virðis- aukaskatt, er aldeilis ekki miðað við eina skattprósentu. Þar er þvert á móti stefnt að tveimur skatt- prósentum: virðisaukaskattur á nauðsynjum verði á bilinu 4—9% og virðisaukaskattur á öðrum vör- um og þjónustu á bilinu 14—19% samkvæmt nánari ákvörðun við- komandi lands, sjá skýrslu KOM (87) 32 og KOM (87) 324. Tillögur framkvæmdastjómarinnar eru nú til umræðu í aðildarlöndum Efna- hagsbandalagsins. Virðisaukaskattur í Efnahagsbandalaginu Samkvæmt skýrslu fram- kvæmdastjómarinnar sem lögð var fram innan Efnahagsbandalagsins nú í haust eru skattprósentumar eftirfarandi, sjá KOM (87) 320. Skattþrep — prósentur virðisaukaskatts í Efna- hagsbandalagsríkjun- um 1. apríl 1987 Lág- alm. há- þrep x þrep þrep Belgfa (1)(2) 1&6 19 26 & 25+28 Danmörk (1) — 22 — FVakkland 2,1 & 4 5,5, 7 18,6 33,33 V-Þýskaland 1 7 14 Grikkland 6 18 36 írland (1) 2,4 & 10 25 — Ítalía(l) 2&9 18 38 Lúxemborg 3 & 6 12 — Holland 6 20 — Portúgál (1) 8 16 30 Spánn 6 12 33 Bretland^l) — 15 — (1) Ákveðnar vörur og þjónusta er undanþegin virðisaujcaskatti. Á írlandi og Bretlandi em flestar nauðsynjar undanþegnar. (2) Auk þessa er notað 17% skattþrep. Rétt er að vekja sérstaka at- hygli á því að tvö lönd, írland og Bretland, em með stóran hluta nauðsynja alveg undanþeginn virð- isaukaskatti. Hin löndin öll nema Danmörk leggja hins vegar aðeins lágan skatt á nauðsynjar eins og taflan sýnir, almennt innan við helming af þeim skatti sem leggst á aðrar vömr og þjónustu. Efnahagsbandalagslöndin hafa þannig öll nema Danmörk valið að hafa mismunandi skattprósentu. Skattkerfinu er ætlað að taka mið af aðstöðu fólks þannig að lágtekju- fólk sem notar stóran hluta tekna sinna í kaup á nauðsynjum borgi minna í skatt en hátekjufólk. Efha- hagsbandalagið stefnir nú að samræmdu kerfí og lágum skatt- stiga 4—9% fyrir nauðsynjar og almennum skattstiga 14—19% fyrir aðrar vömr og þjónustu. Þær tillögur sem nú em í með- ferð í Efnahagsbandalaginu gera ráð fyrir því að eftirtaldir liðir verði með lægri skattprósentuna: * matvömr * drykkjarvömr, þó ekki áfengir drykkir * orka til upphitunar og lýsingar * vatn * lyf * bækur, blöð og tímarit * farþegaflutningar Það er áætlað að lægri skatt- prósentan muni falla á einn þriðja af heildarstofni virðisaukaskattsins og almenna skattprósentan komi á tvo þriðju skattstofnsins. Rétt er að benda á að fram- kvæmdastjóm Efnahagsbandalags- ins mælir eindregið með því að lægra þrepið verði frekar sett nær 4% en 9%. Allmörg Efnahagsbandalagslönd em með sérstaka háa virðisauka- skattprósentu á útvöldum vömm, lúxusvömm. Einnig þannig er virð- isaukaskattkerfið notað til að jafna afkomu fólks. Háa skattstigið nær til innan við 10% skattstofnsins og er það rökstuðningur framkvæmda- stjómarinnar fyrir því að þær tillög- ur sem hún hefur lagt fram gera ekki ráð fyrir þremur þrepum, að- eins tveimur, lágþrepi og almennu þrepi. Kaþólskari en páfinn Það er einföld staðreynd að sam- ræmingin innan Efnahagsbanda- lagsins stefnir ekki að einni virðisaukaskattprósentu. Danir mótmæla þeim áformum í dag en ef til vill ekki fyrst og fremst vegna þess að skattprósentumar eiga að vera tvær heldur meira vegna þess að tillögumar gera ráð fyrir því að einn þriðji skattstofnsins skattlegg- ist með 4—9% og tveir þriðju með 14—19%. Danir skattleggja allt í dag með 22% og sjá því ekki hvem- ig ríkissjóðurinn danski muni komast af ef af samræmingu verð- ur, því samræmingin myndi leiða til um þriðjungslækkunar tekna danska ríkissjóðsins af virðisauka- skatti. Sá vandi yfírskyggir væntanlega andstöðu þeirra við tvö þrep í skattinum. Tvö þrep er því nánast gefín nið- urstaða í samræmingu Efnahags- bandalagsins. Á sama tíma ætlum við á íslandi að halda því fram að virðisaukaskattur verði að vera í einu þrepi, ein prósenta á allt. Þeir sem reynslu hafa af virðisauka- skattinum vilja ekki fara þá leið nema ef til vill Danir. Við, sem emm að taka trúna, skulum vera kaþólsk- ari en páfinn. Matarskattur Það er talið að verði rúmlega 20% söluskattur lagður á allar matvömr eins og ríkisstjómin áformar, muni það hækka framfærsluvfsitölu um 3V2% að meðaltali og um 5% hjá lágtekjufólki. Gagnráðstafanir mundu draga úr þessari hækkun en enn liggur ekki fyrir hvetjar þær yrðu. Ljóst er að matarskatturinn kæmi þyngst niður á lágtekjufólki og ólíklegt er að niðurgreiðslum yrði haldið áfram til lengdar. Aðrar gagnaðgerðir em einnig ótryggar. Matarskatturinn kann að verða til einföldunar en er augljóslega óréttlátur. Eins og hér hefur verið dregið fram er það undantekning í Efnahagsbandalagslöndunum að sama skattprósenta sé lögð á allt. Enda fleBtir sammála um að sölu- skattssvindlið sé einkum á þjón- ustugreinum ýmsum en ekki í matvörunni. Morgunblaiið/Emilía Gunnar Gunnarsson hjá Japis og Gunnar Biering yfirlæknir standa við örbylgjuofninn. í bakgrunni sést Rannveig Fannberg hjúkrunarfræðingur sinna tveggja daga gömlum sjúklingi ú vöku- deildinni. Örbylgjuofn fyrir pelann VÖKUDEILD 2 við Landsspital- ann barst á dögunum örbylgju- ofn að gjöf frá Japis h/f. Ofninn er notaður við að hita upp og halda heitri mjólk fyrir nýbura á vökudeildinni. Að sögn Gunn- ars Biering yfirlæknis er starfs- fólki mikið hagræði og vinnuspamaður að ofninum þar sem hann er margfalt fljótvirk- ari og öruggari en sá búnaður sem áður var til á deildinni til þessara nota. Hljómplata með nýjum verkum fyrir klarínettu KOMIN er út hljómplata með nýjum verkum fyrir klarinettu. Flytjendur eru Sigurður I. Snorrason klarinettuleikari, Anna Guðný Guðmundsdóttir pfanóleikari og Sinfóníuhljóm- sveit íslands undir stjórn Páls P. Pálssonar. Á plötunni eru verkin „Ristur“ fyrir klarínettu og píanó eftir Jón Nordal sem hann samdi fyrir Sig- urð og Önnu Guðnýju árið 1985, Klarínettukonsert Páls P. Pálsson- ar, en hann var saminn fyrir Sigurð haustið 1982 og frumfluttur á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í ársbyijun 1983. Loks eru á plöt- unni „Steflaus 'tilbrigði“ fyrir klarfnettu og píanó eftir Austurrík- ismanninn Wemer Schulze. Platan var hljóðrituð í Há- skólabíói af Bjama Rúnari Bjama- syni en umslag hannaði Loftur Ólafur Leifsson, Teldec, samsteypa hljómplötuframleiðendanna Tele- funken og Decca í Hamborg, sá um pressun plötunnar svo og prentun umslags. Dreifíngu annast íslensk tónverkamiðstöð. Tíu kokkar með 8 rétti TÍU matreiðslumeistarar á veit- ingahúsum í Reykjavík hafa tekið saman höndum um kvöld- verð með átta réttum á Hótel Holiday Inn i Sigtúni fimmtu- daginn 10. desember. Matreiðslumennimir starfa á veitingahúsunum Hótel Holt, Hótel Sögu, í Kvosinni, Lækjarbrekku, Hard Rock Café, Hótel Holiday Inn og Hótel Örk. Saga í sveit Bókaútgáfan Skjaldborg hef- ur gefið út söguna Halli og Rúna eftir Marinó L. Stefánsson. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Sagan segir frá systkinunum Rúnu og Halla, sem í upphafi sögunnar eru kaupstaðarböm. En fljótlega flytjast þau í sveitina, þar sem for- eldrar þeirra kaupa jörð og fara að búa. Allt leikur í lyndi í fyrstu og ævintýrin em mörg í félagsskap við húsdýrin, silungsveiðar í læknum og ótalmargt annað, sem áður hef- ur verið þeim óþekkt veröld. En hættur eru líka í sveitinni. Poreldr- amir farast í snjóflóði. Eftir það em Rúna og Halli um skeið í góðu yfirlæti á næsta bæ og una sér þar vel hjá góðu fólki. En undir sögulok- in liggur leiðin aftur í kaupstaðinn og á ný taka við leikir og ævintýri með þeim, sem þar búa. Margt er þar gott og ánægjulegt, en einnig og bæ Marinó L. Stefánsson ber ýmislegt af lakara tagi fyrir augu og eym.“ SPÁÐU I LIÐIN SPILAÐU MEÐ Hægt er að spá í leikina símleiðis og greiða fyrirmeð kreditkorii. Þessi þjónusta er veitt alla föstudaga frá kl. 9:00 til 17:00 og laugardaga frá kl. 9:00 til 13:30. Síminn er 688 322 & ÍSLENSKAR GETRAUNIR - eini lukkupotturínn þar sem þekking margfaldar vinningslíkur. LEIKVIKA 15 Leikir 5. desember 1987 1 Arsenal - Sheffield Wed. 2 Charlton - Everton 3 Derby - Watford 4 Luton - Norwich 5 Oxford - Newoastle 6 Portsmouth - Coventry 7 Q.P.R. - Man. United 8 West Ham - Southampton 9 Wimbledon - Nott’m Foresf 10 Ipswich - Bradford 11 Leeds - Birmingham 12 Lelcester - Middlesbro K 1 X 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.