Morgunblaðið - 04.12.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.12.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1987 „GAUKURAKUREYRAR“ 1. flokks matur á teríuverði EKTA PIZZUR OpiÓ um helgar frákl. 11.30-03.00 Virka daga Jrákl. 11.30-01.00 v/Ráðhústorg Piltur og stúlka Leikstjóri: Borgar Garðarson Leikmynd: Öm Ingi Gíslason Lýsing: Ingvar Bjömsson Tónlút: Jón Hlöðver Áskelsson Pmnmýning annan rlag jólakL 17.00 2. sýningsunudaginn 27. des.kl. 20.30 3. sýningþriðjudaginn 29. des.kl. 20.30 4. sýning miðvikudaginn 30. des. kl. 20.30 5. sýningfimmtudaginn 7. janúarkl. 20.30 6. sýning föstudaginn 8. janúarkl. 20.30 7. sýning laugardaginú 9. janúarld. 18.00 8. sýningsunnudaginn 10. janúarkl. 15.00 Ath. breyttan sýningartíma. Forsala aðgöngumiða hafin. Gjafakortið gleður - tilvalin jólagjöf. MIÐASALA Gjafakortið gleði iÁ SfMI 96-24073 iGKFéLAG AKURGYRAR 'jí ■HOTEL KEA- Dansleikur Hljómsveit Finns Eydal leikurfyrirdansi tilkl. 03.00. Ath! Síðasti dansleikur fyrirjól. Tilboð Bautans ídesember í hádeginu Innkaupadiskurinn Kkaldir kjötróttir og fiskróttur) ásamt súpu og salatbar. Kr.450,- í kaffinu Búöarápsdiskurinn (snitta, kökusneíö og kaffi) Kr. 180,- JÓLAGLÖGG Hafnarstræti 92 - Sími 21818. TÍSKUSÝNING frá versluninni PERFECT föstudag BJARTMAR verður með Týndu kyn- slóðina og Árná járnkall á laugardagskvöld. Ath! 18 ára aldurstakmark. Veltlnflastaöur. Hafnarstrætt 100. siml 25500 Morgunblaðið/GSV Jón Erlendsson með fyrstu bók sína, Kvæðabók. Kvæðabók eftir Jón Erlendsson Út er komin Kvæðabók eftir Jón Erlendsson. Þetta er fyrsta bók höfundar, sem er 35 ára gamall Akureyringur. Áður hefur skáldskapur eftir Jón verið fluttur í útvarp, en hann hlaut önnur verðlaun í ljóðasamkeppni MENOR og svæðisútvarpsins á Akureyri í desember í fyrra. Þá hlaut hann einnig fyrstu verðlaun í smásagnasamkeppni sömu aðila. Kvæðabók inniheldur 46 Ijóð. Yrkisefnið er fjölbreytiiegt og höfundur notar ýmist foma eða nýja bragarhætti. Bókin er 52 blaðsiður að stærð og er prentuð hjá Ásprenti á Akureyri. „Mikill uppgangur í tölvuvæðingu“ — segir Páll Pétursson stjórnar- formaður Allt-hugbúnaðar „MJÖG mikill uppgangur hefur átt sér stað á Akureyri síðasta árið og til marks um það höfðum við aðeins tvo viðskiptavini á Akureyri fyrir ári síðan, en höfum nú á þriðja tug viðskiptavina. Fyrir árslok stefna þeir í að verða 50 talsins í bænum og í ná- grenni,“ sagði Páll Pétursson, stjórnarformaður Allt hugbúnaðar hf., i samtali við Morgunblaðið. Nú standa yfir kynningar á veg- um fyrirtækisins og umboðsaðila þess á Norðurlandi, Fells hf. og Bókvals hf., og hefur aðsókn farið fram úr björtustu vonum manna, að sögn Páls. Hann sagðist hafa fylgst vel með tölvuþróun fyrir norðan síðustu fimm árin, en Heild- verslun Valgarðs Stefánssonar var fyrsti viðskiptavinur fyrirtækisins á Ákureyri. Svo virðist sem upp- gangurinn hafí hafist fyrir ári síðan og hafa fyrirtæki síðan tölvuvæðst í auknum mæli. Umboðsaðilar sjá alfarið um þjónustu, uppsetningu og kennslu sem er jrfirleitt mjög mikilvægt atriði þegar fyrirtæki tölvuvæðast. Þau þurfa því ekki að sækja þá þjónustu sífellt suður," sagði Páll. Kynning hafa staðið yfir á Dalvík, Ólafsfírði og Húsavík og eftir helgina er áformað að fara þjónustuferð til Þórshafnar, Rauf- arhafnar og austur á Hérað að því búnu. Páll Pétursson kynnir AJlt-hugbúnað á Hótel KEA. Morgunblaðið/GSV Leikklúbburinn Saga: Hinn eini sanni Seppi Frumsýning í Dynheimum laugardagskvöld LEIKKLÚBBURINN Saga frum- sýnir einþáttunginn Hinn eini sanni Seppi eftir Tom Stoppard í Dynheimum laugardagskvöldið 5. desember. Leikstjóri er Skúli Gautason. Þetta er þriðja við- fangsefni leikklúbbsins á þvi ári sem nú er að líða. Þessi einþáttungur tekur um klukkustund í flutningi. Þetta er morðsaga sem gerist á óðali, sem einangrað er frá umhverfinu og þegar eitthvað gerist er erfítt að ná sambandi við umheiminn. Inn í söguna blandast ástamál lafðinnar, sem býr á óðalinu, og úr öllu verð- ur spennandi og óvenjulegt leik- verk. Höfundurinn, Tom Stoppard, er kunnur breskur leikritahöfundur, að vísu hálfur Breti og hálfur Tékki, fæddur á Indlandi og uppal- inn víða um lönd. Hann var orðinn 10 eða 12 ára þegar hann fluttist heim til Bretlands og það er ekki síst vegna þessa uppeídis síns að hann hefur skrifað öðruvísi verk en gengur og gerist þar í landi. Hann leikur sér oft með tungumálið í verkum sínum og af þeim sökum er iðulega ógerlegt að þýða þau á aðrar tungur. Meðal verka Toms Stoppard sem flutt hafa verið hér á landi má nefna að haustið 1980 sýndi Þjóðleikhúsið leikritið Nótt og dagur, en nokkru áður hafði Herranótt MR fært upp / Morgunblaðið/Guðmundur Svansson Leikklúbburínn Saga á æfingu í Dynheimum. Albert á Brúnni. Að minnsta kosti þrjú leikrit Stoppards hafa verið flutt í Ríkisútvarpínu og eínþátt- ungurinn um Seppa var settur á svið á Isafírði síðastliðinn vetur í þýðingu Guðjóns Ólafssonar. Sem fyrr segir er leikstjóri hjá Leikklúbbnum Sögu Skúli Gauta- son. Leikarar eru alls níu, en með meginhlutverk fara Magnús Sigur- ólason, Friðþjófur ísfeld Sigurðsson og Inga Vala Jónsdóttir. Alls starfa um 20 manns að þessari sýningu. Hinn eini sanni Seppi er'þriðja verkefni Leikklúbbsins Sögu á þessu ári. í tilefni 10 ára afmælis klúbbsins var á vordögum sett upp nýtt íslenskt leikrit, Smámyndir eftir Helga Má Barðasen, sem var einn helsti hvatamaður að stofnun Sögu. í tengslum við afmæli Akur- eyrarbæjar í sumar starfaði götu- leikhópur á vegum klúbbsins, skemmti í göngugötunni á afmælis- hátíðinni og sýndi ævintýrið um Jóa og baunagrasið í kirkjutröppunum. Frumsýning Hins eina sanna Seppa verður sem fyrr segir í Dyn- heimum laugardagskvöldið 5. desember og hefst klukkan 20.30. Önnur sýning verður á mánudags- kvöld á sama tíma. Laufabrauðsgerð hjá Brauðgerð KEA. Fyrstu laufabrauðs- kökurnar FYRSTA laufabrauðshelgin er nú liðin hjá og að sögn Páls Stef- ánssonar bakara i Brauðgerð KEA á Akureyri voru yfir 3.000 laufabrauðskökur útbúnar þar á föstudag enda mikið búið að panta. Hinsvegar sagðist Páll ætla, að þegar laufabrauðsver- tíðinni lyki yrði búið að framleiða hátt í 150.000 kökur hjá þeim þremur bakaríum, sem í bænum eru. Páll sagðist halda, að hápunktur laufabrauðsbakstursins hér norðan heiða yrði um næstu helgi. „Ég held að það megi fullyrða að hvert einasta heimili hér sé með laufa- brauð á jólaborðum og talsvert er um það að við fáum pantanir að sunnan frá brottfluttum Akur- Morgunblaðið/GSV eyringum," sagði Páll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.