Morgunblaðið - 04.12.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 04.12.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1987 59 Arni Jóhann Guð- laugsson - minning Fæddur 10. júní 1912 Dáinn 7. nóvember 1987 Vegna hinna nánu tengsla og vináttu allt frá því að við vorum að striplast í baðstofunni í Miðkoti og þar til bróðir minn Ámi Jóhann Guðlaugsson féll frá og hins að hann gleymist síður, langar mig til að skrifa um lífsferil hans nokkur orð. Ámi var of gildur og litríkur þátttakandi í framkvæmda- og mannlífsvef samfélags síns til þess að ég gerði það ekki. Ami var snöggur í heimanbúnaði eins og oft áður og fljótur að hafa bústaðaskipti, enda hvergi van- búinn til þeirrar ferðar að mínu mati, og mun honum hafa verið vel fagnað af horfnum ástvinum. Hann skildi vel við sitt gestkvæma og notalega heimili, bæði úti og inni, sem allir máttu sjá sem til þeirra hjóna, Þórgunnar og hans, komu. Þar birtist hagleikur hans í verki og húsmóðurleg fyrirhyggja konu hans og dóttur sem líkist föður sínum nokkuð og lætur ekki bugast við mótbyr og hefur verið foreldmm sínum ómetanleg stoð í stórviðmm sem á þeim hafa skollið. Oft koma andlát ástvina þeim sem eftir lifa að óvömm þrátt fyrir þá staðréynd að þetta er endir okk- ar allra eftir mislanga lífsgöngu og enginn umflýr sín örlög. Ámi var vanur að halda sitt strik án þess að bogna þó gæfi á bátinn og án áhrifa annarra og ráðlagði gjaman öðmm það sama. Margt kemur eðli- lega upp í huga manns á svona tímamótum og margar mínar bestu minningar em tengdar Áma frá samstarfsámm okkar sem vom mörg og öll ánægjuleg. Hlýhugur og vinátta geta verið þmngin margvíslegum tilfinningum sem mörgum láist að sýna á meðan tími er til, sitja svo eftir með sárt ennið og sektarkennd og oft vill það verða svo að „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“. Með eðlislægu áræði, þreki, óbilandi dugnaði, lífsreynslu og falslausri trú á hið góða, safnaði hann ómetanlegum, síftjóum höfuðstól sem hann arf- leiddi okkur að sem eftir lifum og væri vel ef fleiri skildu eftir sig slíkan fjársjóð samfélaginu til af- nota. Skap hans var oft nokkuð rismikið, aðfarir til allra verka ákveðnar og án fums eða hiks. Lund hans þó að jafnaði hlý og við- mót gott,. létt og gamansamt. Oft var sungið þegar við unnum saman Helgi Vigfús- son - Kveðjuorð Fæddur 21. desember 1910 Dáinn 21. nóvember 1987 Því hjarta mitt er fullt af hvíld og fógnuð, af frið mín sál. Þá finnst mér aðeins yndi, blíða, fegurð sé alheims mál - að allir hlutir biðji bænum mínum og blessi mig — við nætur gæzku-hjartað jörð og himinn að hvíli sig. (Stephan G. Stephansson) Föstudaginn 27. nóvember sl. fór fram frá Selfosskirkju útför Helga Vigfússonar. Með nokkrum orðum vil ég minnast hans. Helga kynntist ég fyrir sextán árum þegar hann flutti með fjöl- skyldu sína frá Stókkseyri að Selfossi. Ég var þá þrettán ára gamall. Þar sem hús foreldra minna og Helga stóðu hlið við hlið varð fljótt mikill samgangur milli heimil- anna. Góður vinskapur tókst með mér og tveimur af sonum Helga, þeim Oskari og Heimi. Fór svo að heimili þeirra Helga og Aldísar konu hans varð sem mitt eigið heimili. Ég man vel þegar ég hitti Helga í fyrsta sinn. Ég var feiminn við þennan háa myndarlega mann. Augu hans leiftruðu af einlægri glettni. Af honum stafaði foðurleg hlýja. Hann talaði við mig eins og fullorðinn mann. Ég man að það þótti mér sérkennilegt. Þama tókst með okkur vinátta. Vinátta sem var sérstæð vegna aldursmunar okkar. Helgi var mikill dýravinur. Hann hafði unun af því að umgangast dýr. Á heimili Helga og Aldísar á Selfossi voru bæði hundar og kett- ir. Velferð dýranna var ofarlega í huga Helga. Helgi hafði gaman af því að spila á spil. Var oft kátt á hjalla þegar Helgi og Aldís komu í heimsókn. Var þá iðulega byijað fljótt á því að spila. í endurminningunni eru þetta gleðilegar stundir. Þegar Helgi flutti með fjölskyldu sína frá Selfossi bar fundum okkar sjaldnar saman. Þó svo að ég færi í nám fjarri átthögunum spurðist Helgi oft frétta af mér hjá foreldrum mínum. Hann hafði ekki gleymt unglings- piltinum feimna. Eg man hvað mér þótti alltaf vænt um að heyra að Helgi hefði verið að spyija frétta af mér. Hann fylgdist með mér úr fjarlægð. Að leiðarlokum vil ég þakka Helga þá tryggð og umhyggju sem hann ávallt sýndi mér. Minningin um góðan mann mun lifa. Ég sendi Aldísi og bömum inni- legar samúðarkveðjur. Hánnes Siggason Aðalsveitakeppni Bridsfélags Reykjavíkur 1987—1988 A-RIÐILL: 1 2 3 4 5 6 7 8 1. Jón Þorvarðarson 14 10 2. Delta 16 15 3. EstherJakobsdóttÍr 13 5 4. Bragi Hauksson 4 4 5. Flugleiðir 25 21 6. Samvinnuf.-Landsýn 17 25 7. Verðbr.m. Iðnaðarb. 15 25 8. GuðmundurSveinss. 20 9 B-RIÐILL: 1 2 3 4 5 6 7 8 1. Eiríkur Hjaltason 17 17 2. Bragi Erlendsson 13 11 3. Georg Sverrisson 18 10 4. Pólaris 25 25 5. Hallgrímur Hallgr. 0 6 6. Björn Theódórsson 12 3 7. Atlantik 19 20 8. Fataland 13 24 C-RIÐILL: 1 2 3 4 5 6 7 8 1. Magnús Eymundss. 13 18 2. KristóferMagnúss. 17 ■ 10 3. Snæbjörn Friðrikss. ■ 16 15 4. RagnarJónsson ■ 3 25 5. Jón Páll Sigurjónss. 25 ■ 24 6. Lúðvík Wdowiak 14 4 ■ 7. ÞorlákurJónsson 20 15 8. Guðm. Þóroddss. 12 6 í múrverkinu, búið var að bera upp á vegg og farið var að rétta hann af og pússa. Já, það var oft gaman á þeim árum þó mikið væri unnið, vinnudagurinn ætíð langur, og fyrir kæmi að okkur hitnaði í hamsi, sem risti þó sjaldan djúpt, enda báðir að ég hygg fljótir til sátta. Ég er búinn að vinna með mörgum mann- inum um dagana og ég hef aldrei séð önnur eins afköst við vinnu eins og hjá honum, sama hvað hann tók sér fyrir hendur og snar og snögg- ur var hann bæði til geðs og gerðar enda glíminn vel á yngri árum. Ámi Jóhann Guðlaugsson fædd- ist í Miðkoti, Dalvík, 10. júní 1912. Foreldrar hans vom Anna María Jónsdóttir og Guðlaugur Siguijóns- son. Þar ólst hann upp að mestu og átti þar heimili þar til hann kvæntist 5. nóvember 1937 eftirlif- andi konu sinni, Þórgunni Þorleifs- dóttur, útvegsbónda frá Hóli á Upsaströnd. Áttu þau því gullbrúð- kaupsafmæli nú 5. nóvember sl. í ársbyijun 1943 fluttu þau í sitt eig- ið húsnæði á Karlsbraut 12, Dalvík, og hafa búið þar síðan. Eignuðust þau þijú böm, Snorra Guðlaug, Þorleif Kristin og Svanhildi. Dreng- imir fórust báðir af slysförum á besta aldri og má nærri geta hvert reginátak hefur verið að standast slík áföll. Þar reyndist dóttir þeirra, Svanhildur, og maður hennar, Vig- fús Jóhannesson, þeim með afbrigð- um vel eins og ætíð fyrr og .síðar enda kærleikur mikill þar á milli. Trúin reyndist Áma hið mikla at- hvarf á raunastundum. Ámi var við eða á sjó fram til ársins 1941 'að hann hóf byggingu á Karlsbraut 12, eða Reykholti eins og þau hjón nefndu það, og hann var oftast kenndur við í daglegu tah. Hann steypti steininn sem það er hlaðið úr sjálfur og fékk frænda sinn Gísla Magnússon múrara- meistara frá Akureyri til þess að aðstoða sig við múrverkið í upp- hafí, þá tók Ámi við og gekk frá múrverkinu inni og úti. Upp frá því fór hann að taka að sér múrverk hér á Dalvík og víðar og steypa steina, staura og rör, og við múr- verk fékkst hann sem aðalstarf í rúm 30 ár. Em þau orðin mörg handtökin hans hér í bæ til upp- byggingar og fegrunar. Ami gegndi fjölda starfa fyrir byggðarlag sitt og íbúa þess fyrir utan sitt aðalstarf því eins og oft vill verða berast verkefni að þeim sem hafa hæfíleika til að leysa þau af hendi. Hann varð fyrsti formaður Björgunarsveitar Dalvíkur 2. mars 1951 og hafði það starf með hönd- um í 18 ár. Hann var einn af stofnendum Lionsklúbbs Dalvíkur og formaður hans eitt ár. í bygging- amefnd var hann lengi, einnig í karlakór, kirkjukór og sóknamefnd í mörg ár og átti sinn stóra þátt í að fá því framgengt að kór Upsa- kirkju var ekki rifínn eins og til stóð heldur var gerður að kapellu og sá Ámi um frágang með öðmm úti og inni á kapellunni. Hann var umsjónarmaður með byggingu heimavistarskóla hér meðan hún stóð yfír. í ágúst 1976 tók hann að sér rekstur á fískhúsi kaupfé- lagsins á Dalvík. Hann keypti físk og verkaði til sölu á Dalvík, í Ólafs- fírði, Svarfaðardal og víðar. Þessu starfí gegndi hann til marsloka 1984, og eftir það oft í forföllum þess er tók við starfí hans. Hann átti mörg síðustu árin lítinn bát og lagði kolanet á Víkinni og síðast í vor. Eftir að hann hætti í fískhúsinu fór hann að fást við útskurð í tré. Em margir góðir munir úr hans högu hendi famir víða. Ámi var natinn við ræktun blóma og jurta og ber garður þeirra hjóna þess vitni svo eftirtekt vekur og bjuggu þau sér og vinafólki ánægjulegt athvarf í garðinum innan um fögur blóm og fuglasöng og hafa margir staldrað þar við og notið góðs við- móts og velgjörða. Þórgunni, Svanhildi og afkom- endum vottum við hjónin og sonur okkar og fjölskylda hans af heilum hug okkar dýpstu samúð og biðjum að þau nái sem fyrst áttum og því striki sem Ámi stýrði eftir. Við kveðjum hann og þökkum sam- fylgdina. Hann skilaði svarfdælskri byggð ósviknu dagsverki. Kristinn Guðlaugsson Brids Arnór Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja Lokið er 12 sveita keppni, svo- kölluðu JGP-móti. Spilaðir vom tveir 16 spila leikir á kvöldi. Sveit Birkis Jónssonar sigraði, hlaut 224 stig. Auk hans spiluðu í sveitinni: Magnús Torfason, Gísli Torfason, Jóhannes Sigurðsson og Karl Her- mannsson. Röð næstu sveita: Gestur Auðunsson 217 Haraldur Biynjólfsson 199 Jóhannes Ellertsson 187 Heimir Hjartarson 172 BjömBlöndal 163 Næsta keppni verður tveggja kvölda jólatvímenningur sem jafn- framt verður fírmakeppni. Spilaður verður barometer og verða góð verðlaun fyrir 3 efstu sætin. Spilað er í Golfskálanum í Leim og hefst keppnin stundvíslega kl. 20 á mánudaginn. Bridsfélag Akureyrar Fjórtán sveitir taka þátt í Akur- eyrarmótinu í sveitakeppni. Spilaðir em 32 spila leikir og er lokið 6 umferðum. Mikill atgangur er í keppninni um efsta sætið og verður sveit Gunnlaugs Guðmundssonar sem er núverandi titilhafí að sætta sig við að vera í 7. sæti, en staða efstu sveita er nú þessi: Kristján Guðjónsson 119 Heilusteypan hf. 118 Stefán Vilhjálmsson 117 Grettir Frímannsson 105 Zarioh Hamadi 96 Sporthúsið 95 Gunnlaugur Guðmundsson 87 Ragnhildur Gunnarsdóttir 83 Árlegt jólamót BA sem er tvímenningur fer fram í Blómaskál- anum Vfn við Hrafnagil sunnudag- inn 27. desember og stendur aðeins i einn dag að venju. Spilaðar verða tvær lotur eftir Michell-fyrirkomu- lagi. Öllum spilumm landsins er heimil þátttaka meðan húsrúm leyf- ir. Sjöunda umferðin í sveitakeppn- inni verður spiluð á þriðjudaginn kemur í Félagsborg kl. 19.30, þá spila m.a. saman efsta sveitin gegn sveitinni í 3. sæti (Kristján gegn Stefáni). Keppnisstjóri er Albert Sigurðs- son. Bridsdeild Rangæinga- félagsins Hörkukeppni er í sveitakeppninni og fyrir síðustu umferðina er staðan þessi: AmórÓlafsson 199 Daníel Halldórsson 196 Rafn Kristjánsson 182 Ingólfur Jónsson 173 Helgi Guðmundsson 163 Lokaumferðin verður spiluð 9. desember í Ármúla 40. + Innilegt þakklæti til þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS ÞORVARÐSSONAR rafeindavirkjamelstara, Stffluseli 8, Reykjavík, Lárus Gunnarsson, Árni Gunnarsson, Hrafnhildur Gunnarsdóttír. t Þökkum innilega auðsýnda samúö og vináttu végna andláts og útfarar móður okkar, GUÐLAUGAR ODDSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Öldrunardeildar B6 Borgarspítalan- um fyrir góða hjúkrun og aðhlynningu. Þurfður Eyjólfsdóttir, Guðrún Eyjólfsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.