Morgunblaðið - 04.12.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 04.12.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1987 Minning: Þorleifur Thorla- cius skipasmiður Fæddur 23. júní 1907 Dáinn 26. nóvember 1987 Við andlát vinar er sem tíminn stöðvist eitt andartak. Minningar streyma gegnum hugann með leift- urhraða. Myndir frá liðnum árum. Minningar um orð og atburði, minn- ingar sem kveikja tilfinningar og vekja söknuð. Á þessum áfanga- stað, sem einn er vissa í lífi sérhvers manns, staldra samferðamenn við og líta til baka. Þorleifur Thorlacius, skipasmið- ur, var fæddur 23. júní 1907 á Nýlendugötu 20a í Reykjavík, og bjó þar alla tíð. Hann var sonur hjónanna, Ólafs Ólafssonar Thorlacius, sem fæddur var í Trost- anfirði, og Margrétar Oddsdóttur frá Háholti í Gnúpverjahreppi, konu hans. Þorleifur var næst elstur fjög- urra systkina, sem lifa bróður sinn. En þau eru Guðmundur, skipstjóri, kvæntur Helgu Halldórsdóttur frá Hnífsdal, Gróa gift Guðmundi Halldórssyni, skipstjóra, sem nú er dáinn, en hann var bróðir Helgu, og Steinunn gift Gunnlaugi Gunn- laugssyni, múrarameistara. Þorleif- ur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Salbjörg Bjamadóttir sem lést eftir 3ja ára sambúð._ Eftirlifandi eiginkona Þorleifs er Ágústa Guð- mundsdóttir, f. 8.10. 1921, lífsföru- nautur hans í 50 ár. Dætur þeirra hjóna eru fimm, Bima búsett á Ólafsfirði, gift Gunnlaugi Gunn- laugssyni, matsveini, . Margrét, búsett í Reykjavík, gift Ólafi Helga Ólafssyni, viðskiptafræðingi, Þór- hildur, búsett í Reykjavík, Björg, búsett á ísafirði, gift Tryggva Tryggvasyni, framkvæmdastjóra og Olöf búsett á ísafirði, gift Har- aldi L. Haraldssyni, hagfræðingi og bæjarstjóra þar. Bamabömin eru flórtán talsins og bamabamabam eitt. Þorleifur lærði skipasmíði hjá Magnúsi Guðmundssyni skipasmið í Reykjavík, lauk hjá honum námi og fékk sveinsbréf 1937. Hann vann við iðn sína alla tíð, síðast sem eftir- litsmaður með skipum Skipaútgerð- ar ríkisins og Hafrannsóknastofn- unar. t Útför foreldra okkar, HRÓÐNÝJAR SIGURÐARDÓTTUR JÓHANNS HALLD&RS PÁLSSONAR, Dalbæ Hrunamannahreppi, sem létust af slysförum 28. nóvember sl. fer fram frá Hrepp- hólakirkju laugardaginn 5. desember kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hinna látnu er bent á orgelsjóð Hrepp- hólakirkju. Rútuferð verður frá BSf kl. 11.30. Börnin. t Amma okkar, GUÐRÚN EINARSDÓTTIR, Seljahlíð, áður Laugavegi 81, sem andaðist í Borgarspítalanum 29. nóvember verður jarðsung- in í Fossvogskapellu föstudaginn 4. des. kl. 15.00. Fyrir hönd ættingja og vina. Gisli Grétar Gunnarsson, Gunnar Gunnarsson Friðriksson, Friðrik Friðriksson, , Berglind Friðriksson. t Eiginkona mín og móðir okkar, LAUFEY EYVINDSDÓTTIR, Helgafellsbraut 21, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn 5. desember kl. 14.00. Guðlaugur Stefánsson og dætur. t Bróðir okkar, GUÐMUNDUR KR. GUÐMUNDSSON frá Stóra-Nýjabæ, Krísuvík, er andaðist á Sólvangi Hafnarfirði 27. nóvember, verður jarðsett- ur frá Þjóðkirkjunni i Hafnarfiröi föstudaginn 4. desember kl. 15.00. Fyrir hönd systkina, Þórlaug Guðmundsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og 3 útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HAUKS MAGNÚSSONAR, Tunguvegi 3, Hafnarfirði, Kristfn Þorleifsdóttir, Bjarni Hauksson, Gyða Hauksdóttir, Auður Hauksdóttir, Þráinn Hauksson, Hulda Hauksdóttir og fjölskyldur. Þorleifur var vörpulegur með skarpa andlitsdrætti. Sviphreinn maður sem tekið var eftir hvar sem hann fór. Hann var hæverskur maður, kurteis og barst lítt á. Þor- leifur var alla tíð mjög vinnusamur enda alinn upp við það í æsku að hlutimir komu ekki af sjálfu sér. Iðjusemi var í hans huga dyggð og leti hinn versti ókostur manna. I kjallaranum á Nýlendugötunni hafði hann komið sér upp smá trésmíðaverkstæði, þar sem hann vann löngum stundum. Þorleifur var snyrtimaður hinn mesti og sást það glöggt þegar komið var á verk- stæði hans. Nýlendugata 20a er ekki stórt hús í dag þótt Þorleifur hafi byggt við það, endurbætt frá grunni og stækkað um helming. í þessu litla húsi bjó Ágústa manni sínum og dætrum fallegt heimili. Oft var þar þröng á þingi, líf og fjör, ekki síst á hátíðastundum. Það var einmitt á slíkri hátíðarstund sem ég kynnt- ist tengdaföður mínum fyrst, en það var á sextugsafmæli hans árið 1967. Ekki leit hann út fyrir að vera sextugur, þar sem hann, hrók- ur fagnaðar, gladdist með góðum vinum. Þá var þétt setinn bekkurinn á Nýlendugötunni og glatt á hjalla. Þessi fyrstu kynni eru eftirminni- leg, kannski mest vegna þess að þau voru upphaf vinskapar sem ég minnist með þakklæti í huga. Þor- leifur var mikill söngmaður og söng lengi fyrsta tenór með Karlakór Iðnaðarmanna. Hann hafði fallega rödd og fannst gaman að taka lag- ið. Kunni hann ógrynni laga og texta, bæði hefðbundinna karla- kórslaga og einnig revíulaga frá fimmta áratugnum sem hann söng oft á góðum stundum í hópi vina. Þorleifur hafði gaman að útiveru. Leið vel í óspilltri náttúrunni og ekki fannst honum verra ef hægt var að sameina útiveruna smá sil- ungsveiðiskap. Voru þær stundir honum mjög að skapi og hæfðu rólyndti jafnaðargeði hans. Þorleifur var einlægur aðdáandi Einars Benediktssonar skálds. Þótti honum það mikið lán að hafa átt þess kost að kynnast skáldinu lítil- lega einn vetrarpart. Ræddum við oft þessi stuttu kynni þeirra og var auðfundin sú virðing sem hann bar fyrir Einari sem skáldi og manni en kvæði Einars féllu vel að skap- gerð Þorleifs. Seigluna, þrekið og lífsorkuna hafði Þorleifur tileinkað sér á erfið- um uppvaxtarárum, sérstaklega eftir fráfall föður síns árið 1915, þegar hann var 8 ára gamall og þurfti að taka til hendinni ásamt systkinum sínum og móður við að halda saman heimilinu. Hljómgrunn þessa fann hann í skáldskap Ein- ars. Þessir eðlisþættir, seiglan og viljaþrekið voru áberandi í lundemi Þorleifs, ásamt sjálfstæðiskennd- inni sem hann hefur drukkið í sig með móðurmjólkinni. Að vera eng- um háður, skulda engum neitt og vinna verk sín vel, þetta voru hans óskráðu einkunnarorð. Þorleifur var alla ævi heilsu- hraustur og varð sjaldan misdæg- urt. Starfsævin var því löng. En þó kom að því að líkaminn gaf sig og þurfti Þorleifur að dvelja tvö síðustu ár ævi sinnar á hjúkrunar- deild Hrafnistu í Reykjavík. Hlaut hann þar þá umönnun og hjúkrun sem seint verður fullþökkuð. Nú hafa skilist leiðir að sinni. - Komið er að vegamótum. Við, sam- ferðafólkið, höldum áfram okkar jarðargöngu meðan Þorleifur sveig- ir af leið til æðri heimkynna. Eftir lifir minningin ein, minning um heiðursmann, ásamt tilhlökkun um endurfundi síðar. Hvað bindur vom hug við heimsins glaum sem himnaarf skulu taka? Oss dreymir í leiðslu iífsins draum, en látumst þó allir vaka, og hryllir við dauðans dökkum straum, þó dauðinn oss megi’ei saka. (Einar Ben.) Megi Guð blessa Ágústu, tengda- móður mína, dætumar fimm og ástvini alla, og gefa þeim styrk. Ólafur Helgi Ólafsson Minning: Magnús Þorsteins- son yfirmatsmaður Fæddur 29. júlí 1923 Dáinn 24. nóvember 1987 Eg vil með nokkrum orðum minnast starfsfélaga okkar hjá Ríkismati sjávarafurða, Magnúsar Þorsteinssonar, sem féll frá við störf á vegum stofnunarinnar sl. þriðjudag þann 24. nóvember. Magnús var fæddur 29. júlí 1923 og var því 64 ára þegar hann lést. Magnús vann alla ævi við sjávar- útveg. Hann var lengi verkstjóri hjá fiskvinnslufyrirtækjum og bjó þá víða um land m.a. á Raufarhöfn, í Hrísey og í Þorlákshöfn, þar sem hann átti hlut í frystihúsi. Eftir að hafa aflað sér mikillar reynsíu og viðtækrar þekkingar á fískvinnslu og mati sjávarafurða hóf Magnús störf sem yfirmatsmað- ur hjá stofnuninni 1. janúar 1976 og hefur starfað hjá henni sam- fellt, í nærfellt tólf ár. Hann vann einkum við mat á saltfiski, skreið og sfld, auk mats á söltuðum hrogn- um. Magnús átti um ævina ófá hartd- tök við sfldarsöltun. Hann aflaði sér matsréttinda í saltsfld árið 1950 og starfaði lengi sem matsmaður og verkstjóri á söltunarplönum. Hann féll frá í lok ferðar á vegum stofnun- arinnar um Austurland, sem farin var til að meta sfld. I ferð með honum var vinnufélagi hans sem tjáði mér að hann hefði deginum áður í engu dregið af sér við að t Útför eiginmanns míns, fööur, tengdaföður, afa og langafa, ÞORLEIFS THORLACIUS skipasmiðs, Nýlendugötu 20a, Reykjavik, sem andaöist á Hrafnistu í Reykjavík þann 26. nóvember, fer fram frá Dómkirkjunni í dag, föstudaginn 4. desember kl. 13.30. Ágústa Thorlacius, Birna Thorlacius, Gunnlaugur Gunnlaugsson, Margrét Thorlacius, Ólafur Helgi Ólafsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Björg Thorlacius, T ryggvi T ryggvason, Ólöf Thorlacius, Haraldur L. Haraldsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar og móður, tengdamóður og ömmu, STEINÞÓRU SIGURBJÖRNSDÓTTUR, dvalarheimilinu Höföa, Akranesl. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á dvalarheimilinu Höfða og sjúkrahúsinu á Akranesi er önnuðust hana í veikindum hennar. Sigurður Helgason, Sigrún Sigurðardóttir, Ingvi Böðvarsson, Helgi Sigurðsson, Laufey Sigurðardóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Ingvar Ingvarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ljúka þeim matsstörfum sem þeim var falið. Hann var þar eins og í öðrum störfum fyrir stofnunina, trúr starfsmaður. Magnús var kvæntur Guðrúnu Björgu Sigurðardóttur og lætur hann eftir sig þijár dætur og einn son, auk tveggja bama Bjargar sem hann gekk í föðurstað. Á ferðalagi síðastliðið sumar um Norðurlönd áttum við Magnús tal saman um bömin hans og minnist ég þess af hve miklum hlýhug og stolti hann ræddi um þau. Magnús náði ekki háum aldri og þurfti án fyrirvara að sinna kalli mannsins með ljáinn. Að kallið komi svo snöggt er gott fyrir þann sem ferv en sárt aðstandendum. Eg vil með þessum fáu línum þakka Magnúsi Þorsteinssyni fyrir störf hans á vegum stofnunarinnar, sem hann rækti af trúmennsku, og votta eftirlifandi eiginkonu hans og bömum samúð mína. Halldór Ámason Blóm og skreytingar við öll tœkifœri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.