Morgunblaðið - 04.12.1987, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 04.12.1987, Blaðsíða 70
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1987 70 ■ ÓLI Olsen, milliríkjadómari í knattspymu, stóð í ströngu úti í Cardiff í Wales á dögunum. Óli dæmdi þar leik Wales og Skotlands í U 18. Óli varð að láta færa leik- inn á annan leikvöll, Ninian Park, þar sem leikvöllur sá sem leikurinn átti að fara fram á, var ekki boðleg- ur - var eins og mýri, eftir að rignt hafði mikið í Wales. Þess má geta að Óli fékk mjög góða dóma fyrir dómgæslu sfna í leiknum, sem lauk r með sigri Skota, 3:2. ■ TVEIR knattspymuþjálfarar og nefndarmenn Tækninefndar KSÍ, þeir Magnús Jónatansson og Guðmundur Ólafsson eru nú staddir í Danmörku, þar sem fer fram árlegt kennaranámskeið Norðurlanda í knattspymu. ■ WILFRIED Van Moer hefur tekið við stjóminni hjá Beveren í Belgíu. Van Moer, sem er 43 ára, spilaði á ámm áður með Beveren, var yfírburðarmaður á miðjunni og lék 57 landsleiki. I REAL Madrid hefur boðið tæplega 60 milljónir fslenskra króna fyrir Jose Luis Rodriguez, mið- heija Deportivo Espanol í Arg- *>entínu. Rodriguez er markahæstur í Argentínu með 13 mörk í 16 leikj- um og lið hans er ósigrað á toppnum. Það hefur aldrei sigrað í deildinni, en á nú góða möguleika og þó stjóm félagsins hafi áhuga á tilboðinu, lætur hún leikmanninn ekki lausan fyrr en að loknu tímabil- inu. Sennilegt er að Rodriguez leiki sinn fyrsta landsleik 16. desember, en þá leika Argentína og Vestur- Þýskaland vináttuleik í Buenos Aires. ■ MATTHIAS Herget, mið- vörður Uerdingen og vestur-þýska landsliðsins í knattspymu, var í gær dæmdur í fjögurra vikna leikbann og fékk tæplega 25 þúsund króna sekt.Herget var vikið af velli í leik Uerdingen og HSV í síðasta mán- uði fyrir að kalla annan línuvörðinn svín og það reyndist honum, Uerd- ingen og jafnvel landsliðinu dýr- keypt. Það er að fara í keppnisferð til Suður-Ameríku og venjan hefur verið sú, að bann hefur einnig náð yfír landsleiki. En margir af fasta- mönnum liðsins komast ekki í ferðina og því verður reynt að fá undanþágu fyrir Herget. ■ RENAT Dassayev, landsliðs- - markvörður Sovétríkjanna í knatt- spymu, sagði í gær að hann vildi leika með ítölsku, frönsku, ensku eða vestur-þýsku liði næsta keppn- istímabil. Dassaye er 30 ára og er þessa dagana í keppnisferð í Vest- ur-Þýskalandi með liði sínu, Spartak Moskvu. ■ ZICO skoraði' fyrsta mark Flamengo í 3:2 sigri gegn Atletico í undanúrslitum deildarkeppninnar í Brasilíu á miðvikudagskvöldið. Flamengo vann fyrri leikinn 1:0 og leikur til úrslita við Cruzeiro eða Intemacional. Atletico sótti stíft ákaft stutt af 84 þúsund áhorf- endum, en gestimir skoruðu tvö fyrstu mörkin. Fyrst Zico með skalla og síðan Bebeto. Heima- menn gáfust ekki upp og jöfnuðu með mörkum frá Chiquinho úr vítaspymu og Araujo eftir einleik. Svo virtist sem Atletico ætlaði að hafa það, en Gaucho gerði vonir þeirra að engu, þegar hann skoraði tólf mínútum fyrir leikslok. ■ JUVENTUS vann Cesena 2:1 í ítölsku 1. deildinni í knattspymu fyrir skömmu, en gestunum var dæmdur 2:0 sigur vegna þess að einn leikmanna þeirra fékk flugeld í sig eins og greint hefur verið frá. . Stjóm Juventus sættir sig ekki við þetta og ætlar að áfrýja. „Lögin em rugl,“ sagði Tacconi, mark- vörður Juventus. „Það er ekki réttlátt að tapa leik á svona þvælu. í hveijum leik lenda flugeldar rétt fyrir framan mig í markinu og næst ætla ég að láta mig falla og standa ekki upp — ég vil sjá hvað þá gerist," bætti hánn við. KNATTSPYRNA Keppnisferðir landsliðanna íknattspymu kostayfirkr. 20 milljónir Sextán ferðirfamará árinu. Fjór- ir heimaleikir gáfu litlartekjur Borgmvelnn Bmrgmvmlnsson varði mjög vel. Skúli Qunnstmlnsson skoraði fimm mörk. „Við höfum sent fimmtán landsliðshópa út til keppni á árinu og sextándi hópurinn er nú að undirbúa sig fyrir keppni r ísrael,“ sagði Sigurð- ur Hannesson, framkvœmda- stjóri KSf, þegar hann sagði okkurfrá erilssömu keppn- istímabili knattspyrnumanna. íslensk landslið í knattspyrnu hafa heimsótt Kuwait, Dan- mörku, Ítalíu, Frakkland, Svíþjóð, V-Þýskaland, Pól- land, Noreg, Portugal, Tákkóslóvakfu, Beigfu og Rússland á árinu og framund- an er ísraelsferð. Það hefur verið mikil gróska hjá íslenskum knattspymu- mönnum á árinu. Fyrir utan þessar landsleikjaferðir hafa knattspyrriudómarar, stjómar- menn og tækninefndarmenn KSÍ verið á faraldsfæti. Upp undir 400 flugfarseðlar hafa verið í höndum KSI-manna á árinu. Á þessu sést að það er kostar mikið að reka sex landslið. Hver ferð hefur ekki kostað undir kr. millión, þannig að ferðakosnaður KSI er um kr. 20 milljónir. Rekstararhalli KSÍ á árinu er um kr. 1.5 milljónir. „Til að endar náist saman hjá okkur á hveiju starfsári, verður landslið íslands að leika tvo til þijá leiki hér heima - leiki sem 12-14 þús. áhorfendur koma á. í sumar lék A-iandsliðið aðeins tvo leiki - gegn A-Þjóð- veijum og Norðmönnum. Aðsókn áhorfenda á þá leiki var fyrir neð- an meðaltal. Lítil aðsókn var svo á leiki Olympíulandsliðsins gegn Hollendingum og A-Þjóðveijum, þannig að landsleikir íslands gáfu ekki miklar tekjur,“ sögðu þeir Sigurður Hannesson, fram- kvæmdastjóri KSÍ og Þór Símon Ragnarsson, gjaldkeri sambands- ins. Undanfarin ár hafa landsleikir A-landsliðsins verið aðaltekjulind KSÍ. Það þarf því mjög sterk og fræg landslið að koma hingað til Slgurður Hannasson og Slmon Þór Ragnarsson hafa oft þurft að skipuleggja ferðir landsliðs fslands í knattspymu. Þá hefur hnötturinn komið að góðu gagni. að landsleikir skili þeim hagnaði sem KSÍ þarf á að halda - til að halda úti þeim sex landsliðum sem keppa fyrir hönd íslands. Þ.e.a.s. a-landsliði, OL-landsliði, 21 árs landsliði og U 18 og U 16 ásamt kvennalandsliði. Tekjumöguleikar KSÍ verða ör- ugglega ræddir á ársþingi sambandsins um helgina. Tryggja verður þessu stærsta sérsambandi ÍSÍ sterkan rekstrarsjóð, til auð- velda því að halda út ölflugu starfí landsliða íslands. KSÍ á ekki að þurfa að treysta á að 12-14 þús. áhorfendur mæti átvo til þijá landsleiki, til að endar náist saman ár hvert. HANDKNATTLEIKUR / HM U-21 ísland - Noregur23 : 21 Sterk liðsheild skóp sigurinn - sagði Friðrik Guðmundsson fararstjóri liðsins „ÞESSI liö eru ámóta. Strák- arnir höföu harma að hefna, þar sem Norðmennirnir slógu okkur út úr forkeppninni, en seiglan var mikil og sterk liðs- heild skóp sigurinn að þessu sinni," sagði Friðrik Guð- mundsson, fararstjóri, við Morgunblaðið í gœr eftir fyrsta leik Islands í úrslitum heims- meistarakeppni landsliða í handknattleik (U-21), en mótið er haldið í Júgóslavíu. Að sögn Friðriks var leikurinn í jámum allan tímann. Norð- mennimir komust í 3:0 og eftir átta mínútur skoruðu íslendingamir sitt fyrsta mark. Á 18. mfnútu jöfnuðu þeir 6:6 og höfðu tvö mörk yfir í hálfleik, 11:9. Strákamir byijuðu vel eftir hlé og skomðu tvö fyrstu mörkin, en jafn- mörg mörk Norðmanna fylgdu í kjölfarið. Eftir það var munurinn eitt og tvö mörk, mikil barátta á Risar í sovéska liðinu Sovétmenn eru sigurstranglegasttr á mótinu í Júgóslavíu, en þeir leika við íslendinga í dag. í sovéska liðinu em fímm ieik- menn tveir metrar á hæð eða meira og einn þeirra er 2,20 metrari Því er ljóst að róður íslensku strákanna verður erfíður í dag, en þeir munu leggja áherslu á langar sóknir. báða bóga og vom íslensku strák- amir oft klaufar í vöminni — vom oftar fímm inná en sex. „Segja má að úrslitin hafi ráðist þegar fjórar mínútur vom til leiks- loka. Við vomm einu marki yfír, misstum boltann og Norðmennimir bmnuðu upp, en Bergsveinn Berg- sveinsson, sem lék í markinu allan leikinn, varði meistaralega," sagði Friðrik. Skúli Gunnsteinsson var marka- hæstur með fímm mörk, Einar Einarsson skoraði fjögur, Stefán Kristjánsson, Pétur Petersen og Siguijón Sigurðsson þijú mörk hver, Bjarki Sigurðsson og Ámi Friðleifsson tvö mörk hvor og Þórð- ur Sigurðsson eitt mark. Sem fyrr segir slógu Norðmenn íslendinga út í forkeppninni, en íslenska liðið fór í úrslitin í stað þess argentíska, sem hætti við. í dag verður leikið við Sovétmenn, en þeir unnu Ungveija 29:22 í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.