Morgunblaðið - 04.12.1987, Side 33

Morgunblaðið - 04.12.1987, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1987 33 Rúmenía: Opinskár embætt- ismaður hvarf og kom aftur fram Sagði óánægju rúmensks almennings skiljanlega Búkarest. Reuter. HÁTTSETTUR, rúmenskur embættismaður, sem hvarf í nokkra daga eins og jörðin hefði gleypt hann, er nú kominn fram aftur. Fyrir skömmu skoraði hann á ríkisstjórnina að refsa ekki þeim verkamönnum, sem hefðu tekið þátt í að mótmæla matarskortinum í Rúmeníu. Silviu Brucan, fyrrum sendiherra Rúmena í Washington og hjá Sam- einuðu þjóðunum, sagði vestrænum fréttamönnum eftir mikil mótmæli í borginni Brasov, að gremja al- mennings í landinu væri skiljanleg, hann væri búinn að fá sig fullsadd- an á að vera meðhöndlaður eins og þrælar. Fyrir nokkrum dögum féllst Brucan á að eiga viðtal við Reut- ers-fréttastofuna sl. miðvikudag en mætti ekki til þess og þótt reynt væri að hafa uppi á honum tókst það ekki. Þegar hringt var heim til hans varð einhver maður fyrir svör- um og sagði, að um skakkt númer væri að ræða. í gær sást hins veg- ar til Brucans og sagðist hann þá vera við góða heilsu og frjáls ferða sinna. Fréttamaður Reuters, sem ætlaði að ræða við Brucan, reyndi að fara heim til hans í glæsihverfíð, sem eingöngu er fyrir háttsetta menn í kommúnistaflokknum, en lögreglu- menn vörðuðu honum veginn. í gær var hann svo kvaddur á vegabréfa- skrifstofu í höfuðborginni og honum „boðið" að hverfa úr landi innan sólarhrings. Rúmenía: Hóta að hætta af- borgnnum af skuld við Alþjóðabankann Vín. Reuter. RÚMENSK stjómvöld, sem eiga við alvarlega efnahagsörðugleika að etja, hafa hótað að fresta af- borgunum af 1,9 milljarða dollara skuld við Alþjóðabankann en segj- ast ætla að standa f skilum við aðra lánardrottna sína. í fréttum rúmensku fréttastof- unnar Agerpress sagði, að fjár- hagsnefnd þingsins hefði harðlega gagnrýnt lánaskilmála Alþjóðabank- ans og sagt þá vera „einstaklega óhagstæða Rúmenum". Var þess einnig krafíst, að rúmensku samn- ingamönnunum, sem samþykktu lánskjörin, yrði refsað. Var einkum að því fundið, að í skilmálunum er kveðið á um gengisáhættu en hana verður skuldunauturinn að taka á sig. Sagði Agerpress, að vegna þessa ákvæðis hefðu skuldimar aukist um 250 milljónir dollara. Rúmenar ætla hins vegar að greiða á gjalddaga afborganir af skuldum við banka og fjármálastofn- anir, sem ekki hafa þennan háttinn á. Frá 1980 hefur rúmenska stjómin greitt helming allra erlendra skulda en gengið um leið svo nærri lands- mönnum, að þeir búa við skort á flestum sviðum. í síðasta mánuði kom til mikilla átaka í borginni Brasov þegar þúsundir manna mót- mæltu harðræðinu, hrópuðu niður „einræðisherrann" Nicolae Ceau- sescu og kveiktu í skrifstofum kommúnistaflokksins. Það er alltaf gott að fáaukabirtu í skammdeginu Verð: 599kr. _ Hljómplata sem vert er að leggja eyrun við. Inniheldur lög og texta eftir Einar Oddsson. Flytjendur: Haukur Hauksson, Einar Oddsson, Ólöf Sig- urðardóttir, Þröstur Þorbjörnsson, Eva Albertsdóttir, Edda Borg Ólafsdóttirog Þorsteinn Jónsson. ☆ STEINAR HF fy Nýbýlavegi 4,200 Kópavogi. Simi 45800 ★Austurstrseti 22. ★Rauðararslig 16. ★Glæsibæ. ★Standgotu Ht ★ Póstkrotusimi 11620. ★ Simsvari 28316. Olíufurstar unna bömunum sfnum ekki minna en aðrir og þegar þeir gefa þeim gjöf er hún ekki af verri endanum. Þetta barnagull vakti mikla athygli á bOasýningu, sem haldin var fyrir skömmu i Dubai f Sameinuðu arabfsku furstadæmunum, smávaxinn Porsche-bíll með bensínvél og öllum sama búnaði og stóri bróðir. Kostar hann frá framleiðanda rúmlega 300.000 ísl. kr. en hér á ísa köldu landi losaði hann vísast hálfa milljón með tollum og öðrum gjöldum. ' Reuter Hver er sínum gjöfum líkastur GEKK EG YFIR SJÓ OG LAND eftir Kristján Róbertsson Hér segir frá þeim miklu umbrotum sem áttu sér stað i lifi fólks í Vestmannaeyjum a siðari hluta 19. aldar, þegar íslenskir mormónatru- boðar birtust þar og fóru að boða nýtt fagnaðarerindi sem ekki hafði heyrst hér á landi áður. Þetta er bæði furðuteg og fróðleg saga, sem margir munu áreiðanlega hafa gaman af að kynna ser. Verð kr. 2.250,00.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.