Morgunblaðið - 06.12.1987, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987
5
Með útsjónarsemi í samningum við Sportsworld Travel í Eng-
landi tókst okkur að útvega ferðir og aðgöngumiða á íþrótta-
viðburði Ölympíuleikanna í Seoul í september 1988, sem
verður aðteljasttil kraftaverka, því eftirspurnin ergífurleg.
Við bjóðum íslensku íþróttaáhugafólki að slást í hópinn í
stórkostlega Ólympíuferð á kjörum sem gera langferðina að
leikeinum.
Komdu á skrifstofur okkar og kynntu þér nánar ferðina og kjörin;
hvernig þú átt möguleika á að fylgjast með íslensku
keppendunum etja kappi við mesta afreksfólk íþróttaheimsins í
dag; hvernig íþróttasagan verðurtil á elstu og virtustu
Dæmi:
kappleikum sögunnar, um leið og þú kynnist framandi landi og
heillandi þjóð. - Komdu með til Seoul ’88!
Ferðaveltan
Þú byrjar strax að leggja fyrir þá upphæð sem þú ræður við í
hverjum mánuði fram að brottför og færð sömu vaxtakjör og á
góðum innlánsreikningum. Aðildarbanki okkar lánar þér síðan
upphæð sem nemur 175% af heildarsparnaðinum - og þú
hefur nægt fé til fararinnar - sem þú síðan greiðir á jafnlöngum
tíma og þú sparaðir, að viðbættum tveimur mánuðum. Hvað
um að byrja sparnaðinn með veglegri jólagjöf handa sjálfum
sér?
Sparnaðar- tímabil Mánaðarlegur sparnaður Upphæð í loktímabils Lán Ráðstöfunarfé m/vöxtum Mánaðarleg endurgreiðsla Endurgreiðslu- tímabil
9mán. 3.000,00 5.000,00 10.000,00 27.000,00 45.000,00 90.000,00 47,250,00 78.750,00 157.500,00 74.807,50 125.027,50 250.555,00 5.134,72 8.514,54 16.964,08 11 mán.
Ath. Miðafjöidi er takmarkaður. Því borgar sig að sýna fyrirhyggju, bóka ferð strax og hef ja sparnaðinn sem fyrst.
0
Samvinnubankinn
Samvinnuferdir - Landsýn
Austurstræti 12 • Símar 91 -27077 & 91 -28899
Hótel Sögu við Hagatorg ■ 91 -622277 Akureyri: Skipagötu 14 96-27200
Útvarpsstjóra
stefnt vegna
frétta af
Svefneyjamáli
Útvarpsstjóra, Markúsi
Erni Antonssyni, hefur verið
birt stefna vegna fréttaflutn-
ingfs sjónvarpsins af svoköll-
uðu Svefneyjamáli í ágúst.
Sakborningur í Svefneyjamál-
inu, hefur ákveðið að höfða
einkarefsimál vegna ummæla
sem komu fram um hann í
frétt sjónvarpsins.
Þær kröfur eru gerðar, að út-
varpsstjóri verði dæmdur til
þyngstu refsingar og að tiltekin
ummæli um sakboming verði
dæmd dauð og ómerk. Þá krefst
hann þess að útvarpsstjóra og
Ríkisútvarpinu verði gert að greiða
honum tvær milljónir króna í
miskabætur. Loks krefst hann 300
þúsund króna til að standa straum
af kostnaði á birtingu dóms og
að sú skylda verði lögð á sjón-
varpið að birta niðurstöðuna í
fyrsta fréttatíma eftir að dómur
hefur verið kveðinn upp og birtur.
Málið verður þingfest fyrir dómi
þann 15. desember.
Hluti þátttakenda ráðstefnu um sorg og sorgarviðbrögð sem haldin var í vor í Reykjavík.
Samtök um sorg
og sorgarviðbrögð
Á ÞRIÐJUDAGINN verða stofn- sem og syrgjendur og aðstandendur
uð samtök um sorg og sorgarvið-
brögð og verða þau öllum opin
til þátttöku. Undanfarin misseri
hefur umræðan í þjóðfélaginu
um dauðann, sorgina og viðbrögð
fólks við miklum missi aukist
mjög. Mjög fjölmennar náms-
stefnur hafa verið haldnar, bæði
í Reykjavík og á Akureyri og
hefur þar komið skýrt fram
hversu brýn þörf er fyrir félags-
skap fólks, sem þekkir sorgina
og þrautir hennar af eigin raun.
Því hefur verið ákveðið að
mynda samtök um sorg og sorg-
arviðbrögð og verður stofnfund-
ur í Templarahöllinni, Eiriksgötu
5, kl. hálf níu á þriðjudagskvöld-
ið.
þeirra. Er leitað eftir sem víðtæk-
ustum hugmyndum hvemig slíkur
félagsskapur getur sem best komið
þeim að gagni sem honum er ætlað
að þjóna. Einnig er lýst eftir heppi-
legu nafni fyrir slík samtök.
Sem fyrr segir verður stofnfund-
urinn í IOGT húsinu, Eiríksgötu 5,
þriðjudaginn 8. desember kl. 20.30.
Hugsanlega verða samskonar sam-
tök stofnuð víðar um landið enda
þörfin állstaðar jafnbrýn fyrir slíkan
stuðningsaðila, því að sorgin gleym-
ir engum.
(Fréttatilkynning)
Markmið samtakanna verður að
styðja syrgjendur og þá sem vinna
að velferð þeirra. Þeim tilgangi
hyggjast væntanleg samtök ná með
því að:
a. Efna til almennra fræðslufunda
og samverustunda
b. veita þá upplýsingaþjónustu sem
auðið er á hvetjum tíma
c. vinna að stofnun stuðningshópa
fyrir syrgjendur
d. greiða fyrir heimsóknum stuðn-
ingsaðila til syrgjenda
e. gangast fyrir námskeiðum og
þjálfun slíkra stuðningsaðila og
handleiðara
f. efla almenna fræðslu um sorg
og sorgarviðbrögð í fjölmiðlum
og sem víðast á opinberum vett-
vangi.
í undirbúningshóp sem unnið
hefur að stofnun þessara samtaka
er bæði fagfólk, læknar, prestar,
hjúkrunarfræðingar sem og fólk
sem hefur orðið fyrir missi. Þar
hefur það komið skýrt fram hversu
mikilvægt er fyrir fólk að vinna sig
út úr sorginni með því að tjá sig,
tala og hlusta. Enginn skilur betur
tilfinningar fólks í sorg og þjáningu
en þeir sem hafa af svipaðri eða
sömu reynslu að segja. Það er og
alkunna að margir hafa þurft að
takast á við sinn harm og missi í
einrúmi, án þess stuðnings sem öll-
um er nauðsynlegur við slíkar
aðstæður. Slík samtök ættu að geta
orðið farvegur fyrir slíkan stuðning.
Þess er vænst að sem allra flest-
ir sjái sér fært að koma til stofn-
fundarins, bæði það fagfólk sem
vinnur með fólki sem býr við sorg,
m
Með SL ferðaveltunni kemstu auðveldlega í för með íslensku
Ólympíukeppendunum - upplifun ævinnar á laufléttum kjörum!